Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
DV
Anna Lindh
Utanríkisráöherra Svíþjóðar ræddi
sameiginlegan gialdmiöil ESB viö
norræna starfsbræður sína í gær.
Vona að Danir
samþykki evruna
Utanríkisráðherrar Norðurland-
anna vona að danskir kjósendur
fallist á að taka upp evruna, sameig-
inlegan gjaldmiðil Evrópusam-
bandsins, í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í næsta mánuði. Ráðherramir
telja að með þvi myndi fara af stað
keðjuverkun i Svíþjóð, Noregi og ís-
landi.
Hafni Danir aftur á móti evrunni
muni það hafa afleiðingar alls
staðar á Norðurlöndunum, segja
ráðherrarnir sem funduðu í gær í
Middelfart í Danmörku.
Danir og Svíar eru í ESB en hafa
til þessa kosið að halda sig utan
evrusamstarfsins. Að sögn Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Sviþjóðar,
verður ekki haldin þjóðaratkvæða-
greiðsla þar fyrr en efnahagslífið
verður komið í það horf sem er í
öðmm löndum sem hafa tekið upp
sameiginlegan gjaldmiðil ESB.
Timanna tákn
„ Turninn hrynur ekki, “ segja Rússar.
Sjónvarpsturninn
hrynur ekki
Sjónvarpssendingar rússneska
rikissjónvarpsins eiga að hefjast í
kvöld eftir að varasendi hefur verið
komið fyrir.
Rússneskir ráðamenn hafa lýst
því yfir að Ostankino-turninn muni
ekki hrynja og að aðeins 25% stál-
víranna 149 sem haldi turninum
uppi séu skemmd. Umferð hefur
verið leyfð að turninum að nýju og
viðgerðir hefjast innan skamms.
Tala látinna stendur nú í þremur og
jafnvel er búist við að hún hækki.
Vísa kúariðu-
rannsóknum frá
Matvælaeftirlitið í Bretlandi vís-
ar frá getgátum um að fólk geti ver-
ið i hættu eftir að rannsóknarmenn
lýstu þvi yfir í vikunni að fjöldi
dýra gæti borið kúariðusmit án
þess að veikjast.
„Við teljum enga ástæðu til að
herða reglur eða breyta þar sem
þær eru nægar fyrir,“ sagði tals-
wo^iir dffirl’+cinQ
limuux v/ilxiliUiXUU:
Hingað til hafa menn aðeins beint
sjónum sínum að kúm en nýjar
rannsóknir sýna að svín, kjúklingar
og menn geta hæglega borið smit
lengi. Sjúkdómurinn er banvænn og
leggst á heilann. Vitað erum 178.500
kúariðutilfelli i kúm í Bretlandi og
innan við 100 manns hafa látist úr
sambærilegum sjúkdómi í mönnum.
Schaiible í vígahug
Wolfgang
Schaúble, fyrrum
leiðtogi kristilegra
demókrata í Þýska-
landi, veittist í gær
að fyrrum gjald-
kera flokksins sem
hann sagði að væri
verkfæri í höndum
þeirra sem vildu eyðileggja trúverð-
ugleika hans sem flokksformanns.
Schaúble lét orð í þá veru falla fyr-
ir nefnd sem rannsakar leynireikn-
ingahneyksli Helmuts Kohls, fyrr-
um Þýskalandskanslara.
Chevénement farinn
Jean-Pierre Chevénement, innan-
ríkisráðherra Frakklands, sagði af
sér í gær vegna ágreinings við
Jospin forsætisráðherra um aukin
völd heimamanna á Korsíku.
Þúsundir gegn Miiosevic
Um tíu þúsund manns komu sam-
an í miðhluta Serbíu í gær til að
lýsa yfir stuðningi við helsta and-
stæðing Milosevics forseta i kosn-
ingunum í næsta mánuði.
Walesa við hlið skipasmíðastöðvarinnar
Lech Walesa, fyrrum forseti Póllands, stendur fyrir utan blómum skrýtt hliö skipasmíöastöðvarinnar í Gdansk þar sem
verkalýöshreyfingin Samstaöa varð til. Walesa heimsótti Gdansk á tuttugu ára afmæli Samstöðu og sótti ráöstefnu
um áhrif hennar á stjórnmál 21. aldarinnar. Barátta Samstöðu leiddi til falls kommúnistastjórnarinnar.
Hague bakkar með loforð
William Hague og breski íhalds-
flokkurinn hafa fellt loforð um
skattalækkun úr stefnuskrá sinni
en segjast þess í stað myndu lækka
skatta ef þeir kæmust til valda og
aðstæður væru eðlilegar.
Tildrög Kúrsk-kafbátaslyssins í Barentshafi taka að skýrast:
Kafað eftir líkum skipverja
Kúrsk í lok september
Clinton til Kólumbíu
BUl Clinton Bandaríkjaforseti
flýgur til Kólumbíu í dag til að sýna
samstöðu meö kólumbísku þjóðinni
í baráttu hennar gegn flkniefnabar-
ónum og uppreisnarmönnum.
Barak veit ekki neitt
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, sagði i gær að hann vissi
ekkert um hvort ísraelar og Palest-
ínumenn myndu jafna ágreining
sinn og komast að samkomulagi um
frið.
