Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 14
í f ó k u s íslensk tónlistarmenning og innflutningur á hljðmsveitum er svo sannariega í fókus um þess- ar mundir. Línurnar voru lagðar með Tónlistarhá- tíð Reykjavíkur í sumar og fram undan er Airwa- ves annað árið i röð. Þar mæta til leiks hinar ágætustu hljómsveitir auk þess sem íslenskir lístamenn fá að njóta sín. Allir þekkja hvað er orö- ið um Quarashi eftir síðustu Airwaves og eins fékk Ensími góö viöbrögð. Það skyldi því engan undra ef eitthvað gerðist nú. Á haustdögum lítur svo einnig út fyrir að Smashing Pumpkins mæti á klakann og ætti ekki að vera ónýtt fyrir íslend- inga aö sjá eina af síöustu tónleikum þeirrar ágætu sveitar. Snillingarnir I Hljómalind halda svo áfram að færa okkur lágmenninguna og von er á ... Trail of dead aftur svo ekki sé minnst á Trans am sem koma víst í október. Það þarf enginn að kvarta undan ládeyðu á þessu sviði. ú r f ó k u s Heimsókn Li Pengs til Alþingis er gjösamlega úr fókus og sama gildir um ráðamenn þjóðarinnar sem standa að henni. Að Aiþingi Islendinga og ís- lenskir ráðamenn skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera eitt sinn eilítiö sjálfstæðir og gefa skít i þennan mann sem þekktur er fyrir ofbeldisverk sín og fjöldamorð er með öllu óskiljanlegt. Hvern- ig stendur á því að þaö geti talist heiöur tyrir þetta elsta þjóðþing í heimi að taka á móti manni sem stóð fyrir fjöldamorðum á óvopnuðum stúd- endum á Torgi hlns himneska friðar? Eins og fólk man líklegast eftir varð uppi fótur og fit þegar þessir sömu ráðamenn okkar tóku á móti sendi- nefnd frá Taívan ekki alls fyrir löngu og ruku þá Kínverjar uþp til handa og fóta og hótuðu okkur öllu illu. Þá var rætt um að standa fast á sínu en allt var þaggaö niður, hver veit nema með símtali þar sem þessi heimsókn var ákveðin. Það skemmtilegasta er samt að Halldór Ásgrímsson og félagar bera fyrir sig viðskiptahagsmunum í þessu samhengi. Sþurningin hlýtur að vera hvort frammararnir ætli að bjóöa fram sérfræöiaöstoð á styrkjakerfi f landbúnaði? Börkur Jónsson hljóöfæraskúlptúristi oma i IJstasafni > t 0 v > e n t i r b 61 fe i ag ar i sextettinn ieika á 'innig munu uonr menn koma íram ©f þetta hiuti af opnunarhátíö kaííihússms Kaffi 9 t LJstasafninu. bólfé Borkur Börkur útskrifaðist úr skúlptúr- deild MHÍ um áramótin ‘98- ‘99 og hefur unnið við hönnun og smíði leikmynda síðan þá. „Þessi hljóð- færasmíði er alveg ný fyrir mér. Ég var fenginn til að gera þetta af Til- raunaeldhúsinu sem skipuleggur viðburðina Óvæntir bólfélagar." Hljóðfæraskúlptúrar „Þetta eru hljóðfæri með skúlpt- úrísku ivafi,“ segir Börkur þegar hann er beðinn um að lýsa hljóð- færunum. Hann notar hin og þessi efni í hljóðfærin. „Efnin eru þó misvönd- uð. Sum eru ný, önnur notuð.“ Sem dæmi um efni og hluti sem Börkur notar má nefna rör, gorma, blikk- dollur, vatn og vatnsbelgi. „Ég er aðallega í því að búa til vatns- trommur og hljóðfæri sem ég kalla mónódróma." Mónodrómarnir eru eins konar strengjahljóðfæri búin til úr loftræstirörum. Yfir annan enda rörsins er strengt skinn og misþykkir nælonstrengir strengdir í gegnum skinnið. Hljóðfæraleikar- inn bleytir því næst finguma og strýkur þeim eftir strengjunum til að framkalla hljóðin. Skrýtin hljóð Eins og áður sagði eru hráefnin mismunandi. „Þetta eru efni héðan og þaðan. Lánuð, keypt og fundin. „Budgettið" er ekki mikið og þvi ekki hægt að kaupa og nota allt sem manni sýnist.