Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000
29
i Sport
—
i>v
I
1
I
:}
Ekki Iri
Tony Cascarino, leikjahæsti
landsliðsmaður Ira í knattspyrnu,
greinir frá því í nýrri bðk sinni að
hann hafi aldrei verið löglegur
með írska landsliðinu, hann hafi
verið gervi-íri. Móðir hans, sem er
ensk, mun hafa verið ættleidd af
írskum hjónum og þannig hafi
Cascarino lengi vel haldið sig af
írsku ættemi eða allt þar til móð-
ir hans greindi honum frá þessu
árið 1996. Leikmaðurinn var í
þann mund að fá irskt vegabréf en
hætti við það og ákvað að halda
þessu leyndu og spilaði eftir það 24
leiki en í heild spilaði Casacarino
88 landsleiki fyrir írland.
Milan rekið
úr keppni?
Svo gæti farið að ítalska liðið
AC Milan yrði sett út úr Meistara-
deildinni eftir að upp komu vanda-
mál varðandi skráningu mark-
varðarins Dida sem Evrópubúa.
Markvörðurinn var skráður með
portúgalskt ríkisfang þegar hann
kom til Ítalíu í sumar og spilaði
sem Evrópumaður framan af leik-
tlð. Þegar hins vegar upp komst aö
vegabréf hans var falsað þá breytti
félagið skráningu hans en það var
eftir leikinn við Leeds 19. septem-
ber. Þessi staða hefur ekki komið
upp áður hjá Knattspyrnusam-
bandi Evrópu og enn á eftir að
ráða í málið. Ef af brottrekstrinum
verður fara Barcelona og Leeds
áfram í keppninni.
Maradona tekur
fram skóna
Diego Maradona tók um helg-
ina við stöðu knattspymustjóra
hjá argentínska liðinu Almagro og
ofti strax fjaðrafoki þegar forseti
félagsins sagði að goðið ætlaði sér
að spila 20 mínútur í leik með fé-
laginu á næsta ári ef hann stæðist
læknisskoðun. Maradona, sem
verður fertugur í dag, ætlar sér
stóra hluti hjá Almagro og hyggst
bjóða krökkum hvaðanæva að tU
æfinga hjá félaginu.
Zidane í bann
Franski knattspyrnumaðurinn
Zinedine Zidane, leikmaður
Juventus, hefur verið dæmdur í
fimm leikja bann í Evrópuleikjum
eftir að hafa skaUað Jochen
Kientz, leikmann Hamburger SV,
í leik liðanna á þriðjudag.
Jafnframt hefur Juventus verið
sektað um rúmlega eina miUjón
króna vegna slæmrar hegðunar
leikmanna og áhangenda meðan á
leiknum stóð. Félagið hyggst
áfrýja banni
Knattspyrnusambands Evrópu og
segja sambandið fara Ula með
góðan dreng.
-ÓK
Jose Antonio Pikabea, Real Sociadad, reymr
hér að stöðva Luis Figo, Real Madrid, en
Portúgalinn er á fljúgandi ferð eins og reyndar
allt Real-liðiö. Reuter
m
r'-’T --‘irílii
Valencia efst
- Barcelona lá fyrir Mallorca og Real vann auðveldlega
Valencia heldur toppsætinu á
Spáni eftir leiki helgarinnar eftir
nauman sigur gegn fersku liði Osa-
sirna. Spánarmeistarar Deportivo
La Coruna eru komust stuttlega
aftur í toppsætið eftir 2-1 sigur á
Numancia og 2-0 tap Barcelona
gegn Real MaUorca en Deportivo
situr nú í þriðja sætinu, tveimur
stigum á eftir toppliðinu.
Barcelona virkaöi þreytt
Frammistaða stórliðsins
Barcelona var ekki merkileg á Mið-
hjarðarhafseyjunni Mallorca enda
þurftu stórstjömumar að lúta í
gras fyrir heimamönnum eftir
mörk frá Samuel Etoo og Ariel
Ibagaza, mörk sem bæði komu eftir
vamarmistök Katalóníumanna
sem virkuðu þreyttir eftir mikla
töm síðustu tvær vikur.
Deportivo voru nokkuð heppnir
að sleppa með öll stigin úr leiknum
gegn Numancia en bæði mörk
heimamanna komu í fyrri hálfleik.
Gestirnir náðu síðan að minnka
muninn um miðjan síðari hálfleik
og sóttu eftir það án afláts en
einnig án árangurs.
