Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 8
Guðrún Bjarnadóttir er ungur íslendingur sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Fyrir nokkrum árum var hún sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn í Gambíu og hefur alla tíð síðan haldið tryggð við Afríku. Hennar ferðasögur eru engar venjuleg- ar ferðasögur af grísaveislum og hall- ærisjeppasafaríi, þvert á móti. Guðrún komst í hann krapp- an í Gambíu á þessu ári og sagði blaða- manni frá þeirri reynslu sinni einn morguninn í vikunni sem leið, eftir að hafa sent út morg- unsjónvarp Stöðvar 2. Þar vinnur Guðrún þegar hún er ekki á faraldsfæti. Guðrún hefur bæðl verið skrifta á Fréttastofu Sjónvarps og Stöðvar 2 og er nú annar tveggja pródúsenta að morgunsjónvarpi Stöðvar 2. Á sumrin hefur hún ver- ið landvörður í Mývatnssveit. Svo skýst hún til Afríku endrum og eins. „Fyrir 7 árum, þá 24 ára, fór ég til Gambíu i V-Afríku og var þar i hálft ár fyrir ungliðahreyfingu Rauða krossins. Gambía er lítið land inni í miðju Senegal. Þama unnum við að dæmigerðum Rauða kross-störfum, fjáröflun, gerð brunna o.s.frv. Þetta hafa margir íslendingar gert en við vorum alltaf tvö úti í einu, krakkar á aldr- inum 20 til 25 ára.“ Stuttermabolir í sárin í Gambíu er töluð enska, auk þess sem Guðrún lœröi hrafl í máli inn- fæddra, mandingu. „Ég var orðin slarkfær í samtöl- um við leigubílstjóra," segir Guð- rún. Aö hennar sögn stendur Gambía nokkuö vel miöaö viö önnur Afríku- lönd. Þar er vaxandi feröaþjónusta og uppbygging. Guörún lenti í ýmsu í störfum sínum á þessu hálfa ári... „Við á Rauða kross-stöðinni fengum rútuslys til okkar. Það var komið með 16 manns til okkar á heilsugæslustöðina sem var við hliöina á okkur. Þar var bara lækn- ir vikulega og svo kannski svert- ingjar í hvítum sloppum. Þrír dóu og við gátum ekkert gert. Þarna voru engin tæki og engar umbúðir, fólkinu var bara að blæða út og við höfðum ekkert til að hjálpa því.“ The available Bambi Guörún lenti í því aö þurfa aö leita sér „lœknis" úti í Gambíu sem er kannski ekki í frásögur fœr- andi... „Ég fékk ígerð í höndina og var með eins og fótbolta í handleggn- um, þetta var orðið svo stórt. Ég reyndi að hrista þetta af mér en svo kom að því að þetta var svo sárt að ég var tilbúin að láta saga af mér handlegginn. Ég fór með vinkonu minni á sjúkrahús og þar er mér sagt að þurfi að skera I Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, og Jerry Sprin- ger sjónvarpssálfræðingur eru eins. Jerry stjómar einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna þar sem spjall viðmælenda virðist yfirleitt falla í skuggann af fyrir fram æfðum limlestingum. Hann hefur lika skipt sér nokkuð af stjómmálum og var til að mynda borgarstjóri Cincinnati á áttunda áratugnum. Ólaf Ragnar þarf varla að kynna. Hvort sem hann sprangar um heiminn, settlegur og fínn, með heitkonu sína í eftirdragi, eða „chillar" yfir spólu og Weetabix á Bessastöðum, með Tinnu og Döllu, vinnur hann þjóðinni ávallt gagn. Jerry og Ólafur era báðir menntaðir stjómmálafræðingar og eiga það sameiginlegt að hafa helgað sig því að beina hvítu hjólhýsahyski á réttar brautir. Ragnar Grímsson, forseti. Jerry Springer, sjónvarpsmaður. þetta. Eg kem þama inn og leggst á bekk; það vom blóðslettur á veggj- unum og hundar hlaupandi um á gólfunum, tvær konur að fæða í herberginu við hliðina með tilheyr- andi hávaða og beint á móti mér var maður sem var búinn að skera sundur á sér lærin og með spýtu í munninum. Það var verið að sauma hann en hann fékk ekki deyfingu því hún var of dýr. Ég var svæfð og skorið í handlegginn en þetta var talsvert alvarlegt. Ég kom svo aftur daginn eftir til að láta hreinsa þetta. Þá tek- ur á móti mér „lækn- irinn“ í sínum hvita slopp en hann hafði troðið grisju ofan í sárið. Hann togar og togar og þetta eru bara eins og töfra- brögð, út koma 10 metrar af grisju úr handleggnum á mér, grænir og rauðir renningar, og