Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 3
g f n i íslensku rappararnir í Quarashi hafa verið nokkuð í umræðunni hjá fólki undanfarið enda hafa fréttir borist af velgengni þeirra í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að þeir hafa skrifað undir stóran samning við útgáfufyrirtækið Time Bomb og er von á fyrstu plötu þeirra úti á fyrri hluta næsta árs. Þeir Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson voru meira en til að kíkja í spjall um samninginn og hverju hann muni breyta fyrir þá. „Þeir höfðu fyrst samband við okkur þegar við vorum í LA en voru búnir að vera á eftir okkur síðan í New York,“ segja strákarn- ir þegar þeir eru fyrst spurðir um hvenær samningurinn við Time Bomb kom til. Nú eru nokkrir mánuðir liðnir síðan þeir voru úti og segja þeir þetta alveg eðlilegan tima, því svona hlutir séu mjög tímafrekir. Fréttir hafa borist af því undanfarið að mörg fyrirtæki hafi haft samband við þá með samning í huga en Quarashi-liðar segja að Time Bomb hafi einfald- lega gengið lengst. Brendan O’Brian mixar plötuna Time Bomb er með hljómsveitir eins og No Doubt og Offspring á sinum snærum og er dótturfyrir- tæki BMG sem er stærsta plötuút- gáfufyrirtæki í heimi. En hver er ástæðan fyrir því að Quarashi kaus að semja við þá? „Ástæðan fyrir því að við völd- um þetta fyrirtæki er að þarna fáum við óskipta athygli. Þetta er ekki eins og ef við værum hjá Interscope, þeir hafa kostina sem fylgir litíu fyrirtæki en líka kostina sem stórt fyrirtæki hefur.“ Samningurinn hljóðar upp á sex plötur sem er nokkurs konar trygg- ing fyrir fyrirtækið ef allt skyldi ganga upp. Fyrsta skrefið hjá Quarashi verður þegar smáskífan Stick’em up verður geíin út í jan- úar eða febrúar og svo gefa þeir plötu út á fyrri hluta næsta árs og þá munu þeir gera myndband við Stick’em up. „Platan verður tekin upp að mestu leyti á íslandi því við elsk- um ísland," segja þeir og bæta við að þegar eigi þeir fjölmörg lög og mesta vinnan fari örugglega í að velja á milli þeirra. Við hverju má svo búast á plötunni? „Dj Muggs kemur að plötunni og Brendan O’Brian mun mixa hana,“ segja þeir og segja að jafn- vel megi búast við einhverju meiru. Brendan O’Brian er einmitt maðurinn sem hefur unnið með hljómsveitum eins og Rage Against the Machine, Limp Bizkit og auðvitað plötuna Blood Sugar Sex Magic með Red Hot Chili Peppers. „Við vinnum þetta eftir okkar eigin höfði eins og við höfum alltaf Wm -. a c ■ ’WM mtm gert og látum ekki einhvem sænsk- an negra butta okkur.“ Quarashi á Family Values? Aðspurðir segja strákarnir að alla vega helmingur nýju plötunn- ar verði nýtt efni en hún kemur tO með að fá sömu dreifingu í Banda- ríkjunum og Kanada, þar sem hún verður fyrst gefin út, og ef um stóra hljómsveit væri að ræða. Þeg- ar hefur komið til tals að Quarashi hiti upp fyrir hljómsveitina Off- spring á Evróputúr hennar nú í haust en ekkert verður af því þar sem þeir eru í stúdíói á sama tima. Þá hafa einnig heyrst sögur af því aö þeim verði boðið að vera með á Family Values-hljómleikatúmum á næsta ári en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þeir eru þó enn með fætuma á jörðinni og gefa lítið fyrir stórar yfirlýsingar. „Við gerum okkur vel grein fyrir því að það verða fyrr fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík áður en við verðum frægir i Bandaríkjun- um.