Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 11
«r Ifókus Vlkan 22. september til 28. september JLLtiA ■E—X- .X-I-tt-M-JJ. |Q Margt fólk kemur að vinnsluferlinu á stórmyndum eins og Dancer in the Dark og það er alltaf gaman að rekast á nafn íslendings þegar kreditlistinn rúllar yfir skjáinn. Pétur Einarsson er búsettur í Danmörku og vinnur við kvikmyndagerð. Hann var einn af þremur hljóðmeisturum myndarinnar. Pétur sá um eftirvinnslu hljóðs við gerð Dancer in the Dark. Allt tal og upptökur á leikhljóðum voru í hans höndum og vinnslan tók 14 vikur. Pét- ur hefur unnið mikið fyrir Centropa, kvikmyndafyrirtæki leikstjórans Lars von Triers, en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur með honum per- sónulega. Ekkert vesen Fjöhniðlar hafa mikið rætt meinta samstarfsörðugleika Bjarkar og Tri- ers við tökur myndarinnar. Pétur vann með þeim báðum og þótti litið mál. „Samstarf okkar Triers var allt á besta veg. Við unnum töluvert mikið saman við klippinguna. Hann virtist bara vera ljómandi ánægður með af- raksturinn og mér þótti mjög þægilegt að vinna með honum,“ segir hann. Einnig vann Pétur með Björk við upp- tökur á aukasetningum hér á landi og hann segir það einnig hafa gengið al- gjörlega vandræðalaust. „Ég heyrði af vandræðum á tökustað, í gegnum pressuna, og ég held að það sé bara verið að gera úlfalda úr mýflugu. En hvað þykir Pétri um myndina? „Mér er farið að þykja mjög vænt um þessa mynd eins og verður oft þeg- ar maður er búinn að vinna lengi við sama verkefnið," segir hljóðmeistar- inn. í vinnunni sá hann nokkur rennsli á myndinni ókláraðri og hrárri en var svo nýlega viðstaddur frumsýningu hennar í Danmörku. „Ég hreifst með henni. Ekki síst vegna þess hvað Björk er frábær. Stundum fara hlutir eins og leikurinn í taugarn- ar á mér þegar ég er búinn að sjá myndina oft en Björk leikur stórkost- lega. Ég hef gaman af myndum Lars, hann er villtur, en villtur á skemmti- legan hátt,“ segir Pétur og bætir því við að Trier hafi sjálfur verið að baki myndavélinni mikinn part upptök- unnar. Unnið víða Pétur nam við Konunglega danska kvikmyndaskólann og útskrifaðist þaðan sem hljóðmeist- ari eftir fjögurra ára nám. Síðan hefur hann unnið að ýmsum verk- efnum, jafnt sem hljóðmaður á tökustað og við eftirvinnslu í stúd- íói. Af dönskum myndum sem hann hefur komið að má nefna Den eneste ene, Pusher og dog- mamyndina Mifimes sidste sang. Einnig hefur hann unnið við ís- lensku myndirnar Ungfrúin góða og húsið og Sporlaust. Nýjasta verkefni Péturs er myndin Zookeeper, með Sam Neil og Ge- orge Vent í aðalhlutverkum. Þar sér hann um hljóðupptökur og býr til dýragarðs-“effekta“. Hann seg- ist furðulítið hafa þurft að hafa fyrir að fá verkefnin. Orðstírinn fleytir fólki áfram i þessum bransa. Leikfélagið Hugleikur var nýverið á alþjóðlegrí. tónlistarhátíð í Litháen og sýndi þar leikritið Bíbí og Blakan. Verkið hlaut fá- dæma undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. í kvöld sýna Hugleiksmenn stykkið í Kaffileikhúsinu. Vampírur ■ t Frá frumsýningu Hugleiks á Nóbelsdraumum í janúar '99 Hugleikur var stofnaður árið 1984 og er því elsti starfandi áhugaleikhóp- ur Reykjavíkur. Sérstaða Hugleiks hefur verið sú að öll verk sem hópur- inn hefur sýnt eru heimatilbúin. Efni leikritanna eru sprottin úr íslensku þjóðlífi en einnig úr þjóðsagnaarfin- um, sögu þjóðarinnar og gullaldar- bókmenntum okkar íslendinga. Söng- ur og tónlist hafa jafnan sett svip sinn á sýningar hópsins. Auk þess hefur leikhópurinn leitast við að þróa sér- stakan stíl sem nefndur hefur verið hugleikskur leikmáti eða bara hug- leikska. Bíbí og Blakan var fyrst frumsýnt af Hugleiki árið 1996. Höfundar verks- ins eru Hugleikaraþríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið er óp- erueinþáttungur þar sem óperuhefðin er skopstæld að hugleikskum hætti. Söguþráðurinn er dramatískur en efnistökin með þeim ólíkindahætti sem einkennir verk Hugleiks. Ung og saklaus stúlka kynnist dul- arfullum aðkomumanni en fljótlega vakna grunsemdir um að hann sé hreint ekki eins og fólk er flest, held- ur hættuleg vampýra. Ofvirkur vampýrubani með lögreglukór sér til fulltingis reynir að sannfæra ung- frúna um þá hættu sem hún er stödd í en málin þróast á annan veg en ætl- að var. Leikarar eru átta auk píanó- leikarans Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Aðeins er um þrjár sýningar að ræða og því er um að gera að drífa sig í miðakaupin til að missa ekki af góðri skemmtun. * Bíóborgin islenski draum- urinn ★★★ “Á heildina litið ræður Robert I. Douglas vel við formið. islenski draumurinn lof- ar góðu um framtlðina hjá honum." -HK Sýnd kl.: 6, 8, 10 High Fidelity ★★★★ “Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nú- tímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þanniggerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta.’