Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Side 3
Arnviður Snorrason hefur tekið sér
nafnið Exos og undir því þeytir hann
skífur af þrótti og semur eigin teknótón-
list við góðan orðstír, Nokkrar af plötum
hans eru þekktar á klúbbum Þýska-
lands, mekku teknósins, og þangað hélt
hann í pílagrímsferð snemma sumars
með plötuspilara í farteskinu.
Teknóhaus
Addi Exos hefur ekki setið
auðum höndum síðan hann
byrjaði að snúa plötum og
búa til sína eigin teknótón-
list. Hann er tvítugur að aldri en
eftir hann liggja um tíu útgefnar
plötur í Bretlandi og Þýska-
landi. Flestar eru þær fjögurra
laga smáskífur en einnig ein
breiðskífa að nafni „eleventh"
eða ellefti. Hann gaf afkvæmi sinu
þetta nafn vegna þess að vinnslan
á lögunum tók ár og fór fram frá
nóvember til nóvember en nóvem-
ber er einmitt ellefti mánuður árs-
ins.
Gömlu dansarnir á
Kanarí
„Ég er búinn að vera í þessu í
sex ár eða frá ’94. Þá fékk ég áhuga
fyrir þessari tegund tónlistar og
hef verið á kafi i henni síðan,“ seg-
ir tónsmiðurinn og bendir á að
1994 hafi verið mjög merkilegt ár í
danstónlistinni. „Þetta ár mætti
segja að Drum’n’Base hafi orðið til
og skilin á milli teknótónlistarinn-
ar og trans urðu greinilegri," seg-
ir hann. TónlistarferiU Adda hófst
bak við trommusettið. Pabbi hans
hafði gefið syni sínum gítar en
stráksi vildi ekki sjá gripinn og
heimtaði almennilegt slagverk.
Hann kom fyrst fram með föður
sínum og Örvari Kristjánssyni
harmónikuleikara og fór ungur
með þeim tii Kanaríeyja þar sem
djammað var fyrir ellilífeyrisþega
á þjóðlegum nótum. Hann segir
tónlistarsmekk sinn snemma hafa
þróast í átt að danstónlist og eitt
leitt af öðru þar til hann var byrj-
aður að þeyta skífum fyrir aðra og
búa til sína eigin takta. „Ég skil
ekki fólk sem ákveður bara einn
góðan veðurdag að gerast plötu-
snúðar. Þetta gerist bara af sjálfu
sér,“ segir hann enda teknóhaus
og vínylklórari af köllun.
e f n i
Einar Örn Kon-
ráðsson:
IKominn í
bæinn til
'að
meika’ða
Guðmundur Ingi Þor-
valdsson:
Leikur stúlku á háum
hælum
Frægur í Þýskalandi
Addi spilaði i Berlín fyrri
hluta sumarsins, á klúbbnum
Tresor. Það reyndist honum auð-
sótt að komast að því þýskararnir
þekktu til hans. „Skemmtana-
stjórinn átti mikið af stöffinu
mínu og mér var almennt vel tek-
ið,“ segir hann um Þýskalandsför-
ina. Fýrir skömmu leituðu tveir
frægir teknógúrúar, hinn breski
Ben Sims og Þóðverjinn Pascal
Fevors, til Arnviðs og sóttust eft-
ir endurhljóðblöndun hans á sínu
efni og hefur hann verið upptek-
inn við það undanfarið. Sjálfur
gekk hann nýlega aftur til liðs við
Thule-útgáfuna eftir langt hlé á
því samstarfi. Þrátt fyrir vel-
gengnina segist Addi ekki hafa
orðið var við að peningaveskið sé
að þykkna eða að núllin bætist
við reikningsyfirlitin og á meðan
svo er heldur hann sínu striki í
námi við MH. Eða eins og hann
orðar það sjálfur: „Þetta er lífs-
stíll, ég spila og sem tónlist til að
tjá mig.“ Arnviður vill stuðla að
uppgangi teknómenningar á ís-
landi og stendur fyrir svo kölluð-
um 360" kvöldum á tuttuguog-
tveimur, annan fimmtudag hvers
mánaðar, og fær til liðs við sig
valinkunna plötusnúða hverju
sinni. En í kvöld verður hann við
mixerinn á Kaffi Thomsen og
geta áhugasamir barið hann aug-
um þar og látið hann endurgjalda
greiðann með barningi á hljóð-
himnum sínum.
