Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Side 8
01 X-l-fLÍ-ö...E.E.X.I R V T M M \ I Vikan 22. september til 28. seotember Ifókus Hugmyndin um ósýnileika hefur fylgt mannkyninu um langa hríð og nú hefur leikstjórinn Paul Verhoeven tekið sig til og sent frá sér spennutryllinn Hollow Man sem verður frumsýnd- ur í kvöld. í aðalhlutverkum eru þau Kevin Bacon, Elisabeth Shue og Josh Brolin. Ósýnilegt beikon Myndin fjallar um vísindamann- inn Sebastian Caine (Kevin Bacon) sem stýrir leyniverkefni á vegum Bandarikjastjórnar sem hefur það markmið að komast að leyndardóminum á bak við ósýni- leika. Þegar tilraunirnar virka á dýrum verður Caine svo uppnum- inn að hann virðir skipanir yfir- valda að vettugi og framkvæmir tOraunimar á sjálfum sér. Til allrar óhamingju gengur dæmið ekki upp og Caine reynist ómögulegt að gera sig sýnilegan að nýju eftir að allt hafði gengið upp. í örvæntingu reynir hann að snúa örlögunum við ásamt undirmönn- um, þeim Lindu McKay (Elisa- beth Shue) og Matthew Kens- ington (Josh Brolin), en án árang- urs. Málið flækist svo til muna þegar hinn ósýnilegi Caine veröur æ uppteknari af þessum nýja mætti sínum. Leynilega rannsókn- arstofan verður að nokkurs konar vígvelli þegar visindamennirnir uppgötva að hinn nýtilkomni leið- togi þeirra lítur á þá sem ógnun gegn tilvist sinni. The Bacon Brothers Leikaraúrvalið í myndinni er alls ekki af verri endanum og ber fyrsta aö nefna Elisabeth Shue sem hlaut tilnefningu til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í snilldar- ræmunni Leaving Las Vegas. Eftir að hafa stefnt að lögmannsferli lét hún tæla sig út í leiklistina og fyrsta kvikmyndahlutverkið var í ekki ómerkari kvikmynd en Kara- te Kid á móti Ralph Macchio. Hún lék síðan í myndum á borð við Coctail, The Marrying Man og Heart and Souls áður en stóra tækifærið kom í Leaving Las Ve- gas. Auk óskarstilnefningarinnar fyrir þá mynd hlaut Shue fjölda annarra viðurkenninga og fór að fá betri hlutverk, s.s. í myndum eins og The Saint, Deconstructing Harry og Palmetto. Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum Kevins Bacons en hann lék ungur að árum í fyrstu kvik- mynd sinni, National Lampoon’s Animal House. Bacon fékk í fram- haldinu hlutverk í Diner og sló svo eftirminnilega í gegn í Footloose. Eftir það tóku við myndir á borð við The Big Picture, Tremors, JFK og A Few Good Men. Árið 1994 var hann tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir River Wild og árið eftir sást til hans í stórmynd- inni Apollo 13. Bacon hefur síðan tekið að sér leikstjóm auk þess að leika í myndum eins og Sleepers, Picture Perfect, Digging to China og Wild Things, þar sem hann lét sig ekki muna um að spranga um allsber. Hann lék síðast í Stir of Echoes en heldur einnig út hljóm- sveit ásamt bróður sínum sem ber hið hörmulega nafn The Bacon Brothers. Robocop og Showgirls Ferill leikstjórans Pauls Ver- hoevens nær allt aftur til sjöunda áratugarins þegar hann byrjaði að dunda sér við gerð stuttmynda eft- ir að hafa lokið háskólaprófi í stærðfræði og eðlisfræði. Um marga ára skeið gerði Verhoeven myndir í heimalandinu, Hollandi, og það var ekki fyrr en í byrjum níunda áratugarins að hann fór að leita til Bandaríkjanna. Árið 1987 kom fyrsti alþjóðlegi smellurinn þegar hann sendi frá sér Robocop en henni fylgdi hann eftir með ekki ómerkari mynd en Total Recall sem hlaut meðal annars tvær óskarsverðlaunatilnefningar. Þar með var Verhoeven þó alls ekki hættur því næst kom Basic Instinct sem sló svo eftirminni- lega í gegn árið 1992 en hann brot- lenti þó vel með Showgirls þrem árum seinna sem var rökkuð hressilega niður um heim allan. Fluginu náði Verhoeven þó aftur með Starship Troopers sem öll- um að óvörum var hin ágætasta skemmtun og nú veðjar hann á Kevin Bacon í hlutverki ósýnilegs geðsjúklings. Reykjavíkin mín Karl Óttar Geirsson, nemi og trommari í Fálkum og allt alveg æöislegt. samt ekki staður sem ég mundi fara á meö minni heittelskuðu og vera þar, kannski bara labba fram hjá. HEILSAN : ■ TENNISHÖLLIN í KÓPA- VOGI Ég spila fótbolta einu sinni í viku í Tennishöll Kópavogs m e ö v e I m e n n sem eru ekki alitof góöir. Þetta er svona hæfilega al- varlegt hjá okkur. Svo finnst fínt að fara út aö labba sérstaklega í