Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000
23
Sport
Fram meö fullt hús eftir sex leiki:
Sm':
hjá Anatoli Fedioukine, þjálfara Fram til ungu strákanna í Safamýri
ramarar unnu sinn sjötta sig- sem hefur stóraukið breiddina í leystu þá af komu síðan sterk
\T ií'f'níirlnilrl inní í vn A /Til tVorviliAÍMii Ktti nnn 11 v* Knnn A /T n ivm í nninvii Vinlflnll/ivivi /irr winv
Framarar unnu sinn sjötta sig
ur í Nissandeildinni í röð, héldu
sínu fulla húsi og stöðvuðu sigur-
göngu nýliðanna í Gróttu/KR á
Nesinu í gærkvöldi. Fram vann
leikinn með fimm mörkum, 24-29,
en fyrstu 50 mínútur leiksins
mátti ekki sjá á milli liðanna og
höfðu Gróttu/KR lengstum frum-
kvæðið í leiknum.
Framarar léku án fyrirliða
sinna og lykilmanna Sebastians
Alexanderssonar, markvarðar og
Njarðar Árnasonar en Anatoli
Fedioukine sýndi enn einu sinni
hve mikið traust hann ber til
ungu strákanna í Safamýri og
einu sinni sem oftar brugðust þeir
ekki þessu trausti hans.
Róbert Gunnarsson og Vilhelm
Bergsveinsson skoruðu dýrmæt
mörk í lokin auk þess Róbert átti
mjög góðan leik i vöminni ásamt
þeim Gunnari Berg Viktorssyni
og Guðlaugi Amarssyni. Alls tók
Framvörnin ellefu af skotum ný-
liðanna þar af varði Gunnar Berg
fimm þeirra. Magnús Erlendsson
varði líka vel þegar Fram sigldi
fram úr.
En það er ekki bara stjómun
Anatoli Fedioukine á bekknum
sem hefur stóraukið breiddina í
Framliðinu því sonur hans Max-
im fór hamfóram í horninu í
leiknum í gær og skoraði 10 mörk
úr 11 skotum, þar af úr öllum
fimm vítum sínum. Strákurinn
hefur nú nýtt 22 af 24 skotum sín-
um í vetur, þar af öll 9 vítin sín.
Einhæfur sóknarleikur
Gróttu/KR var þeim af falli í gær,
Alexander Petersons og Hilmar
Þórlindsson skoraðu 15 af fyrstu
19 mörkum liðsins á fyrstu 43 mín-
útunum en þá sagði Framvörnin
hingað og ekki lengra og þeir fé-
lagar fundu leiðina í markið að-
eins einu sinni hvor síðustu 17
mínútur leiksins. Petersons var
sérstaklega sterkur en alls skoraði
hann 8 mörk utan af velli auk þess
að eiga 6 stoðsendingar og fiska
tvö víti.
Gróttu/KR-liðið var fyrir leik-
inn búinn að vinna fimm heima-
leiki í röð í efstu deild, síðasta tap-
ið kom einmitt gegn Fram þegar
Safamýrarliðið kom síðast í heim-
sókn út á Nes.
„Við vorum ekki sannfærandi í
fyrri hálíleik, fjarvera Sebastians
og Njarðar höfðu kannski of mikil
áhrif á liðið. Mennirnir sem
leystu þá af komu síðan sterkir
inn í seinni hálíleikinn og menn
fóru að spila vamarleik sem vant-
aði algjörlega í fyrri hálfleik. Við
erum mjög ósattir við rauða
spjaldið sem Hjálmar fær. Þetta er
annað rauða spjaldið sem þessir
dómarar gefa okkar leikmönnum í
vettir og þau er bæði gagnrýni-
verð. Fedioukine er að gera frá-
bæra hluti, hann er óhræddur við
að nota 2. flokks-strákanna, setur
sem dæmi strák inn í dag sem hef-
ur aldrei spilað meistaraflokksleik
áður og sýnir að hann ber mikið
traust til þeirra. Hann er bara að
leggja grunninn að mjög bjartri
framtíð," sagði Heimir Ríkharðs-
son, aðstoðarþjálfari Framliðsins.
