Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 11
Hljómsveitin Coldplay er á hraðri siglingu upp á stjörnuhimininn. Lagið hennar, Yellow, klífur vinsældalista út og suður, platan hennar, Parachutes, er á meðal 20 mest seldu platna í veröldinni og hún hefur nú verið tilnefnd til Mercury-verðlauna. Krístján Már Ólafsson kynnti sér þessi nýju stirni. S Fjórmenningamir Guy Berrym- an, Jon Buckland, Wiil Champion og Chris Martin kynntust á heima- vist í Lundúnum þar sem þeir dvöldu við nám. Þeir koma víða að á Bretlandi en áttu það þó sameig- inlegt að allir spduðu þeir á hljóð- færi og tónlistarsmekkurinn var ansi svipaður. Nöfn á borð við Flaming Lips, Radiohead, The Verve og Mercury Rev áttu hug þeirra allan og þegar vináttan þró- aðist fóru þeir að hittast með hljóð- færin og glamra saman. Námið gengur fyrir... Þó svo listagyðjan blundaði sterklega í þeim öllum og metnað- urinn hneigðist í átt til tónlistar- innar þá höfðu þeir allir vit á að hafa forgangsröðina rétta: námið gekk fyrir. Þeir hljóðrituðu samt sem áður sína fyrstu smáskífu á eigin kostnaö í kringum haustpróf- in ‘98 og unnu markvisst að því að koma sér á framfæri. Mótunin tók þó sinn tíma og það var ekki fyrr en í fyrrasumar að smáskífan Brother & Sisters, sem þeir hljóð- áhyggjur t § rituðu fyrir Fierce Panda (merki Bellatrix), hratt af stað skriöu. Hljómplötufyrirtækin fóru að bít- ast um þá og á endanum hafði hið fomfræga Parlaphone, sem núorð- ið heyrir undir EMI, vinninginn. En þá var kominn tími til að taka lokaprófin. Samviskusamir Piltamir höfðu rænu á að láta peningaglýjuna ekki blinda sig og tóku lokaprófin með stæl. í kjölfar- ið fór svo af stað ævintýri sem Grimms-bræður hefðu seint séð fyrir. Parlaphone dreif þá i stúdíó að taka upp smáskífu og útkoman varð The Blue Room EP. Hún renndi styrkari stoðum undir það sem menn þóttust vita: að þessir drengir væru á leiðinni eitthvað, og þá var bara að leggja af stað. Þeir voru drifnir út á þjóðveginn að Qytja fagnaðarerindið rnn landið og þó að svo lítt þekktir nýgræðing- ar væm á ferðinni tók alþýðan þeim með eindæmum vel. Mark- aðsfræðingum þótti sýnt að breiö- skífan væri rökrétt framhald. Fallhlífarnar Þeim var holað inn í stúdíó í Wa- les ásamt Ken nokkrum Nelson sem starfað hefur með Gomez og Badly Drawn Boy. Fæðingarhríð- imar stóðu frá september og fram í apríl á þessu ári en þó ekki sam- fleytt þar sem drengirnir fóru reglulega út á meðal fólksins að sýna hvað í þeim bjó. Þegar upp var staðið á endanum var útkoman Parachutes. Það sem sló mig fyrst við plötuna er rödd Chris Martins. Það má greina hin ýmsu áhrif í henni, en þó fyrst og fremst Buckley og Yorke, og síðan bætir hann hluta af sál sinni við. í gegnum plötuna, sem einnig má kryfja niður í áhrifavalda, er hún rauður þráður sem aldrei slitnar og hreinlega heimtar athygli manns. Hvað tónlistina varðar þá stökk Travis-fílingurinn hvað sterkastur fram en eftir yfirvegun þá er niðurstaðan sú að piltamir em mun betri en Travis, sem ég hefði hvort eð er aldrei kallað áhrifavalda. Þeir fara i flokk- inn, ásamt Coldplay, ítreka ég, sem verður fyrir áhrifum og hnoðar úr þeim sína útfærslu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fyrsta smáskífan ruddi leiðina inn á topp 40, sú næsta fór inn á topp 10 og svo framvegis. í dag er bara orðið spennandi að sjá hversu langt þeir fara. Eins og sagði í inngangi þá er platan á meðal þeirra 20 mest seldu í veröld- inni í dag þannig að efnislegar áhyggjur em úr sögunni. Piltamir eru strax famir að