Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 7
Ifókus Vikan 22. september tii 28. seotember t t R v......................iT,..m.....ií....i,L. Hiklaust tilfelli „Ég mæli með sýningunni Tiifelii sem er í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu, ekki bara út af því að ég er einn margra þátt- takenda í sýningunni heldur vegna þess að hún er mjög at- hyglisverð og kemur með nýjan vinkil inn í myndlistina. Hver listcunaður valdi sér einn hlut eftir einhvem hönnuð og vann svo út frá því. Það voru svo Bára og Hrafnhildur Fut- urice-píur sem völdu verkin fyrir sýninguna. Útkoman er sérkennileg og spennandi. Meðal listamanna á sýning- unni auk mín eru Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Þorkell Magnússon, Einar Örn og Stephan Stephensen, bara svo nokkrir séu nefndir. Þessi sýning er mjög frábrugðin því sem er að gerast annars staðar í dag. í þessari er ferskiu andblær og hún kemur með nýja vídd í myndlistina. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu." Hulda Hákon myndlistarkona ■ DRAGDROTTNING ÍSLANDS Á SPOTLIGHT - Keppnin um dragdrottn- ingu íslands fer fram á Spotlight I kvöld. Þaö kemur engum á óvart að kynnir keppninnar er Páll Óskar. Keppnin hefst kl. 22 og kostar 800 kr. inn. ■ SKUGGALEG DANSVEISLA Heitasti dans- staðurinn í bænum er alltaf traustur. Plötusnúð- arnir Nökkvi og Áki Pain skratza fram eftir öllu á Skuggabarnum. Flottar píur og frægir kappar líta inn. •K r á r ■ SPÚTNIK KEMUR STERKUR INN Nýjasta ballsveit landsins, Spútnik, kemur sterk inn á Café Amsterdam f kvöid. ■ STUÐ Á UONINU Það verður hörkust- uð á Rauða Ijóninu á Eiðistorgi í kvöld þar sem trúbadorinn Einar Örn Konráðs- son sér um tónlist- ina. Einar þessi er nýkominn í bæinn að vestan og er ann- álaður fyrir skemmti- lega spilamennsku enda spilar pilturinn lög sem allir þekkja. Hver veit svo nema KR-lagið fái að fljóta með? ur í banastuði eins og honum einum er lagið á Vegamótum. Grfðarleg hamingja mun rfkja þeg- ar strákurinn gusgusar úr sér lögunum. ■ KOS Á FJÖRUKRÁNNI Hljómsveitin KOS spilar á Fjörukránni í kvöld. Stelpurnar í KOS eru frægar fýrir sitt harða rokk og djarfa sviðs- framkomu. ■ KÖTTURINN NJÁLL Pósturinn Páll verður fjarri góðu gamni f kvöld á Njálsstofu í Kópa- voginum. Það verður hins vegur koliegi hans, kötturinn Njáll, sem ætlar að mjálma fram eft- ir kvöldi. Njáll spilar létta tónlist fýrir gesti Njálsstofu. ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Uz Gammon leikur fýrir matargesti Naustsins frá kl. 22 til 3. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pí- anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert f rómantfskum hugieiðingum þá er þetta eitthvað fýrir þig. ■ NIÐURTALNING Á SÓLÓNI Þeim fer fækk- andi lífdögum Sólons. Þangað til verður öskr- andi stuð f húsinu. Daði og Steinar ætla að koma liðinu f gfrinn með tónlistinni sem mundi sóma sér vel á Sportkaffi. Af hverju f andskot- anum kveiktu þeir Ijósin á dansgólfinu? Böll ■ GALINN KENNDUR VIÐ NÆTUR Hilmar Sverris og Anna Vilhjálms leika fýrir dansi á Næturgalanum f kvöld. Það er vonandi að allir séu búnir að pússa dansskóna þvf þar verður sko tjúttað fram eftir öllu. ■ BJART