„Við vorum að klára of snemma
og vorum óskynsamir og þá sér-
staklega ég. Menn voru orðnir of
gráðugir þegar ýmislegt hafði
gengið upp og héldu kannski að
þeir væru orðnir of góðir. Fram-
arar spila jafnt, halda fullum
styrk út leikinn og biða eftir að
mótherjamir gefa eftir. Okkur
vantar smá í viðbót en við erum
bjartsýnir," sagði Hilmar Þór-
lindsson hjá Gróttu/KR.
-ÓÓJ
Haspenna
ÍBV tók á móti ÍR á laugardaginn var en lið-
in voru jöfn að stigum fyrir viðureign þeirra
og þvi mikið í húfi. Vamir beggja liða buðu
upp skemmtilegan leik en það voru Eyjamenn
sem skoruðu siðasta mark leiksins og tryggðu
sér dýrmætan sigur, 22-21.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og var
vamarleikur liðsins traustur á upphafsmínút-
unum. Þeir komust tveimur mörkum yfir áð-
ur en Jón Andri Finnsson minnkaði muninn
fyrir ÍBV. Eyjamönnum gekk erfiðlega að
komast i gegnum vöm gestanna og tvö fyrstu
mörk ÍBV komu úr vitum. ÍR-ingum tókst
ekki að nýta sér góðan varnarleik hinum meg-
in á vellinum og heimamenn komust fljótlega
yfir. Hægt og sigandi jókst forskot ÍBV og
munurinn fjögur mörk í hálfleik, 13-9.
Eyjamenn héldu áfram á sömu braut í upp-
hafi seinni hálfleiks, skoruðu fyrsta markið og
komust þar með fimm mörkum yfir, 14—9. Þá
tók við afar slakur leikkafli hjá ÍBV og gest-
imir náðu að sýna á sér klærnar. Fremstur
fór Erlendur Stefánsson sem skoraði mikilvæg
mörk á þessum leikkafla. ÍR-ingar skoruðu úr
næstu tíu sóknum á meðan lítið gekk hjá leik-
mönnum ÍBV og Ólafur Sigurjónsson kom
gestunum yfir, 19-20, þegar tíu mínútur vom
eftir. Áfram héldu ÍR-ingar og allt i einu var
munurinn orðinn tvö mörk, 19-21, en Eyja-
menn skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og
tryggðu sér tvö mikilvæg stig.
ÍR-ingar geta nagað sig i handabökin fyrir
að hafa lotið í lægra haldi fyrir ÍBV á einum
sterkasta heimavelli landsins. Liðið spilaði
góða vörn stærstan hluta leiksins en heppnin
var í þetta skiptið á bandi ÍBV, Eyjamenn
misstu boltann í stöðunni 22-21 og tíu sekúnd-
ur eftir en skot Róberts Rafnssonar á síðustu
sekúndu hatnaði í stöng. Eyjamenn virðast
vera að fmna taktinn. Varnarleikur liðsins
hefur ekki verið góður í síðustu leikjum en
var sterkur gegn ÍR.
„Við vorum að spila fina vörn í byrjun, þeir
vom líka að spila ágætis vöm en við héldum
boltanum og spiluðum skynsamlega. Við leit-
uðum eftir góðum færum enda voram við ekki
að klikka oft í sókninni. Við náðum góðri for-
ystu í byrjun seinni hálfleiks en svo var eins
og menn héldu að þetta væri búið og við klúðr-
um forystunni sjálfir. Við náðum að rifa okk-
ur upp í lokin og næla okkur í þessi tvö stig.
