Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 5
Ifókus Vikan 22. seotember til 28. september lif ið -F—E—T T B V T M M II Lars von Trier leikstjóri, íbygginn á svip viö tökur í Svíþjóð. Lars Trier skeytti von framan viö eftimafn sitt vegna hópþrýst- ings skólasystkina sinna í Danska kvikmyndaskólanum og þótti bara nokkuð svalur fyrir bragðið. Trier fæddist í Kaupmannahöfn árið 1956. Ungur fékk hann áhuga á hreyfimyndum og sótti námið fast. Raunar svo fast að myndir sem hann gerði sem skólaverkefhi, Nocturne og Befrielsesbilleder, voru báðar verðlaunaðar sem bestu stuttmyndir kvikmyndahá- tíðar Mtinchen, árin 1981 og ‘82. Hann hlaut svo sin fyrstu verðlaun á Cannes-hátíðinni virtu fyrir mynd sína Element of Crime, 1984. #•••••••••*• Frumkvöðull dogma Síðan hefur Trier gert margar myndir sem ekki hefur skort athygli en yfirleitt verið umdeildar. Hann þykir hafa sérstakan stíi og mikinn frumleika tii að bera. Myndir hans einkennast af eðlileika og hráum fri- hendistökum. Europa gerði hann ‘91 og hlaut enn viðurkenningu dóm- nefndarinnar í Cannes. Trier hefur einnig unnið efni fyrir sjónvarp og sló í gegn á þvi sviði með sjónvarps- þáttunum Lansinn (Riget) I & H, sem eru áskrifendum ríkissjónvarps- ins kunnir. Tvær nýjustu myndir hans, Brimbrot (Breaking the wa- ves, ‘96) og Fávitamir (Idioteme, ‘98), hlutu mikið lof og komu honum .............................. endanlega á blað sem einum fremsta leikstjóra heims. Brimbrot færði honum enn einn Gullpálma frá Cannes og Emily Watson hlaut ósk- arsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn. En Paul Watson var fjarri góðu gamni. Fávitarnir var önnur myndin í dogma-flokknum. Von Trier samdi dogmareglurnar ásamt öðrum Bauna, Thomas Vinterberg, og þeir skrifuðu fyrstir undir samninginn 13. mars 1995. Hann miðaði að ein- fóldun kvikmyndagerðarinnar og út- rýmingu fylgifíska hollívúddformúl- anna, óraunveruleikans og yfir- borðskenndarinnar. Þríleikur úr barnabók Dancer in the Dark er fyrsti söng- leikur von Triers, en hann fékk áhuga á þessari tegund kvikmynda í æsku. Hann segir söngleikjagláp sitt hafa verið ijölskylduharmleik. Hann horfði hugfanginn á söngleiki, úta- taða i amerískum gildum, í óþökk foreldra sinna sem voru dreyrrauðir kommar. Reyndar kemur æska von Triers meira við sögu því Dancer in the Dark, Fávitana og Brimbrot seg- ir hann mynda þríleik byggðan á bók sem hann las spjaldanna á milli í bemsku. Bókin hét Gullhjarta og fjallaði um telpu sem týndist í skógi og gaf soltnum og köldum dýrum eigur sínar og stóð eftir allsber og eignalaus. Fórn telpunnar heillaði leikstjórann, en síðasta blaðsíða bók- arinnar hafði verið rifin úr og því • %•,*#*• ••••••« fékk hann aldrei vitað örlög hennar. Steppari og ballerína Lars von Trier þykir ekki einung- is sérvitur kvikmyndagerðarmaður. Hans einkahagir eru nokkuð furðu- legir. Á dánarbeði sínum tilkynnti móðir Triers syni sínum að sá sem hann hafði talið föður sinn alla ævi væri ekki skyldur honum með nein- um hætti. Trier hafði uppi á raun- verulegum föður sínum, níræðum manni, sem vildi