það er alveg að líða yflr mig. Þá segir kallinn mér til hughreysting ar: „If you vinir mínir sem em fuglaskoðar- ar og dóttir annars þeirra. Ég var búin að vera úti í viku og var búin að mæla mér mót við yfirmann Rauða krossins, átti að hitta hann kl. 10 um morgun. Ég tók leigubíl með Svia sem er þjálfari gambíska landsliðsins í fótbolta. Um leið og við komum inn í hverfið sem við ætluðum í þá vom óeirðir í gangi og lögga og her á staðnum. Við keyrðum fram hjá brennandi leigu- bílum og það var reynt að brjóta rúðumar í bílnum. want uuörtn og ferdaféíaear h * Vv t° try a black Það ef einmltt í Gambíu sernm;Íheim"Í bí'stJ'ófans þeirra Gamh- man, my name is og þá Wnstri tll að skóinl -ÖUrnotar hæSri höndina tn Bambi. I am hvern f |angferð ** SkÓ,Pa á sér ó*öri nnri^Z „ . na tH aö b°röa available and have a lot of condoms." Svo leið ég út af. Ég komst seinna að því að þessi Bambi var enginn læknir og enginn hjúkrunarfræð- ingur, hann var bara starfsmaður heilsugæslustöðvarinnar. Hann verkaði á mér höndina og bauðst svo til að sofa hjá mér á eftir. Allir læknar segja þetta hins vegar mjög vel gert hjá honum og hárrétt." Lífshætta í Gambíu Um seinustu páska fór Guörún aftur til Gambíu í tveggja vikna heimsókn til vina og kunningja í höfuðstöövum Rauöa krossins. Hún var meö myndatökuvél frá Stöð 2 og vann tvö innskot fyrir ísland í dag sem búiö er aö sýna. En margt fór ööruvísi íferöinni en hún haföi œtlaö. „Við fórum fjögur saman, tveir Við vissum ekkert af óeirðunum fyrr en við vorum stödd í þeim miðjum. Þama keyrðum við um í eina og hálfa klst. Loks komumst við inn í hliðarhverfi út af aðalgötunni og dóluðum þar til að reyna að komast út. Fólk stillti sér upp á hverju götuhorni til að hjálpa okkur, benti okkur á að snúa við eða halda áfram og lóðsaði okkur þannig út úr hverfinu. í hvert skipti sem við keyrðum fyrir hom vissum við ekki nema þaö kæmi hópur á móti okkur. Eftir tvo tíma komumst við loks upp á hótel, alveg skíthrædd. Ég hafði engar myndir tekið, þorði ekki að taka upp vélina. Rétt eftir að við vor- um komin út úr hverfmu komu þarna öryggissveitir sem era sam- bland af hemum og löggunni. Þær skutu á mannfjöldann og tólf dóu.“ Mestu óeirðirnar voru samt við miðstöð Rauöa krossins og þaö var eins gott aö Guörún komst aldrei þangað því þar var sjálfboóaliði Rauöa krossins myrtur. Nokkrum dögum seinna fór hún á staöinn og sá þá öll ummerki. Upphafiö aö óeiröun- um má rekja til þess, aó sögn Guörún- ar, að löggan í Brikama nauögaöi 13 ára stelpu og var ekki látin svara fyr- ir þaö, auk þess sem hún haföi pyntaö unglingsstrák til dauöa. „Eftir óeirðimar vorum við á hót- elinu í tvo daga því okkur var ráð- lagt að halda okkur innan hótelsvæð- isins. Það var svolítið sjúkt að keyra tvo kíló- metra úr óeirðunum á hótelið, setjast þar inn á bar og fá sér ban- anasplitt. Túristarnar þar vissu ekki neitt hvað var að gerast utan hótel- veggjanna og stóð ná- kvæmlega á sama. „Djöf- ullinn, við komumst ekki í skoðunarferðina okkar,“ var viðkvæðið. Þama vora bara ofvemdaðir túristar með sundlaug og bar. Reyndar er Gambía orðin hálfgerð kynlífsnýlenda. Eldri breskar kerlingar fara þama reglulega og ná sér í svarta unglingspilta. Eyðni er að sjálfsögðu mjög út- breidd og smokkapakki kost- ar jafnmikið og mánaðarlaun verkamanns." Hvað næst? Spurö út í þenrtan mikla Afríku- áhuga segir Guörún að sér finnist Afríka spennandi land. Hún hefur þegar komiö til Senegals, Marokkós og Keníu, auk Gambíu. Varöandi nœsta feröalag segir hún ekkert ákveöiö. „Ég fer frekar stærri ferð- ir en smærri þannig að lengra líð- ur á milli.“ - Kannski Noröurlönd, kannski Bandaríkin... Það er ómögulegt aö segja hvert Guðrún fer nœst. Fram undan hjá henni er spennandi vet- ur. Hún œtlar aö dytta aö nýja hús- inu sínu og svo er hún útsendingar- stjóri á Stöð 2 og sér m.a. um morg- unsjónvarpiö. f ÓkUS 15. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.