Mér fannst góður karakter í liðinu að koma
aftur til baka eftir að hafa lent undir og vinna
leikinn. Við erum ennþá að vinna í okkar
leik, mér finnst við eiga aö geta spilað betri
vöm en sóknarleikurinn er svona hægt og síg-
andi að koma,“ sagði Guðfinnur Kristmanns-
son, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. -jgi
Maxim Fedioukine, þjálfari Fram, sést
hér önnum kafinn viö aö stjórna sínum
mönnum, sem hafa unniö sex fyrstu
leiki sína í Nissandeild karla í
handbolta. DV-mynd Hilmar Þór
„■ .y; Asa
KA vann Aftureldingu:
Osamræmi
- dómara bitnaði á gæðum leiksins
Leikur KA og Aftur-
eldingar var mjög jafn.
Afturelding var með yf-
irhöndin fyrstu tuttugu
mínútumar í leiknum
en síðan ekki söguna
meir. KA menn tóku
þá forystu og fóru inn í
hálfleik með tveggja
marka forystu.
í upphafi seinni hálf-
leiks náði KA fjögurra
marka mun sem Aftur-
elding átti erfitt með að
minnka niður. Aftur-
elding náði að minnka
muninn niður í tvö
mörk þegar um sex
mínútur vora eftir. En
á aðeins tveimur mín-
útum höfðu KA náð að
vinna inn fimm marka
forskot og sigurinn
blasti við þeim. Aftur-
elding gafst ekki upp
heldur þvert á móti
barðist til síðasta
manns.
KA missti Jónatan
Magnússon útaf og Aft-
urelding nýtti sér liðs-
muninn og náði að
minnka muninn niður
í eitt mark þegar um
ein mínúta var eftir af
leiknum. KA fór í
sókn, fullmannaðir,
sóknin varð að takast
annars ætti Aftureld-
ing möguleika á að
jafna leikinn og knýja
fram framlengingu.
Heimir Örn Árnason
náði að skora fyrir KA
og tryggja þeim sigur-
inn.
Heimamenn hylltir
Áhorfendur létu
heldur betur ánægju
sína í ljós og hylltu
menn sína í leikslok.
Galkauskas Gintas
náði að skora fyrir Aft-
ureldingu á síðustu
sekúndinni en ósigur
var þeirra hlutskipti í
þetta skipti.
KA menn mega vera
ánægðir með leikinn
enda spiluðu þeir mjög
vel. Hörður Flóki var
góður í marki KA þótt
hann hafi aðeins varið
funm skot í seinni hálf-
leik. Heimir Öm og
Guðjón Valur voru
bestu menn KA ásamt
Jónatani Magnússyni
sem stóð sig frábær-
lega í leiknum. I liði
Aftureldingar var
Bjarki Sigurðsson góð-
ur á vítalínunni en úti
vora Páll Þórólfsson og
Savukynas Gintaras
þeirra bestu menn.
Mikið ósamræmi
var hjá dómurum
leiksins sem bitnaði
ótvírætt á gæðum
leiksins en spila-
mennska KA og Aftur-
eldingar bætti það upp
og áhorfendur upp-
skáru skemmtilegan
leik. -JJ
KA-Afturelding 25-24
0-2, 2-4, 4-4, 8-8, 10-8, (11-9), 13-9,
15-11, 17-15, 20-16, 21-19, 24-19, 24-23,
25-23, 25-24
KA
Mörk/víti (Skot/viti): Heimir Örn
Ámason 6 (11), Guðjón Valur Sigurðsson
6/2 (12/2), Jónatan Magnússon 5 (6),
Giedrius Csemiavskas 4(4), Sævar Árna-
son 1 (3), Halidór Sigfússon 1 (1), Andre-
as Stolmokas 1 (4), Hreinn Hauksson 1
(1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Giedri-
us 2, Guðjón 1).
Vitanýting: Skorað úr 1 af 2.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hörður
Flóki Ólafsson 15 (37/6 41,7%), Hans
Hreinsson 1/1 (2/2, 50%).
Brottvisanir: 10 mínútur (Jónatan
Magnússon á 56. mín.).
Aftureldine
Mörk/viti (Skot/viti): Bjarki Sigurðs-
son 6/5 (10/6), Savukynas Gintaras 5
(10), Páll Þórólfsson 5/1 (8/2), Gal-
kauskas Gintas 4(12), Magnús Már Þórð-
arson 3 (4), Hilmar Stefánsson 1 (2).
