Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 5
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 31 Keppnin í strandblaki kvenna hefur vakið nokkra athygli í Sydney og þá kannski ekki síst sterka kynsins. Hér gefur einn keppand- inn félaga sínum fyrirmæli um leikkerfi í skjóii afturendans Rúmenskir lyftingamenn riöu ekki feitum hesti frá leikunum í Sydney. Hér sjást tveir þeirra er reknir voru heim vegna iyfjaáts fyrir leikana og eru þeir ekki borubrattir, enda þjóö sinni og íþrótt til skammar. Áhorfendur í Sydney hafa skemmt sér vel og mikil stemning hefur veriö hjá þeim. Þessir ungu áhorfendur skemmtu sér hiö besta og studdu Breta í keppni eins og andlitin bera meö sér. DV, Sydney: Þaö er Ijóst að árangur áströlsku sundmannanna hefur ýtt við miðasölu á sundið þrátt fyrir að það hafi nú þegar verið vel sótt. Það er nú æ erfiðara fyrir fólk að fá miða og þeim fjölgar dag frá degi sem reyna að ná sér í miða fyrir utan sundhöllina. Margir þeirra eru þó svartamarkaðsbraskarar sem hyggjast reyna aö græða á miðaleysinu. Utn 10 þúsund fréttamönnum hefur verið komið fyrir í svokölluðu blaða- mannaþorpi eða Media Village, eins og það er kallað í Ástralíu. Þetta þykir nú ekki merkileg gisting og samanstendur aí hundruðum smákofa sem innihalda allt að sex herbergjum hver. Hér á árum áður var þetta geðsjúkrahús en var lagt af árið 1996 og hefur staðið autt siðan. Svæðið gengur daglega undir nafninu Death center hjá innfæddum, eða mið- bær dauðans, því við hliðina á þessu ágæta þorpi er risavaxinn kirkjugarður. Meira af blaóamannaþorpinu því einhver vandræði hafa verið fyrir blaða- menn að fá rafmagnsofna inn á herbergi sín en æði kalt getur verið að næturlagi, þrátt fyrir mikinn hita á daginn. Þá eru þessi hús algerlega óeinangruð. Um helg- ina kom þó gámur af rafmagnsofnum, sem hlýja eiga blaðamönnum að nætur- lagi. 33 ára Ástrali var í gær handtekinn og kærður fyrir að stela og ljósrita að- gönguskírteinum þekktra ástralskra íþróttamanna. Maðurinn stal uppruna- legu útgáfunni, ljósritaði hana og skildi ljósritið eftir hjá iþróttamönnunum. Þetta uppgötvaðist þegar íþróttamennir framvísuðu fölsuðum skilríkjum en sjálf- ur hélt þjófurinn eftir upprunalega ein- takinu, líklega sem minjagrip, að því er talið er. Rúmenska lyftingaliöið var á dögun- um dæmt úr keppni eftir að tveir rúm- enskir lyftingamenn féllu á lyfjaprófí fyrir keppnina. Alþjóða lyftingasam- bandið hefur nú ákveðið eftir að rúm- enska sambandið greiddi 90 þúsund ástr- alska dollara í sekt að leyfa þeim sem ekki féllu á lyfjaprófinu að taka þátt 1 leikunum. Alls hafa sex keppendur fallið á lyfjaprófi en allir fyrir leikana. Enginn hefur verið tekinn fyrir ólöglega lyfja- notkun á leikunum sjálfum. Samgöngumál eru ávallt ofarlega á baugi á Ólympíuleikunum enda talið að um ein milljón manna sæki Sydney heim á meðan á leikunum stendur og er það brýnt að samgöngumálin séu í lagi. Það er þó óhætt að segja að þessi mál reyni verulega á þolrifln í mönnum og þarf fólk oft á tíðum að bíða í 1-2 klukku- stundir til að komast ferða sinna. -PS Góöur liðsandi einkenndi kínverska karialiðiö sem í gær tryggöi sér gullverölaun í liðakeppni karla í fimleikum í Sydney. Kínverjar, sem eru núverandi heimsmeistarar, hafa aldrei áöur staöið á efsta þrepi verölaunpallsins á Ólympíuleikum þrátt fyrir aö hafa lengi verið í allra fremstu röö. Símamynd Reuters unnu liðakeppni karla í fimleikum í fyrsta skipti í Sydney Fjörutíu ára bið Kínverja eftir gullverðlaunum í liða- keppni karla í fimleikum lauk er þeir tryggðu sér gullverð- launin með öruggum hætti. Allt frá byrjun höfðu Kín- verjar nokkra yfirburði og ekki fór á milli mála að þeir höíðu á að skipa langbesta lið- inu í