Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Síða 7
fókus Vikan 15. september til 21. seotember lifið ■F-£—T...T,.f?V mT...M..M„„ b í ó Bíóborgin íslenskl draumurinn Nýjasta íslenska mynd-1 in á þessu góða kvik- myndaári. Sýnd kl.: 6, 8, 10 Hlgh Rdelity John Cusack er hættur aö hanga meó Corey Haim og er farinn að vingast við alvöru leik- ara. Sýnd kl.: 5.50, 8, 10.10 American Psycho ★★★ Sýnd kl.: 6, 10.20 Keeping the Faith ★★★ Myndin er oft þrælfyndin og gleymir aldrei grinhlutverkinu.- PJ-Sýnd kl.: 8 Bíóhöl1in Perfect Storm ★★★ „Myndin er raunveru- leg og áhrifamikil." -GG- Hlgh Fidelity Sjá Bíóborg Sýnd kl.: 3.50, 6, 8, 10.10 íslenski draumurinn Sjá Bíóborg.Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Titan A.E. Rúmlega 1000 árum frá þess- um degi verður mannkyniö á vergangi um sólkerfið og þarf að berjast fyrir tilvist sinni. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Perfect Storm Sýnd kl.: 8, 10.20 Háskólabió Battlefield Earth John Travolta getur enn- þá tekið sporið, en hér berst hann um yfir- ráð jarðarinna. Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Pitch Black Geimtryllir af bestu sort. Geimskip meö morðingja innanborðs nauö- lendir á ókunnugri plánetu. Sýnd kl.: 5.50, 8 Under Suspicion Morgan Freeman og Gene Hackman leiða saman hesta sína. Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.30 Where the Heart Is Sýnd kl.: 8 101 Reykjavík ★★★ 101 Reykjavík liggur mikið á hjarta en gleymir aldrei því hlutverki aö skemmta áhorfendum. -BÆN Sýnd kl.: 10 The Flintstones Endurgerð númer tvö af teiknimyndunum vinsælu. Sýnd kl.: 6 Maybe Baby ★★ ekkert sem minnir okkur á að um breska gamanmynd sé að ræða. - HK- Sýnd kl.: 8 Mission: Impossible 2 ★★ Sýnd kl.: 10.30 Englar alheimsins ★★★ Sýnd kl.: 8 Kringlubíó Road Trip Þessi ferðalög geta verið rosaleg, og þetta er engin undantekning. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 High Fidellty Sjá Bíóborg, Sýnd kl.: 8, 10.10 íslenski draumurinn Sýnd kl.: 6, 8, 10 Pokémon Sjá Bíóhöll, Sýnd kl.: 4 Tumi tígur Sýnd kl.: 4 Laugarásbíó Road Trlp Þessi ferðalög geta verið rosa- leg, og þetta er engin undantekning. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Me, myself & Irene ★★ í raun er einungis einn mjög góður brandari í myndinni. Nóg er þó af ágætum hugmyndum en þær smella einhverja hluta vegna ekki. Galdurinn vant- ar.-BÆN Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.20 Shanghai Noon ★★★★ Þegar best lætur er Shanghai Noon vel heppnaöur farsi. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Tumi tígur Sýnd kl.: 4 Regnboginn Titan A.E. Sjá Bíóhöll Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Big Momma¥s House ★ Sjá Bíóhöll The Patriot Mel Gibson er mættur drullug- ur upp fyrir haus að berjast viö Breta um Bandaríkin. Sögufölsun eins og hún gerist best. Sýnd kl.: 10 Stjörnubíó Battlefield Earth John Travolta getur ennþá tekið sporið, en hér berst hann um yfirráð jarðarinna. Sýnd kl.: 8, 10.20 Boys and Girls Hvað vilja strákar og hvað þurfa stelpur? Sýnd kl.: 6, 8, 10 Music of the Heart Sannsöguleg og hug- Ijúf mynd um baráttu einstæörar konu, sem fæstum þykir vænt um og enn færri vilja sofa hjá. Sýnd kl.: 5.50 Coyote Ugly ★★ „Það er eitt sem hægt er að ganga að sem vísu í þeim kvikmyndum sem Jerry Bruckheimer framleiðir - það er ekki snefill af frumleika í þeim. Handritið er ein klisja frá upphafi til enda.