Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Qupperneq 5
ifókus
Vikan 15. september til 21. september
1 1 f- 1 6 e f t LR
V I N N U
H
f kvöld verður frumsýndur í
Reykjavík og á Akureyri framtíðar-
teiknitryllirinn Titan AE. Myndin er sýnd
bæði með enskri og íslenskri talsetn-
ingu og því er hægt að sjá hinn frækna
Cale bjarga heiminum frá ragnarök-
um, bæði á ástkæra ylhýra og á engil-
saxnesku tungunni sem er að
tröllríða öllu á þessum síðustu og
verstu tímum,
Hilmir Snær er Cale og Þórunn Lár-
usdóttir Akima.
Teiknifígúr
an Cale
bjargar
heiminum
Teiknimyndin Titan AE
verður frumsýnd í kvöld í
Regnboganum, Sambíóunum,
Álfabakka, og Borgarbíói á
Akureyri. Tvær útgáfur eru á
myndinni, ein með íslensku
tali og svo upprunalegu útgáf-
una með ensku tali. Báðar út-
gáfurnar verða sýndar í
Reykjavík en aðeins sú ís-
lenska á Akureyri.
Leyndarmál Titans
Titan er mynd í anda Star
Wars og gerist eftir eyðingu
jarðar árið 3028. Eins
og í sígildum ævintýr
um og töfraformúlum
er baráttan milli
góðs og ills. Aðal-
söguhetjan Cale
verður, ásamt vini
sínum og snoppu-
fríðri vinkonu
eins og gefur að
skilja, að bjarga
heiminum og
berjast gegn hin-
um hræðilegu
Drej geimverum.
Kapphlaupið
stendur um móður-
skipið Titan sem
geymir leyndarmálið
sem bjargar heiminum
úr klóm hinna illræmdu
Dreja. Cale er þarna eina von
mannkyns og kapphlaupið tek-
ur á sig ýmsar myndir. DNA-
samsetningin í Cale spilar víst
stóra rullu en í geimskipinu
Titan eru einmitt geymd erfða-
mengi manna. Athyglisvert
nokk. AE í heiti myndarinnar
stendur fyrir After Earth.
Hilmir Cale og Þórunn
Barrymore
Hilmir Snær Guðnason er
hinn íslenski Cale og sá enski
er Matt Damon. Hin hugrakka
og fagra Akima er Þórunn
Lárusdóttir annars vegar og
Drew Barrymore hins vegar.
Vinurinn er svo hinn sjóaði og
ráðagóði Korso og það eru
Pálmi Gestsson og Bill
Pullman sem ljá honum raddir
sínar. Þess má geta að hingað
til lands kom sérlegur fulltrúi
20th Century Fox til að hafa
yfirumsjón með íslensku tal-
setningunni í Stúdíó Sýrlandi.
Hann hefur unnið að talsetn-
ingum á ýmsum stórmyndum
fyrir Fox þannig að islenska
talsetningin með úrvalsleikur-
um ætti ekki að vera neitt slor.
Með önnur hlutverk fara Laddi,
Hjálmar Hjálmarsson, Theódór
Júliusson, Egill Ólafsson, Karl
Ágúst Úlfsson, Magnús
Ólafsson, Valdimar
Örn Flygering, Stef-
án Karl Stefáns-
son, Ólafur Darri
Ólafsson o.fl.
Myndin er
sérlega vel
teiknuð og
voru myndir
frá Hubbel
s t j ö r n u -
sjónaukanum
innblástur
fyrir teiknar-
ana. í mynd-
inni, sem lengi
hefur verið beðið
eftir, má sjá ein-
stakar tölvubrellur
og nýja tölvugrafík.
Gamlar Dis-
neykempur
Handritshöfundur er Joss
Whedon sem skrifaði m.a. Toy
Story og Alien Resurrection.
Leikstjórar erlendu útgáfunnar
eru Don Bluth og Gary Goldm-
an sem gerðu m.a. Svana-
prinsessuna og Anastasíu. Báð-
ir eru fyrrum starfmenn Disn-
ey-fyrirtækisins og hafa gert
fjöldann allan af teiknimynd-
um. Um leikstjórn íslensku tal-
setningarinnar sá Þórhallur
Sigurðsson. Þó hér sé ekki
venjuleg Disneymynd á ferð-
inni heldur öllu meiri hasar og
hugmyndafiug verður enginn
svikinn af Titan AE.
FYRSTAVETRARSENDINGIN
KÁPURJAKKARBUXURPEYSURBOLIRFYLGIHLUTIR
TOPSHOP I TOPMAN
Lækjargata 2 / Sími: 561 -6500