Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 I>V Stofnun Árna Magnússonar gefur út fyrsta bindi í ritsafni Hallgríms Péturssonar: Eins og að drekka kampavín Á morgun, 27. október, á dánardœgri sr. Hallgríms Péturssonar, kemur út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar fyrsta bindið í nýrri frœðilegri heildarútgáfu verka hans. Þetta er fyrsta bók af fimm í fyrsta hluta heildarútgáfunnar sem nefnist „Ljóðmœli"; alls veróa hlutarnir fjórir og bera hinir þrír yfirskriftirnar Sálmaflokkar, Rímur og Laust mál. Alls veróa bindin líklega tíu. Engin heildarútgáfa hefur áður verió gerð af verkum Hallgríms svo sannarlega var kominn tími til. 326 ár eru síðan hann lést úr holdsveiki árið 1674, sextugur að aldri. „í þessu fyrsta bindi eru 33 kvæði, and- látssálmar og ádeilukvæði. Þau tengjast andlátssálmunum þannig að i þeim er mik- ið fjallað um forgengileik veraldarinnar og fallvalt lán,“ segir Svanhildur Óskarsdótt- ir, einn af aðstandendum útgáfunnar. „Þar kemur oft fram að það þýði ekkert að vera að monta sig og klæða sig í dragfín föt, því þetta hverfi allt um síðir!“ Lítið er varðveitt í eiginhandarriti Hall- grims, aðeins Passíusálmarnir og tveir sálmar um dauðann. Annaö er allt í af- skriftum og það gerir fræðimönnum erfitt fyrir. „Við þurfum að fara í gegnum öll handrit og ráða í hvert þeirra geymir besta textann. Aldarháttur, frægasta ádeilukvæðið hans, er til dæmis varðveitt- ur í yfir 40 handritum." Eins og vonlegt var miðað við þessar vinsældir heyrði Hallgrímur iðulega kvæðin sín af vörum annarra talsvert öðru- visi en hann hafði hugsað sér þau upphaflega eins og eftirfarandi vísa um Króka-Refs rimur hans sýnir: Séð hef ég áður rlmur Refs ritaðar mínum penna, en nú er mér orðið allt til efs hvort eigi mér að kenna! Tónlist Röng ímynd fræðimanna - Er ekki skrýtið að þetta höfuðskáld skuli ekki vera til í góðri heildarútgáfú? „Jú, en það er heldur ekki til fræðileg útgáfa af Njálu!" segir Svanhildur. „Verkefnin í sambandi við fræðilega útgáfu eru bara svo stór og við eigum ekki nauðsynlegan mannskap í þau. Því segi ég það að því fleiri sem leggja fyrir sig þessi fræöi, þeim mun betra!“ Ráðgert er að gefa út eitt bindi á ári en Svanhildur telur að til að sú áætlun standist þurfl fleiri að koma að verki. Margrét Eggertsdóttir sem lengst hefur unnið að útgáfúnni er orðin lektor í Kaup- mannahöfn og Svanhildur og Kristján Eiríksson eru ein eftir. „Fólk hugsar sér fræðimenn þannig aö þeir séu bara ósköp ánægðir með að tíminn líði hægt og það gerist mjög lítið á hveijum degi,“ segir Svan- hildur, „en þetta er alls ekki rétt. Manni líður rosa- lega illa þegar ekkert gengur! Við viljum að bæk- umar komi jafnt og þétt og fólk þurfl ekki að bíða endalaust eftir framhaldinu." I þessari útgáfu er textinn stafréttur og ekki verulega lesvænn fyrir aimenning, „ekki til að taka með sér í baðið,“ ems og Svanhildur orðar það. En á grundvelli hennar er einfalt að búa til góða og lesvæna útgáfu með bókmenntalegum inn- gangi og skýringum. Það verður næsta skref sem vonandi bíður ekki eftir því að öll bindin komi út. Hvað á erindi? - Á Hallgrímur erindi til fólks á nýrri öld? „Ég sá um daginn að það ætti að ræða um Shakespeare undir formerkjunum „Shakespeare og nútíminn" eða eitthvað á þá leið,“ svarar Svan- hildur eftir nokkra