Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 15
 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 3% Sport DV ■■ IIIIBI IIHII II—1 ■■■! hll Bl 1 ■)■ • 1 MIIIBIIIIIIII — "1 1 „Þetta er allt að skýrast með veiðitölumar í veiðiánum okkar, enda styttist í árshátíðina hjá Stangaveiðifélagi Keílavíkur, hún verður 11. nóvember og þar verða veitt verðlaun fyrir stærstu flsk- ana,“ sagði Gunnar J. Óskarsson, formaður félagsins, í samtali við DV-Sport í gærdag. Svo virðist sem meiri sjóbirt- ingsveiði hafl verið alls staðar fyr- ir austan nema í Geirlandsá, ef miðað er við árið i fyrra. Sá stærsti 14 pund „Stærsti sjóbirtingurinn í Geir- landsá var 13 punda og stærsti sjó- birtingurinn í Vatnamótunum var 14 punda. Það veiddust um 50 færri birtingar í Geirlandsá í vor- og haustveiðinni núna en fyrir einu ári. Laxveiðin var einum laxi betri en fyrir ári í Geir- landsánni. í Vatnamótunum var betri sjóbirtingsveiði en í fyrra. Það sama má segja um Hörgsá of- an brúar, svo við getum ekki ver- ið annað en hress með það,“ sagði Gunnar ennfremur. Uppskeruhátíð Ungir veiðimenn í Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur hafa veitt víða í sumar eins og fleiri á besta aldri. Og margir þeirra hafa veitt vel, bæði lax og silung. Stangaveiðifélag Reykja- víkur hefur boðið sínum ungu félags- mönnum veiðidag í Elliðaánum tvisvar og einu sinni í Laxá í Kjós. í gær var haldin uppskeruhátíð hjá félaginu og voru veitt verðlaun fyrir þá sem voru fengsælastir í sum- ar í veiðinni. Veiðimaðurinn og söngvarinn Pábni Gunnarsson sagði nokkrar veiðisögur frá sumrinu og einn og einn ungur veiðimaður gat ekki á sér setið að segja eina veiði- sögu frá sumrinu. Þrátt fyrir að veiðileyfi hækki og hækki í laxveiðinni fjölgar ungum veiðimönnum, enda renna þeir kannski á önnur mið en laxveiðimið- in. Þetta framtak Stangaveiðifélags- ins, að bjóða ungum veiðimönnum í laxveiði, er þarft og hefur því vaxið fiskur um hrygg. Fleiri félög ættu að taka sér félagið til fyrirmyndar og taka unga veiðimennina upp á sína arma. -G.Bender Gæsaveiði: Véiddi gæsina með höndunum - styttist í lok tímabilsins Jón Gunnar Grjetarsson fréttamaður er einn af þeim fjölmörgu sem fór í sjó- birting í haust sem leið í Grenlækinn. Fyrst veiddi hann 12 punda sjóbirting, síðan rúmlega 10 punda sjóbirting og loks 9,5 punda. Ekki svo slæmt hjá Jóni. Þeim fjölgar veiðiánum þar sem ein- göngu er leyfð fluga næsta sumar en fyrir skömmu var það geflð út að stór- an hluta sumars yrði fluga aðeins leyfð í Hítará á Mýrum. Þetta á við svæði eitt, aðalsvæðið. Maókatínarar eru orðir uggandi um sinn hag og telja að þeir verði orðnir atvinnulausir eftir nokkur ár. En þá verði flestallar laxveiðiárnar flugu- veiðiár og þeir fáu sem veiði á maðk tíni bara maðkinn sinn sjálfir. Og það gæti þýtt nokkurra milljóna tap fyrir alla þá fjölda tínara sem tína maðk á hverju sumri. Þaó voru margir sem komu í afmælið, á aðalfundinn og ráðstefnu Landssam- bands stangaveiðifélaga um helgina. Landssambandið er greinilega að lifna við, enda veitir ekki af eftir nokkur mögur ár. Formaður L.S. er Ragnar Hólm. Þaö hafa ekki margir selt allt byssusafnið sitt fyrir þetta veiðitímabil en einn af þeim er Bubbi Mortens. Hann kom með allar byssur til Jó- hanns Viljálmssonar byssusmiðs og Jói seldi þær fyrir hann. Bubbi geng- ur ekki lengur til rjúpna en veiðir bara fisk á stöng, ennþá. Margir biða eftir því hvað Kristján Guójónsson, formaður Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, muni gera og hvort hann muni gefa kost á sér aftur sem formaður. Hann kom frá útlöndum fyr- ir fáum dögum en fyrir 12. nóvember ætti málið að skýrast. Ennþá er veitt í Ytri-Rangá í klak og hefur það gengið vel. Einn og einn vænn sjóbirtingur hefur verið að veið- ast líka í bland við laxinn. í ám eins og Rangánum er nauðsynlegt að hafa nokkra góða laxa í klakið. Rjúpnaveiðimönnum fjölgar ár frá ári og erfiðara veröur að fá veiðisvæði til að skjóta á. Enda er farið að leigja lönd undir rjúpnaveiði og þeir sem eru ekki með nein svæði fá bara ekki alltaf að skjóta. Þrátt fyrir að hafa skotið þar til fjölda ára. Vió fréttum af einum sem fékk að skjóta fyrir náð og miskunn fyrir vest- an en þar var lítið að hafa. Hann gekk og gekk en sá enga rjúpu, þrátt fyrir að hann labbaði í sjö Úukkutíma, og það eina sem hann hafði upp úr krafsinu var góður, langur labbitúr. Reyndar voru nokkrir búnir að labba svæðið og þeir höfðu aðeins fengið eina rjúpu. Sjóstangaveiðin hefur sjaldan verið k öflugari en núna og fleiri og fleiri lax- veiðimenn sækja í sportið. Enda kannski ekkert skíýtið þegar laxveiðin er ekki betri. Flest mótin sem haldin voru í sumar voru yFmfull og komust víst færri að en vildu. -G. Bender Það styttist í að gæsaveið- in endi á þessu veiðitíma- bili og gæsin láti sig hverfa vestur yflr haf. Margir veiðimenn hafa fengið góða veiði víða um land og einn og einn veitt meira en aðrir. Við fréttum af tveimur sem fóru vestur í gæs og fengu leyfi á einum bænum í Dölunum. Það var auðsótt mál og þegar þeir voru að labba frá bænum sjá þeir gæsahóp fljúga upp af einu styttinu. Hlaupa þeir til og ætla að athuga hvort fleiri gæsir séu á svæðinu. Sjá þeir allt í einu gæs í skurði við stykkið og labbar annar að skurðinum. A6 grípa gæsina meö- an hún gefst Þetta sá meðai annars heimilsfólkið á bænum og hafði gaman af. Þegar veiðimaðurinn kemur að skurðinum lyftir gæsin sér upp og gerir veiðimaður- inn sér þá lítið fyrir og gríp- ur hana. Með þessu fylgist veiðifélagi mannsins og heimilsfólkið á bænum og þóttu aðfarimar miklar. Seinna þennan sama dag er knúið dyra á bænum og eru þar komnir aðrir veiði- menn til að spyrja um gæsa- leyfi. Bóndinn varð fyrir svörum og sagði að þeir þyrftu ekki skotvopn heldur veiddu menn með höndun- um gæsimar. Þessum veiði- mönnum leist síður á slíkan veiðiskap og létu sig hverfa á önnur stykki. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.