Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Page 10
10 FTMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 Hagsýni r>v Skólabörn þurfa sína næringu þótt þau geri lítið annað en að sitja: Hvað borðar barnið í skólanum? Skólanestið er eilífðarvandamál hjá foreldrum sem sumir hverjir hafa lítið hugmyndaflug og sjá svo dag eftir dag nestið koma óhreyft heim aftur. „Þetta er svo vont,“ segja blessuð börnin sem daginn áður átu samloku með osti og gúrku með bestu lyst. „Alltaf það sama í nestisboxinu," heyrist líka og fýlusvipurinn leynir sér ekki. Nokkrir skólar hafa selt heitan eða kaldan mat í hádeginu og aðr- ir bjóða upp á samlokur eða jógúrt. í öllum skólum er hægt að kaupa drykki þótt foreldrar séu misglaðir yflr úrvalinu og vilji sumir ekki kaupa sykurvatn með ávaxta- bragði fyrir bömin. Mun algengara er að boðið sé upp á matarkaup í unglingadeild- um, 8., 9. og 10. bekk, en í yngri bekkjum og hafa gjarnan 10. bekk- ingar eða elstu nemendur umsjón með „sjoppunni." Þar sem heils- dagsskóli er til staðar er oft hægt að fá létta máltíð handa bömunum í honum og þá einnig öörum börn- um á sama aldri en hann nær ekki nema upp í 4. bekk. Það skilur eft- ir gat þeirra sem em á aldrinum 10-13 ára. „Áskrift" aö mat DV kannaði ástandið í nokkrum skólum. - í sumum skólum er hægt að kaupa mat, heitan eða kaldan í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði getur unglingadeildin keypt sér samlokur og ýmislegt annað en verðið er misjafnt eftir því hvað keypt er. Engin slík þjónusta er í Hvassa- leitisskóla og Borgarskóli er í ófull- gerðu húsnæði enn sem komið er en strax og húsnæði leyfir verður sett upp mötuneyti nemenda þar. í Langholtsskóla geta eldri nem- I Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi - er löng hefö fyrir því aö vera meö mötuneyti nemenda sem kunna svo sannarlega aö meta þaö. og hádegisverði fyrir nemendur í 1.-9. bekk og kostar hádegisverður 130 krónur en 1. og 2. bekkur geta keypt 1/2 hádegisverð sem þá kost- ar 75 krónur hver máltið. Hægt er að kaupa ýmsa drykki: mjólk, létt- mjólk, kókómjólk, eplasafa og app- elsínusafa og svo brauðsneið, jógúrt og ávöxt í morgunverð. í Valhúsaskóla á Seltjarnamesi endur keypt sér heitan eða kaldan mat í hádeginu og kostar máítíöin 170 krónur, einnig 1- 4. bekkur, börn sem eru í heilsdagsskólanum. Þar skortir einfaldlega pláss svo hægt sé að bjóða öllum nemendum upp á mat. 1 Lindaskóla í Kópavogi geta nemendur verið í „áskrift" að mat. Boðiö er upp á áskrift að morgun- er löng hefð á mötuneyti og þar er matráður sem nemendur hafa mat- arást á. Boðið er upp á langlokur, grjónagraut,. pasta og Qeira sem þykir gott og kostar máltíðin frá 50-100 krónum eftir því hvað i boði er. Þetta hefur komið ákaflega vel út að mati foreldra og skólastjórn- enda. Mötuneyti í skólana í framhaldi af þessari könnun kemur svo hin sívinsæla spuming um það hvort ekki eigi að leggja meiri áherslu á að gera nemendum fært að fá heita máltíð í skólanum þótt það kosti sitt. Margir