Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 7
FTMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 7 Fréttir I>V Reynir Traustason notfang; sandkomOff.ls Klárir í bátana Kynning ís- landssíma á GSM-áformum sínum vakti talsverða at- hygli í síðustu viku. Þar voru flestir fjölmiðl- ar samankomn- ir og hver gerði frétt um málið eftir sínu höfði. Stöð 2 fór þá leið að ræða við keppinaut íslands- síma, Landssímann. Þar spurði Hulda Gunnarsdóttir fréttamaður Þórarin V. Þórarinsson forstjóra eitthvað á þá leið hvort fyrirtækið væri búið undir aukna samkeppni á farsímasviðinu. Þórarinn var kokhraustur að vanda en virðist hafa misstigið sig eitthvað í mynd- málinu þegar hann svaraði keikur. „Við hjá Landssímanum erum klár- ir í bátana.“ Nú velta menn því fyrir sér hvort forstjórinn ætli í bátinn og verða fyrstur til að yfirgefa hið sökkvandi skip... Endurvinnsla Augljósrar taugaveiklunar gætir á Stöð 2 í fréttastríðinu. Fréttastofan er svo óheppin að hafa lent undir fréttatímum Sjónvarpsins með sinn fréttatíma. Þá þykir Sjónvarpið hafa glansaö í gegnum flutningana í Útvarpshúsið og fréttatímarnir frísklegri en áður. Ein helsta iðja Páls Magn- ússonar og félaga hans á Stöð 2 er að endurvinna fréttir annarra miðla. Þannig vakti athygli snörp innkoma þeirra í frétt DV um þau vandamál sem foreldrar unglinga í Engjahverfi glíma við þar sem landasala fuliorðinna og eiturlyf vekja ugg. Allt sem Stöð 2 hafði um málið að segja var að lýsa því að fréttin væri röng og setja skóla- stjóra Engjaskóla í það samhengi að lýsa foreldrunum í hverflnu sem ómerkingum... Vofa Alfreðs Yfirheyrsla DVyfir Alfreð Þorsteinssyni á dögunum, þar sem hann lýsti frati á Sjálf- stæðisflokkinn, vakti feiknar- lega athygli enda er hann einn valda- mesti maður Framsóknar- flokksins. Alfreð slær- enn í klár- inn í Mogga í gær og ítrekar að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi hvíld. Kjaftháttur borgarfulltrúans hefur sett Halldór Ásgrímsson, núver- andi formann Framsóknarflokks- ins, í mikinn bobba. Heimildir herma að á ríkisstjómarfundum svífi vofa Alfreðs yfir vötnum. Sumir spá því að stjómin endist ekki kjörtímabilið.... Deildarstjórinn Þjóðin bíður þess með önd- ina í hálsinum að Egill Helgason birt- ist á Skjáein- um með silfur sitt. Egill hef- ur eytt sumr- inu víða um heimsbyggð- ina og safnað kröftum til að geta haldið áfram að skúbba pólitískum yfuiýsingum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og fleiri þunga- vigtarmanna. En Egill er ekki ein- hamur því ef menn skoða skipurit vefiýrirtækisins íslandsnets ehf. kemur í ljós að hann er þar milli- stjómandi. Kappinn ber þar starfs- heitið deildarstjóri en ekki fer neinum sögum af daglegri stjóm- un............................... Fengu lán og lýstu yfir gjaldþroti mánuöi seinna: Mjog undarleg viöskipti - segir forstjóri Byggöastofnunar um málefni ÍM á Vestfjörðum „Byggðastofnun lánaði íslenskri miðlun á Vestfjörðum tíu milljónir. Það var gert á sama tima og hlutafé var aukið í fyrirtækinu. Við bentum á að þá yrði að gera upp við starfs- fólk. Þá reyndum við að fylgja því eftir eins vel og við gátum,“ segir Guömundur Malmquist, forstjóri Guömundur Malmquist forstjóri Byggöa- stofnunar. Gunnhildur Elíasdóttir formaöur verka- lýösfélagsins á Þingeyri. Byggðastofnunar, yarðandi fréttir um að ekki hafl verið staðið við skilyrði Byggðastofnunar vegna þessara fjármuna. Guðmundur sagðist þó ekki þora að segja til um