Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 Frettir DV Rannsókn fíkniefnamála í uppnámi og dópsalar kætast: Fíkniefnalögregla lömuð - vegna fjárskorts. Yfirvinnubann sett á í vikunni Hátíö hjá dópistum Dópsalar landsins gleðjast þessa dagana því Fíknó er farin í frí nema yfir há- bjartan daginn. Myndin er frá því sakborningar í Stóra-fíkniefnamálinu voru leiddir fyrir dómara. Fíkniefnalögreglan í Reykjavík er lömuð vegna fjárskorts. Á mánudag- inn var starfsmönnum deildarinnar tilkynnt að yflrvinna væri ekki leng- ur heimil og hafa lögreglumenn síð- an aðeins unnið í dagvinnu að rann- sóknum. Alls starfa 11 manns í deildinni sem að sögn heimildar- manna DV er a.m.k. fjórum mönn- um of lítið. Það þýðir að deildin er þegar undirmönnuð þegar ofan á bætist að yfirvinnubann tekur gildi. Rannsókn þriggja stórra fíkniefna- mála er í uppnámi vegna þess auk þess að rannsókn nýrra mála er vart á færi deildarinnar. Sjö manns sitja nú í gæsluvarðhaldi og það er sam- dóma álit þeirra sem DV ræddi við að rannsókn þeirra mála muni tefj- ast og sé hugsanlega í uppnámi. Um er að ræða smygl á 10 kílóum af hassi þar sem þrír menn eru í haldi. Þá eru tveir í gæsluvarðhaldi vegna smygls á 5000 e-töflum. Loks eru tveir menn í haldi vegna smygls á 8 kílóum af amfetamíni. Rannsókn allra þessara mála er i óvissu. „Það er glatt á hjalla hjá þeim sem flytja inn og selja dóp. Við höfum enga burði til að rannsaka mál af neinu viti. Ég þori ekki að hugsa það til enda ef stórmál koma upp. Við get- um ekki fylgst með mönnum allan sólarhringinn eins og þarf þegar stærri mál koma upp,“ sagði fíkni- efnalögreglumaður sem DV ræddi við í gær. Heimildarmenn blaðsins segja niðurskurð yfirvinnunnar koma mjög á óvart þar sem yfirlýsingar stjómvalda hafa allar verið í þá átt að efla ætti rannsóknir fíkniefna- mála og sú stefna sé uppi að hreinsa ísland af eiturlyfjum. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnalögreglunnar, vildi í samtali við DV ekkert tjá sig um þær ógöngur sem deild hans er komin í. „Ég segi ekki orð,“ sagði Ásgeir í gær. Fíkniefnadeildin er undir emb- ætti Lögreglustjórans í Reykjavík en auk hennar eru einstakir lögreglu- menn vítt og breitt um landið í fikniefnarannsóknum. Það er því að- eins á færi deildarinnar að rann- saka stærri mál en hún hefur átt samstarf við lögreglumenn á lands- byggðinni. Ástæða yfirvinnubannsins er sú að fjárveitingar til deildarinnar eru uppumai'. Helsta ástæðan er sú að deúdin hefur unnið að rannsókn stórra fíkniefnamála á árinu sem stefnt hafa fjárhag hennar í voða. Ingimundur Einarsson varalög- reglustjóri staðfesti í samtali við DV að gripið hefði verið til niðurskurð- ar í deildinni. “Þetta er vissulega afskaplega erf- ið ákvörðun en fjárveitingar til emb- ættisins eru ekki meiri og þá verður að skera niður. Rekstur fíkniefna- deildarinnar hefur verið óheyrilega þungur vegna þeirra erfiðu mála sem komið hafa upp á árinu. Við gerðum fjárhagsáætlun fyrir allar deildir í upphafi ársins þar sem áætlað var hvað hver deild þyrfti til að halda úti dagvinnu annars vegar og eftirvinnu hins vegar. Fíkniefna- deildin er búin með þá peninga sem henni voru ætlaðir til yfirvinnu og því varð að grípa til þessa úrræðis," segir Ingimundur. -rt Verkfall boðað á sjúkrahúsinu á Selfossi: Ófaglærðir missa