umhugsun, „og ég velti fyrir mér hvort það væri ekki þreytandi að vera alltaf að spyrja hvaða erindi þessi gömlu verk ættu við nútímann. Viljum við að nútíminn sé bara eitt- hvað sem er auöveldlega aðgengilegt fyrir nútíma- menn? Er ekki frábært að hafa eitthvað líka sem er framandi og þar með nýstárlegt? Mörg yrkis- efna Hallgríms eiga við á öllum tímum. Tungutak- ið er ekki nútímalegt, en hann er mjög gott skáld og málfar hans er mergjað. Hann virðist eiga svo létt með að yrkja. Það er svolítið eins og að drekka kampavín að lesa kvæðin hans, þegar loftbólumar springa í munninum! Það er gos í stílnum hjá honum, orðkynngin er svo mikil.“ Á dagskrá í Hallgrímskirkju á morgun kl. 16.30 i til- efni útgáfunnar heldur Margrét Eggertsdóttir erindi um skáldið, einnig verður upplestur og söngur og eru allir boðnir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ART Hamskipti hljóðanna 2000 Meðalaldurinn á mánudagstónleikum Art 2000 var ekki hár. Ungt fólk hefur löngum haft meiri kjark til að horfast i augu við nýjungar. Og það þurfti töluverðan kjark þetta kvöld. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður verkum eftir Paul Lansky sem er einn af gestum hátíðar- innar. Hann kynnti verk sin notalega, en litlir leiðarvísar sem tónskáldin gefa á staðnum geta reynst björgunarhringir sem menn þurfa jafnvel að ríghalda sér í til að týnast ekki og gefast tröll- um á meðan verkin ríða yfir. Sex fantasíur um ljóð eftir Thomas Campion er yflr 20 ára gamalt verk. Lansky vinnur þar með sama upplestur á ljóðinu í sex hlutum og er sá síðasti næst upprunanum. í fyrsta hluta vekur gagnstíg hljóðahreyflng við línu raddarinnar at- hygli. Náið samband lesturs og tóna í öðrum kafla er fallegt. Tónar í lestrinum eru teknir út og látnir liggja undir lestrinum þangað til annar slíkur tekur sig út og saman hljóma þeir um stund. Þessir sjálfsprottnu samhljómar sköpuðu stemningar sem undirstrikuðu hljóðveröld ljóðs- ins. Hin klassísku vinnubrögð höfundar skína í gegnum nýstárlegan efniviðinn og gefa honum trúverðuga mynd. Síðara verk Lanskys var í þessum flokki líka þó það sé bara ársgamalt. í Ride er boðið í ferða- lag. Bílahljóð og fleira kunnuglegt ber okkur áfram, við lendum í boði og fleira skemmtilegu. Það hversu flnlega Lansky notar þessar hlut- bundnu hljóðvísanir til að setja menn í stellingar fyrir annars óhlutbundið og hlaðið verk minnir kannski á sjöttu sinfóníu Beethovens, svo ein- hverjir nafnkunnir séu nú nefndir. Beethoven býður í því verki í siglingu niður á og hlustand- inn er áhorfandi að ýmsum uppákomum sem þó aldrei spilla hinni sterku formgerð verksins. Ride er líka sinfónískt verk .þó leikin séu tilbúin og upptekin hljóð af tónbandi. Það hefur stærð, framvindu og vídd sinfóníunnar og var sérlega áheyrilegt. Hið sama verður ekki sagt um það sem á eftir kom. Stunguskófluverk Kristínar Bjarkar Krist- jánsdóttur og Böðvars Ingva Jakobssonar inni- hélt einfalt myndskeið af manni með skóflu og að því er virtist skipulagðan hljóðaspuna. Þetta virk- aði dálítið eins og óljós minning um gamlan og uppreisnargjaman stíl sem nú er búninn að missa tennumar. Verkið frá tónlistarlegu sjónar- horni fádæma fátæklegt. Trevor Wishart hefur kannað mannsröddina og hvað er hægt að gera við hana með tólum og tækjum í marga áratugi. I Vox 5 eru hamskipti hljóðanna