tala um hvað þeir ætli að gera margt miklu bet- ur á næstu plötu og, já, eins og ég sagði, þá verður gaman að sjá hvað þeir fara langt. Lukka í London Hljómsveitin Sigur Rós hélt út- gáfutónleika sína í London í síðustu viku fyrir fullu húsi í Union Chapel og voru viðtökurnar hreint ekki af verri endandum. Um 1000 manns létu sjá sig í gömlu kirkjunni á fimmtudagskvöldið og var uppselt með góðum fyrirvara. Sigur Rós spilaði í um 2 klukkutíma og vom tónleikarnir tvískiptir. í byrjun kom hún fram með strengjakvar- tettnum Anima líkt og hún gerði á útgáfutónleikum sinum í íslensku Óperunni, sællar minningar, og lék þá lög af plötunni. Eftir hlé var hins vegar komið að nýjum lögum sem voru engu síðri en þau fyrri. Vakti síðasta lagið sérstaka athygli en þar enduðu piltarnir í ansi skemmti- legri gítarkeyrslu. Á tónleikunum mátti sjá ekki ófrægari menn en meðlimi Chemical Brothers og eins munu einhverjir af meðlimum Radiohead hafa ætlað að mæta. I lokin var Sigur Rós hyllt með góðu lófaklappi og var ljóst að frammi- staða þeirra þetta kvöld hefur ekki gert annað en að kynda vel undir plötusölu í Englandi. Nýtt efni á Airwaves Vegur Airwaves-íónleikanna í Reykjavík í október virðist vaxa í sí- fellu en Fókus greindi frá því á dög- unum að hljómsveitin Suede muni verða aðalnúmerið ©. þar. Nú er komið í ljós að þetta eru einu tónleikar sveitarinn- ar það sem eftir er af árinu en hljómsveit- in fer senn í stúdíó til að vinna að næstu plötu sinni. Hafa Suede-liðar greint frá því að á Airwaves muni þeir einmitt kynna mörg af nýju lögunum sínum sem hvergi hafa verið reynd annars stað- ar. Sagði talsmaður sveitarinnar að tónleikamir væru tilvalinn staður fyrir hljómsveitina til að prófa þetta nýja efni. Af tónleikunum er það annars að frétta að inni á heimasíð- unni www.icelandairwaves.com segir enn að sveitimar Flaming Lips og Thievery Corporation muni spila með Suede þannig að við bíðum bara spennt. p1ötudómar hvaðf fyrir hvernf ^s^a^örVyn^cPiV' niöurstaöa ★★★ Fiytjandi: Badly Drawn Boy piatan: The Hour of the Bewilderbeast Útgefandi: Japis/XL Recordings Lengd: 63:34 mín. Furðufugl frá Manchester sem gerir mikla lukku í heimalandinu þessa dag- ana. Þetta er hans fyrsta breiðskífa en hann hefur byggt upp fylgi í gegnum seriu tilraunakenndra EP-platna sem hann flokkar undir mótunarferli. Þessa plötu segir hann útkomuna úr mótunarferlinu. Vandi er um slíkt að spá, platan er mikill bútasaumur og fer víða. Einhver fann upp á því að kalla hann hinn breska Beck og án þess að líkindin séu sláandi þá eiga þeir alltént það sameiginlegt að vera miklir sveimhug- ar. Þar af leiðir að listi yfir áhrifavalda gæti orðið ansi langur. Þó svo Badly Drawn Boy (eða Damon Gough) hafi mikinn meðbyr þessa dag- ana þá hefur frammistaða hans á tón- leikum veriö að vekja efasemdir. Ekki einasta er hann ilia æfður og klikkar mikið heldur er hann hundleiðinlegur við áhorfendur og fælir þá jafnvel í burtu. ★★★★ Rytjandi: Trínity piatan: Shanty Town Determination Útgefandi: Blood & Rre/12 tónar Lengd: 55:30 mín. Trinity er einn af flölmörgum vanmetn- um snillingum reggísögunnar. Hann var mikilsvirtur plötusnúður, upptöku- maður og söngvari í Kingston á átt- unda áratugnum. Þessi plata er endur- útgáfa á samnefndri plötu sem kom út í 1000 eintökum 1977, aö viðbættum 5 aukalögum og dubmixum. Fyrir alla þá sem kunna að meta flotta reggítónlist. Það hefur verið hálfgerð reggí- og dub-bylgja hérlendis undan- farið, enda mikið endurútgefiö af þessari tónlist. Það jafnast ekkert