hvort öll laun hafi verið gerð upp. „Lánið var veitt til að fyrirtækið héldi áfram og gerði upp við sitt fólk. Við reiknuðum ekki með að fyrirtækið stæði síðan í því að lýsa sig gjaldþrota mánuði Flugslysið í Skerjafirði: Annar pilt- anna kominn úr öndunarvél Annar piltanna tveggja sem lifðu af flugslysið sem varð í Skerjaflrði er kominn úr öndunarvélinni. Báð- ir liggja þeir enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er líðan þeirra að mestu leyti óbreytt að sögn læknis þeirra. Piltarnir, sem báðir eru 17 ára, lifðu af flugslys í Skerjafirðinum 7. ágúst síðastliðinn þegar lítil flugvél, sem var að koma frá Vestmannaeyj- um, hrapaði í sjóinn er hún var að búa sig til lendingar á Reykjavíkur- flugvelli. Slysið varð hinum fjórum, sem í vélinni voru, að bana. Lög- reglan rannsakar nú slysið. -SMK Keflavíkurmorðið: Rannsókn er lokið Rannsókn lögreglunnar í Reykja- nesbæ á morði sem framið var í íbúðarhúsi við Skólaveg í Keflavík aðfaranótt 15. aprU síðastliðinn er lokið. 21 árs gamall maður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hann er grunaður um að hafa ráðist inn á heimUi 19 ára stúlku og unnusta hennar og stungið hana tU bana. Gæsluvarðhaldið yfir honum rennur út hinn 15. október næst- komandi. Málið er nú komið i hendur sak- sóknara en búist er við að dæmt verði í morðmálinu og nauðgunar- máli sem talið er tengjast morðinu á sama tíma. -SMK Skyndidalsá: Mannbjörg þegar jeppi festist í jökulá Betur fór en á horfðist í fyrstu þegar jeppi festist í Skyndidalsá við Lónsöræfi um níuleytið í gærmorg- un. Einn maður var í bUnum og tókst honum að klifra upp á þak hans þar sem hann beið hjálpar. Lögreglan á Höfn og björgunarsveit- ir komu svo til hjálpar og var mað- urinn ómeiddur. Unnið var að því að ná jeppanum úr ánni í gærdag. -SMK seinna. Þetta eru auðvitað mjög undarleg viðskipti." Samkvæmt heimUdum DV munu samt miUjónir króna í launum hafa verið óuppgerðar þegar fyrirtækið hóf aftur rekstur í ágúst eftir endur- skipulagningu í sumar. Þau voru það enn þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota. GunnhUdur Elíasdóttir, formaður verkalýðsfélagsins á Þing- eyri, hefur staðfest að ekki hafi tek- ist að fá þeirra framlag í launum starfsfólks uppgert. „Fritz Már Jörg- ensson stjórnarformaður sagði að sér kæmu málefni fyrirtækisins fyr- ir vestan ekki við,“ sagði GunnhUd- ur í samtali við DV. Fritz Már er framkvæmdastjóri íslenskrar miöl- unar í Reykjavík og enn skráður stjórnarformaður fyrirtækisins vestra í plöggum Hagstofunnar. Hann mun hins vegar hafa sagt af sér stjórnarformennskunni fyrir skömmu. Guðmundur Malmquist sagði, að- spurður um það hvernig lán Byggðastofnunar hefði verið tryggt, aö tekið hefði verið veð í hringibún- aði, tölvum og öðru slíku. „Við erum því að einhverju leyti tryggð- ir fyrir þessum áfóllum. Það sem við ætluðum þó fyrst og fremst að tryggja var að þarna yrði áfram at- vinna en það lítur ekki nógu vel út núna,“ sagði forstjóri Byggðastofn- unar. -HKr. Jeep Grand Cherokee Netsalan ehf Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241,893 7333. Fax: 544-4211 Opið: Mánudaga - Föstudaga 10-18 • Laugardaga 10-14 Palla eigendur Nauðsynlegt er að bera á nýja palla og tréverk fyrir veturinn. Eldri palla þarf að bera á árlega. Viðarvörn í rétta litnum Við blöndum rétta litinn á pallinn þinn _td00kr. 50% afsláttur HÚSASMIÐJAN S/mi 525-3000 • www.busa,i«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.