Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Tilvera X>V Sreska „óskarsmyndin“ Af og tií hafa komið á sjónarsvið- ið ódýrar breskar kvikmyndir sem heillað hafa gagnrýnendur sem og áhorfendur og sett strik í reikning- inn gagnvart óskarsverðlaununum. Slíkar myndir voru Trainspotting og Full Monty og slík kvikmynd er Billy Elliot sem í sumar var frum- sýnd í Bretlandi við mikla hrifn- ingu og frábæra dóma og hefur ver- ið eitt helsta aðdráttaraflið á nokkrum kvikmyndahátíðum. í síð- ustu viku var BÚly Elliot frumsýnd í Bandaríkjunum i örfáum sölum begar miðað er við stóru myndirnar og fékk hún tvöfalt meiri aðsókn en Meet the Parents sem var vin- sælasta kvikmyndin, þegar miðað er við sætafjölda sem í boði er. Það er ekki aðeins að myndin í heild hafi fengið frábærar viðtökur held- ur hefur hinn þrettán ára gamli Jamie Bell, sem leikur titilhlutverk- ið, fengið frábæra dóma. Leikur hann ellefu ára gamlan son kola- vinnumanns í Bretlandi sem lætur undan vilja föður síns að stunda mefaleika. Einn dag sér hann æf- ngu hjá dansflokki sem eingöngu :r skipaður stúlkum og fær mikinn ihuga á að læra ballett. Þjálfari flokksins tekur eftir þessum áhuga hans og leyfir honum að vera með. Þegar karl faðir hans fréttir þetta tryllist hann enda telur hann alla karldansara vera homma. Jamie Bell, sem hefur stundað ballett í mörg ár, var valinn af mörg hund- ruð umsækjendum til að ieika hlut- verkið. Leikstjóri Billy Elliots er Stephen Daldry, kunnur leikhús- maður í Englandi. Zemecks og Hanks saman á ný Ein af jólamyndunum í Banda- ríkjunum verður Castaways, sem leikstýrð er af Robert Zemeckis, en þessa dagana er vinsælasta kvik- myndin á íslandi What Lies Bene- ath, sem Zemeckis leikstýrir einnig. Það er alltaf beðið með óþreyju eftir nýrri mynd frá Zemeckis enda mað- urinn þekktur fyrir að vera nýj- ungagjam þegar að tækniatriðum koma. Eftirvæntingin er kannski enn meiri nú þar sem í aðalhlut- verki er Tom Hanks, en Zemeckis leikstýrði honum í Forest Gump sem aflaði þeim nokkurra ósk- arsverðlauna. f myndinni leikur Tom Hanks öryggisvörð fyrir póst- þjónustu. Starf hans er þannig að hann þarf að ferðast mikið með skipum. Ein ferðin endar á þann veg að hann verður strandaglópur á eyðieyju í fjögur ár. Fjallar myndin um líf hans á eyjunni og hvernig hann fer að aðlagast aftur lífmu þegar hann hefur verið frelsaður. Mótleikkona Hanks er Helen Hunt. Cast Away verður frumsýnd 25. des- ember. Flagð undir fögru skinni leikur nördinn Elliot. Sá er orðinn þreyttur á lífinu og þráir það eitt að ná ástum stúlku einnar en hefur ekki árangur sem erfiði. Elliot ákveður að selja Kölska sáf sína fyrir sjö óskir sem hann ætlar að nota til að betrumbæta líf sitt - eða það heldur hann! Það kemur síðan betur í ljós að hann hefði betur sleppt því að gera þennan samning. Kölski, sem að sjálf- sögðu getur birst í alls kon- ar gervum, velur sem sagt að vera kynbomba í þetta sinn. Elliot ger- ir sér grein fyrir mis- tökum sínum en hefur eins og vænta má lítið að gera í Kölska og spurningin er hvort hann verði að sætta sig við að verða leiktæki í höndum hans eða hvort ein- hver út- komu- leið er fyrir eru Austin Powers: International Man of Mystery, Edtv, My Favorite Martian og Permanent Midnight þar sem hún reyndi við dramatískt hlutverk en var hálf utangátta eins og flestir í þessari drungalegu mynd. Þess má geta að hún leikur hlutverk i The Weight of Water sem frumsýnd var á Toronto-kvik- myndahátíðinni fyrir stuttu og Sigurjón Sighvatsson er fram- leiðandi að. Harold Ramis hef- ur víða komið við í kvikmyndum, hefur jöfnum