þolinmæðina - hafa ræðst við síðan í vor DV, SELFOSSI:______ „Við erum að hreinlega að missa þolinmæðina," sagði Ingi- björg Sigtryggsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Bárunnar- Þórs, á Selfossi i gær. Félagið boðar verkfall 50 starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum Árborgar- svæðis eftir rúman hálfan mán- uð. Ófaglært fólk á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið hefur fyrir alllöngu fengið leiðréttingu sinna mála. í atkvæðagreiðslu ófaglærðs starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á mánudag- inn var samþykkt að boða til verkfalls hjá Heilbrigðisstofnun- inni frá og með miðnætti 29. sept- ember næstkomandi. Verkfallsboðunin var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum, eða 35. Enginn seðill var auður og engin mótatkvæði voru greidd. Samningur ófag- lærðs starfsfólks rann út í maílok og sáttaumleitanir hafa enn ekki borið árangur. -JBP Karlinn í brúnni dv-mynd hiimar Engilbert Engilbertsson, skipstjóri á Goðafossi, í brú hins nýja skips. Goðafoss kominn Eimskipafélagið hefur tekið í notkun stærsta og fullkomnasta gámaskip sitt til þessa. Skipið, sem hefur hlotið nafnið Goðafoss, er ann- að tveggja systurskipa sem smíðuð voru í Danmörku árið 1995, en hitt skipið, sem fær nafnið Dettifoss, verður afhent í október. Hvort skip er um 166 metrar á lengd, 27 metrar á breidd og 17.100 brúttótonn og get- ur tekið 1457 gámaeiningar, en með því mun flutningsgeta til Evrópu aukast verulega. Siglingarhraði er 20 sjómílur/klst. miðað við 15-16 sjó- mílur/klst. hjá eldri skipum fyrir- tækisins. Skipin verða á siglingu á nýrri norðurleið til Evrópu sem sam- einar strandleið og gömlu norður- leiðina en viðkomustaðir i útlöndum verða Þórshöfn, Rotterdam, Ham- borg og nokkrar hafnir annars stað- ar á Norðurlöndunum. Nýi Goðafoss- inn er sjötta skipið með því nafni í eigu félagsins frá upphafi en fyrsti Goðafossinn var afhentur Eimskipa- félaginu árið 1915. -MT Langeygar eftir launahækkun dv-mynd nh. Frá daglegum störfum við sjúkrahúsiö á Selfossi í gær. Hér eru þær Guðrún Þorláksdóttir og Hulda Snorradóttir viö vinnu sína í eldhúsinu. Hólmavíkurhreppur bregst hart við campylobacter: Kaupir geislunarbúnað - ef vatnssýnin sem tekin voru reynast jákvæð Sveitarstjórn Hólmavíkur hyggst bregðast hart við campylobact- ermenguninni í neysluvatni staðar- ins. Hún ætlar að festa kaup á geisl- unarbúnaði til að stöðva mengunina ef vatnssýni þau sem hafa verið tek- in reynast jákvæð. Niðurstöður úr þeim eiga að liggja fyrir á morgun. Nýrri sýni voru einnig tekin í gær og liggja niðurstöður úr þeim fyrir um eða eftir helgi. Þegar campylobact- ermengun mældist í neysluvatni Hólmavíkur fyrr í vikunni stöðvaði Fiski- stofa alla fiskvinnslu í rækjuverk- smiðjunni og saltfiskverkuninni Sæ- roða á staðnum. Yfirdýralæknir stöðvaði slátrun í sláturhúsinu. Þeim tilmælum var beint til íbúa að sjóða allt neysluvatn. Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri á Hólmavik, sagði við DV í gær, að verið væri að setja upp klórbúnað í sláturhúsinu og rækjuverksmiðj- unni. Fyrirtækin hefðu átt búnað- inn fyrir. Algengt væri að verk- smiðjur í matvælaiðnaði ættu slík- an búnað. Hann sagði enn fremur að um- ræddur geislunarbúnaður væri kominn upp á allmörginn stöðum, svo sem Skaga- strönd og Bol- ungarvík. Tækinu væri komið fyrir í dæluhúsum við vatns- bólin. Útfjólu- bláir geislar dræpu campylobakt- eríumar. Búnaður af þessu tagi kostaði um þrjár milljónir króna. „Þessi mengun kom mönnum verulega á óvart,“ sagði Þór Öm, „en það er mjög mikið að gera á öðrum vígstöðvum. Við bregðumst hart við þessu og umrædd fyrirtæki verða komin á fulla ferð aftur eftir nokkra daga“ -JSS Gegn campylobacter Sveitarstjórn Hólmavíkurhrepps ætlar að kaupa geislunarbúnað ef með þarf í barátt- unni við campylobacter í neysluvatni. \ Minni bensínsala Dregið hefur úr bensínsölu hér á landi miðað við sama tíma í fyrra. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segir í vitali við Viðskipta- blaðið að samdráttur sé 2% - 3% miðað við sama tíma og í fyrra. Þörf á lagabreytingu Bragi Guðmundsson, forstöðumaður Bamavemdarstofu, segir þörf á laga- breytingu sem tryggi réttarstöðu bama í kynferðisafbrotamálum. Dómur Hæstaréttar í fyrradag, þar sem hafnað var kröfu um að yfirheyrsla yfir sex ára stúlku færi fram í Bamahúsinu, sýni þetta glögglega. RÚV sagði frá. Auðgunarbrotum fjölgar Auðgunarbrotum í umdæmi lög- reglustjórans í Reykjavík ijölgaði um 1300 í fyrra. Þá vom rán tvöfalt fleiri og ofbeldisbrotum flölgaði um 70. RÚV sagði frá. RÚV kannar kostun Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, forstöðumanns markaðssviðs Ríkisút- varpsins, er það til skoðunar hjá Sjón- varpinu hvort af kostun veðurfregna verður eða ekki en ákveðnir auglýsend- ur hafa sýnt þvi áhuga. Sem kunnugt er kostar Tal veðurfregnimar á Stöð 2. Mbl. segir frá. Leiguíbúöir með rottum Dæmi em um að heilbrigðiseftirlitið hafi þurft að fá þinglýst leigubann á heilsuspillandi húsnæði vegna rottu- gangs og jafnvel húsnæði með moldar- gólfi. í mörgum þessum tilfellum var leigutakinn búinn að greiða leiguna fyrirfram. Dagur segir frá Jöklaferðir til sölu Rekstarfélag Jöklaferða ehf., Höfn í Homafirði, hefur verið auglýst til sölu, en að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Jöklaferða, er það gert til að hægt verði að auka umfang starfseminnar. Mbl. sagði frá. Fékk ekki verkefni Fritz Már Jörgensson, framkvæmda- stjóri íslenskrar miðlunar i Reykjavík og fyrrverandi stjómarformaður ÍM á Vestfjörðum, vísar á bug ummælum bæjarstjórans í Bolungarvík um klaufaskapur og samskiptaörðugleika. Hann segir að vilyrði um verkefni fyr- ir fyrirtækið hafi ekki gengið eftir. RÚV sagði frá. Útboð kom ráðherra á óvart Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að því væri ekki að leyna að niðurstöður útboðs- ins vegna ferjusigl- inga Herjólfs hefðu komið sér á óvart. Mbl. sagði frá. Nýjar höfuðstöðvar UVS Framkvæmdir eru nú í fúllum gangi á vegum líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar í gamla Skátahús- inu við Snorrabraut. Fyrirtækið keypti húsið sl. vor og hyggst flytja höfuð- stöðvar sínar þangað af Lynghálsinum. Kvenlöggum fjölgar töluvert Ríkislögreglustjóri hefur skipað Rósamundu Jónu Baldursdóttur í stöðu varðstjóra í lögregluliði ísaflarðar frá 10. september 2000. Hún er fýrsta kon- an sem skipuð er í stöðu varðstjóra utan höfuðborgarsvæðisins. Vísir seg- ir frá. Enn í heyskap Einstaka bændur í Eyjafirði era enn í heyskap þótt komið sé fram í miðjan september. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.