Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 13
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 13 DV__________________ Eg skrifa um það sem ég þekki DV-MYND HILMAR ÞOR Edward Bunker rithöfundur Hann þykir hafa gott glæpamannsandlit fyrir kvikmyndir og hefur leikiö í þeim ófáum. Þekktasta hlut- verk hans er sennilega Mr. Blue í Reservoir Dogs. Edward Bunker er búinn að borða þegar ég hitti hann á Hótel Sögu í hádeginu. Hann hefur þó nægilegt rúm fyrir ókjör- in öll af svörtu kaffi og filterslausan Camel en þeim veitingum gæðum við okkur á meðan á viðtalinu stendur. „Veðrið hefur svikið mig,“ segir Bunker þegar við höfum bæði komið okkur vel fyrir. „Ég œtlaði að skoða mig hér um en ég get ekki hugsað mér að fara út, það er svo hrikalega kalt. Það hrjá mig líka nokkrir sjúkdómar - til dœmis syk- ursýki - og ég get ekki hagað mér alveg eins og ég vil, “ segir hinn 67 ára gamli Bunker og tekur djúpt sog af kamel- sígarettunni. „Þetta á eftir að ganga af mér dauðum, ég veit það, “ segir hann svo glottandi og ég get ekki annað en hugsað um atriðið í ævisögu hans Mr Blue - Memoirs of a Renegade þegar hann sprautar sig fyrst með heróíni - þá fimmtán ára gamall - og veltir fyrir sér hvað það sé nú miklu áhrifaríkara en áfengi, hass, gras, amfetamín og kókaín. Bunker hefur bragðað sterkari efni en nikótín. Edward Bunker er kominn hingað á bók- menntahátíð en gæti víst seint kallast dæmigerð- ur gestur þeirrar virðulegu samkomu. Hann skrif- ar glæpasögur af reynslu því samtals 25 ár ævi sinnar hefur hann setið á bak við lás og slá. Móð- ir hans yfírgaf hann barnungan og faðirinn treysti sér illa til þess að sjá um ódælan soninn þannig að þrautaganga hans um hinar ýmsu stofnanir hófst snemma. Bunker lýsir því sjálfur þannig í ævisögunni að heimurinn hafi lýst yfir stríði á hendur honum þegar hann var fjögurra ára gamall. Á hverri stofnun virtist yfirlýst mark- mið vera að brjóta hann niður andlega. Hann sætti hrottalegri meðferð og barsmíðum en ákvað snemma að berjast á móti og einsetti sér aö láta engan ganga óhaltan frá orrustu. Fimmtán ára var hann settur í fangelsi með for- hertum glæpamönnum en hélt áfram ýmsum glæpaverkum þegar hann losn- aði; og tveimur árum seinna gekk hann inn um hlið San Quentin, yngstur allra fanga í sögu þess illræmda fangelsis. Þar var hann settur í hámarksgæslu við hlið dauðadæmdra barnamorð- ingja. Glæpaferlinum var þó langt í frá lokið. „Ég skrifa um það sem ég þekki,“ segir Bunker. „Ég ímynda mér ekki hluti sem hugsanlega gætu hafa hent einhvem annan eða það sem aðrir hafa sagt mér frá. Ég hef upplifað það og ég verð að miðla af reynslu minni.“ Lánstraustið af skornum skammti Edward Bunker hafði snemma gríð- arlegan áhuga á lestri og hirti upp bækur hvar sem hann kom auga á þær. „Ég las iðulega flmm bækur á viku,“ segir hann. „Ef það var búið að slökkva í klefanum, rak ég bókina út á milli rimlanna og las við ljóstým sem barst mér af ganginum." Þegar hann er beðinn að nefna áhrifavalda úr þeim haug af sögum sem hann las á þessum árum segir hann það næstum ómögulegt. „Amer- iska borgarskáldsagan höfðaði þó mjög til mín og Thomas Wolfe, en af erlendum áhrifum var það Albert Camus og existensíalisminn, ekki endilega heimspekin, heldur attitjúdið. Og svo auðvitað Dostojevski," segir Bunker og nennir greinilega ekki að telja fleiri upp þó af nægu sé að taka. í San Quentin byrjaði hann að hamra á ritvél og hóf stílæfingar, því enga reynslu hafði hann af skriftum. „Að skrifa var það eina sem ég þráði að gera og það var líka það eina sem ég gat gert. Ég hafði hætt í skóla tíu ára og hafði því enga burði til að verða lögfræðingur og ekki gat ég stofnað fyrir- tæki því lánstraustið var af skomum skammti," segir Bunker og glottir kalt. Svo fór að hann skrifaði