Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 2
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 Sport MEISTARADEILDIN Leikirnir í kvöld: E-riöill Deportivo-Hamburg SV Juventus-Panathinaikos F-riöill Bayern Miinchen- Rosenborg Paris St. Germ.-Helsingborg G-riöill Anderlecht-PVS Eindhoven Dynamo Kiev-Man. United H-riöill Besiktas-Barcelona Leeds- AC Milan Bland í poka Stórlid Inter Milan gerði i gær 1-1 jafntefli við Lecce í þriðju um- ferð ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Luigi Di Biagio skor- aði mark Inter en Davor Vugrinec skoraði mark Lecce. Henrik Larsson kom Glasgow Celtic aftur á topp skosku deildar- innar þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Dunferm- line í gær. Celtic hefur nú 21 stig, tveimur fleiri en Hibernian og, það sém áhangendum liðsins finnst meira um vert, fimm stigum meira en erkifjendurnir Glasgow Rangers, meistarar síðasta árs. -ÓK Önnur umferð riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum í riðl- um E, F, G og H. Veröur Helgi meö? Spænska liðið Deportivo La Coruna heimsækir Hamburger SV í Hamborg og Helgi Sigurðsson og félagar i Panathinaikos fara til Tórinó og mæta ítalska stórliðinu Juventus í E-riðli. Hugsanlegt er að Javier Irureta þjálfari láti Brasilíumanninn Cesar Sampaio byrja leikinn þar sem Emer- son er meiddur en annars er líklegt að liðið verði það sama og sigraði Racing Santander, 3-0. Þó mun Juan Carlos Valeron sjá um leikstjóm liðsins þar sem Brasilíumaðurinn Djalminha er enn í banni. ‘í' i IÉ1 i 1 1 ; * 0 ) ^Qfons AoðrftW Cole jpp l -etli "■irkaskoruninni? Líklegt þykir að Tony Yeboah og Bemd Hollerbach hefji leik fyrir Hamburg en þeir sátu heima í 4-4 leiknum gegn Juventus í síðustu viku. Þá mun Stig Tnfting taka stöðu fyrir- liðans Martins Groths sem lenti í því að brjóta rifbein í leik gegn Juventus. ftalska liðið kemur til með að sakna Paulos Monteros gegn Grikkj- unum en hann er í banni og mun Igor Tudor taka stöðu hans. Eins er vafi með þátttöku Marks Iulianos en hann tognaði í leik gegn Hamburg. Fabian O’Neill tekur stöðu Gianlucas Zambrotta sem er að spila á Ólympíu- leikunum og Alessandro Del Piero, sem hefur valdið nokkrum áhyggjum, er talinn líklegur í framlínuna ásamt Filippo Inzaghi en Darko Kovacevic verður á bekknum. Helsta áhyggjuefni Grikkjanna er ástand leikstjómandans, Paulos Sousa, og enn finnst Angelos Anastasiadis þjálfara króatíski lands- liðsmaðurinn Goran Vlaovic ekki til- búinn til að spila hjá liðinu, leik- manninum til lítillar ánægju. Krzysztof Warzycha tekur stöðu hans í leiknum. Kahn ekki meö Bayern Múnchen tekur á móti Áma Gauti Arasyni og félögum í Ros- enborg í F-riðli og Paris St. Germain tekur á móti Helsingborg og er von þeirra sjálfsagt sú að ósigurinn gegn Rosenborg endurtaki sig ekki. Oliver Kahn markvörður er stóra spurningarmerkið í herbúöum Þjóð- verjanna eh hann meiddist á fæti gegn Helsingborg í síðustu viku. Varnarjaxlinn Samuel Kuffour er í banni og líklegt er að Giovane Elber verði hvíldur og tekur Hazan Sali- hamidzic stöðu hans. Norðmennirnir eru fullir sjálfs- trausts eftir sigurinn á Frökkunum í síðustu viku en nú er að halda sig á jörðinni. Engin meiðsl hrjá liðið og enginn er í banni. PSG vill sjálfsagt gleyma leiknum í Þrándheimi í síðustu viku sem fyrst. Nicolas Anelka er kominn aftur úr ökklameiðslum og Frederic Dehu kemur líklega inn eftir meiðsl í stað Talals El-Karkouri. Líklegast er að Svíarnir haldi sig við sama liðið og spilaði gegn Byern í fyrri viku. Bosnich í hópnum Manchester United flýgur til Úkra- ínu og mæta heimamönnum í Dyna- mo Kiev í G-riðli og „nágrannaslag- ur“ fer fram i Belgíu þegar PSV Eindhoven mætir heimaliðinu Ander- lecht. Vladislav Vaschuk kemur til með að styrkja vörn úkraínska liðsins þeg- ar hann kemur aftur efit meiðsl og tveir sterkir miðjumenn, Vitaly Kosovsky og Hennady Moroz, eru einnig að koma eftir meiðsl og verða líkast til á bekknum. Mark Bosnich er kominn aftur í hópinn hjá United en verður á bekkn- um, Raimond