Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Side 11
PTMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 11 DV Hagsýni Garðshorn: Litrikt vor með laukum skyldu menn ekki hika viö aö not- færa sér þjónustu þeirra. Einfóld þumalfingursregla segir aö setja skuli laukana niður á dýpi sem nemur tvisvar til þrisvar sinnum hæð þeirra, heldur dýpra í lausum jarðvegi. Bilið á milli laukanna skal nema tvöfoldu þvermáli þeirra. Best er að grafa holu í rétta dýpt og losa jarðveginn, síðan skal setja lífrænan áburð eins og þangmjöl eða hænsna- skít, í botninn. Einnig má blanda eilitlu af tilbúnum áburði við mold- ina áður en hún er sett yfir. Þegar búið er að hylja laukana skal þjappa jarðveginn varlega og hylja hann með laufi eða trjákurli. Gróðursetning Laukar þrífast best á þurrum stað. Því skal velja þeim stað í vel fram- ræstum og sendnum jarðvegi. Flestar tegundir kjósa skjól og birtu þó finna megi tegundir, eins og anemónur og hátíðarliljur, sem þola nokkurn raka og skugga. Þegar laukar eru valdir skal gæta þess vel að velja þá með tilliti til þess hvar á að setja þá niður. Gróðrar- stöðvar veita upplýsingar um hvaða laukar henta best á hverjum stað og Darwintúlipanar - Apeldoorn Túlipanar eru til í mörgum stæröum og litum, þeir blómstra einnig á mis- munandi tíma en algengt er aö þeir blómstri um 17. júní. Hátíöarlilja Hátíöarliljur ættu aö fá aö standa iengi á sama staö því þær eru harögeröar og fjölga sér meö tímanum. Vorboðar blómstra gulum blóm- um eldsnemma á vorin, jafnvel í febrúar eða snemma í mars. Þeir er mjög harðgerðir og eiga það til að þroska fræ og fjölga sér þannig. Laukurinn eða hnúðurinn er frem- ur lítill og því gróðursettur grunnt í jarðvegi. Vetrargosar er mjög harðgerðir og meö fyrstu laukunum sem koma upp á vorin. Þeir fjölga sér mikið og því auðvelt að skipta þeim á nokk- urra ára fresti. Gosar eru ljósir á lit- in og verða 10-20 sentímetra háir. Þeir eru skuggþolnir og því gott að planta þeim í beð milli trjáa og runna. Af hátíðarliljum er til fjöldi rækt- unarafbrigða og sum afbrigðin þol vel skugga. Hátíðarliljur ættu að fá að standa lengi á sama stað því þær eru harðgerðar og fjölga sér með tímanum. Þær blómsta í lok apríl og ná 30-50 sentímetra hæð. Gul af- brigði þrífast best. Túlipanar eru til í mörgum gerð- um og litum. Þeir eru til einlitir og marglitir og í ýmsum stærðum. Al- gengustu sortirnar eru villitúlipan- ar sem eru 10-20 sentímetra háir og lifa oft árum saman. Kaupmanna- túlipanar eru um 20 sentímetra háir og blómstra snemma á vorin. Dar- vinstúlipanar eru langvinsælastir og verða allt að 60 sentímetra háir. Þeir þola vel rok. Þeir blómstra í júní og blómin standa lengi. Díla- túlipanar eru með röndótt blóm og blómstra í lok maí og ná 35-45 sentí- metra hæð. Keisarakróna nær ekki að blómstra nema einu sinni hér á landi. Hún getur orðið allt aö 1 metri á hæð og er yfirleitt rauð á lit- inn. Keisarkrónan er stórglæsileg planta sem sómir sér vel á sólríkum og skjólgóðum stöðum. Plantan þol- ir illa hvassviðri og því nauðsynlegt að binda hana upp sé hætta á roki. Goðaliljur eða hýjasintur, eins og þær eru oft kallaðar, eru frekar við- kvæmar og blómstra ekki nema einu sinni. Þær þurfa besta staðinn í garðinum til að verða fallegar og sé vorið slæmt misheppnast blómg- un yfirleitt. Nú er rétti tíminn til að undirbúa litríkt vor með því að setja niður lauka. Laukar eru auðveldir í rækt- un og þurfa litla sem enga umhirðu og því tilvaldir fyrir byrjendur í garðyrkju að spreyta sig á. -Kip Mercedes Benz c 220. árg 1994, ekinn 90 þús, silfurgrár, ssk, raf í rúð, saralæs, topplúga, leður, álfelgur, mjög vel búinn bíll. verð 1990 þús. Allar nánari upplýsingar veitir hin geðþekki bílasali Ástmar Ingvarsson á BÍLL.IS í síma 5773777 Ræktun