endalaus og má þar heyra allan dýra- garð raddarinnar, en sem verk hljómar það meira sem hljóðskúlptúr en tónverk. Hitt verkið.Tungur elds eða Tongues of Fire, varð til þegar skáldið hafði þýtt eitt af forritum sínum yfir á PC-tölvu og var að fara yfir alla möguleika hljóðbreytinga sem hann hafði þar innbyggt. Sú hugsun er ekki ný í tónlistarheiminum að setja saman verk þar sem tæmdir era einhverjir ákveðnir möguleikar innan gefms ramma. Nægir að nefna Prelúdíur og Fúgur eftir J.S. Bach. Verkið er sett saman með ágætu auga fyrir byggingu, með endurtekn- ingum á réttum stöðum, með þéttara efni í gull- insniði timans og vel unnu niðurlagi. Mörg hljóð- anna voru hreint ótrúleg og verkið að því leyti at- hyglisvert. En það nægði ekki til að lyfta þessu hljóðasafni upp á stall tónlistar. Um þetta atriði voru þó skemmtilega skiptar skoðanir meðal tón- leikagesta.en það er einmitt eitt af því sem gerir þetta svona spennandi. Þessi akur er nýr og upp- skeran enn dálítið villt og um leið umdeild. Sigfríður Björnsdóttir Bókmenntir Vandinn að vera öðruvísi Saklausir sólardagar er fyrsta bamabók Val- geirs Skagfjörð og vel heppnuð framraun að flestu leyti. Sagan hefst á stuttum inngangi þar sem lýst er þeirri fortíðarþrá sem heltekur mann sem horfir yfir æskuslóðir sínar. Síðan byrjar hin eiginlega saga þar sem sagt er frá Lúkasi sem er öðruvísi en allir aðrir í hverflnu. Pabbi hans er útlendingur og býr einhvers staðar úti í heimi, þess vegna er Lúkas með hrafnsvart hár og brún augu og er kallaður indíáninn af miður velviljuð- um krökkum í hverfinu. Ekki stríða allir Lúkasi, hann eignast góðan vin sem heitir Jói og bralla þeir margt saman. Ógurleg hrekkjusvín gera þeim hins vegar lífið leitt en foringi þeirra er Stebbi strý. Sá er allsvakalegur og kann hvorki meira né minna en ellefu hálstök. Sagan segir okkur frá uppátækjum Lúkasar og Jóa, bolabrögðum hrekkjusvínanna sem stigmagnast og lýkur með miklu uppgjöri. Sagan er lipurlega skrifuð; lýsingar á krökkun- um og umhverfi þeirra eru lifandi og standa greinilega höfundi nærri. Sam- skiptum barna og fullorðinna er lýst á glettinn og raunsæj- an hátt og þurfa söguhetjurnar að standast ýmsar raun- ir og sigrast á margs kyns vanda. Þessi hversdagslegu vandamál eru þau sömu og börn um þessar mundir þurfa að fást við þó að umhverfið sé annað og tímasviðið eigi að vera annað. Líðan Lúkasar eru gerð prýðileg skil. Hann er nokkurs konar nýbúi þar sem hann ber útlensk- an uppruna sinn með sér og er ekki almennt við- urkenndur sem íslendingur. Hann þarf einnig að lifa með því að eiga engan pabba, einúngis stjúpa sem hefur takmarkaðan áhuga á honum. Þessu ástandi - að vera hvorki þetta né hitt - er lýst á nærfærnislegan og skilningsríkan hátt þannig að klípa Lúkasar snertir lesendur. Öðrum þræði er sagan þroskasaga Lúkasar; þannig hjálpa sam- skipti hans við pabba Jóa honum að átta sig á því að það er ekki allt unnið með því að eiga föður. Vandamálin eru þó ekki máluð of dökkum litum en megináherslan lögð á atburðarásina. Sagan og persónur hennar fanga lesendur. Spennan helst frá upphafi til enda en um leið kynnist maður lifandi og raunsæjum persónum. Er óhætt að hvetja Valgeir til frekari dáða á þessu sviði. Katrín Jakobsdóttir Valgeir Skagfjörö: Saklausir sólardagar. Teikningar: Guöjón Ketilsson. Mál og menning 2000. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Stefán Snæbjörnsson, Sigrún og Sören glerhönnuðir og Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönnun- arsafnsins, með hluta gjafarinnar. Gler að gjöf Glerblástursverkstæðið Gler í Berg- vik er frumherji í framleiðslu listmuna úr heitu gleri á íslandi. Verkstæðið var stofhað árið 1982 í Bergvík á Kjalarnesi af hjónunum Sigrúnu Ó. Einarsdóttur og Sören S. Larsen og á þessum átján árum hefur það öðlast fastan sess á ís- lénskum sjónmenntavettvangi. Sigrún og Sören hafa sýnt verk sín um alia Evrópu og einnig á Grænlandi, i Bandaríkjunum og Japan. Helstu gler- listasöfn í heimi hafa fest kaup á verk- um þeirra og þeim hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar, bæði innanlands og erlendis. Nýlega lauk samsýningu Sigrúnar og Sörens í Gerðarsafni, og í framhaldi af henni hafa þau ákveðið að gefa Hönnunarsafni Islands gott úrval eldri glermuna sinna (1978-1989), bæði nytja- hluti, skrautmuni í frjálsu formi og sýnishom glermuna sem þau hafa unn- ið fyrir ýmsa aðila. Meðal þeirra era glerkrúsir eftir Sigrúnu frá 1979, en þær eru með fyrstu heilstæðu glerblást- ursverkum sem íslendingur hefur gert. Er mikiil fengur að þessari höfðinglegu gjöf fyrir Hönnunarsafnið, bæði í list- rænu og sögulegu tilliti, þar sem hún gerir safninu kleift að „skrá“ frumbýl- isár og þróun þeirrar merku starfsemi sem farið hefur fram i Bergvík á und- anfömum árum. Kvöldskólinn Bí kvöld kl. 22.30 verður endurflutt á rás 1 leikrit- ið Kvöldskólinn eftir Harold Pinter hinn sjö- tuga. Þar segir frá Valtý sem kemur úr fangelsi og kemst að því að frænkur hans aldraðar hafa leigt herbergið hans ungri stúlku sem segist vera kennari. Valtýr er að vonum fúil yfir því. Bjarni Jónsson þýddi leikritið en leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson. Til varnar skáldskapnum í kvöld kl. 20 er dag- skrá á Súfistanum, Laugavegi 18, í tflefni af útkomu bókarinnar „Ritgerðir og pistlar" eftir Sigfús Daðason. Einar Már Guðmunds- son minnist Sigfúsar. Berglind Gunn- arsdóttir, Bima Bjamadóttir og Hall- gi-ímur Helgason ræða stöðu ljóðlistar- innar í ljósi hinnar óviðjafnanlegu rit- gerðar Sigfúsar „Til varnar skáld- skapnum" og Hjalti Rögnvaldsson les úr verkum skáldsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimiil meðan hús- rúm leyfir. ART2000 Rafbassinn í kvöld kl. 20 heldur ART2000 hátíð- in áfram i Salnum. Þá koma fram bassahetjumar Skúli Sverrisson og Jack Vees ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni. Skúli hefur haslað sér völl sem einn fremsti rafbassaleikari heims. Hann hefur unnið með mörgum helstu postulum framúrstefnutónlistar, t.d. gítarleikaranum Alan Holdsworth, fjöl- listakonunni Laurie Anderson, Lou Reed og Brian Eno. Með honum kemur fram rafgítarleikarinn Hilmar Jensson sem hefur getið sér gott orð sem einn fremsti djassgítarleikari íslendinga. Kl. 19 verður opnuð innsetningin Þrir pýramídar eftir Jóhann G. Jó- hannsson. Framhaldstónleikar verða á Café 22 í kvöld. Á morgun hefst ART2000 með fyrir- lestri Martins Knakkegaard kl. 17 í Salnum og um kvöldið kl. 20 verða þar leikin verk eftir Wouter Snoei, Vindva Mei, Product 8 og Stilluppsteypu. Þá verða framhaldstónleikar á Gauki á Stöng kl. 22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.