Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 1
15 Þriðjudagur 19. sept. 2000 dvsport@ff.is DV, Sydney: „Ég er mjög sáttur viö sundið hjá Jakobi. Hann hefur æft mjög vel síðasta árið og undirbúningur hans hefur gengið mjög vel. Hann synti í raun aiveg eins og lagt var upp fyrir fram. Hann byrjaði vel. Seinni 100 metramir komu líka vel út hjá honum og var sundið tæknilega gott hjá honum. Ríkharður byrjaði sitt sund of hratt og vantaði því kraft í lok þess og ég er svona þokkalega ánægður með sund hans í morgun. Ríkharður nýtur hins vegar þessa móts mjög vel.“ Árangur Amar í skriðsundinu og Jakobs í gær í bringusundinu er besti árangur íslendinga á Ólympíuleikunum og báðir bættu þeir sig verulega í þessum greinum. Báðir náðu þeir Ólympíulágmörkum og voru reyndar þeir einu af níu manna sundlandsliði í Sydney sem gerðu það. Gæti sú umræða sem varð fyrir keppnina um breyttan þátttökuíjölda íslands á leikunum hafa haft neikvæð áhrif á hina, auk þess sem þeir Örn og Jakob höfðu mjög góðan tíma til undirbúnings á meðan aðrir voru að reyna að ná lágmörkum? „Ég er ekki alveg viss um hvaða áhrif þetta hefur haft en ég hef hins vegar séð á þessu móti að það eru ekki margir sundmenn okkar hér sem hafa verið langt frá sínum bestu tímum, eins og t.d. Eydís, Lára Hrund og íris. Mér finnst það góður árangur á móti sem þessu“ Nú syndir Öm Arnarson í 200 metra baksundi á morgun. Þú hlýtur að vera spenntur? „Ég er kannski ekki spenntur en mér líst mjög vel á þetta en ég hef hins vegar orðið var við mikinn spenning að heiman. Ég er hins vegar mjög ánægður með að Öm hefur nú sannað að hann getur náð góðum árangri 150 metra laug en það em margir sem hafa haldið þvi fram að hann geti það ekki." -PS Chelsea Clinton, dóttir Bandaríkjaforseta, var meöal áhorfenda vifi Ólympíusundlaugina í Sydney i gær og varö vitni afi því þegar Jakob Jóhann Sveinsso setti íslandsmet sitt. Chelsea sést hér á ferðinni í stúkunni á leifi til sætis síns. Synti eins og að var stefnt - sagöi Brian Marshall sem var mjög ánægður með árangur Jakobs DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.