höndum skrifað handrit, leikstýrt, framleitt og leikið. Hann er Chicago- búi sem ásamt John Belushi, Gilda Ragner og Bill Murray, sem einnig koma frá Chicago, skrifaði The National Lampoon Show sem Elizabeth Hurley Hún eikur Stan sem fær mun fallegri líkama en oftast áöur. Þriggja metra körfuboltastjarna Elliott hefur fengiö eina af sjö óskum uppfyllta. var upphafið að frægðarferli þeirra allra. Sem leikstjóri kvikmynda hóf hann leikinn með Caddyshack þar sem vinur hans Bill Murray lék að- alhlutverkið. Aðrar kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt eru meðal annars: National Lampoon’s Vacation, Multiplicity og Analyze This. -HK Svartur löggutöffari Tvær kvik- myndir, sem frumsýndar verða hér á landi þessa helgi, eru endurgerðar myndir eftir eldri mynd- um, Be- dazzled og Shaft, sem sýnd verður í Laugarás- bíói og Nýja bíói, Akureyri. Shaft, sem Shaftí svörtum fötum Samuel L. Jackson leik- ur löggutöffarann Shaft. gerð var snemma á áttunda ára- tugnum, er aðallega þekkt fyrir það að hún var fyrsta kvikmynd- in þar sem svört lögguhetja var aðalpersónan og varð hún gífur- lega vinsæl og hleypti af stokkun- um nýjum kvikmyndahetjum sem ekki sér fyrir endann á. Það var Richard Roundtree sem lék Shaft á stnum tíma í fleiri en einni mynd og kemur hann fram í sama hlutverki 1 nýju myndinni, er frændi Johns Shafts, sem Samuel L. Jackson leikur. Hinn nýi Shaft er sami töffar- inn og frændi hans. Það er fátt sem kemur honum á óvart - óheiðarlegar löggur, eiturlyfjasal- ar, vændiskonur og annar óþjóða- lýður - þetta allt saman og meira til sér hann dag hvern í starfi sinu sem rannsóknarlögreglumað- ur í New York-borg. Á góðum degi glímir hann við löggur og glæpa- menn sem vilja hann feigan og réttarkerfi sem stýrist af pening- um en ekki réttlæti! En John Shaft hefur góðan kennara, sem er nafni hans, sem sjálfur hefur lagt sitt af mörkum í gegnum tíð- ina til að sjá réttlætiö fram ganga. Einnig á hann gott bakland í Car- men, starfsfélaga í lögreglunni, og Rasaan, snjöllum náunga sem veitir Shaft upplýsingar um allt það sem gerist á götunum. Leikarar eru, auk Samuels L. Jacksons og Richards Round- trees, margir hverjir mjög þekkt- ir. Meðal leikara sem margir kannast við má nefna Vanessu Williams, Jeffrey Wright, Christi- an Bale, Toni Collette, Jennifer Esposito og Dan Hedaya. Leik- stjóri er John Singleton sem hing- að til hefur verið þekktari fyrir samfélagsádeilumyndir á borð Gamanmyndin Bedazzled, með Elizabeth Hurley og Brendan Fraser, í aðalhlutverkum verður frumsýnd á morgun í Stjörnubíói, Kringlubíói, Nýja bíói, Keflavík og Borgarbíói á Akureyri. Um er að ræða endurgerð myndar sem þeir félagar Dudley Moore og Peter Cook gerðu seint á sjöunda áratugnum og hefur lifað góðu lífi síðan. Það er hinn kunni leikstjóri Harold Ramis sem leikstýr- ir myndinni og aðalbreytingin er auð- vitað sú að nú er Djöfsi orðinn að hinni fögru Elizabeth Hurley í stað hins langleita andlits Peters Cooks heitins. í stað Dudleys Moore er kominn hinn íturvaxni Brendan Fraser sem hann. Bedazzled, sem frum- sýnd var í Bandaríkjun- um um síðustu helgi, hefur fengið misgóða dóma en flestir eru á þvi að sú áhætta sem Harold Ramis tók með því að velja Elizabeth Hurley í hlutverk Djöfsa virðist hafa gengið upp því Hurley þykir standa sig vel og kemur hún mörg- um á óvart því hingað til hefur hún aðallega selt út á útlitið en ekki leik- hæfileika. Hennar helstu kvikmyndir hingað Satan og fórnarlambiö. Elizabeth Hurley og Brendan Frazer í hlutverkum sinum í Bed- azzled.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.