YFIR SJALL- ANUM Hljómsveitin Á móti sól spilar á Sjallan- um, Akureyri, f kvöld. ■ EINN & SJÖTÍU í VIÐ POLLINN Hljómsveitin Einn & sjötíu spiiar I Við Pollinn á Akureyri f kvöld. ■ HAFRÓT Á LUNDANUM Hljómsveitin Haf- rót spilar á Lundanum i Eyjum. I kvöld dugir ekkert hálfkák, það verður dansað eins og Eyjapeyjum einum er lagið. ■ RÉTTARBALL Á HAFURBIRNINUM Það verður sko fjör á Hafurbirninum i Grindavík í kvöld. Þar er nefniiega réttarball og þaö verða Heiðursmenn, með Kolbrúnu f broddi fýlking- ar, sem haida uppi fjörinu. ■ SVEIFLUKÓNGURINN í ÚTHLÍÐ Sveiflu- kóngurinn Geirmundur Valtýsson heldur uppi fjörinu í kvöld á réttardansleik f Réttinni, Út- hlfð. Sveitungar munu fjölmenna. ■ ÞVÍLÍKUR MÓRALL í EYJUM Sætabrauðs drengirnir f Skítamóral ætla að halda uppi stuðinu í Eyj- um f kvöld. Þeir stfga á stokk á Fjör- unni og ætla að flytja sjóö- heita smelli fram eftir nóttu. ■ ÁRNI SVEINS Á PRIKINU Allir kannast við sjónvarpsstjörnuna Árna Sveins en hæfileikar piltsins liggja ekki eingöngu á þeim sviðum. Ónei, hann Árni á það nefnilega til að bregða sér f allra kvikinda líki bak við plötuspilarana og það er einmitt það sem hann ætlar að gera f kvöld á Prikinu. Ef þetta er ekki málið geturðu ailt eins drullað þér niður á Kaffi Austurstræti. ■ BERGMENN Á NJALLANUM Það verður stuð á Njallanum f kvöld. Hljómsveitin Bergmenn leikur fyrir dansi. Njallinn er í Dalshrauni 13, Hafnarfirði. ■ BSG Á KRINGLUKRÁNNI Hljómsveitin BSG, með þau Björgvln Halldórsson og Siggu Bein- teins fremst f flokki, spilar á Kringlukránni í kvöld. Skothelt dæmi f Kringlunni f kvöld. ■ DET BOR EN BAGER... Staðurinn Catalina f Hamraborginni stendur alltaf fýrir sfnu. Hljóm- sveitin Gammel Dansk leikur f kvöld. Det var brændevin i flasken da vi kom ... da vi kom! ■ DISKÓKVÓLD Á GAUKNUM Hljómsveitin Hunang stendur fyrir diskókvöldi á Gauknum f kvöld. Hungang skartar m.a. Karli nokkrum Örv- arssyni. ■ EINSI NÆR ÁTTUM Á GRAND Guð minn góður. Hver man ekki eftir „vonhittvonderinu" Einari Áttavillta, sem söng eins og umskorinn geldingur; „Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg". Nú ætlar sá áttavillti að ganga veg hamingjunnar og troða upp á Grandinu með hinni stórkostlegu sveit Trípólí. Fyrr um daginn er það pílan á Grand Rokk og hefst mótiö klukkan 14. ■ GEIR OG RÚNAR Á SPRETTINUM Hljóm- sveitin Léttir sprettir leikur á Gullöldinni í kvöld. Hljómsveitina skipa gleðipinnarnir Geir og Rúnar. ■ GUNNAR PÁLL Á UÚFU NÓTUNUM Gunnar Páll leikur hugljúfa og rómantíska tónlist í kvöld á Grand Hótel. Allir eru hjartanlega velkomnir. ■ HERB A VEGAMÓT Jurtin frá Ugowitz verð- •Klassík ■ KENNARAR í SALNUM í dag munu Margrét Stefánsdóttir á flautu og Dewitt Tipton á pf- anó flytja verk eftir Schubert, Copland, Hoover, Liberman og Godard. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð kennara Tðnlistarskóla Kópavogs. Tónleikarnir heflast kl. 17.00. •Sveitin ■ PAPAR Á BREtÐINNI Hljómsveitin Papar trylla lýöinn f kvöld á Brelðinni uppi á Skaga. ■ STÓRDANSLEIKUR Á ODD-VITANUM Þaö er stórdansleikur með hljómsveitinni Tvöföld áhrif I kvöld á Odd-Vitanum á Akureyri. Hljóm- sveitin er alltaf undir tvöföldum áhrifum á sviði þannig að meðlimirnir eru oft ansi skrautlegir. ■ VIÐBITIÐ Á SIGLUFIRÐI í kvöld ætlar Butt- ercup að d r a g a * *■ % I o ö n a k n a t t - spyrnu- kappa út á dansgólfið •’ 1 með stinn- *'« yt, um geir- , > vörtum og seiðandi , rödd söng- ; konunnar. tl** Hún spyr g;í sjálfa sig og aðra að því til hvers hún ætti aö fara á fæt- ur eða yfir höfuð lifa, ef kærastinn hennarværi ekki meö há kollvik. Siglfirðingar veröa á Hót- elinu, og linna ekki látum f æsingi sínum og að- dáun á hljómsveitinni eftir verslunarmanna- helgina. frskri stemningu á Orminum, Egilsstööum, í kvöld. ■ BINGO Á MÓTEL VENUS Hljómsveitin Bingo verður f hörkustuöi á Mótel Venusi í kvöld. Leikhús ■ MEÐ STANDARA í BÍÓINU Með fullri reisnf Tjarnarbfói. Sýning f kvöid og hefst hún kl.19. Miðasölusíminn er opinn alla daga frá kl. 12 til 19. Sjá Margréti Eir og beru strákana. ■ SHOPPING AND FUCKING EGG leikhúsið sýnir í sam- vinnu við Leik- félag íslands í Nýlistasafn- inu verkiö Shopping and Fucking ! kvöld, kl. 20. Verkiö hefur vakiö mikla athygli og I kvöld gilda C-kort. ■ AF STORMI OG ORMI Stormur og Ormur er sýnt í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3 kl. 15 f dag. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og áhorfandanum er haldið hugföngnum til enda. ■ HAUKURINN ER HELLISBÚINN Bjarnl Haukur er ennþá Hellisbúinn f tslensku óper- unni. Sýningin gengur enn fyrir fullu húsi. Holl lexfa fýrir bæði kynin. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Sýning f kvöld kl. 20. ■ SEX í SVEIT Sýningum á Sex í sveit f Borg- arleikhúsinu fer óöum fækkandi. Verkiö er sýnt f kvöld kl. 19. Það að þetta er fjóröa sýn- ingarárið segir allt sem segja þarf. ■ SJÁLFSTÆTT FÓLK Leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigrföar Margrétar Guð- mundsdóttur á Sjálfstæðu fólkl eftir Halldór Laxness er ennþá sýnd í Þjóðlelkhúsinu viö góöar undirtektir. Sýningin er nýkomin frá Expo 20001 Þýskalandi þar sem þaö fékk ein- stakar viötökur. Það er langur leikhúsdagur í dag og því báðir hlutarnir sýndir. Sýningaflöldi er takmarkaður. ■ VÓLUSPÁ Á SVH)I Mögulelkhúslðviö Hlemm sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn i dag kl. 16. Verkinu hefur verið frábærlega tek- ið af gagnrýnendum. Verk sem vert er aö sjá. •Kabarett ■ OUEEN Á BROADWAY Queen-sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og er um að gera að flöl- menna á sýninguna á Broadway f kvöld. Eirikur Hauksson og aörir söngvarar fara á kostum í þessari sýningu þar sem allir helstu Queen-smell- irnir fá að hljóma. Eiríkur kemur sérstaklega heim úr útlegð f Noregi og vippar sér í skó Freddys heit- ins Mercury. Að sýningu lokinni verður ÍBV-dans- leikur þar sem stuðningsmenn ÍBV ætla að hita sérstaklega upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti ÍA. •Opnanir ■ KARÓLÍNA OG ÞÓRDUR HALL í dag kl. 15.00 verða opnaðar sýningar á verkum Karólínu Lárus- déttur og Þórðar Hall f Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Sýningarnar standa til og með sunnudagsins 8. október og eru opnar alla daga nema mánudag frá 11-17. Karólína Lárusdóttir opnar málverkasýningu í austursal safnsins. í vestursal safnsins opnar Þórður Hall sýningu á málverkum