sex skáldsögur áður en honum tókst að finna sér útgefanda. Þá kom út bókin No Beast so Fierce sem sló rækilega í gegn. Síðan hefur Bunker haldið áfram, skáldsögurnar orðnar íjórar, auk ævisögunnar sem áður hefur verið vitnað til. Nú em bækur hans seldar í fjórt- án löndum auk Bandaríkjanna og hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir kvikmyndahandrit sín. Frægast er sennilega handritið að Runaway Train, kvikmyndinni sem Andrei Konchalovsky leikstýrði. Fyrir það var Bunker tilnefndur til óskarsverðlauna. Mr. Blue Bunker á sér aðdáendur úr stétt kvikmynda- leikstjóra og hefur starfað mikið í Hollywood. Quentin Tarantino hreifst t.d. svo mjög af No Be- ast so Fierce að hann fékk hann til þess að leika glæpóninn Mr. Blue sem lést á sviplegan hátt snemma í myndinni Reservoir Dogs. „Ég er enginn Dustin Hoffman en ég hef leikið í þó nokkrum kvikmyndum," segir Bunker og bætir við að hann þyki hafa „gott skúrkaandlit". Hann hefur einnig verið ráðgjafi margra leik- stjóra sem fjalla um skipulagða glæpastarfsemi í myndum sínum og má þar nefna myndina Heat sem Robert De Niro og A1 Pacino léku aðalhlut- verkin í. „Allir leikararnir vora neyddir til þess að lesa No Beast So Fierce og Jon Voight var upp- álagt að hafa stóra mynd af mér í búningsklefa sínum til þess að reyna að ná glæpónaútlitinu. Það tókst svo vel hjá honum að enn í dag er hnippt í mig á veitingahúsum og sagt: „Þú varst frábær í Heat!“ Bunker talar um Robert De Niro og Quentin Tarantino sem góða kunningja sína og Jeff Bridges telur hann einn af sínum betri vinum: „Hann er öndvegis náungi og einn af fáum Hollywoodleikurum sem alveg er laus við hégóm- leika, hroka og slíka stæla,“ segir Bunker og það er ljóst að ekki er hann alls kostar sáttur við draumafabrikkuna og afurðir hennar. Kýli einhvern á tíu ára fresti Ef lesin er ævisaga Bunkers er bersýnilegt að fyrstu áratugi ævi hans stjómaði honum fársfull heiftarreiði. Hefur hann alveg komist yfir hana? „Já, ég hef komist yfir hana að mestu. Ég reið- ist e.t.v. á tíu ára fresti og kýli þá einhvern - er svo kærður og þarf að borga heil- miklar skaðabætur. Það er bara svo dýrt að ég er hættur að nenna því. En ég fylgi John Wayne-regl- unni og trúi á kurteisi. Ég get reiðst illa ef fólk er ruddalegt við mig og sýnir mér lítilsvirðingu. Ef fólk kann mannasiði þá þarf það ekki að óttast mig og mér sýnist Is- lendingar vera mjög vel siðaðir," segir Bunker grallaralegur. En hvemig lýst þér á bók- menntahátíðina. Er þetta ekki bölvað snobb? „Alls ekki,“ segir Bunker. „Svona samkomur era nauðsyn- legar því að skáldsagan á undir högg að sækja. Skáldsagan er frá- brugðin öðrum listformum vegna þess að hún virkar á höfuðið á fólki. Skáldsagan er það sem fólk hugsar, ekki það sem það sér eða heyrir og ekkert kemur í staðinn fyrir hana.“ Mér líkar vel við sjálfan mlg Þegar þú lítur yfir farinn veg, sérðu eftir einhverju sem þú hefur gert? „Já, auðvitað sé ég eftir mörgu en mér líkar vel við sjálfan mig,“ segir Bunker og bætir við að hver maður verði það sem honum er kennt að vera. Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. „Þrettán ára var ég settur á geðveikrahæli þar sem ég var þrásinnis barinn þar til ég missti með- vitund af mönnunum sem áttu aö gæta mín. Það var úðað táragasi í augun á mér gegnum rimla og á mig var sprautað úr brunaslöngum svo höfuðið á mér slengdist í veggi. Þegar ég var fimmtán ára var ég læstur nakinn inni í kolmyrkum klefa í heila viku upp á vatn og brauð. Ef það væri sett á metaskálar hvað mér var gert og hvað ég hef gert öðrum þá veit ég ekki hvort vegur þyngra.“ Edward Bunker les úr verkum sínum í Iðnó í kvöld og á morgun í hádeginu mun Óttarr Proppé spjalla viö hann í Norræna húsinu. -þhs Myndir úr safni lögreglunnar í Kaliforníu Fengnar að láni úr bókinni Mr. Blue - Memoirs of a Renegade. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Bókmenntahátíd I kvöid, kl. 20.30, lesa i Iðnó Monika Fager- holm, Edward Bunker, Slawomir Mrozek, Bragi Ólafsson og Guðrún Eva Mínervudótt- ir. í fyrramálið, kl. 10, verður kynning á Is- lenskum nútímabókmenntum í umsjá Soffiu Auðar Birgisdóttur. Hádegisspjallið verður þar kl. 12; þá ræðir Óttarr Proppé við Edward Bunker. Pallborðsumræður hefiast kl. 15 und- ir yfirskriftinni „Kúlt eða klassík". Þar ræða ungir evrópskir höfundar verk sín undir stjórn Úlfhildar Dagsdóttur, Ingo Schulze, Er- lend Loe og Huldar Breiðfiörð. Annað kvöld er svo síðasta upplestrarkvöldið og þaó verð- ur líka í Norrœna húsinu. Þá lesa Daninn Ib Michael, Bretinn Magnus Mills, Einar Bragi og Þórarinn Eldjárn. Ord i Nord Málþing um bókmenntir og menningu verður halþiö í Kaupmannahöfn og Malmö - við báða brúarsporða Eyrar- sundsbrúarinnar nýju - 28.-30. september, undir fyr- irsögninni Ord i Nord 2000. Þar verður til umræðu hið norræna bræðralag og margs konar brúargerð. Hugmyndir um brýr milli Norðurlandanna eru ekki nýjar af nál- inni og í rás sögunnar hafa löndin tengst saman á ýmsa vegu. En hver man t.d. nú á tímum evrunnar að norska, sænska, danska og íslenska krónan vora tengdar saman í myntbandalagi frá því á 8. áratug 19. aldar fram á þá tuttugustu? Er „nýskandinavismi" bara íhaldssöm nesjamennska eða merki um heilbrigða tor- tryggni andspænis fiöl- miðlasamsteypum og tölvurisum? Þjappar Evr- ópusambandsdraugurinn Norðurlöndunum saman á ný? Rithöfundar, fræði- menn og listamenn frá öll- um Norðurlöndunum munu ræða þessi efni, m.a. íslend- ingarnir Sjón, Þórunn Valdimarsdóttir (á mynd), Halldór Guðmundsson útgáfustjóri og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Málþingið er öllum opið. Nánari uppiýsing- ar er að finna á www.ordinord.dk. Afmæli Verslunin Epal héldur upp á aldarfiórðungsafmæli sitt með tveimur sýningum. 1 nýjum sýningarsal að Hverfisgötu 20 verður í kvöld opnuð sérstæð sýning á hönnun og list. Nokkrir ungir listamenn þjóðarinn- ar, meðal þeirra Húbert Nói (á mynd), Gjörningaklúbburinn, Gabríela Friðriksdóttir (á mynd) og Hallgrímur Helga son, hafa valið hver sinn grip og skapað lista verk í tengslum við hann Þessir munir verða til sýn is til 24.9. og er salurinn op inn kl. 13-18 alla daga. í versluninni Epal sjálfri við Skeifúna 6 er búið að taka gífurlega vel til og koma upp einstæðu yfirliti yfir nýja hönnun á húsbún- aði. Þar em á meðal gripir sem aldrei áður hafa sést slíkir hér á landi. Sú sýning er opin á verslunartíma. Icelandic Art 2000 Ferðamenn til austur- strandar Bandaríkjanna ættu að skrifa hjá sér að 13. október verður opnuð sýn- ing á íslenskri myndlist í Washington: Icelandic Art 2000 - Modem Treasures. Sýningin er samstarfsverk- efni sendiráðs Islands í Bandaríkjunum, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Gallerís Foldar. Hún verður i sýningarsal Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og er haldin í tengslum við hátíðahöld vegna 1000 ára af- mælis landafunda. Listamennimir sem taka þátt í sýningunni em Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson (á mynd), Guðbjörg Lind Jónsdóttir (á mynd), Guðrún Halldórs- dóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Karólína Lámsdótt- ir, Kristín Guðjónsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Har- aldsdóttir, Magnús Þor- grímsson, Pétur Gautur Svavarsson, Soffia Sæmundsdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þorgeröur Sigurðardóttir. Sýn- ingarstjóri er Elínbjört Jónsdóttir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er til húsa í 700 19th Street, N.W. Sýningin stendur til loka nóvembermánaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.