í kerum og pottum Þeir sem ekki eiga garð geta sett niður lauka í ker eða potta úti á svöl- um eða á tröppunum. Blanda þarf moldina í kerunum með sandi eða vikri og setja möl í botninn til þess að hún verði ekki of blaut. Lágvaxn- ar tegundir, eins og krókusar og vetr- Beint samband við neytendasíðu Lesendur sem vilja ná sambandi við neytendasíðu DV hafa til þess nokkrar leiðir. í fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan síma: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póstfangið er: vigdis@fr.is. Tekið er á móti öllu þvi sem neytendur vilja koma á framfæri, hvort sem það eru kvartanir, hrós, nýjar vörur eða þjónusta - eða spumingar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lífi. Sé umsjónarmaður ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdís Stefánsdóttir umsjónarmaður neytendasíðu Krókusar - Flower Record Krókusar eru snemmbiómstrandi, þeir eru til í mörgum litum og veröa um 15 sentímetra háir. argosar, fara betur i kerum en há- vaxnar tegundir og auðveldara er að færa kerin séu plönturnar lágar. Lítil umhirða Laukar þurfa litla sem enga um- hirðu eftir að þeir eru settir niður. Ef þeir blómstra illa eftir að þeir koma upp er ástæðan líklega sú að þeir standa í bleytu eða of miklum skugga. Margar tegundir ná ekki að safna nægum forða yfir sumarið til að blómstra árið eftir. Þetta á sér- staklega um túlipana og ýmsar viö- kvæmar tegundir, eins goðaliljur og keisarakrónu. Æskilegt er að skipta um túlipana annað hvert ár og aör- ar viðkvæmar tegundir þarf að setja niður á hverju ári. Krókusar og há- tíðarliljur eru aftur á móti mjög harðgerðar og blómstra ár eftir ár. Laukjurtir þola illa köfnunarefn- isrikan áburð þar sem hann eykur ofanjarðarvöxt á kostnað neðanjarð- arhlutans. Kali og fosfóráburður hentar því betur þar sem hann eyk- ur blómgun og frostþol. Eftir blómgun á að klippa blóm- stöngulinn burt svo plantan eyði ekki orku í að mynda fræ. Blöðin þurfa aftur á móti að fá að sölna áöur en þau eru klippt burt. Ef þau eru klippt of snemma nær laukur- inn ekki að safna forða fyrir vetur- inn og blómstrar ekki árið eftir. Mörgum finnst ljótt að sjá sölnuð blöðin eftir blómgun og er þeim bent á að klippa helminginn burt og binda þau svo saman meö teygju. Litríkt vor Krókusar blómstra snemma á vorin. Þeir eru lágvaxnir og í mörg- um litum. Það er mjög fallegt að planta þeim í litlar þyrpingar, 10-20 stykkjum saman í grasflötina, og fylgjast með þegar þeir koma upp á vorin. fullorðinsfræðslan Matshæft eininganám: skólanám & fjarnám Krókhálsi 5a - 110 R. Sími/fax 557 1155 Netfang: f-f@islandia.is - Vefsíða: www.peace.is/f-f Námskeið, grunnskólanám og fyrstu prófáfangar framhaldsskóla allt árið : ÍSL, DAN, NOR, SÆN, ENS, ÞÝS, SPÆ, FRA, POR, RUS, STÆ, TÖL, EÐL, TOLVUGRUNNUR Litlir hópar: Nám fyrir alla NÁMSAÐSTOÐ: öll stig Námskeiðin hefjast 18. september SCHOOL OF ICELANDIC 4 Week Intensive Courses All Year Phone/fax: 557 1155 - E-mail:f-f@islandia.is http://www.angelfire.com/biz/icelandiclanguage - setja skuli laukana niður á dýpi sem nemur tvisvar til þrisvar sinnum hæð þeirra Laukar og hnúðar eru forðarætur ^ sem safna í sig næringarforöa og Jw.jP -Jf geyma hann yfir veturinn. Lauk- .vjSMk MjfHT mM eru þvi tilbúnar aö vaxa Q^^^HggÁ f J9 snemma á vorin, sumar jafnvel æk áöur en snjóa leysir. Haustlaukar h-. eru niður fyrir fyrsta frost, xTS JgQ september eða október. Fyrstu krók- HK usarnir skjóta upp koliinum eldsnemma á vorin, jafnvel í febrú- ' ýv- V H ar. Á eftir fylgja svo stjörnuliljur, VjL .JlMk v J'JBBHT H vorboðar, hátíðarlilijur (páska- og MHPp H ‘ H hvítasunnuliljur), túlipanar og aðr- K ar síður harðgerðar tegundir. wfe1 1 A • , J Hversu djupt a að setja lauka?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.