Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 r>v 11 Útlönd Joseph Lieberman fær áminningu frá trúbræðrum sínum: Skammaður fyrir óvið- eigandi áherslur á trúna Ofuráhersla á trúna Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata, er strangtrúaöur gyöingur og hefur lagt mikla áherslu á hlutverk trúarinnar í bandarísku þjóölífi í kosninga- baráttu sinni. Nú hefur hann fengiö skammabréf vegna þess frá trúbræörum sínum sem berjast gegn hleypidómum af öllu tagi. Jospeh Lieberman, varaforseta- efni demókrata í Bandaríkjunum, fékk heldur kalda kveðju frá áhrifa- miklum hópi gyðinga í vikubyrjun þegar hann var beðinn um að hætta að leggja jafnmikla áherslu á trú sína í kosningabaráttunni og hann hefur gert hingað til. Trúbræður Liebermans i Anti- Defamation League, samtökum sem stofnuð voru 1913 til að berjast gegn andgyðinglegum skoðunum og ann- ars konar hleypidómum, sögðu það einfaldlega óviðeigandi að hann flikaði svona trú sinni. Lieberman er fyrsti gyðingurinn i framboði til forseta eða varaforseta á vegum stóru flokkanna tveggja. Virðing fyrir öllum Hópurinn sendi Lieberman bréf á mánudag þar sem sérstaklega var gerð athugasemd við orð sem fram- bjóðandinn lét falla i kirkju einni í Detroit á sunnudag. Lieberman hvatti þar til þess að trúin fengi stærra hlutverk i lífi Bandaríkja- manna. Kiki McLean, talsmaður kosn- ingabaráttu Liebermans, svaraði bréfinu frá ADL-samtökunum og sagði öldungadeildarþingmanninn frá Connecticut bera mikla virðingu fyrir fólki úr öllum þjóðfélagshóp- um. Þá sagði talsmaðurinn að Lieberman hefði lýst yfir stuðningi sínum við aðskilnað ríkis og kirkju. Abraham Foxman, framkvæmda- stjóri ADL, sagði i viðtali við frétta- mann Reuters í gær að George W. Bush, forsetaefni repúblikana, og A1 Gore, forsetaefni demókrata, hefðu einnig höfðað til trúar á óviðeigandi hátt í kosningabaráttunni. Jesús í uppáhaldi Bush reið á vaðið í desember þeg- ar hann sagði í kappræðum að Jesús Kristur væri uppáhaldsheim- spekingurinn hans. Gore lýsti síðan sjálfum sér sem endurfæddum kristnum mann í sjónvarpsþættin- um 60 mínútum. Þegar þessi orð höfðu fallið sendi ADL bréf til allra frambjóðendanna átta sem kepptust um að verða frambjóðendur flokka sinna og lýsti áhyggjum sínum. Itrekuðu samtök- in að viðhalda bæri aðskilnaði ríkis og kirkju. Stöndum meö Lieberman Hópar kaþólskra og múslima lýstu yftr ánægju sinni með áhersl- ur Liebermans á trúna og sögðust ósammála afstöðu ráðamanna ADL. William Donahue, formaður Kaþ- ólsku fylkingarinnar, sagði: „Við styðjum Lieberman í þessu máli. Það er kallað tjáningarfrelsi." Hann sagði einnig að klerkar mótmælenda og múslíma ættu að fara að dæmi kaþólskra presta og bjóða stjómmálamönnum ekki að halda kosningaræður í kirkjum sín- um. Austur-Tímorar minnast látinna Xanana Gusmao, frelsishetju Austur-Tímor, var ákaft fagnað í morgun þegar hann flutti ræðu til að minnast þess að eitt ár er nú lið- ið frá því íbúamir greiddu um það atkvæði að binda enda á grimmdar- lega stjórn Indónesa í landinu. Niöurstöður atkvæðagreiðslunn- ar sem Sameinuðu þjóðimar skipu- lögðu urðu til þess að vígasveitir stuðningsmanna stjórnvalda í Jakarta gengu berserksgang, drápu þúsundir manna og lögðu fjölda þorpa í rúst. „Þetta er ykkar dagur. Dagur þjóðar okkar,“ sagði skæruliðafor- inginn fyrrverandi klökkum rómi. Skömmu eftir dögun komu sex þúsund manns saman við dómkirkj- una í höfuðborginni Dili til að minnast þeima sem féllu og til að hlýða á Carlos Belo biskup. Xanana Gusmao Frelsishetju Austur-Tímor var vel fagnaö á minningarhátíö í morgun. Æft fyrir þjóðhátíðardaginn Malasíumenn halda upp á 43 ára afmæli sjálfstæöis landsins á morgun. Af því tilefni sungu þessir snyrtilega klæddu skóladrengir ættjaröarsöngva fyrir skólafélaga sína í borginni Sungai Merap í morgun. Chrysler P.T. Crusier Limited, árg. 2001, leður, sjálfsk., topplúga, 16“ álfelgur, c.d. o.m.fl. Verð 3.890.000. Dodge Dakota 4 dyra, nýr, 4,7 vél, sjálfsk., cruise, loftkæling, dc o.fl. Verö 3.590.000. ylg ______________________________________ y t— cx i Bílasala Akureyrar Sími 461 2533 Yfirvöld hefta enn för leiðtoga lýðræðissinna í Burma: Suu Kyi situr enn föst Leiðtogi lýðræðissinna í Burma, Aung San Suu Kyi, heldur enn til í bifreið sinni ásamt 15 manna fylgd- arliði eftir að hafa verið stöðvuð 24. ágúst sl. Herforingjastjómin í Burma heldur Suu Kyi í nokkurs konar hverkví sem á morgun hefur varað í viku. Bílamir tveir sem leiðtogi Lýð- ræðisfylkingarinnar, Suu Kyi, var í eru við smábæinn Dala suður af höfuðborginni Yangoon í Burma. Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Ann- an, lítur málið alvarlegum augum. I yfirlýsingu frá honum hvetur hann til að málið verði leyst á fljótlegan en friðsamlegan hátt. Suu Kyi vann yflrburðasigur fyr- ir Lýðræðisfylkinguna (NLD) í sein- ustu kosningum á landsvísu árið 1990 en hefur þó aldrei komist til Nóbelsverölaunahafinn Suu Kyi Lýöræöissinnanum Suu Kyi er enn haldiö í smábænum Dala. valda þó að hún sé réttkjörin. Henni var haldið í stofufangelsi í 6 ár, allt til ársins 1995, og fylgst er með öll- um hennar ferðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Suu Kyi reynir að fara frá Yangoon síð- an 1998 en einnig þá var ferð henn- ar stöðvuð sem lauk með því að eft- ir 13 daga sneri þessi 55 ára gamla kona til borgarinnar í sjúkrabíl. Aðgerðir yfirvalda hafa verið for- dæmdar og þeim mótmælt víða. Herforingjastjómin segist hafa stöðvað Suu vegna hennar eigin ör- yggis því hryðjuverkasamtök að- skilnaðarsinna hafi verið í nágrenn- inu. Þeir segja henni frjálst að dvelja áfram í Dala en hvetja til að hún snúi til Yangoon. Stjórnin hefur dreift ljósmynd af herkvínni en blaðamönn- um er meinaður aðgangur. Nú skolast allt út 40% afsláttur á fSMEl reiðhjólum Áður 28. úrval aukahlutá^ með 50%afslættP' 1 nú 17.900 hjól Opið 10-18 virka daga sendum um allt land Skeifunni • Grensásvegi 3 Sími: 533 1414 • Fax: 533 1479 • wwW.evro.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.