sem unnin eru f olfu á striga. ■ LANDSLAG IGALLERI REYKJAVIK I dag kl. 15 opnar Ólöf Birna Blöndal einkasýningu ! Gallerí Reykjavík. Inntak hluta verkanna er sótt til Mý- vatns- og Möðru- dalsöræfa með áherslu á birtu og litaskil í nátt- úrunni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13- 18, laugardaga 11-17. Opnunar- daginn er opið frá 14-17. Sýning- unni lýkur 7. október. ■ UMBREYTING Á neðri hæð Listasafn Kópa- vogs verður opnuð f dag sýningin Umbreyting. Á sýningunni eru glerverk Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens Larsens. Sigrún og Sören hafa rekið gler- verkstæðið Gler í Bergvík á Kjalarnesi frá árinu 1982. Þau hafa haldið einkasýningar og tekið þátt 1 samsýningum vfða um heim, m.a. f Þýskalandi, Bandarikjunum og Japan. Verk þeirra er að finna í ýmsum virtum iistasöfnum erlendis, s.s. Glasmu- seet Ebeltoft, Danmörku, og Musée des Arts Décoratifs f Lausanne, Sviss. Á sýningunni má bæði sjá verk sem eru bein þróun af verkum fyrri ára og einnig nýjar þreifingar varðandi möguleika og eðli glersins. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17. Sýninginni lýkur 8. október. •Síöustu forvöö ■ BIRTAN í SÍMASKRÁNNI í dag lýkur sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur á olíumálverkum í Usthúsi Ófeigs á Skólavörðustfg 5. Sýningin nefnist „Birt- an í sfmaskránni (trú, von og kærleikur)”. Verkin flalla um tilfinningar mannskepnunnar. Þarna eru t.d. myndir af dýrum, bollum og ýmsum trúartákn- um. Margar myndanna eru málaðar á hluta af símaskránni. Símaskrána sem er allsstaðar og tengirokkur saman. ■ NORÐURGLUGGAR í GALLERÍ SMÍÐAR OG SKART 1 dag lýkur myndlistarsýningu Antoniu Phillips, „Norðurgluggar", i Galleri Smiðar og Skart, Skólavörðustíg 16A. Antonia er Lundúnar- búi á fertugsaldri. Hún nam myndlist við Bour- nemouth & Poole College of Art á árunum 1984 til 1988. Helsta viðfangsefni Antoniu er fuglalffið og náttúran. Hún er hugfangin af íslenskri náttúru og samspili fuglalffs og vatns. Hún hefur heimsótt ísland mörgum sinnum til þess að fá innblástur í verk sfn. Á sýningunni eru 23 myndir, 17 vatnslita- myndir og 6 olfumálverk, og eru þær allar málað- ar á þessu ári. Efni allra myndanna er íslenskt, fs- lenskir fuglar f íslensku landslagi. Þetta er fyrsta sýning Antoniu hér á íslandi, landinu sem hefur verið henni uppspretta hugmynda sem hún hefur • notað f verk sfn. Opnunartímar eru á verslunar- tíma, frá klukkan 10 til 18 virka daga og klukkan 10 til 14 laugardaga. •Feröir ■ SKÓGARGANGA í MOSFELLSBÆ Fjórða og jafnframt síðasta haustganga Skógræktarfélags íslands, Garðyrkjufélags íslands og Ferðafélags íslands verður f dag. Gangan hefst kl. 10.00 og tekur um tvo tíma. Safnast verður saman á bíla- stæðunum við Reykjalund. y Mtengi í blcði.í ...og bíllykill er lífshættuleg blanda Veldu fjóra Regnbogaskírteini Sinfóníunnar er málið. Fernir tónleikar að eigin vali með fínum afslætti, Fáðu þér Regnbogaskírteini og sætið er tryggt. Munið námsmannaafsláttinn - miðar á hálfvirði samdægurs Háskóiabfó v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is r 1 T 7 1 1. $v*:<»ct* | l 2T9 1 4 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.