Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 6
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 * Sport i>v i Lára Hrund Bjargardóttir sigraöi í sínum riöli í 200 metra skriösundinu og var ekki langt frá íslandsmeti. Hún varð í 27. sæti af 40 keppendum. 200 metra skriðsund kvenna: Lára undir sínu besta Sundkeppnin á Ólympíuleikunum í nótt: Jakob setti íslandsmet - hafnaði í 25. sæti af 47 í 200 bringusundi DV, Sydney: „Þetta var alveg frábært. Þetta hefur verið svona stigvaxandi hjá mér undanfarið en ég held að ég geti gert betur og held að ég eigi mikið inni og á að geta bætt miklu meira. Þetta er árangurinn af mikill vinnu. Ég hef æft eins og brjálæðingur síðan í febrúar, eftir að ég náði Ólympíulágmarkinu, svona að meðaltali 9-10 sinnum i viku, og þar er greinilega að skila sér núna,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson í samtali við DV eftir sundið í nótt. Jakob Jóhann setti íslandsmet í 200 metra bringusundi, synti á 2:17,86 mínútum, en gamla metið hans var 2:18,44 og sett í Danmörku í janúar sl. Meiri háttar upplifun en nú tekur bara viö frí og skemmtun „Þolið er mjög gott og ég einbeiti mér mikið að bringusundinu en ég fann dálítið fyrir þreytu í höndunum. Það má segja að mér líði eins og sundið nú hafl bara verið eins og síðasta æfing. Ég hugsaði fyrir sundið og í því að reyna að skemmta mér eins mikið og ég gæti. Maður á að njóta þess að vera á Ólympíuleikum, það voru 17.500 manns sem horfðu á og þetta á að vera eins mikil skemmtun og hægt er. Stemningin í kringum sundið hér er alveg frábær og meiri háttar upplifun. Núna tekur bara við frí og skemmtun. Þetta er stærsta partí i heimi og maður reynir bara að njóta þess og skemmta sér með. Þá er ekki ólíklegt að maður eyði röddinni á íslensku keppenduma sem eiga eftir að keppa,“ sagði Jakob Jóhann. -PS/JKS - varð í 27. sæti Lára Hrund Bjargardóttir synti undir íslandsmeti sínu í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Sydney í fyrrinótt. Lára Hrund sigr- aði í sínum riðli, synti á 2:05.22 mín- útum, sem 26/100 undir íslandsmeti hennar. Lára Hrund synti mjög vel fram- an af sundinu og stefndi allt í að hún myndi ná að bæta íslandsmet- ið. Á lokaspretti sundsins gaf hún svolítið eftir og tókst ekki ætlunar- verk sitt. Ástralska stúlkan Susie O’NeUl náði besta tímunum í riðlakeppn- inni og synti á 1:59,14 minútum. -JKS Brian Marshall landsliösþjálfari, Friörik Siguröarson, formaöur Sundsambandsins, og Ríkharö Ríkarösson tala viö Jakob Jóhann Sveinsson eftir sund hans í Sydney í nótt. Ríkarður Ríkarðsson eftir sundið í nótt: Byrjaði of hratt - lenti í 58. sæti af 73 keppendum Ríkarö Rikarösson eftir sundiö í nótt. Hann sagöist vera nokkuö ánægöur með sundið og sér hefði liöiö vel í sundlauginni. Rikarð Ríkarðsson varð í fjórða sæti í sínum riðli í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Sydn- ey i nótt. Ríkarð synti á 52,85 sekúndum og var 53/100 úr sekúndu frá sínum besta tíma. „Ég er svona nokkuð sáttur við þetta sund. Mér leið vel í lauginni og í sundinu sjálfu og tókst að byrja mjög vel en hefði viljað klára betur. Ég byrj- aði sundið of hratt og stífnaði því upp eftir svona 75 metra, þegar ég átti 15 metra eftir, og það var, úr því sem komið var, erfitt að klára sundið. Ég reyndi að berjast eins og ég gat en þetta varð gríðarlega erfitt í lok sundsins, ég fékk mikla mjólkursýru og stífn- aði allur upp,“ sagði Ríkarð eftir sundið. „Sundið var samt nokkuð fint svona þegar á heild- ina er litið og það er mjög gott fyrir sjálfstraustið fyrir 100 metra flugsundið á fimmtudag. Að sjálf- sögðu hefði ég viljað synda hraðar, sérstaklega seinni 50 metrana. Ég ætlaði mér i upphafi að synda hratt og mig langaði að synda á virkilega góðum tíma, en ég hef líklega ætlað mér um of sem ég fékk svo í bakið í lokin. Það hefði að sjálfsögðu verið skemmtilegast að klára betur og þá hefði maður get- ur verið virkilega ánægður með þetta sund. Ég veit hins vegar eftir þetta sund að mér líður vel í þessari laug, ég hef hraðann og ég hef formið sem þarf, sem er mjög gott fyrir sjálfstraustið, og ég er svo sannar- lega reynslunni ríkari eftir þetta.“ -PS íslensku keppendurnir f sundinu á Ólymptuleikunum sem áttu frí gær fylgdust af áhuga meö Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Ríkaröi Ríkarðssyni í nótt. DV-myndir Pjetur V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.