lítið með bastarð- inn hafa og benti honum á lögfræð- ing sinn ef hann þættist eiga eitt- hvað óuppgert við sig. Fyrir ljórum árum ákvað Trier að yngja upp hjá sér og flúði frá þungaðri konu sinni í faðminn á barnfóstru þeirra hjóna. Leikstjórinn ferðast ails ekki með flugvélum og fer því ferða sinna í gömlum húsbíl, eða Alfa Romeo blæjubílnumKóngulónni, þegar hann neyðist til að veita viðtöku verðlaunum, taka upp eða vesenast í kynningarstarfi erlendis. Þess vegna var Dancer in the Dark skotin í Sví- þjóð og öðrum stöðum í Evrópu sem þóttu líkjast sögusviðinu, Bandaríkj- unum. En þangað hefur Trier aldrei stigið fæti. Auk þess að vera forfall- inn söngleikjaaðdáandi sótti hann tima í steppdansi og djassballett í tvö ár en hefur beðist velvirðingar á því opinberlega. Skýringuna á þess- um kynlegu siðum má ef til vill rekja til þess að Trier er kaþólskrar trúar. • • • • • Frumsýning 2024 Hugmyndir von Triers þykja margar hverjar mjög sérkenni- legar. En hann hefur til að mynda unnið að 33 ára löngu verkefni sem hleypt var af stokk- unum 1991. Hann tekur þrjár mínútur árlega, á hverjum töku- stað, víðsvegar um Evrópu, og af- raksturinn verður frumsýndur 2024. Hann segir að því meira sem hann gefur af sér við gerð myndar, þeim mun minna endur- spegli hún hans eigin persónu og segist reyna að nálgast viðfang sitt eins og um heimildamyndar- gerð sé að ræða. Sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að kvik- mynd eigi að erta, eins og steinn í skó. rMyndir Lassa IDancer in the Dark Idioterne (Fávitarnlr) . Riget II (þættlr) | Breaking the Waves (Brimbrot) IRiget I (þættir) Europa Epidemic IMedea The Element of Crime IBefríelsesbilleder (stutt) Den sidste detalje (stutt) INocturne (stutt) Menthe la blenheureuse (stutt) P Orchidégartneren (stutt) Leikstjóri og handritshöfundur Dancer in the Dark, Lars von Trier, þykir einn frumlegasti og snjallasti kvik myndagerðarmaður Evrópu, og þar með heims. Hann hafði hönd í bagga með gerð dogmasamn ingsins sem nú tröllríður kvikmyndaheiminum og gerði Fávitana, aðra myndina í seríu dogmamynda. lausaleiks Hin virta franska leikkona Catherine Deneuve leikur bestu vinkonu Selmu, Kathy, sem vinnur með henni í verksmiðjunni. Catherine hin Catherine Deneuve sem Kathy verksmiðjuvinkona Selmu. Deneuve er fyrir löngu orðin ein virtasta . leikkona Frakklands og Evrópu allrar. Foreldrar hennar voru bæði leikarar og eldri systir hennar líka. Hún var orðin vinsæl í kvik- myndum þegar Catherine steig þar sín fyrstu spor. Fyrsta myndin sem hún lék í heitir Les collé- giennes frá árinu 1958 og var hún í leikstjórn André Hunebelle. Catherine hlaut þó ekki almenna hylli fyrr en árið 1964, þegar hún lék í söngvamynd leikstjórans Jacques Demy, Les Parapluies de Cherbourg. Þar lék hún unga stúlku sem vinnur í búð. Hún verður ástfangin af bensínaf- greiðslumanni sem biður hennar, bamar hana en fer svo i stríðið. Söguhetjan endar svo í öruggu en ástlausu hjónabandi með öðrum manni. Næstu tvær myndir Catherine voru Repulsion og BeUe de Jour, báðar vel þekktar. Repulsion var í leikstjórn