“ En veröa einhverjar breytingar á hljómsveitinni í kjölfar þessa? „Live showið kemur til með að breyta um svip því við tökum inn gítarleikara til að spila með okkur og verðum því sex á sviðinu," segja þeir. „Við höfum alltaf ætlað að gera það en höfum aldrei haft pen- ing til þess á íslandi." Og er búiö aö fmna gítarleikar- ann? „Nei, við erum enn að leita en við verðum með áheymarpróf i Iðnó í dag klukkan sex,“ segja drengimir. „Já, Magnús Geir ætlar að vera okkur innan handar og fólk er vinsamlegast beðið að taka með sér gítar og magnara þegar það mætir." Ekki beint fegurðarkeppni Nvi Gaukui a Stöng veiðm opn- nöui i kvold og aí þvi tilotni vorðui sumai stulka Eskimo Models ariö 2000 valin. Ettii þaö mun Skitamoi all leika t\iii dansi. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, fram- kvæmdarstjóri keppninnar fyrir Eskimo Models, segir að þetta sé ekki jafn umfangsmikil keppni og sú sem haldin var í fyrra. „Þetta eru færri stelpur en í fyrra. En fyrir vikið fær hver og ein þeirra miklu meiri at- hygli.“ Keppendumir komu í bæinn á miðvikudag og hafa æft stíft síðan þá. Lilja Nótt segir stelpurnar hafa allar lagt mjög hart aö sér fyrir keppnina. t Lilja Nótt hjá Eskimo Models Afraksturinn er siðan hægt að sjá í kvöld á nýjum og betrumbættum Gauki á Stöng. Hvernig voru stelpurnar valdar? „Stelpurnar voru valdar á nám- skeiðum sem Eskimo Models hefur haldiö um allt land í sumar. Þær koma því allar héðan og þaðan af landinu. Námskeiðunum lauk öllum með tísku- sýningu og myndatöku. Þetta tvennt notuðum við til að velja stúlkurnar. Þó réð myndatakan líklega mestu,“ segir Lilja Nótt. Nú eru stúlkurnar allar frekar ung- ar (á aldrinum 14-16 ára), hver er ástœðan? „Það er rétt, þær eru yngri en í fyrra. Þetta er líka svolítið öðruvísi keppni en haldin hefur verið. Þetta er ekki beint módel- eða fegurðarkeppni." Lilja bætir við að þessi keppni sé auk þessi öðruvísi en hinar að því leyti að leitað hafi verið aö stúlkum á aldrin- um 13-16 ára. Lilja bætir við: „I þess- ari keppni erum við frekar að leita að einhverju sérstöku, fallegu brosi eða sjarrna." í þessum hefðbundnu fegurð- ar- og módelkeppnum eins og Ford- keppninni er t.d. 16 ára aldurstakmark og í Ungfrú ísland.is er það 18 ár. Það hefur ekki verið nein keppni fyrir svona ungar stelpur," segir Lilja Nótt. Hvaó er svo í verðlaun? „Sigurvegarinn hlýtur í aðalverð- laun auglýsingasamning við Eskimo Models. í því felst að stúlkan sem vinn- ur er þá komin í okkar umsjón í mód- elbransanum. Auk þess fær sú sem val- in verður sigurstranglegust í netkosn- ingunni aukaverðlaun.“ Felast í þessu störf erlendis fyrir sig- urvegarann? „Nei, samningurinn er aðallega um verkefni hérna heima. Við viljum ekki senda svona ungar stelpur út. Ekki nema að þær séu orðnar mjög reyndar og þá í fylgd með foreldrum," segm Lilja Nótt ákveðin. Dómnefndina munu skipa Addi Fannar úr Skítamóral, Elva Hrönn Tal- stelpa, Kjartan Már ljósmyndari, Eydís hjá Armand heildversluninni og aðili frá Egils Kristal, en tvö síðasttöldu eru styrktaraðilar. Auk ákvörðunar dóm- nefndarinnar, sem ræður mestu um út- komuna, átti sér stað netkosning á vis- ir.is sem mun líklega hafa einhver áhrif á úrslitin. Aimee frá New York: Gothari sem féll fyrir íslandi Reading-tónlistarhátíðin: Þjóðhátíðarfyllirí íslendinga Silja Úlfars- dóttir: Gefur skít r í Sydney Söngkonan Aaliyah: Bankar á dyrnar í Hollywood Coldplay: Efníslegar áhyggjur að baki Þorsteinn Guðmundsson: Er fyrrver- andi fóbíu- sjúklingur Islenskir sörfar- ar: Með „eight- pack“á maganum Börkur Jónsson: Smíðar hljóðfæri fyrir Til- raunaeldhúsið tJ 1 T 10 MMIi—MMH Fókus bvöur á Bia Momma's House fónlíst hiartans mætir í bíó Black Heiða út Unun snvr aftur Nvbúar oa aeimarvlur I Pitct f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Silju Úlfarsdóttur 1. september 2000 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.