nemenda fá enga heita máltíð því foreldrar borða gjaman í vinnunni og þykir þá óþarfi að elda á kvöldin eða eyða í það litlum tíma þannig að þrautaráðið verður gjarnan að vera með brauðmat og eitthvað létt, eins og skyr eða súrmjólk, í stað fullbúinnar máltíðar. Þar með er ekki verið að taka ábyrgðina af foreldrum sem auðvit- að eiga að sjá til þess að böm þeirra fái mat við hæfi og notalegt andrúmsloft við sameiginlegt mat- arborð heldur er aðeins verið að horfa á staðreyndir sem eru þær að fólk er tímalaust - eða setur annað í forgang. -vs Dýrir dropar íslendingar eru seinþreyttir til al- mennra mótmæla gegn verðhækk- unum og láta þær gjama eiga sig að mestu á meðan sumar aðrar þjóðir fara í harðar aðgerðir líkt og Frakk- ar og Bretar hafa sýnt upp á síðkast- ið. Verð á 95 oktana bensíni er nú rúmar 94 krónur lítrinn á meðan Frakkar borga tæpar 80 krónur og þykir mörgum sem nú hafi dropinn fyllt mæl- inn. Ekki megi líða frek- ari verðhækkanir á þessum „lífsnauðsyn- lega“ vökva og að draga muni til tíðinda ef ekki verði breyting á. Margir hafa haft samband við FÍB og kvartað og stung- ið upp á því að farin verði sama leið hér á landi og í Frakklandi, bílar einfaldlega stöðvi umferðina á stærstu um- ferðargötum til mót- mæla. Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB, vannst smááfangasigur í skattlagn- inu á bensíni þegar 97% vörugjald var aflagt en í staðinn tekin upp föst krónutala, 10,5 krónur á hvern lítra. Það gerði að verkum aö í stað þess að bensínið kostaði 105 krónur nú hefðu neytendur „grætt" 10-11 krón- ur á hvem litra síðan. íslenskir einkabíleigendur eru meðal þeirra skattpíndustu í heimi og eru á lista með Frökkum, Bret- um og Norðmönnum hvað snertir skattlagingu á bensíni en virðis- aukaskatturinn einn og sér stendur fyrir tæplega 20% af verði hvers lítra eða tæplega 19 krónum sem þýðir að í hvert skipti sem meðalbíll sem tekur 40 lítra af bensíni er fyllt- ur, fær ríkið 760 krónur í sinn hlut. Aðeins það að lækka virðisauka- prósentuna myndi þýða verulega búbót heimila í landinu þar sem nær allir eiga bíl og margir tvo. Sé svo farið út í hugleiðingar um mótmæli bíleigenda mætti hugsa upp ýmsar leiðir. Hætta að nota bíl- inn nema um lengri ferðir væri að ræða eða mjög óhentugt að nota almennings- vagna. Bensínsparnaöur Þessi hentar vel þegar bensíniö er jafn dýrt og raun ber vitni. Vera duglegri að taka farþega bjóða nágrannanum með i vinnuna og heim. Láta krakkana nota strætó meira í stað þess að skutla þeim nær allt sem þau fara. Sniðganga dýrari bensínstöðvar og nota eingöngu stöðvar sem bjóða upp á lágmarksverð með sjálfsaf- greiðslu. Boða til sameiginlegra aðgerða af ýmsu tagi. Kaupa dísilbíl, helst stóran, því þeir borga hlutfallslega minnst. Eða kaupa bíl sem aðeins eyðir 3-4 lítrum á hundraðið - það er framtiðarstefnan. -vs Tilboð verslana Hraöbuölr Esso Tilboöin gilda til 30. september. | 0 Merrlld kaffí 103, 500 g 339 kr. Q Stjörnupopp, 100 g 75 kr. 0 Stjörnu-ostapopp, 100 g 75 kr. 0 Llndubuff, 40 g 49 kr. 0 Egils Orka, 1/21 119 kr. 0 Heyrnatæki 895 kr. 0 Fiesta gasgrlll meö hellu 18.900 kr. | o o © . Skeiiungur Tilboöln gilda til 27. september. 