Mörk úr hradaupphlaupunu 2(Hilmar
1, Savukynas 1)
Vitanýting: Skorað úr 6 af 8.
Varin skot/víti (Skot á sig): Reynir
Þór Reynisson 14 (38/2 36,8%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og
Anton Pálsson (5).
Gceöi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 450.
Maður leiksins: Heimir Orn
Árnason, KA.
Grótta/KR-Fram 24-29
0-1, 2-2, 3-5, 6-5, 7-7, 9-9, 10-10, 13-10
(13-12), 13-13,15-13,16-16,19-18,21-19,
21-23, 22-25, 23-26, 24-26, 24-29.
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/viti): Hilmar Þórlinds-
son, 9/3 (24/3), Alexander Petersons, 8
(14), Magnús A. Magnússon, 3 (4), Gísli
Kristjánsson, 2 (2), Kristján Þorsteins-
son, 1 (1), Davíð ðlafsson, 1 (4), Atli Þór
Samúelsson, (5).
Mörk úr hradaupphlaupum: 1 (Peter-
sons).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 3.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hreiðar
Guömundsson, 11/1 (30/5, 37%), Hlyn-
ur Morthens, 3 (13/3, 23%).
Brottvísanir: 6 mínútur
Fram
Mörk/viti (Skot/viti): Maxim Fedi-
oukine, 10/5 (11/5), Róbert Gunnarsson,
4 (4), Vilhelm Bergsveinsson, 4 (7),
Gunnar Berg Viktorsson, 4/2 (11/3),
Þorri B. Gunnarsson, 3 (5), Hjálmar Vil-
hjálmsson, 2 (4), Guðjón Drengsson, 1 (1),
Ingi Þór Guðmundsson, 1 (2), Björgvin
Þór Björgvinsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Fedi-
oukine, Guðjón)
Vitanýting: Skorað úr 7 af 8.
Varin skot/viti (Skot á sig): Magnús
Erlendsson, 12 (29/2, 41%), Sigurjón
Þórðarson, 4 (11/1, 36%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Rautt spjald: Hjálmar á 40. mín fyr-
ir brot á Petersons.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (5).
Gϗi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins: Maxim
Fedioukine, Fram.
IBV-iR 22-21
0-1, 2-2, 4-3, 7-5, 11-7, (13-9), 14-9,
16-11, 17-14, 18-18, 19-21, 22-21.
ÍBV
Mörk/viti (Skot/víti): Mindaugas
Andriuska, 6 (11), Jón Andri Finnsson
6/5 (6/5), Guöfmnur Kristmannsson, 4
(12), Aurimas Frovolas, 2 (6), Svavar
Vignisson, 2 (3), Daöi Pálsson, 1 (2),
Erlingur Richardsson, 1 (1), Sigurður
Ari Stefánsson, (3).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 ( Svavar
Vignisson, Daði Pálsson, Jón Andri
Finnsson).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 5.
Varin skot/víti (Skot á sig): Gisli
Guðmundsson 11 (32/3 34 %), Kristinn
Jónatansson (1/1).
Brottvísanir: 8 mínútur
ÍR
Mörk/viti (Skot/viti): Bjarni Fritzson,
6/4 (8/4), Erlendur Stefánsson, 5 (9)
Ólafur Sigurjónsson 5 (7), Finnur Jó
hannsson 2 (4), Róbert Rafnsson 1 (2),
Ingimundur Ingimundarsson, 1 (4), Kári
Guðmundsson, 1 (3), Einar Hólmgeirs-
son, (2), Brynjar Steinarsson, (5).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Ólafur
3).
Vítanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/víti (Skot á sig): Hrafn
Margeirsson 9 ( 26/3,35%), Hallgrímur
Jónasson 7 (14, 50%).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Einar Hjaltason og
Yngvar Reynisson (3).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 140.
Maður leiksins: Guðfinnur
Kristmannsson, ÍBV.