Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2000, Blaðsíða 6
í gegnum tíðina hafa íslendingar kunnað vel við að hópast saman í tjöldum til að skemmta sér og hin
síðari ár hafa margir stundað það að sækja tónlistarhátíðir úti í heimi. Ein slík var haldin í Bretaveldi um
síðustu helgi og slóst Höskuldur Daði Magnússon í hóp skemmtanaþyrstra íslendinga. Hér á eftir er
ferðasagan, saga þess sem teljast verður ein besta tónlistarhátíð síðari ára, hin ágætasta skemmtun.
Þegar komið var inn á svæðið á
fóstudegi var auövitað fyrsta verkið að
koma sér fyrir á tjaldstæði sem þegar
var pakkað af fólki sem sumt hafði
mætt í upphafi vikunnar. Veðrið var
eins og best var á kosið og voru ýmsir
minni spámenn famir að láta að sér
kveða á tónleikasvæðinu. Til að komast
að tónleikunum þurfti að skipta út að-
göngumiðanum fyrir armband en það
reyndist hreint enginn leikur. Um miðj-
an dag hafði myndast um kílómetra
löng röð í gegnum tjaldsvæðið eftir
armböndunum og þó fólk væri frekar
ligeglad meðan á biðinni stóð var þetta
ails ekki eins og best verður á kosið.
Hefðu tónleikahaldarar betur tekið sér
skipulagið á Hróarskelduhátíðinni til
fyrirmyndar þar sem maður fær arm-
bandið þegar komið er inn á svæðið.
Biðin tók svo auðvitað enda en þá var
þegar farinn að heyrast ómur frá tón-
leikasvæðinu frá Bandaríkjamönnun-
um í Limp Bizkit.
Limp Bizkit í stuði
Fred Dumst og félagar í Limp
Bizkit eru íslendingum að góðu kunnir
eftir síðustu plötu sína og ollu þeir ekki
vonbrigðum með frammistöðu sinni.
Þeir renndu í gegnum öll sín þekktustu
lög og tóku sér svo um það bd tíu mín-
útur þar sem þeir skemmtu sér hið
besta við að spila ýmis þekkt lög eftir
aðrar hljómsveitir. Mátti þar þekkja lög
eins og Jump around með House of
Pain, Master of Puppets með Metallica
og Bombtrack með Rage Against the
Machine. Þegar þeir skelltu sér svo í
síðustu lögin sem voru, merkilegt nokk,
Nookie og MI:2-lagið Take a Look
Aroimd, varð algjör sprenging á svið-
inu og yfir mannhafið flugu pappírs-
flygsur í milljónatali þannig að þeir
sem voru hvað fremst sáu ekki til him-
ins meðan á því stóð.
Fljótlega eftir að Limp Bizkit höfðu
lokið sér af var komið að Dave Grohl
og félögum í Foo Fighters. Vegur
þeirra hefur farið vaxandi undanfarin
ár og var strax ljóst að fólk ætlaði sér
ekki að standa meðan þeir spiluðu.
Reyndar var það svo að eftir að þeir
höfðu rennt i gegnum fyrstu lögin og
mannskapurinn var farinn að hitna
þurfti Dave að stoppa í miðju lagi og
ijúka af sviðinu til að hjálpa áhorfend-
um upp sem voru við það að troðast
undir. Augljóst að Hróarskelda situr
enn i mönnum og hefur kennt þeim lex-
íu. Annars stóðu Foo Fighters sig vel
eins og við var að búast, eini gallinn
var hversu stutt þeir spiluðu.
Undir lok kvöldsins þurfti maður svo
að velja á milli tveggja hljómsveita sem
spiluðu á sama tima, Oasis-bræður á
stóra sviðinu eða Muse í stærsta tjald-
inu. Valið var ekki erfitt og Muse voru
hreint frábærir. Ekki einasta spiluðu
þeir öll bestu lögin af fyrstu plötu sinni
heldur kynntu þeir áhorfendum nokkur
ný lög sem lofa vægast sagt góðu um
framhaldið. Tónleikunum lauk svo
klukkan hálf tólf að venju og við tók al-
mennt tjaldfyllirí, nokkuð sem íslend-
ingar þekkja og kunna ætíð vel að
meta.
Tjaldfylliríið margfræga
Tjaldfylliríið á Reading er reyndar
alveg sér kapituli út af fyrir sig. Hátíð-
in er furðuleg samsuða af ungum bresk-
um krökkum sem mörg hver eru að
fara í fyrsta skipti ein í fyllirísferð og
hinum ýmsu kvikindum af mörgum
þjóðemum. Svo dæmi séu tekin var
næsta nágrenni við þann er þetta ritar
undirlagt af 16 ára breskum krökkum
frá Essex sem fóru vart af tjaldsvæðinu
þar sem þau drukku stíft og létu jón-
umar ganga þess á milli. Þá mátti
heyra í Svíum, Þjóðverjum, svo ekki sé
minnst á Skotana sem enginn heilbrigð-
ur maður skildi hvað sögðu. Eitt atriði
sem var sérstaklega merkilegt við há-
tíðina var að fólk
kveikti í sí-
fellu elda
hvar sem
það kom,
E k k i
m á t t i
klára úr
nokkrum glös-
um áður en
þeim var hent í
hrúgu og kveikt
í öllu saman og
hlutu tjallamir
af því hina
bestu skemmt-
un. Varkár-
um íslendingum
stóð meira að segja ekki alltaf á sama.
