Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 9
í einangruninni á Grenivík dundaði hin unga Díana sér við að eignast asíska pennavini og lesa kynstrin öll af bókum. Afleiðingar þess eru mikil og sterk áhrif á líf hennar. í raun er Díana Ómel ekki skírnarnafn hennar heldur nafn sem hún tók sér í stað tveggja langra víkinga- nafna. Díana fæddist nefnilega sem drengur og er í dag það sem einu sinni var kallað stelpustrákur. Margrét Hugrún ræddi við Díönu um fatahönnun í Asíu og lífið almennt. „Ég kalla mig Ómel eftir taí- lenskri vinkonu minni sem lést úr alnæmi þegar hún var 18 ára. Hún var pennavinur minn frá því við vorum 10 ára og hafði unnið fyrir sér sem gleðikona frá 14 ára aldri en hætti svo þegar hún vissi að hún var veik. Þessi stelpa hét Ómel að millinafhi. Við hittumst aðeins í Taílandi rétt áður en hún lést, eftir að hafa skrifast á í mörg ár. Nafn- ið kemur líka fyrir í bók sem ég las einu sinni, Seiður sléttunnar, eftir Jean M. Auel, og er hún fjórða bók- in í sex bóka röð sem kallast Böm jarðar. Ómel er manneskja sem kemur þar fyrir og enginn vissi hvors kyns hún var.“ Kærastinn skar af sér puttana Síðastliðinn vetur var Díana í sambúð með manni frá Grænhöfða- eyjum. Hann kom hingað 1996 til að fara á sjó með bróður sínum sem hefur búið hér í 16 ár. „Síðan hann kom hingað er hann búinn að gera ýmislegt: vinna í niðursuðu- verksmiðju, skera framan af fingr- unum í fiskvinnu, vinna í Kassa- gerðinni, strippa á Þórskaffi og kvennakvöldum hingað og þangað um bæinn. Já, alls konar skít. Vinnur núna á kjúklingabúi á Hellu,“ segir hún og skellir upp úr. Dlana er spurð hvort hún hafi ekk- ert farið að hugsa um bameignir, ættleiðingar og eitthvað í þeim dúr: „Þegar ég er að leika mér við böm og eitthvað að stússast í kringum þau er ekki laust við að það komi klakhljóð í mann en eftir fjóra tíma eru eggin orðin harðsoð- in. Sambandið kenndi mér að karl- menn era aumingjar.“ Hún segist þó ekki ætla að gerast lesbía. „Nú ætla ég bara að vera ein, nota þá ef ég get það, annars sleppa þeim. Karlmenn era ekki allt, ég komst að því, þeir halda það marg- ir en það er ekki þannig. Ég gæti heldur ekki hugsað mér að ganga í hjónaband nema ef ég græddi eitt- hvað á þvl. Allt i lagi kannski að hafa einhvern lifsförunaut sem maður gæti spjallað við og kannski stundað einhver kynmök með, fara í gegniun einhveija „cut clean“- hjónavígslu og líta á hana sem stofnun, en ég trúi ekki á riddar- ann á hvíta hestinum og hef aldrei gert.“ . Stelpustrákur í Taílandi Eftir að slitnaði upp úr þessari stormasömu sambúð við eyja- skeggjann fór Díana í andlega lægð sem hafði þó ekki aðeins að gera með sambúðina heldur einnig ýmis mál í vinahópnum o.f.l. Nú er hún komin upp úr lægðinni og horfir björtum augum til framtið- arinnar. Stefnan er tekin á Taíland eftir örfáa mánuði þar sem Díana er að fara að setja á markað fata- línu eftir sig sem hún kallar Omel Design. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún fer þangað. Fyrir nokkrum árum kynntist hún tai- lenskri stelpu í Amsterdam og í gegnum kynni sín af henni fór hún í fyrsta sinn til Taílands. Hún kynntist landinu frá sjónarhóli innfæddra og fyrir stelpustrákinn var það algjör draumm- að koma í land sem þetta „Mér leið alveg óstjómlega vel, alveg frábærlega. Það er allt svo rólegt þama, ekkert stress og ég held að það sé varla til betra fólk í heiminum. Gagnvart hommum, lesbíum og fólki eins og mér þá er það alveg rosalega for- dómalaust. Asíubúar yfirhöfuð eru alveg ferlega afslappaðir gagnvart öllu því sem Vesturlandabúum finnst afbrigðilegt." Kona á framabraut Díana hefur hannað og teiknað föt frá því hún man eftir sér, hvort sem þau voru á hana sjálfa eða vini og kunningja. „Ég hef haft þar er- indi sem erflði." Tískubransinn í Taílandi tók henni opnum örmum. „Ég er komin í sambönd við mjög góða fjársterka aðila þama úti og ég er búin að vera að teikna mikið. Sendi út tvær möppur í fyrra og tvær í ár og það er allt komið á fullt. Það er verið að framleiða lín- ima núna og stefnt á að koma henni á markað í vetur. Ég hugsa samt að fötin komi ekki í búðir hér fyrr en í fyrsta lagi 2002. Þetta eru eingöngu kvenmannsföt og hér er enginn minimalismi. Fötin eru öll alveg rosalega litrík og glamourus. Klassísk en líka rokkuð. Þau verða seld þessum fínni verslunum í Bangkok," segir hún og brosir lúm- sku brosi. Er ekkert stefnt á aö sýna hérna heima? „Ég er búin að vera aðeins að pæla i því. Kannski set ég upp sýn- ingu ef línan sem verið er að gera núna héma heima verður tilbúin áður en ég fer út.“ Markmið Díönu eru ekki í neinni móðu. Hún er með sjálfa sig og framtíðina á hreinu. „Ég stefni á að koma mér upp veldi, setja markið hátt. Það eina sem ég á eftir er að ljúka andlega hlutanum, binda endahnútinn á lægðina, og klára þann likamlega og þá verð ég það sem ég er í raun og vera - ung kona á framabraut." fókusvefurinn IÞeir sem fara inn á Fókusvefinn í og næstu daga eiga kost á að taka þátt í skemmtilegum leik í tilefni frums ýningar Dancer in Dark. iskar í verðlaun Bjork í tilefni af frumsýningu stór- myndarinnar Dancer in the Dark um næstu helgi verður nóg um að vera í Fókus. í Lífinu eftir vinnu er að finna miða á myndina í kvöld og í dag hefst skemmtilegur leikur á Fókusvefnum á Vísi.is þar sem fólki gefst kostur á að vinna geisla- diska úr kvikmyndinni. Það er hún Björk okkar Guð- mundsdóttir sem leikur aðalhlut- verkið í myndinni eins og alkunna er en hún semur einnig tónlistina fyrir myndina. Geisladiskurinn ber heitið Selma’s Songs, eftir persónu hennar í myndinni, og hefur dúett hennar með Thom Yorke úr Radiohead þegar komist í spilun á útvarpsstöðvunum. Leikurinn fer þannig fram að fólk fer inn á Vísi.is og þaðan inn á Fókusvefínn. Þar er hnappur fyr- ir leikinn sem heitir Gettu enn betrn- og þar kemst fólk í spurn- ingamar sem era, eins og venju- lega, níðþungar. Þeir sem svara flestum spurningum á sem skemmstum tíma eiga von á verð- launum. Leikurinn fer í gang eftir hádegi í dag. Gangi ykkur vel. 15. september 2000 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.