Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 28
JC
AVIS
Frábær kjör
á bílaleigu-
bílum
Sími: 533 1090
Fax: 533 1091
E-mail: avis@avis.is
Dugguvogur10
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Hreindýra-
skrokkar
ófundnir
Enn hafa
flmm hreindýra-
skrokkar, sem
hurfu úr innsigl-
uðum frystigámi
við bæinn
Skjöldólfsstaði
um helgina, ekki
fundist. Lögregl-
an á Egilsstöðum
lagði hald á skrokkana í Jökuldal
síðastliðinn föstudag og kom þeim
fyrir í frystigámnum, með það í
huga að sækja skrokkana eftir helg-
ina. Þegar hún svo kom til að sækja
kjötið á mánudag hafði innsiglið
verið brotið og kjötið horfið.
Heimilisfólk á Skjöldólfsstöðum
■^■gat engu ljósi varpað á hvarf
skrokkanna en einn maður þaðan
hefur gengist við að hafa skotið
hluta dýranna sem í frystigámnum
voru. Skrokkarnir fundust við hús-
leit sem gerð var á bænum í kjölfar
kæru hreindýraráðs sem taldi hugs-
anlegan veiðiþjófnað hafa átt sér
stað úr hreindýrahjörð fyrir austan.
Helgi Jensson sýslufuiltrúi neit-
aði að tjá sig um þetta mál við DV í
morgun. -SMK
Frægð og óeirðir
í Fókus á morgun færð þú að vita
allt um fyrstu skref frægðarinnar hjá
íslendingum, Guðrún Bjamadóttir
skýrir frá reynslu sinni af óeirðum í
Gambíu og Laufey plötusnúður segir
frá því hvemig er að ala upp svart
barn á íslandi. Díana Ómel segir frá
fatahönnun sinni í Asíu og rætt er
við Siggu Láru, nýjan umsjónar-
mann Mótors á SkjáEinum. Nokkrir
íslendingar segja frá haustheitum
sínum og Svavar Sigurðsson segir
frá heilögu stríði sínu við fíkniefnin.
i »i Þá er Lífið eftir vinnu á sínum stað,
nákvæmur leiðarvísir um skemmt-
ana- og menningarlífið.
DV-MYND SKÚLI
Féll við Eyjabakka
Bandaríkjamaöurinn Larry Epping felldi þennan myndarlega hreindýrstarf á melöldu rétt austan viö Eyjabakka á dög-
unum. Larry, sem er á áttræöisaldri og býr í Salem í Oregon, feröast um heiminn meö framhlaöning sinn og veiöir þar
sem því veröur viö komiö. Tarfurinn sem hann felldi viö Eyjabakka vó 102 kíló og Larry ætlar aö stoppa hausinn á
honum upp og setja hann á vegg heima í Salem.
Norðurárdalur:
Jeppi hafnaði úti
í Norðurá
Jeppi rann niður bratta brekku
og hafnaði úti í Norðurár í nótt eft-
ir að ökumaður hans reyndi að af-
stýra árekstri við kindahóp á vegin-
um. Ökumaður jeppans var á norð-
urleið eftir Norðurárdalnum,
skammt frá bænum Sveinatungu,
þegar óhappið varð. Pjárhópur hljóp
upp á veginn og maðurinn sveigði
frá honum til þess að afstýra
árekstri. Við það missti hann stjóm
á jeppanum sem valt niður 50 metra
snarbrattan bakka og út í á. Maður-
inn, sem var spenntur í bílbelti,
komst úr bílnum af sjálfsdáðum og
hringdi í lögreglu.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi óku flutningabílar fram hjá
blautum og köldum manninum þar
sem hann stóð viö veginn. Aðrir
vegfarendur, sem áttu leið hjá,
stoppuðu svo og aðstoðuðu mann-
inn. Hann kenndi eymsla i hálsi og
baki og var fluttur á sjúkrahúsið á
Akranesi til eftirlits. Bíllinn er mik-
ið skemmdur.
Lögreglan í Borgamesi vill biðja
ökumenn um að vara sig á lausa-
göngufé sem hefur verið mikið á
vegum í þeirra umdæmi í sumar.
Nú þegar hausta tekur færir féð sig
niður úr fjöllunum og er þá hætta á
að það liggi við vegi landsins.-SMK
Mistök við flutning Landmælinga íslands upp á Akranes:
Kortasógu íslands
eytt fyrir slysni
- menningarsögulegt slys, segir fyrrum yfirmaöur kortadeildarinanr
„Þetta voru hreinir safngripir,
gömul kort sem í heild sinni mynd-
uðu kortasögu þjóðarinnar. Ef þetta
finnst ekki þá erum við að tala um
menningarsögulegt slys,“ sagöi
Ólafur Valsson, fyrrnm yfimaður
kortadeildar Landmælinga íslands,
um afdrifarík mistök sem urðu við
flutning stofhunarinnar upp á Akra-
nes. Ólafur hafði ásamt Svavari
Bergi Pálssyni, útgáfustjóra stofn-
unarinnar, verið falið aö yfirfara
allt kortasafn Landmælinga íslands
sem var geymt á fjórðu hæð i fyrr-
um höfuðstöðvum stofnunarinnar á
Laugavegi 178. Ólafur og Svavar
unnu verk sitt af skyldurækni og
tóku sýnishom af öllum kortunum
og settu á eitt bretti sem flytja átti
upp á Akranes til varðsveislu. Allt
annað var sent í prentsmiðju til nið-
urskurðar og notað í minnisblokkir
og ljósritunarpappír fyrir stofhun-
ina.
