Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 33 DV Rúmensk stúlka kom á óvart Rúmenar unnu fyrstu verðlaun sin í sundkeppni Ólympíuleikanna þegar Diana Mocanu, 16 ára gömul stúlka, sigraði í 100 metra baksundi. Sundið var æsispennandi en jap- anska stúlkan Mai Nakamura byrj- aði vel í sundinu og var með foryst- una framan af. Mocanu átti hins vegar meira þol eftir og sigraði og setti nýtt Ólympíumet, synti á 1:00,21 mínútu. Nakamura varð önn- ur á 1:00,55 mínútum og spænska stúlkan Nina Zhivanevskaya, fædd i Rússlandi, varð í þriðja sæti á 1:00,98 mínútum. Mocanu, sem æflr í eingöngu heima í Rúmeníu, á bjarta framtíð og ef af líkum lætur á hún eftir að láta vel að sér í framtíðinni. Mikla athygli vakti að engin þýsk stúlka komst í úrslit en það hefur ekki gerst í mörg ár. Sandra Völker, sem hefur verið mjög áberandi í þessari grein á sl. árum, sat eftir með sárt ennið. -JKS Rúmenska stúlkan Diana Mocanu brosir breitt á pallinum. -Reuters Yfirburöir hjá Krayzelburg Sterkasti baksundsmaður í heim- inum í dag, Bandaríkjamaðurinn Lenny Krayzelburg, vann gullverð- laun í 100 metra baksundi og setti Ólympíumet en markmið hans að setja heimsmet gengu ekki eftir. Hann byrjaði sundið of hægt en hann ætlar að bæta fyrir það og reyna við heimsmetið í boðsundinu Imeð bandarísku sveitinni síðar í vikunni. Krayzelburg synti á 53,72 sekúnd- um en heimsmet hans er 53,60. Ann- ar í sundinu varð Ástralinn Matt Welsh á 54,07 sekúndum og í þriðja sæti lenti Þjóðverjinn Stev Theloke á 54,82 sekúndum. -JKS Lenny Krayzelburg. Sport Bandaríska stúlkan Megan Quann er stolt og ánægö meö gullverölaunin um háls- inn en hún hlaut þau fyrir glæstan sigur í 100 metra bringusundi. Hún er ein af efnílegustu sundkonunum sem eru aö koma fram í Frábært sund hjá Megan Quann í 100 metra bringusundi: - fyrrum Ölympíumeistarinn Penny Heyns varð þriðja Hin 16 ára gamla bandaríska sundstúlka Megan Quann kom, sá og sigraði í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum. Hún synti frábærlega og var hrein unun að sjá hvemig tækni hún beitti í sundinu. Quann synti á 1:07,05 mínútum og sigraði nokkuð örugg- lega í greininni. Heimastúlkan Leisel Jones varð í öðru sæti á 1.07,49 mínútum og fyrrum Ólymp- íumeistarinn, Penny Heyns, sem flestir bjuggust við að myndi sigra í sundinu, varð að láta sér nægja bronsverðlaun á tímanum 1:07,55 mínútum. Sálrænn sigur Sigurinn hjá Quann var mjög sálrænn en hún setti sér það tak- mark fyrir einu og hálfi ári, þá aðeins 14 ára gömul, að sigra Penny Heyns. Hún setti mynd af Heyns á vegginn fyrir ofan höfða- gaflinn í herbergi sínu og hafði hana þannig fyrir augum sér alla daga fram að Ólympíuleikunum. Quann sagði alltaf þegar hún var spurð út í uppátækið að þetta gerði hún vegna þess að Heyns væri ekki sá mótherji sem hún ótt- aðist þegar á hólminn væri komið. Áform mín gengu eftir „Áform mín gengu eftir og mér líður frábærlega vel. Þetta er stærsta stundin í lífi mínu,“ sagði Quann eftir sundið. Hún sagði að næsta takmark sitt væri að slá heimsmetið í greininni sem Heyns á frá því á Ólympíu- leikunum í Atlanta fyrir fjórum árum. Það voru Heyns mikil von- brigði að fylgja ekki eftir ár- angrinum á leikunum fyrir fjórum árum þar sem hún sigraði bæði í 100 og 200 metra bringusundi. -JKS „Trúi þessu varla“ - Hollendingurinn fljúgandi hafði betur í einvíginu við Ian Thorpe „Það er varla að maður trúi þessu enn þá en ég ber mikla virð- ingu fyrir Ian Thorpe. Ég held svona eftir á að ég hefði getað synt hraðar en ég er himinlifandi með bronsverðlaunin sem maður hefur látið sig dreyma um,“ sagði Hol- lendingurinn Pieter van den Hoogenband eftir sigurinn í 200 metra skriðsundi. Hann háði spennandi einvígi við einn sterkasta sundmann heims í dag, Ástralann Ian Thorpe, og hafði' betur á lokasprettinum. Hoogenband synti á 1:45,35 min- útum eða á nákvæmlega sama tíma og hann synti í undanrásum og setti þá eftirminnilegt heimsmet. Ian Thorpe sagði eftir sundið aö hann hefði gert sig sekan um tæknileg mistök. „Ég reyndi við heimsmetið í und- anúrslitunum og í það fór mikil orka,“ sagði Thorpe. Hoogenband kemur úr mikilli sundfjölskyldu en móðir hans keppti á Ólympíuleikunum í Múnchen 1972 en faðir hans er læknir knattspyrnuliðs PSV og hann fylgdist með syni sínum frá áhorfendapöllunum í sundhöllinni í Sydney. Æfir þrek í Oregon en hraö- ann heima fyrir Hoogenband æfir að mestu leyti heima í Hollandi en þrekæfingar stundar hann í Oregon í Bandaríkj- unum. Til Hoilands heldur hann síðan þar sem hann leggur stund á hraðaæfingar. Þess má geta að Hoogenband og Inge de Bruijn, sem hefur ekki síð- ur verið í sviðsljósinu á leikunum, æfa bæði með sunddeild hins fræga félags, PSV Eindhoven, en lang- flestir hollensku keppendumir á leikunum koma frá því félagi. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.