Chelsea spáir í Oxford
Chelsea Clinton,
dóttir Bandaríkja-
forseta, er spá í að
feta 1 fótspor pabba
gamla og stunda
nám við hinn virta
í
Englandi. Hún hef-
ur þó ekki enn tek-
ið lokaákvörðun þar um, að sögn
talsmanna Hvíta hússins.
Stöðvið ofbeldið
Norður-írlandsmálaráðherra
bresku stjórnarinnar og stjómmála-
menn á Norður-írlandi kröfðust
þess í gær að skæruliðahópar mót-
mælenda hættu innanbúðarátökum
sínum sem hafa orðið þremur að
bana í mánuðinum. Ákallið kom í
kjölfar þess að ellefu ára gömul
stúlka særðist í einni árásinni.
Klónun óásættanleg
Jóhannes Páll
páfi sagði f gær að
öll klónun á fóstur-
vísum manna væri
siðferðilega óásætt-
anleg. Á sama tíma
notaði hann tæki-
færið til að bera lof
á vísindamenn fyr-
ir þrotlaust starf sitt við að varð-
veita mannslíflð. Þá sagði páfi að
ekki ætti að gera líffæraflutninga að
verslunarvöru.
Allt bendir nú til þess að gallað
tundurskeyti um borð í Kúrsk hafl
grandað kafbátnum þann 12. ágúst
sl. í Barentshafl. Tveir bandarískir
kafbátar og njósnaskipið Loyal voru
á svipuðum slóðum og Kúrsk viö
það að fylgjast með æflngum rúss-
neska hersins. Upptökur og
hljóðbönd em í rannsókn en tvær
sprengingar em sagðar hafa heyrst,
önnur minni en sú seinni mun
kröftugri.
Rússar hafa hingað til haldið því
fram að Kúrsk hafi lent í árekstri við
annan kafbát eða gamalt tundur-
skeyti úr seinni heimsstyrjöldinni.
William Cohen vamarmálaráðherra
hefur vísað getgátum um árekstur
við bandarískan kafbát á bug.
Aöeins rússnesk aögerö
Rússnesk yfirvöld hafa greint frá
Sveimað yfir slysstaðnum
Ná á Kúrsk upp úr votri
gröfinni á innan viö ári.
þvi að tilraunir til að ná líkum
skipverjanna 118 muni hefjast í
lok september.
Lítið er gert úr því þar f landi
að gallað tundurskeyti Kúrsk
sjálfs hafl sprengt gat á bátinn.
Forsætisráðherrann Klebanov
sagði sömu skeytin hafa verið í
notkun í 20 ár og ekki hafa getað
sprungið.
Köfunarbjöllumar sem fara
munu niður á 108 m dýpi, verða
mannaðar tveimur Rússum og
einum Norðmanni hver. Sex göt
verða gerð á flakið og aðeins rúss-
neskir kafarar munu fara inn í
það.
Þá hafa Rússar geflð sér ár til
að ná bátnum upp á yfirborðið.
„Sú aðgerð verður að öllum lík-
indum algjörlega rússnesk," sagði
forsætisráðherrann Klebanov.
Mannræningjar á Filippseyjum taka bandarískan mann:
Hóta að taka
gíslinn af lífi
Bandarísk stjómvöld fóru í
morgun formlega fram á aðstoð
stjómvalda á Filippseyjum við að
tryggja lausn bandarísks karl-
manns sem uppreisnarmenn
múslíma námu á brott og halda í
gislingu á Joloeyju, ásamt sex evr-
ópskum gíslum.
Ráðamenn vestra sögðu að ekki
yrði gengið að kröfum uppreisnar-
manna en stjómvöld á Filippseyj-
um sögðust myndu reyna að
semja um lausn hins 24 ára gamla
Jeffreys Schillings. Honum var
rænt á mánudag i borginni Zam-
boanga á sunnanverðum Filipps-
eyjum.
Uppreisnarmennirnir hótuðu
að taka Schilling af lífi eftir að
bandarisk stjórnvöld sögðust ekki
myndu semja við þá.
„Við höggvum kannski af hon-
um höfuðið," sagði talsmaður
Leystur úr haldi
Filippseyskur samningamaöur fýigir suöur-
afrískum manni sem mannræningjar
slepptu á mánudag.
uppreisnarmanna í símtali við út-
varpsstöðvar á Filippseyjum.
Embættismenn á FUippseyjum
sögðu að uppreisnarmenn Abu
Sayyafs hefðu rænt Schilling. Hann
hefur búið á Filippseyjum síðan í
mars og kvænst konu þaðan. Hann
er frá Oakland i Kalifomíu og hefur
snúist til íslamstrúar.
Uppreisnarmennimir vilja að
bandarísk yfirvöld láti lausa þrjá ís-
lamska bókstafstrúarmenn sem sitja
í bandarískum fangelsum fyrir
sprengjutilræði í World Trade Cent-
er byggingunni í New York.
Uppreisnarmennirnir halda enn
sjö gíslum, þar af sex evrópskum.
Síðustu daga hefur nokkrum gíslum
verið sleppt að tilstuðlan líbýskra
stjómvalda sem talin eru hafa greitt
mannræningjunum tugi milljóna
króna fyrir hvern gísl í þeirri von að
auka álit sitt á alþjóðavettvangi.