“ Börkur hefur unnið að hljóðfærasmíðinni í tvo mánuði samfleytt. Hann segist ekk- ert hafa verið í slíkri smiði áður en Tilraunaeldhúsið hafði samband við hann og fékk hann til verksins. „Þetta hefur verið mjög „intensíft" timabil og tilraunakennt. Ég fór á bókasafn í upphafi til að viða að mér fróðleik um hljóðfærasmíði. En þar var lítið að finna. Annað- hvort var efnið alltof mikil eðlis- fræði eða eingöngu fyrir tónlistar- menn. Þá á ég við efnið fyrir utan digitaltónlistina.“ Börkur segir hljóöfærasmíði lengi hafa verið staölaða og lotið mjög ákveðnum reglum. „í dag er tilraunakennd hljóðfærasmíði ekki algeng. Þess vegna þótti okkur spennandi að skoða þennan vettvang með auð- fengin efni í huga.“ Börkur er algjörlega einn í hljóð- færasmiðinni. Hann smíðar hljóð- færin en svo sjá aðrir um að spila á þau. „Það sem ég hef verið að leita eftir við smiðina eru ákveðin hljóð, ákveðin „sánd“. Börkur seg- ist leita að frumlegum hljóðum eins og til dæmis hvers konar vatnshljóðum og hvin í gormum sem varla heyrast þvi hljóðið er svo fínlegt. „Ég hef verið að berjast við að finna efnislega útfærslu á þessum hljóðum síðastliðna tvo mánuði. Útlit verkanna ræðst þvi af tilviljun þvi hljóðið er í aðalhlut- verki.“ Aðspurður segir Börkur að tón- listarmennimir, sem fengnir hafa verið til að spila á hljóðfærin, muni líklega aðeins fá eina æfingu. „Það er möguleiki að þeir vUji kannski bæta við einhverjum effektum eftir æfingima en annars verða tónleikarnir að mestum hluta líklega spuni.“ Hispurslausi sextettinn Óskar Guðjónsson hefur umsjón með hljóðfæraleiknum í kvöld. Hann segir að mikið verði um spuna, bæði í samspUi og einleik. „Við reynum að gera þetta í sem mestri samvinnu við Börk.“ Það eru vel valdir menn í hverju rúmi. Þeir eru Birgir Baldursson trommari, Guðni Finnsson bassa- leikari, Amar Ómarsson trommari lika, Músíkhvatur orgelleikari m.a., Elfar Már Kjartansson og Óskar Guðjónsson sjálfur sem spU- ar vanalega á saxófón. Óskar segir að unnið verði með alls konar hljóðmyndun í tengslum við hug- myndir Barkar sjálfs um hljóðfær- in. „Þetta verða hefðbundnar hljóð- myndanir en einnig óhefðbundnar. Eitthvað verður líka um rafvæddar hljóðmyndanir.“ hverjir voru hvar Framámaöurinn Eyþór Arnalds byrjaöi helgina snemma og skellti sér á Prikið strax á fimmtu- dagskvöldið. Þar voru einnig skartgripafríkið og mannfræðineminn Arnór Jónsson og fótboltamað- urinn Gunnar Einarsson ásamt frú. Sem oftar var margt um manninn á Klaustrinu um helgina. Þar mætti Guö- mundur Hreiðarsson. „þjálfari/módel", ásamt RÚV-urunum Lárusi Guö- mundssyni, Ingólfi Hann- essyni, Samúel Erniog Geir Magnússyni og voru drengirnirí alla staði til fyrirmyndar. Staff- ið hjá Nýherja gerði allt vitlaust þar meö drykkjulátum á föstudagskvöldið. Christine Allied Domec og Jón Kári athafnamaður voru á kantinum ásamt Philippe Golden Eye og Láru. Stelpurnar frá Heimsferö- um komu fagnandi sem og BT-gírinn Óll Köngur, Steini þjónn o.fl. Gunnar Jóhannsson, Fríða og Harpa „mðdel/flugfreyja" voru í salsa fíling hjá DJ:Carlos, Ástþór Magn- ússon, Friöur 2001, var að undirbúa næstu kosningabaráttu og bauð öllum í glas og öskraði „minn tími mun komai". Hulda