Kóngurinn Beck
Laugardagurinn hefst að sjálfsögðu
með heljarinnar rigningu og öllum
þeim viðbjóði sem því fylgir. Eftir að
margir era búnir að skófla í sig
þynnkumatnum og kaupa sér nærbux-
ur til skiptanna er tími til kominn að
Tjaldsvæðið var ekki beint skemmtilegt þegar fólk bjó sig undir brottför á mánudeginum.
takast á viö drullusvæðið og skella sér
á tónleika. Bandarísku rokkaramir í
Deftones era það fyrsta athyglisverða
þennan daginn og þeir valda ekki aðdá-
endum sínum vonbrigðum. Reyndar er
það svo með þær hljómsveitir sem spila
snemma á daginn að þær fá ekki mik-
inn tíma til umráða en
Deftones nýta hann
engu að síður vel. Söngvari hljómsveit-
arinnar vekur líka alveg sérstaka at-
hygli fyrir vasklega framgöngu. 1 stóra
tjaldinu spila svo Queens of the Stone
Age en eitt lag þeirra hefúr verið í spil-
un hérlendis undanfarið. Þeir sem
hlustað hafa á plötu þeirra þurftu ekki
að kvarta yfir tónleikunum, aðrir höfðu
~ sig hæga þar til lag-
ið góða
var spil-
að í lok-
m.
Á öðr-
um nót-
um voru
Reynir Þór Sigurðsson júróvisjónfrík Chris Farley leikari.
Ættir tvífaranna mætast augljóslega einhvers staðar löngu áður en komið er
að Adami og Evu og líklega era þeir náskyldir, jafnvel báðir af Víkingslækjar-
ætt. Það er hreinlega of margt líkt í útliti og fasi þessara sómapilta til þess að
það geti talist tilviljun ein. Hvoragur þjáist af næringarskorti, báðir era þeir
miklir grínarar og undantekningarlaust er hægt að hlæja að þeim. Reynir er
landsþekktur sem fanatískur júróvisjónaðdáandi og spekúlant. Chris Farley er
útbrunninn gamanmyndaleikari. Yfirleitt leikur hann kolbít, klaufska fitu-
hlunkinn sem fær uppreisn æra í lok myndar. Frægðarsól hans í Hollívúdd fer
lækkandi eftir því sem hann bætir fleiri B- og C-myndum í safnið. Áhugi lands-
manna á Júróvisjón og þar af leiðandi Reyni hefur snarminnkað síðasta áratug-
inn og því mætti segja að örlög Reynis og Chris séu skemmtilega samtvinnuð.
1 Stemnlngin á tjaldvæðinu varjafn-
an góð og íslendingarnir voru ekki
lengi að blanda geðl við Bretana.
2 Klósettaðstaðan var að engu orð-
in á mánudeginum þannig að íslend-
ingar þurftu að taka upp gamla siði
og ganga örna sinna úti í runna.
3 Hljómsveitin Placebo stóð fyrir
sínu á sunnudeginum.
4 " 5 íslendingar eru jafnan áber-
andi á svona hátíöum eins og sést á
íslandsbanka-sundboltanum fljúg-
andi yfir tónleikaskaranum og Tal-
tjaldinu sem fór ekki fram hjá nein-
um.
6 Karl Óttarr Gelrsson, trommari í
Fálkum frá Keflavík, lét sig ekki
vanta á hátíöina og var auðvitaö í
góöum gír.
7 Allt ætlaöi um koll að keyra þeg-
ar Limp Blzkit lét milljónir pappírs-
flygsa rigna yfir tónleikagesti.
8 Á sunnudagsnóttina tóku ein-
hverjir sig til og kveiktu í um 20 kló-
settum og var um tíma talið að slys
gæti orðiö af.
Gomez sem eru
hvað þekktastir
fyrir róleg lög
með góðum meló-
díum. Meló-
díumar voru
vissulega til
staðar og þeir
vora rólegir á
stundum. Þetta
kvöld á Reading vora Gomez
hins vegar einstaklega líflegir og komu
vel við fólk þegar rigningin var um það
bO að hætta. Á köflum var eins og fólk
ætlaði að ganga af köflunum, slík var
stemningin, og þegar hljómsveitin
spurði hvort fólk vildi frekar heyra nýtt
eða gamalt lag vora allir sammála um
að heyra gömlu smellina.