Romans Polanskis og fjallar um unga stúlku sem býr með systur sinni. Unga stúlkan á i erfiðleikum með kynlífstilfinning- ar sínar og geggjast á þeim á end- anum. Belle de Jour var i leik- stjóm hins þekkta leikstjóra Luis Bunuel. Myndin sú fjallar um unga og efnaða læknisfrú sem fer að vinna sem gleðikona á flnu pútnahúsi í Paris til að drepa tim- ann. Catherine hefur leikið i fjöld- anum öllum af kvikmyndum síðan þá eða samtals í rúmlega 80 mynd- um. Óhefðbundið Iff Catherine hefur oft verið álitin köld og lokuð í viðtölum. Hún hef- ur látið lítið uppi, sérstaklega ef það hefur tengst einkalífi hennar. Hún segir sjálf þetta reyndar ekki aUs kostar satt. Hún sé í raun mjög opin en bendir hins vegar á að það geti oft verið hættulegt að opna sig um of. Þess vegna er hún treg við að setjast niður og skrifa endur- minningar sinar. Catherine hefur oft verið stiUt upp sem hinni klassísku konu. Sjálfri finnst henni þetta hálf- hlægilegt. Hún segir fólk oftar en klassíska r\i cioo I o r\CA ekki hugsa um sig sem klassiska persónu, þegar raunin er sú að hún hefur lifað frekar óhefð- bundnu lífi. Má í því sambandi nefna börnin hennar og feður þeirra. Hún á tvö börn, son með leikstjóranum Roger Vadim og dóttur með leikaranum MarceUo Mastroianni. Hún hefur einu sinni gifst og það stóð aðeins í nokkur ár og lauk um það leyti sem hún eign- aðist dóttur sína með Mastroiann- ni. Það hefur aldrei reynst henni erfitt að vera ekki gift. Hún segist tengjast fólki sem henni líkar við sterkum tilfinningaböndum. „Þú getur kaUað það vináttu, ég kaUa það ást. Ég er mjög trú fólkinu sem ég elska en það trúnaðartraust þarf ekki að vera staðfest á ein- hverju blaði.“ Hún viU lítið gefa uppi um ástarmál sín. Hún segir þó að ungir menn séu alltaf skemmtUegir þó hún sjálf hafi ekki farið út með mörgum. „En ég lít ekki á það sem eitthvert „tabú“, eldri konum liður betur með yngri mönnum.“ Hún fer víst stundum út að dansa salsa með sambýlis- manni dóttur sinnar, Chiöru Ma- stroianni. Fyrirmynd Marianne Catherine segist vera feministi, en ekki þeirrar tegundar sem brenndi brjóstahöldin. Hún telur konur sterkari en menn. Menn hafi oftar en ekki aðeins vinnuna að lifa fyrir og ef hún bregst sé lif- ið búið. Konur hagi lífi sinu þannig að þær hafi Ueiri hluti að lifa fyrir og séu því sterkari fyrir vikið. Catherine hafa hlotnast fjöl- margar viðurkenningar, hún hefur fengið mörg verðlaun fyrir leik sinn og verið tUnefnd tU Ósk- arsverðlaunanna. Hún er það virt í heimalandi sinu Frakklandi að árið 1985 var hún valin tU að vera fyrirmynd Marianne, franska þjóð- artáknsins. Franski leikarinn Gér- ard Depardieu hefur sagt um hana: „ Hún er maðurinn sem ég hefði vUjað vera.“ ^okkrar myndir Kötu ILes coliégiennes Le vice et la vertu ILes Parapluies de Cherbourg Repulslon Belle de Jour I Les demoiselles de Rochefort “ La siréne du Mississippi IThe April Fools Tristana IZig-zig Le dernier métro The Hunger | Indochine ILes voleurs Est-Ouest Dancer in the Dark _ InÉ iob awm wwam wmm wmm nJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.