Bjarna FM-drottning og FM-dúd- arnir Jói Jó, Heiðar Austman, Kalii Lúog Bjarki Sig voru í öskrandi fíling enda Sif Jónsdóttir, ungfrú Suðurnes/ísland, Elva, feguröardrottn- ing/Tal-stúlka, og Herdís handboltafeguröardis á dansgólfinu. Hinn eini sanni Páil Óskar mætti eiturhress eins og venjulega en til hans sást einnig í góðra vina hópi á Casino-balli í Hlaðvarpanum á laugardagskvöldiö. Eiki „plögg" var umvafinn glæsimeyjum rétt eins og venjulega, Hörður rauöhaus „Rnn Miðill" mætti ferskur ásamt Guðmundi BSR-stjóra. Fjölnir og Marín Manda, körfu-hetjurnar Eirík- ur Ónundar, Herbert Arnars og félagar litu yfir hópinn, einnig sást m.a. til Einars Páls „fót- bolta", Sigurjóns SigurðssonarHaukamanns, Dagmar, ungfrú Noröurland, Klúní x- hausverks og Dóra núverandi haus- verks, Tryggva Djúpulaugar-dúds, Magnúsar Vers, Kristjáns „Nu- skins", Vilhjálms Goða, Gussa Arn- gríms, Amarflugs-sjeffa og Bryndís- ar Hólm fréttakonu. Á meðal þekktra andlita sem snæddu kveldmáltíðir á hinum róm- aða veitingastað Einari Ben má nefna Úlfhildi Dagsdóttur skáld- konu, Örn Úlfar Sævarsson frá auglýsingastof- unni Góðu Fólki og fasteignasalann Steinberg Finnbogason og frú. Megas lyfti sér upp á Næsta Bar en þar var einnig Steinar Bragi skáld í góðum félagsskap. Margrét Vilhjálms- dóttir leikkona skaust inn á Ara í Ögri á föstu- dagskvöldiö til að hringja en ekkert spurðist til hennar eftir það. Bubbl Morthens og elskan hans hún Brynja sáust á Viktor og fregnir herma að þau sæki staðinn stíft. Á Prikinu reyndi yngsti sjónvarpsstjóri heims, Árni Þór Vigfússon, að villa á sér heimildir með felu- hatti en þegar hann var kominn í glas komst hann að því að enginn reyndi við hann svona óþekkjanlegan svo hann tók hattkúfinn ofan. Hann eyddi annars löngum tíma í djúpar sam- ræður við Sigurö Kára, formann ungra Sjálf- stæðismanna, og munu þeir hafa verið að plotta um heimsyfirráð í nánustu framtíð. Á Prikinu sást einnig til Rnns, fyrrver- andi fréttamanns og núver- andi skósveins Önnu Rakel- ar í Silíkon, Ijósmyndarans Kára Esra og Lofts Krist- jánssonar Smára skálds auk þess sem Dj Sverrir djamm- aði á Prikinu á laugardags- kvöldið til að jafna sig á gigg- inu kvöldið áður. Einhvers staöar í miöju djamminu sást til Selmu Björnsdóttur smást- irnis slagandi ofurölvi niður Laugaveginn. Svavar Örn, tískulögga með meiru, fór á Glaumbar um helgina en einnig mun hann hafa heiðrað Skuggabarinn meö nærveru sinni ásamt Ingibjörgu Stefáns, leik- og söngkonu, og staffinu frá Seglagerðinni Ægi sem kíkti viö eftir vel heppnað sumarslútt. Planet Pulse- gengið dansaði frá sér allt vit, Ástþór Magnús- sonhélt atkvæðaleitinni ótrauður áfram á Skugga og Antonio frá lcelandic Models mætti eins og við má búast ásamt fríöum hópi kvenna. Valdimar Örn Flygenring og frú fóru einnig á Skugga á laugar- daginn og voru þau hjúín I trylltu stuði. Victoriu Beckham-lookalike nokk- urt, sem vakið hefur óskipta athygli gesta Skugga- barsinsað undanförnu, lét sig ekki vanta fremur en endranær og til að undirstrika samlíkinguna er hún með kærasta sem er klipptur eins og Dav- id Beckham. ívan Burkni kaus að sletta úr klaufunum á Rex og mun hafa skemmt sérvet þar, ekki síðuren Villi VIII, lögfræðingur með meiru. 1 meira á.| www.visir.is f Ó k U S 1. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.