1 0 Plcnlc súkkulaöi 49 kr. 0 Bouche súkkulaölmolar 45 kr. 0 Magic orkudrykkur, 250 ml 135 kr. 0 Cocoa Puffs, 390 g 269 kr. 0 Flzzy sælgætislelkföng 149 kr. 0 Pennaveski 195 kr. Q Turtle Back in fíash 299 kr. 0 Raln-X glerfílma, 200ml 559 kr. 0 llm gormar 249 kr. 10 Ostapylsa m/ kartöfíusalatl 229 kr.\ Samkaui Tllboöln gilda til 20. september. Q Waslngton epli rauö 139 kr. 0 Kalkúnn 1 fí. 695 kr. kg 0 Amerískar Cantalopur 269 kr. kg 0 Amerísk bláber, 552 ml 259 kr. 0 Chicago örb.pizzur, 4 teg. 295 kr. 0 Amcrískur maísstöngull 129 kr. Q Hunts tómatsósa 96 kr. 0 Champion rúsínur, 5OOg 99 kr. 0 Champlon sveskjur steinl 99 kr. 0 Nautahakk UNl 695 kr. kg Nóatún Tilboöln gilda á meöan birgölr endast. 0 Luxus mals 3 x 340g 125 kr. Q Luxus sveppir, 4 x 184 g 125 kr. Q Luxus ananasbitar, 3 x 227gl25 kr. Q Gevalla rauöur, 500 g 299 kr. 0 Gevalia koffinlaust, 250 g 219 kr. 0 Gevalia Irich cream, 125 g 219 kr. Q Kexsmiöjan Muffíns, 400 g 259 kr. 0 Kexsmlöjan tebollur, 300 g 229 kr. o © Sparversiun.is Tilboöin gilda til 19. september. | 0 Hamborgarar, 10 stk. 581 kr. 0 Blómkál 169 kr. 0 Hvítkál 99 kr. kg 0 Kínakál 169 kr. kg 0 Gulrófur 99 kr. kg 0 Kartöfíur 99 kr. kg Q Svlö frosin verkuö 229 kr. kg 0 Naggar, 400 g 389 kr. kg Q ^ 1 Tilboöin gllda út ágúst. 0 Prlnce póló, 3 stk., 132 g 109 kr. 0 Maryland Fudgies, 150 g 89 kr. 0 Maryland hetu, 150 g 89 kr. 0 Maryland kókos, 150 g 89 kr. 0 Maryland súkkulaöl, 150 g 89 kr. < 0 Strumpar appelsínugullr 40 kr. Q Strumpar bleikir 40 kr. 0 Strumpar grænir 40 kr. 0 Strumpar gulir 40 kr. 0 Strumpar rauölr 40 kr. Fjarðarkaup | Tilboöin gilda til og meö 16. september. í 0 Kjúkllngabollur 690 kr. kg 0 Mexico vænglr 880 kr. kg 0 M.S. Hversdagsís, 2 1 295 kr. 0 BKI kaffí extra, 400g 199 kr. 0 Kelloggs Spes. + 50% 329 kr. 0 Dahli vöffíur, 250g 149 kr. Q Arial jumbo, 3,375 g 878 kr. 0 Danté olía 11 o 448 kr. © Þín verslun Tilboöln gilda til 20. september. 0 Púrtvíns helgarstelk 20% afsl. Q Tiger ostur, 150g 149 kr. 0 Peter Pan hnetusmjör 189 kr. 0 Cocoa Crunchies, 390 g 189 kr. 0 Granlni appelsínusafí, 750 mll39 kr. 0 Keebler Delux kex, 345 g 199 kr. Q Swiss Mlss, 737 g 369 kr. Q Q © Tilboöin gilda til 27. september. 0 VSOP innralæri 1822 kr. kg 0 VSOP lærissneiöar 1319 kr. kg 0 Búrfells brauöskinka 798 kr. kg 0 Neiv Yorkers stroganoff 1438 kr. kg 0 Betty Crocker kökumix 239 kr. 0 Betty Crocker kökukrem 179 kr. Q BKI Gourmet kaffí, 250 g 279 kr. 0 Cheerlos, 567 g 289 kr. 0 lcebergsalat 179 kr. kg 0 Comi musfíbar, 4 teg 129 kr. 10-11 Tilboöin gllda til 21. september. j 0 Kryddaö kindainnra-læri 1598 kr. 0 Nautabuff I raspi 498 kr. 0 Aviko franskar 219 kr. 0 Colombia kaffí 305 kr. 0 Ríó kaffi 313 kr. 0 Dllettó kaffí 330 kr. Q Rafmagnstannbursti 1399 kr. 0 Tannburstafylllngar 499 kr. 0 Cote D’or fílakaramellur 189 kr. ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.