Breyttust í minnisblokkir
„Þegar til átti að taka eftir flutn-
ingana fannst brettið með fráteknu
kortunum ekki og enginn virtist
vita hvað af því hefði orðið,“ sagði
Ólafúr Valsson, sem starfaði hjá
Landmælingum íslands um 30 ára
skeið þar til hann lét af störfum
skömmu eftir flutninginn upp á
Akranes. Eina skýringin sem menn
hafa er sú að flutningsaðili hafi fyr-
ir misgáning og af slysni farið með
öll kortin í niðurskurð hjá prent-
smiðjunni þannig að þau menning-
arverðmæti sem áttu að varðveitast
til handa komandi kynslóðum
breyttust í minnisblokkir fyrir
starfsmenn Landmælinganna á
Akranesi.
Hér var um að ræða öll kort út-
gefinn af Landmælingum íslands
frá árinu 1956, auk fjölda danskra
herforingjaráðskorta frá fyrri hluta
20. aldar, svo og bandarísk herkort
frá því um 1950. Einnig glötuðust
þarna gömul Reykjavíkurkort, jarð-
fræðikort og margvísleg segulkort.
Þaö var Þorvaldur Bragason, for-
stöðumaður markaðs- og upplýs-
ingasviðs Landmælinga íslands,
sem fól þeim Ólafi og Svavari að yf-
irfara kortin og flokka en hann er
nú staddur erlendis á vegum stofn-
unarinnar. Það sama á við um for-
stjóra stofnunarinnar, Magnús Guð-
mundsson.
Bannaö að tala
„Ég má ekki svara þessu. Vissu-
lega vann ég verkið ásamt Ólafi
Valssyni en það er vinnuregla
héma hjá okkur að yfirmenn svara
fyrir svona lagaö,“ sagði Svavar
Berg Pálsson í gær.
- Hefur brettið með þeim menn-
ingarverðmætum sem í kortunum
fólust þá komið í leitimar?
„Þú mátt ekki spyrja mig um
þetta. Ég má ekki tjá mig,“ sagði
Svavar Berg.
Flutningur Landmælinga Islands
frá Reykjavík til Akraness virðist
því hafa haft ýmsar afleiöingar. DV
greindi frá því á laugardaginn að
kostnaðaraukning og tekjuhrun af
kortasölu hefði fylgt í kjölfar flutn-
inganna.
Sú frétt var studd tölum en vakti
mikla reiði Gísla Gíslasonar, bæjar-
stjóra á Akranesi. Hann notaði Rás
2 Ríkisútvarpsins til þess, rakalaust
en með upphrópunum, aö ata blaðið
auri. -EIR
Fjárveitingar búnar og fíkniefnalögregla lömuð:
Fagurgali kostar peninga
- segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík er
lömuð þar sem ekki fæst fjárveiting
til að halda úti yfirvinnu. Lögreglu-
menn vinna því aðeins frá 9 til 5. Þijú
stórmál eru i gangi þar sem sjö manns
sitja i gæsluvarðhaldi. Deildin er und-
irmönnuð. Þeir fikniefnalögreglu-
menn sem DV ræddi við voru sam-
mála um að dópsalar lékju lausum
hala utan dagvinnutíma þar sem eng-
in frumrannsókn ætti sér staö.
„Þetta er gamla sagan. Stjómar-
flokkarnir héldu því mjög á lofti í
kosningarbaráttunni að taka
ætti á eiturlyfjavandanum en
þegar i ljós kemur að fagur-
galinn kostar peninga falla
loforðin," segir Bryndís
Hlöðversdóttir, alþingismað-
ur Samfylkingar. Bryndís
kom af fjöllum þegar DV
kynnti henni málið í morgun
og sagðist aðeins hafa heyrt
af hinum mikla árangri sem fikni-
efnalögreglan hefði náð það sem af er
árinu.
„Það er auðvelt að gefa kosn-
ingaloforð en fólk verður jafn-
framt að sýna ábyrgð og fylgja
þeim málum eftir á fjárlögum.
Það verður að auka fjárveiting-
ar til þessa málaflokks,“ segir
Brjmdís. Dómsmálaráðuneytið
fer með yfirumsjón löggæslu.
Leitað var eftir viðbrögðum
Sólveigar Pétursdóttur dóms-
málaráðherra vegna málsins en hún
gaf ekki færi á viðtali í morgun. Nán-
ar á bls. 2. -rt
Bryndís
Hlööversdóttir.
Tilboósveró kr. 4.444
brother p-touch 1250
Lftil en STORmerkileg merkivél
5 leturstæröir
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
SYLVANIA