keppninni. „Það var hreint ótrúlegt að okkur skyldi loksins takast að innbyrða gullverðlaunin eftir 40 ára bið. Þrátt fyrir að við höfum oftast verið í allra fremstu röð hefur okkur ekki tekist að vinna gullið fyrr en nú. Þetta er draumur sem loksins rættist og við erum í sjöunda himni yflr þessum árangri," sagði Huang Yubin, þjálfari Kínverjanna, eftir keppnina. Þrátt fyrir að Kinverjar séu núverandi heimsmeistarar í liðakeppni karla kom sigur þeirra nokkuð á óvart og kannski enn meira að lið Úkraínu skyldi hafna í öðru sæti. Liði Rússlands, sem hafði Ólympíugullið frá Atlanta að verja, tókst ekki mjög vel upp i keppninni og hafnaði í þriðja sæti. Það lið sem kom einna mest á óvart í var lið Banda- ríkjanna og þá helst fyrir þær sakir að geta lítið sem ekkert. Bandarísku flmleikamennim- ir gerðu aragrúa mistaka og áttu aldrei möguleika á að ná langt í keppninni. Peter Kormann hættir og segist útbrunninn Peter Korman, þjálfari bandaríska liðsins, var ekki ánægður með sína menn eftir keppnina: „Ég hélt í raun og veru að við ættum möguleika á að vinna til verðlauna. En þegar gerð eru mistök i mörgum greinum í jafnri keppni eins og á Ólympíuleikum er ekki hægt að búast við góðri niður- stöðu. Fyrir keppnina áttum við hins vegar góða mögu- leika á verðlaunum," sagði Kormann og bætti við að hann væri nú hættur sem þjálfari bandaríska liðsins. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár og er eiginlega orðinn útbrunninn." Ef marka má frammistöðu Bandaríkjamanna eru það orð að sönnu. Faðmlög og kossar Kínverja vöktu athygli Lið Kínverja vakti mikla athygli í gær fyrir góðan liðsanda. Allt liðið stefndi að sama marki, fyrsta Ólympiu- gullinu í 40 ár. Liðsmenn hvöttu hver annan óspart og í lokin, þegar sigurinn var í höfn, föðmuðust þeir og kysstust. Þannig framkoma kom á óvart í gær þegar um var að ræða íþróttamenn frá landi þar sem kossaflens á al- mannafæri var bannað þar til nú fyrir skemmstu. Léttleikandi og einbeittir Kínverjar náðu fljótlega góð- um tökum á fjölmörgum áhorfendum og strax eftir fyrstu grein áttu þeir allan þeirra stuðning. -SK He Ying frá Kína tók í gær þátt i bogfimi kvenna í Sydney. Hér tekur hún miöiö í bogfimikeppninni. Símamyndir Reuter Mönnum var mjög brugöið í sundkeppni Ólympíuleikanna í gærkvöld þegar keppandi frá Gíneu, sem tók þátt í 100 metra skriösundi, virtist ekki ætla að geta lokiö sundinu. Kraftarnir voru á þrotum í lok sundsins en kappinn komst aö bakkanum aö lokum. DV-mynd PS Rett naði landi en vann riðiinn I fyrsta riðli 100 metra skriösundskeppninnar í gærkvöld ræsti aðeins einn keppandi en aðrir tveir, sem í riðlinum áttu að vera, þjófstörtuðu og voru því dæmdir úr leik. Þetta var Moussabeni frá Gíneu. Það var ekki laust við að 17 þúsund áhorfendur í sundhöllinni í Sydney væru orðnir efins um að hann næði bakka eftir 100 metra því að hann fór afar hægt síðustu 20 metrana svo þreyttur var hann orðinn. Um leið og Moussabeni hafði náð landi, tæpum tveimur mínútum eftir að hann lagði af stað einn síns liðs, vann hann hug og hjörtu áhorfenda sem fögnuðu honum gríðarlega. Moussabeni var sléttri mínútu á eftir Ríkarði Ríkarðssyni. Moussabeni þessi var fánaberi Gíneu á opnunarhátíðinni og ekki hefur frægðarsól hans lækkað. -PS Chelsea, dóttir Bills Clintons Bandaríkjaforseta, var á meöal áhorfenda á sundkeppni Ólympíuleikanna í gærkvöld. Ljósmyndari DV kom auga á hana í áhorfendastúkunni. DV-mynd PS Fyrir leikana stóð mikill styr um byggingu strandblakvallar á einni helstu strönd Sydneyborgar og höfðu þeir sem á móti byggingunni voru hótað miklum mótmælum þegar leikarnir hæfust. Höfðu þeir beint því til íbúa í kringum völlinn að fá sér stóra spegla og lýsa inn á völlinn til að reyna