vondu veöri. Ég horfi líka stundum á aerobik I sjón- varpinu og hugsa um hvernig væri að gera þetta en geri samt aldrei neitt. ég meö Einari Ben., þaö eryndislegur stað- ur. Þægileg koníaksstofa, góö þjónusta VERSLUN: ■ AÐALHQRNIÐ Ég er ekki mikill verslunarmaður, held mestu viðskipti mln séu viö Aðal- horniö en þaö er sjoppa hér á Grettis- götunni. Hún selur Cheerios og mjólk og svona þannig aö. maður getur reddaö sér. Ekki bara pulsur. Svo versla ég bara MORGUNHATUR: ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Ég þekki varla oröiö morgunmatur. Ég boröa aldrei morgunmat og mun ekki gera þar sem ég er aldrei vakandi á þessum tíma dags. Ef þaö er eitthvaö þá er þaö bara kaffibolli í mötuneyt- inu í Háskólanum. ÚT n E Ð VINUNUM: ■ SIRKUS Þaö veltur mjög á því meö hverj- um ég fer og þaö er e n gin nQ e i n n KVÖLDMATUR: ■ NÚDLUHÚSIÐ Ef ég ætti aö nefna einn staö sem mér finnst gott aö fara á og geri oft þá bendi ég á Núöuluhúsiö sem er rétt hjá mér. Þar fær maöur alla veg- ana nóg aö éta. Núöluhúsiö hefur sjaldan klikkað, steiktar núölur með kjöti virka helvíti vel. ■ EINARBEN HÁDEGISMATUR : ■ APÓTEK Hann er álíka fjarlægur o g morg- u n - mat- u r - inn. H á - degismaturinn er kannski bara annar kaffibolli, það er aðal- lega kaffi sem ég lifi á. Ef ég vil gott kaffi þá fer ég stundum á Apótek. Kaffið í Háskólanum er nefnilega ekkert svo gott. Ég boröa ekki mikiö fyrri part dags, er ekki búinn aö koma öllum líf- færum í gang. ákveðinn staður, miklu frekar einn rúnt- ur. Thomsen, Gaukurinn, þangaö fer ég oft en annars er skipting- in mjög jöfn. Annars finnst mér fínt aö fara á Sirkus, hann er lítill og kósl og ekki alltof mikil geöveiki. Það er fínt aö vera þar og ekki er verra ef maður þekkir fólkiö sem vinnur á barnum. RÓMANTÍK í REVKJA- VÍK : ■ TJÖRNIN Tjörnin á veturna þegar hún er al- veg frosin, þaö finnst mér mjög sætt. Þetta er skemmtanir > * Hin árlega dragkeppni verður haldin formlega í fjórða sinn á morgun á Spotlight. Kynnir verður Páll Óskar í fuliu dragi. Keppnin heim Framkvæmdastjóri keppninnar, Ge- org Erlingsson, segir keppnina með öðru sniði en síðustu ár. „Þetta er fyrsta ílókna keppnin. Með því á ég við að nú eru þrjár búningaskiptingar i stað þess að áður var aðeins komið fram í einum búningi. Keppendurnir koma því fram þrisvar, i kvöldkjól- um, „bikini" eða „swimwear“ og svo sýningarkjólnum sjálfum." Georg bendir á að þetta sé erfiðara en að koma bara einu sinni fram, „því þeir verða að vera í karakter allan tím- ann.“ Keppendumir eru að þessu sinni sjö. Aðeins er þó um 5 vinningshafa að ræða. Nýbreytni felst í vali þessara vinningshafa því tveir þeirra verða valdir á Netinu á slóðinni leit.is/drag. Þar verða valdar netdrottningin og ljósmyndafyrirsætan. Georg segir heimsóknir á síðuna hafa verið fjöl- margar og margir tekið þátt í kosning- unni. 1.-3. sæti verður svo valið af dómnefnd á morgun sem Georg stýrir. Georg hefur stjórnað keppninni síð- astliðin tvö ár eða síðan hann vann í gervi Keikós árið 1998. „Keppnin hef- ur verið haldin á Nelly’s Café og Ing- ólfscafé en nú er hún komin heim. Þá á ég við að nú er hún haldin á Spotlight - gay-stað Reykvíkinga." Aðspurður segir Georg ekki vera rnn neitt skipulagt framhald að ræða eftir keppnina fyrir vinningshafann eins og oft er með fegurðarkeppnir. „Það er þó ekkert mál að komast í kontakt. Keppnin er góð auglýsing og hefur skaffað vinningshöfunum til þessa nóg að gera. Draumurinn er samt að koma á einhverju framhaldi eftir keppnina hér heima við stærri keppn- ir erlendis." Georg segir sjálfur að síminn hafi vart stoppað eftir að hann vann ‘98 og eins hafi verið með Venus sem vann í fyrra. Georg fór meira að segja í þriggja mánaða sýningarferða- lag um Spán. „Vinur minn úti á Spáni hafði samband við mig eftir að hann frétti að ég hafði unnið keppnina hér heima. Ég ákvað að skella mér út því ég var hvort eð er á leiðinni i sumar- frí. Þegar út kom var ég strax kominn með umboðsmann og svo var brjálað að gera næstu þrjá mánuði.“ Þetta virðist því vera hörkubisness. Er ekki um að gera að drífa sig í þetta, strák- ar, og verða sér þannig úti um skemmtilegt hobbí og aukapeninga! Georg Erlingsson, framkvæmdastjóri Drag 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.