Snillingurinn Beck var næstsíðastur
á stokk á aðalsviðinu á laugardeginum
á undan hinum útbrunnu Pulp (afskap-
lega furðuleg uppröðun) og var hann án
efa maður hátíðarinnar. Beck hafði um
fimmtán aðstoðarmenn með sér á svið-
inu og þótti mörgum sviðsuppstillingin
vera farin að minna skemmtilega á geð-
veikina í James Brown. Eftir að hafa
gefið út fjölmargar plötur þegar allt er
talið hefur Beck sannarlega úr nægu
efni að velja og þó hann hafi ekki feng-
ið þann tíma á sviðinu sem hann átti
skilinn náði hann vel að koma til skila
þeim fjölmörgu tónlistarstefhum sem
hann hefur tæpt á í gegnum tíðina. Orð
hans sjálfs um að hann væri að reyna
að koma eins mörgum lögum að og
hann gæti vora lýsandi fyrir tónleik-
ana. Beck renndi í gegnum bestu lögin
af Mellow Gold og Odelay auk þess sem
helstu lögin af Midnite Vultures fengu
að njóta sín. Þá var Acoustic-settið á
sínum stað og Dj Swamp fékk sínar
fimm mínútur þannig að segja má að
Beck hafi ekki klikkað frekar en fyrri
daginn. Eftir að Beck hafði lokið sér af
þustu margir inn í stóra tjaldið til að ná
síðustu tveim lögunum hjá Waimadies
sem komu afskaplega vel út. Eftir það
var um fátt annað að velja en Pulp eða
tjaldfyllirí og streymdi fólk á tjaldsvæð-
ið, sumir með viðkomu í ýmsum versl-
unum á svæðinu sem m.a. seldu ljót-
ustu fót Evrópu.
Grýttar af sviðinu
A sunnudegi var að vonum farið að
draga af fólki enda keyrslan í músík-
inni og skemmtanalífinu búin að vera
gífurleg. Það kom þó ekki í veg fyrir
það að dagskrá dagsins væri hreint
ágæt. Þrátt fyrir að undirritaður
hafi ekki verið viðstaddur er til-
valið að minnast á örlög smá-
stelpnanna Daphne & Celeste
sem ætlaðar vora 15 mínútur
með lög sín. í öðra lagi stelpn-
anna hafði fólk fengið nóg og
þær vora beinlínis grýttar af
sviðinu með flöskum og öðra
nærliggjandi. Ekki þarf að
taka fram að hætt var við að stelp-
umar gæfu eiginhandaráritanir eftir
tónleikana eins og stefnt hafði verið að.
Vitleysingamir í Blink 182 stóðu sig
vel á stóra sviðinu og milli þess sem
þeir matreiddu smellina ofan í fólkið
létu þeir eins og fifl og sögðu brandara
um samfarir við hina ýmsu fjölskyldu-
meðlimi. Zack de la Rocha og Tom
Morello leiddu Rage Against the
Machine í skemmtilegri keyrslu og þó
að Zack hafi kannski ekki náð að heilla
mannskapinn með Che Guevara-lookið
og boðskapinn skemmtu allir sér vel.
Rage endaði tónleikana að sjálfsögðu á
Killing in the Name of sem verður að
teljast bærilegur endir.
Brian Molko og félagar hans í
Placebo voru síðasta almennilega
hljómsveit hátíðarinnar og var þeim vel
tekið. Von er á plötu frá sveitinni á
næstunni og einkenndust tónleikamir
af því, meirihlutinn af lögum Placebo
vora ný lög. Það kom þó ekki í veg fyr-
ir að fólk skemmti sér vel og gömlu
smellimir héldu fólki við efhið þess á
milli. Helstu tíðindi tónleikanna vora
þegar bandarískur rappari var kallaður
upp á svið og söng eitt lag með þeim.
Við það að horfa á Placebo misstu svo
margir af einu íslensku hljómsveit há-
tíðarinnar, Bellatrix, sum ku hafa stað-
ið sig með prýði.
Þá var hátíðin að kveldi komin og
ekkert eftir nema fylliriið á sunnudags-
kvöldinu sem oftast er það skemmtOeg-
asta. Þegar liðið var á nóttina tóku ein-
hverjir upp á því að brenna heila röð af
um 20 plastklósettum á tjaldstæðinu
þannig að eldtungumar náðu hátt í loft
upp og var um tíma óttast að slys kynni
að hljótast af. Allt fór þó vel að lokum
og lokapunktur næturinnar hjá mörg-
um var að velta við nokkrum kömrum
og auka þannig vel á viðbjóðinn, sem
var þó nokkur fyrir. Hátíðin var á enda
og viðbjóðsleg heimferð eftir en eftir sit-
ur líklegast besta tónlistarhátíð síðari
ára sem seint mun gleymast.
hátíð í
6
f Ó k U S 1. september 2000