á við gott reggí. Það er hollt tyrir líkamsstarfsemina - gefur manni góða vibra og kemur blóðinu á hreyfingu. Blood & Fire-útgáfan er sennilega flottasta reggimerkið í dag. Hún hefur endurútgefiö hverja þerluna á fætur annarri frá gullöld þessarar tónlistar. King Tubby-plöturnar frá henni eru t.d. magnaðar og dub-safnplöturnar ættu að vera skyldueign á hverju heimili. ★★ Rytjandi: Papa Roach piatan: Infested Útgefandi: Skífan/Dreamworks Lengd: 45:58 mín. Ameriskt rokk í harðari kantinum sem kom út fyrrihluta árs en er nýrekið á okkar fjörur. Þessi öskur- og rappkokk- teill er hlaðinn örvæntingu og keyrður áfram af rifandi bjögun. Textarnir auka á andrúmsloftið og eiga það sameigin- legt að vera ádeila: á foreldra, þjóöfé- lagið og allt um kring. Hvern þann sem fílar Korn og Limp Bizkit-pakkann og vantar eitthvað í safnið. Þeim sem ekki trúa á þessa stefnu verður þó ekki snúið með þessu stykki. Hún bætir hreinlega engu við, þó svo hún sé sæmilega gerð. Ég vildi að ég gæti sagt aö pabbi ein- hvers þeirra væri kakkalakki eða þeir borðuðu þá en þetta virðast vera ósköp venjulegir strákar sem hafa gaman af að rokka og vantaði nafn á hljómsveitina. Guð er á þakkalistanum hjá jjeim, það er...sætt. ★★★ Rytjandi: Up, BuStle & Out piatan: Cuban Master Sessions 1 Útgefandi: Ninja Tune/Hljómalind Lengd: 55:03 min. Up Bustle & Out er eitt af þessum frá- bæru Ninja Tune-böndum. Cuban Master Sessions er tekin upp bæði í heimaborginni, Bristol, og í Havana á Kúbu. Hún er unnin með Kúbverjanum Richard Egues en hann semur efnið með þeim félögum og rytmasveitin hans spilar undir í mörgum laganna. Cuban Master Sessions ætti bæði að höfða til aðdáenda Ninja Tune-merkis- ins (grúví tónlist sem sækir áhrif í hip hop, djass) og til áhugamanna um Kúbutónlist. Þeir síðarnefndu eru fjöl- margir eftir velgengni Buena Vista Social Club, myndarinnar og plötunn- ar. Up, Bustle & Out hafa lengi verið mikl- ir Kúbumenn. Þeir gáfu út minning- arplötu um Che Guevara 8 október 1997, en þá voru 30 ár frá dauða hans, Þeir notuðu ágóðann af sölunni til þess að styrkja aðalútvarpsstöðina á Kúbu, „Rebel Radio", sem Che átti þátt í að stofna. I framhaldinu var þeim boö- ið til Kúbu til að hljóörita efni. Af þessum 18 lögum sem borin eru á borð hefðu allavega 3 mátt missa sig. Hann nær þð að halda saman þeim fjölbreytta kokkteil sem borinn er og mynda eitthvert heildaryfirbragð. Út- koman nær ekki alveg að skriða í fjórðu stjörnuna en þetta telst samt sem áður frábær fyrsta breiðskífa. kristján már ólafsson Þetta er mjög flott plata. Trinity sækir í dancehall og reggiplötusnúðahefö- ina, en í gegn síast óaöfinnanleg melódísk popptónlist. Sum lögin eru lengd með dub mixi og sándið er oft magnað. i heildina er þetta frábær plata sem sýnir að maður getur enn gert góðar uppgötvanir í.reggíinu. trausti júlíusson Æ, þetta nær aldrei að verða neitt sér- lega spennandi, þeir reyna heldur ekk- ert voðalega mikið, virðast sáttir við að tölta troðna slóö og gera það í sjálfu sér ekkert illa. Þegar framboöið er svona mikið þá verður maður bara ósjálfrátt kröfuharðari. kristján már ólafsson Þetta er ágæt þlata. Kúbverska þjóð- lagatónlistin blandast oft mjög vel Up, Bustle & Out-grúvunum. Platan er skemmtilega frjáls í forminu, sum lög- in eru ekta U.B.O.-tónlist, sum eru óblandað Kúbupopp og önnur eru sambland af þessu tvennu. Það eina sem dregur hana svolítið niöur er að lögin eru misgóð. trausti júlíusson 1. september 2000 f ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.