van der Gouw tekur stöðu Fabiens Barthez sem er meidd- ur. Jaap Stam er enn meiddur og alls óvíst hvort hann leikur með í kvöld. Búast má við að Anderlecht breyti aftur í gamla, góða 4-4-2 leikkerfiö eftir tapið gegn United í síðustu viku. Þeir verða án kjölfestunnar Besniks Hasi á miðjunni og varnarmaðurinn Didier Dheedene er einnig meiddur. Ekki er búist við að Eric Gerets geri fáar breytingar á sínu liði frá sig- urleiknum gegn Dynamo Kiev. Enn eru þeir Ruud van Nistelrooy, Eric Addo, Ernest Faber og Adil Ramsey allir meiddir og vamarmaðurinn Kevin Hofland er að ná sér eftir að hafa fengið heilahristing. Meidda liöiö Leeds Besiktas færir sig frá Ítalíu til Spánar og mætir Barcelona i hinum svokallaða „dauöariðli", H-riðlinum, og AC Milan mætir Leeds á Ellend Road. Tyrkimir vOja ólmir hrista af sér slyðruorðið eftir 4-1 tapið gegn Milan í síðustu viku og treysta á framherj- ana sína, Pascal Nouma og Nihat Kahveci. Varnarmaðurinn Sead Hali- lagic er meiddur og kemur Rahim Zafer í hans stað. Barcelona saknaði klárlega miðju- manna sinna, Pep Guardiola og og Philip Cocu, um helgina þegar liðið tapaði fyrir Athletic BObao. Hugsan- legt er að Luis Enrique spOi fyrsta leik sinn í hálft ár og Boudewijn Zenden er einnig orðinn heOl og mun ógna stöðu Marcs Overmars. David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, er hræddur um að annað stór- tap sé í sjónmáli fyrir lið hans sem líður mjög fyrir meiðsl leikmanna. Síðasta áfaUið er að ástralska knatt- spyrnusambandið neitar að hleypa Mark Viduka heim þrátt fyrir að landsliðið sé úr leik á ÓL. Stephen McPhaO er nýjasta viðbótin á langan sjúkralista enska liðsins þar sem fyr- ir era Lucas Radebe, Harry KeweU, David Batty, Eirik Bakke, Jason Kewell, Jonathan Woodgate og Dom- inic Matteo. Andres Guglielminpietro gæti hafa tryggt sér sæti í liði MOan eftir góða frammistöðu i ítalska bikamum um helgina og Leonardo er aftur kominn á stjá eftir meiösl. Hins vegar era Christian Abbiati markvörður, miðjumennimir Gennaro Gattuso og Massimo Ambrosini og sóknarmenn- imir Gianni Comandini og Jose Mari -lyyOvermars og félagar í Barcelona vilja eflaust fylgja eftir sigri sfnum á Leeds. Reuters Orri Vigfússon, í miðiö, viö Laxá í Aðaldal meö erlendum veiöimönnum en fyrir aftan er Vitaðsgjafinn, sá fallegi veiöistaöur. DV-mynd G. Bender Laxárfélagið 60 ára: Afmæli í Ýdölum - ráðstefna um ástand laxastofna Núna, þegar laxveiðitíminn er á enda og veiði að ljúka í ánrnn einni af annarri, er ekki úr vegi aö ræða málin og stöðuna í lax- veiðinni. Það verður gert á Ak- ureyri á fóstudaginn á Fosshótel KEA. Veiðimönnunum fjölgar en löxunum fækkar og það er nokkuö sem veiðimenn sam- þykkja ekki þegjandi og hljóða- laust. „Við erum ekkert að leggjast í vetrardvala þótt laxveiðitíminn sé búinn en lokatölurnar úr Laxá voru 942 laxar. Næsta föstudag verður ráðstefna um villta laxinn á Akureyri og siðan afmælið hjá okkur í Aðaldalnum á laugardaginn, í Ýdölum," sagði Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins, en næstu daga verður ýmislegt í gangi hjá félag- inu þótt veiðitíminn sé úti í Laxá í Aðaldal þetta sumarið. „Við verðum með ráðstefnu á Fosshótel KEA á föstudaginn og hún byrjar klukkan þrjú. Ráð- stefnustjórar verða veiðimenn- imir Jón G. Baldvinsson og Þór- arinn B. Jónsson og Guðni Ágústsson mun flytja ávarp. Það verður farið yfir stöðu mála í laxveiðinni og við eigum von á fiölda veiðimanna og veiðiréttar- eigenda til að ræða málin. Þessi mál brenna á mönnum þessa dagana enda hefði laxveiðin mátt vera betri í sumar.“ 60 ára afmæli félagsins daginn eftir „Laxárfélagið hefur haft stór- an hluta af Laxá í Aðaldal á leigu frá árinu 1940 og veislan mun verða á laugardaginn í Ýdölum. Afmælið byrjar klukk- an fimm með móttöku, síðan verður hátíðarkvöldverður og svo stórfagnaöur. Ég á von á miklu fiölmenni, veiðimönnum og bændum sem við erum i sam- vinnu við varðandi Laxá í Aðal- dal,“ sagði Orri að lokum. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.