að blinda bæði áhorfendur og leikmenn en þetta hefur ekki gengið eftir. Þá hafa mótmælin við völlinn látið á sér standa. Á meöan á leikunum stendur hafa götur miðborgar Sydney oft á tíðum hreinlega tæmst og eru þar tvær skýr- ingar sem báðar má þó rekja til Ólymp- íuleikanna, ást og hatur á leikunum. Það eru ekki allir þriggja milljóna íbúa Sydn- ey á eitt sáttir um að Ólympíuleikamir skyldu vera haldnir í borginni og hafa þeir margir hreinlega flúið borgina og haldið í frí annars staðar. Þeir eru þó fleiri sem aðhyllast leikana og halda þeir sig annaðhvort inni við, fyrir framan sjónvarpið, eða hreinlega sækja leikana sjálfa. Von er á Juan Antonio Samaranch, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar, aftur til Sydney í dag, þriðjudag, en hann varð frá að hverfa á dögunum þar sem kona hans lá fyrir dauðanum. Hann flaug skyndilega til Barcelona en kona hans lést áður en hann náði til hennar. Juan Antonio lætur þetta þó ekki á sig fá og kemur á ný til síðustu Ólympíuleika valdatiðar sinnar en að þeim loknum mun hann draga sig í hlé. Mikil umrœöa er í fjölmiðlum víða um heim um spillinguna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar sem engan endi virðist ætla að taka. Spilling og mútur, ásamt ýmsum öðrum sóðaskap, hafa ein- kennt Ölympíuhreyfinguna frá því Sam- aranch varð forseti nefndarinnar og svo virðist sem margir verði því fegnir er hann hverfur á braut. Ástralir erú himinlifandi með setn- ingarhátíð leikanna, ef marka má skoð- anakönnun sem gerð var í landinu. 58% aðspurðra sögðu setningarathöfnina hafa verið stórkostlega og 29% sögðu að hún hefði verið mjög góð. Alls töldu 76% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, að setningarhátiðin hefði örugglega verið Ástralíu til sóma og framkvæmd hátíðar- innar hefði án efa bætt ímynd Ástrala út á við. Sautján áta tvíburar, Morgan og Paul Hamm, brutu blað í sögu fimleika i Bandaríkjunum í gær er þeir tóku þátt í liðakeppni karla með liði Bandaríkj- anna. Aldrei áður hafa tvíburar náð að komast i lið Bandaríkjanna en bræður kepptu síðast í bandaríska liðinu á leik- unum í Melbourne árið 1956. Rússneski sundmaðurinn Alexander Popov, einn frægasti sundmaður heims, er kominn í úrslit þeirra bestu í 200 metra skriðsundi í Sydney. Hann byrjaði sundið í riðlakeppninni afleitlega í nótt en meö góðum endaspretti tókst honum að tryggja sig með öruggum hætti inn í 16 manna úrslitin og stóð í lokin uppi með 4. besta tímann. Popov á nú möguleika á að ná ein- stæðum árangri í sundkeppni Ólympíu- leika. Hann getur orðið fyrsti karlmað- urinn til að vinna sömu greinina þrenna Ólympíuleika í röö. Reyndar heur Popov möguleika á að ná þessum einstæða ár- angri í tveimur greinum, 200 og 50 metra skriðsundi. Líklegt er þó að róöurinn verði þungur hjá Popov því Hollending- urinn Pieter van den Hoogenband er greinilega í gríðarlegu formi þessa dag- ana og sigurstranglegastur í 200 metra skriðsundinu. -PS/-SK Mark Everett frá Bandaríkjunum er ásamt öðrum frjálsíþrótta- mönnum að undirbúa sig fyrir átökin á leikunum í Sydney í næstu viku. Everett vakti mikla athygli í gær þegar hann mætti á æfingu með þessi sérkennilegu sólgleraugu. Símamynd Reuter Giuseppe Maddaloni frá Ítalíu vann góðan sigur í -73 kg flokki í júdókeppni karla í gær. Hér fagnar hann Ólympíugullinu en Maddaloni sigraði Tiago Camilio frá Brasilíu í úrslitum. Símamynd Reuter - Baráttan um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2008 er hafin og á meöal borga sem berjast um leikana er Toronto t Kanada. Körfuboltakappinn Vince Carter, sem leikur meö Toronto í NBA- deildinni, tók þátt í baráttunni í gær. Símamynd Reuter Sport Sport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.