“-HK- Sýnd kl.: 6, 8,10 Big Momma's House ★ Sagan er ekki merkileg og skiptir litlu máli allt miðbik mynd- arinnar. Er Martin Lawrence jafngóður gamanleikari og Eddie Murphy? Svarið hlýtur að vera neitandi.-HK Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Pokémon Það þarf , varla að kynna Poké- mon-teiknimyndina fyrir krökkunum. Þau sjá um kynninguna sjálf. Sýnd kl.: 4 Tumi tígur Sýnd kl.: 4 Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 X-Men Fókus býður lesendum á forsýningu dans- og söngvamyndar Lars von Trier Dancer in the Dark, í kvöld. Björk okkar Guð mundsdóttir fer með aðalhlutverkið og semur tónlistina við sjónleikinn. Björk Myndin hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, bæði sem besta mynd og fyrir besta aðalhlultverk í meistara- flokki kvenna. Björk okkar stend- ur því eftir með pálmann í hönd- unum en fregnir herma að henni hafi nú ekki þótt verðlaunin meiri virði en svo að nú sé hennar einka Gullpálmi kominn upp í hillu til vinar hennar. Nú þegar sjá spakir menn úr kvikmyndageiranum til- efni til að spá fyrir um tilneöiing- ar myndarinnar til óskarsverð- launa, i mars á næsta ári. All out of luck Selma (Björk) reynir að koma undir sig fótunum í dreifbýli Bandaríkjanna, árið 1964. Hún er innflytjandi frá Tékkóslóvakíu og er hugfangin af því sem ber fyrir augu. Gallinn er nú samt augun í henni, því sökum alvarlegs augn- sjúkdóms er hún í þann mund að missa sjónina. Selma vinnur baki brotnu i koltvísýrðri verksmiðju til að sjá sér og syni sínum, Gene, farborða. Gene á sömu sjóndöpru örlög í vændum ef móðir hans nær ekki að safna fyrir læknisað- gerð honum til bjargar. Þrátt fyrir að rogast um með allar byrðar heimsins á herðum sér finnur Selma huggun í leyndarmáli sínu. Hún dýrkar söngleiki og þegar svartnætti þunglyndis er yfirvof- andi, og „prósakk“ óþekkt, þá er bara eitt að gera; að ímynda sér. Skamma stund getvu* hún upplifað hamingjuna sem lífið getur ekki fært henni, í heimi tónlistar og glaums söngleikja. 100 sjónarhorn Lars von Trier, hinn danski dogmajöfur, leikstýrir myndinni af alkunnri list. Hann hefur áður gert gæðaræmumar Brimbrot og Fávitana, og einnig Lansann eitt og tvö, delluþættina eilifu, sem Markús öm virðist ekki þreytast á. Frihendistökur á stafrænar vél- ar setja mark von Triers á mynd- ina en einnig var ákveðið að nota 100 myndavélar við einstaka tökur svo að hægt yrði að velja úr sem flestum sjónarhomum. Tónlistin i myndinni er öll framsamin af Björk og þykir gefa henni frumleg- an og frískan blæ. Samstarf þeirra Bjarkar og von Triers var brösótt og þrátt fyrir ást- arjátningar hans í hennar garð var ákveðið að klippa öll atriði með Björk úr heimildarmynd- inni um gerð Dancer in the Dark. Þetta var gert sökum samstarfsörðug- leika og meintra príma- donnustæla Bjarkar. Engu að síður þykir hún skila sínu hlutverki svo vel að einn gagnrýnandi vestanhafs komst svo að orði: „Björk leikur ekki Selmu, Björk er Selma.“ Myndin hefur fengið góða dóma á heildina litið en áhorfendur virðast skipt- ast í tvær fylkingar, eins og hefur verið viðloðandi von Trier. Annaðhvort er maður yfir sig hrifinn eða aðeins minna hrifinn. En það má vera alveg ljóst að þetta er prýðileg viðbót í kvikmyndabrans- ann á timum Bucken- heimers. vs. Selma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.