Þorsteinn
Guð-
mundsson.
Er íbúi
við Elliðavatn
Ólympíufólkið í
Sydney:
Hvað gerir i
það þegar 1
það dettur
út?
®§# :
.....
Fegurðarsamkeppni íslands, meistara-
flokki kvenna, Anna Lilja Björnsdóttir,
til Japans. Þar mun hún koma fram
sem fulltrúi íslenskrar fegurðar og etja
kappi við erlendar ufsagrýlur í
kroppasýningunni Miss International.
„Ég er nú aðallega bara að
máta kjóla og trimma,“ segir
Anna Lilja um undirbúninginn
fyrir keppnina og gerir lítið úr
setum fyrir framan spegilinn.
Hún brosir þó sjálf að því
hversu tímafrekt þetta hefur
reynst. Lítill tími hefur gefist
til að sinna öðrum hugðarefn-
um og á tímabili var kærastan-
um hætt að lítast á blikuna.
Svo er að skilja á fegurðardís-
inni að hennar fáu tómstundir
fari að mestu í skyrát, enda
hefur skyrið verið undirstaðan
í mataræði hennar síðustu
mánuðina. Þrátt fyrir allt er
hún ekki orðin leið á því en
undirstrikar að rjómaskyrið
rati ekki inn fyrir sinar varir.
Afmæli með Pokemon
Anna flýgur til Parísar síðla
sunnudagskvölds. Þar hittir
hún flestar stúlkurnar í keppn-
inni og verður þeim samferða
til Japans, hvar hún lendir á
19 ára afmælisdegi sinum. Hún
ferðast á vegum Fegurðar-
samkeppni íslands en heldur
utan ein síns liðs. „í París tek-
ur á móti mér kona og ég verð
í hennar umsjá ásamt hópi af
enskumælandi stúlkum. Það er
vel passað upp á okkur,“ segir
Anna. Keppnin fer fram í
Tokyo 4. október en þangað til
sækja keppendurnir góðgerða-
samkomur og fara í skoðunar-
ferðir um landið.
Unnum ’63
Keppnin er þrískipt. Um 60
stúlkur taka þátt í henni og 15
komast í úrslit. Anna kvíðir
lítið fyrir en þykir hálfkjána-
legt að þurfa að sýna fótafimi
sína á sundbol einum fata. Feg-
urðardrottningin vill sem
minnst ræða möguleika sína og
vonir og segist aðallega vera að
þessu sér til skemmtunar. „ís-
lendingum hefur ekki gengið
nógu vel. Þó höfum við einu
sinni unnið keppnina, með
Guðrúnu Bjarnadóttur 1963,
og einu sinni komist í úrslit,“
segir hún. Gott gengi gæti
skapað Önnu Lilju mörg tæki-
færi en hún segist lítið hugsa
um það og ætlar bara að ein-
beita sér að námslokum sínum
á alþjóðabraut Verzlunarskól-
ans næsta vor, á milli þess sem
hún hámar í sig skyrið.
De la Soul & LL Cool J:
Góð sending úr
gamla skólanum
Hljómsveit-
in
Toploader:
Algjörir
kanna-
biskettir
Dóra og
Mariko:
Svamla í
Djúpu
lauginni
33 ástæður:
Þú ættir að
gerast
fatafella
I#
1 f
Frumsvning Dancer in the Dark
Lausaleikskróainn von Trier
Draakeponi á Spotliaht
Óvæntir bólfélaaar um helgina
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndfna tók Teítur af
Guðmundi Inga Þorvaldssyni
22. september 2000 f Ó k U S