-ÁS- Sýnd kl.: 5.50, 8, 10.10 American Psycho ★★★ American Psycho byrjar nær óaðfinnanlega og heldur dampi en lokakaflinn er snubbóttur. -BÆN Sýnd kl.: 6, 10.20 Keeping the Faith ★★★ Myndin er oft þræl- fyndin og gleymir aldrei grínhlutverkinu.-PJ- Sýnd kl.: 8 Bíóhöllin Perfect Storm ★★★ “Myndin er raunveru- leg og áhrifamikil. " -GG- Hollow Man Kevin Bacon er ósýnilegur, gerir bara það sem honum sýnist og gef- ur samfélag- inu ósýnilegt fokkmerki.-ES- Sýnd kl.: 3.40, 5.50, 8, 10.15 High Fidelity ★★★★ (Sjá Bíóborg) Sýnd kl: 5.55, 8,10.10 íslenski draumurinn (Sjá Biðborg) Sýnd kl.: 4, 6, 8.05, 10 Titan A.E. Rúmlega 1000 árum frá þessum degi verður mannkynið á vergangi um sólkerf- ið og þarf að berjast fyrir tilvist sinni. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Dancer in the Dark Björk fer á kostum í þessari nýjustu mynd dans og söngva í leikstjórn dogmajöfursins Lars von Trier. Sýnd kl.: 5.20, 8, 10.40 Coyote Ugly ★* “Það er eitt sem hægt er að ganga að sem vísu I þeim kvikmyndum sem Jerry Bruckheimer framleiðir - það er ekki snefill af frumleika I þeim. Handritið er ein klisja frá upphafi til enda."-HK- Sýnd kl.: 4, 6 Pokémon Sýnd kl.: 4 Tumi tígur Sýnd kl.: 3.45 Perfect Storm ★★★ Sýnd kl.: 8, 10.20 Háskólabíó Dancer in the Dark Björk fer á kostum I þessari nýjustu mynd dans og söngva í leik- stjórn dogmajöfursins Lars von Trier. Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Pitch Black ★★ “Pitch Black er ágæt skemmtun fyrir spennufíkla og leikarar, sem ekki eru þekktir, standa fyrir sínu." -HK Sýnd kl.: 8, 10.15 Battlefield Earth John Travolta getur ennþá tekið sporið, en hér berst hann um yfirráð jarðarinna. Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.30 Where the Heart is ★★ “Melódrama sem oft er á mörkum væmni. Myndin er frekar laus í rásinni, langdregin og handritið er illa skrifað. Það sem bjargar henni eru leikararn- ir.” -HK Sýnd kl.: 5.30 UnderSuspicion ★★ "Þetta er morðsaga og sagan er góð sem slík en úrvinnslan ekki nægilega þétt og endirinn er slakur.” -HK Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.30 Englar alheimsins ★★★ Sýnd kl.: 6, 8 101 Reykjavík ★★★ 101 Reykjavík liggur mikið á hjarta en gleymir aldrei því hlutverki að skemmta áhorfendum. -BÆN Sýnd kl.: 8, 10 Kringlubíó Road Trip Þessi feröalög geta verið rosa- leg, og þetta er engin undan- tekning. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 High Fidelity ★★★★ “Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hiö besta."-ÁS- Sýnd kl.: 8, 10.10 íslenski draumurinn (Sjá BTóhöll) Sýnd kl.: 6, 8, 10 Pokémon Sýnd kl.: 4 Tumi tígur Sýnd kl.: 4, 6 Laugarásbíó Road Trip Þessi ferðalög geta verið rosaleg, og þetta er engin undantekning. Sýnd kl.: 6, 8,10 Hollow Man Kevin Bacon er ósýnilegur, ger- ir bara það sem honum sýnist og gefur sam- félaginu ósýnilegt fokkmerki. Sýnd kl.: 5.50, 8,10.10 Shanghai Noon ★★★★ Þegarbest lætur er Shanghai Noon vel heppnað- ur farsi. Hraðinn í atburðarásinni er mikill. Fyndnar setningar eru oft- ast á kostnað Chans og svo er myndin upp full af vel útfærðum bar- dagasenum og áhættuatriðum.-HK- Sýnd kl.: 6, 8, 10 Regnboginn TitanA.E. ★★★ (Sjá Blóhöll Sýnd kl.: 6, 8,10 Big Momma's House ★ Sagan er ekki merkileg og skiptir litlu máli allt miðbik mynd- arinnar. Er Martin Lawrence jafngóður gam- anleikari og Eddie Murphy? Svarið hlýtur að vera neitandi.-HK Sýnd kl.: 6, 8, 10 The Patriot Mel Gibson er mættur drullugur upp fýrir haus að berjast við Breta um Banda- rikin. Sögufölsun eins og hún gerist best. Sýnd kl.: 10 X-Men Stökkbrigði sýna illmennum I tvo heimana. Sýnd kl.: 8, 10 Music of the Heart ★★ “Meryl Streep ber höfuö og herðar yfir aðra I myndinni og gerir það að verkum að Music of the Heart verður eftirminnileg kvikmynd." -HK Sýnd kl.: 5.50 Stjörnubíó Hollow Man Kevin Bacon er ósýnilegur, ger- ir bara það sem honum sýnist og gefur sam- félaginu ósýnilegt fokkmerki. Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.20 Boys and Girls Hvað vilja strákar og hvað þurfa stelpur? Sýnd kl.: 6, 8, 10 Gcður bílAtjári f. : eralltat I [í gcðum jgír Eins og þú vilt að hinir aki skalt þú og sjálfur aka UMFEhÐAR RAÐ vvvvw uinh'id ■c 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.