Gengur vel hjá Las Palmas
Las Palmas, lið Þórðar Guðjóns-
sonar, heldur áfram að gera góða
hluti í deildinni og er nú komið í
áttunda sæti deildarinnar, einu
stigi á eftir Barcelona, eftir góðan
2-1 sigur á Racing Santander. Þórð-
ur kom inná sem varamaður i
leiknum á 76. mínútu.
Evrópumeistarar Real Madrid
eru greinilega á góðu róli þessa
dagana en þeir
sigruðu Real
Sociadad auð-
veldlega á úti-
velli 1-4, ekki
góð byrjun hjá
nýjum þjálfara
Sociadad,
Periko Alonso.
Alaves er á fleygiferð þessar vik-
umar, sigraði Lilleström 1-3 í Nor-
egi um miðja viku, og er sem stend-
ur í þriðja sæti spænsku deildar-
innar. Þeir urðu um helgina fyrsta
liðið til að vinna Rayo Vallecano í
vetur þegar þeir tóku þá á útivelli
0-1.
Það átti svo sannarlega ekki fyr-
ir markaskoraranum Jaime Mor-
eno að skora annað mark i þessum
leik en það eina sem hann skoraði
þar sem eitt mark var dæmt af hon-
um og að hann brenndi einnig af
víti.
-ÓK
fP
m
SPANN
Las Palmas-R. Santander .... 2-1
1-0 Oulare (28.), 1-1 Amavisca (57.,
víti), 2-1 Oulare (82., víti).
Numancia-Deportivo..........1-2
0-1 Donato (15.), 0-2 Femando (30.),
1-2 Navarro (60.).
Real Zaragoza-Malaga........1-1
O-l Silva (48.), 1-1 Montenegro (57.).
Viallarreal-Athletic Bilbao .. 0-0
Celta Vigo-Real ValladoUd . . . 2-1
1-0 Karpin (34.), 2-0 Edu (77.), 2-1
Ciric (90.)
Espanyol-Real Oviedo........2-0
1-0 Gonzalez (19.), 2-0 Tamudo (59.)
Osasuna-Valencia ............1-2
1-0 Mateo (6.), 1-1 Cruchaga (18.,
sjálfsm.), l-2Carew (85.).
Real Sociadad-Real Madrid . . 1-4
0-1 Guti (13.), 0-2 Hierro (42., víti),
0-3 Figo (46.), 04 Savio (62.). 1-4
Jankauskas (78.).
Rayo Vallecano-Alaves .......0-1
0-1 Moreno (5.).
Real Mallorca-Barcelona .... 2-0
1-0 Etoo (12.), 2-0 Ibagaza (52.).
Staða efstu liða:
Valencia 7 5 1 1 17-5 16
Real Madrid 7 2 2 1 16-8 14
Alaves 7 4 2 1 104 14
Deportivo 7 4 2 1 11-6 14
Celta Vigo 7 4 1 2 11-9 13
Norska bikarkeppnin:
Odd meistarar
- eftir 2-1 sigur á Viking í Osló í gær
Odd Grenland varð í gær
norskur bikarmeistari í
knattspyrnu þegar liðið
sigraði Viking, 2-1, í fram-
lengdum leik. Þetta er
fyrsti bikarmeistaratitill
liðsins síðan 1931 og er því
kærkominn.
Ríkharður Daðason og
Auðun Helgason voru báð-
ir í byrjunarliði Viking í
þessum þeirra síðasta leik
þeirra fyrir liðið.
Viking hóf leikinn af
krafti en fyrsta markið
kom ekki fyrr en eftir að
venjulegum leiktima . var
lokið í fyrri hálfleik en þar
var að verki Bjom Dahl.
Umdeilt þótti að dómarinn
skyldi bæta við svo mikl-
um tíma sem raun var en
markið samt staðreynd.
Það var síðan Hannu
Tihinen, vamamaður Vik-
ing sem jafnaði leikinn þeg-
ar hann skoraði sjálfsmark
á 65. mínútu. Hvomgu lið-
inu tókst að skora fleiri
mörk í venjulegum leik-
tíma og því var framlengt.
í síðari hálfleik fram-
lengingar náði Daninn
Christian Flindt Berg að
skora og tryggja Odd lang-
þráðan titil.
Ríkharður fékk einkun-
nina 4 á netmiölinum netta-
visen.no en Auðun 5. Mað-
ur leiksins var hins vegar
markmaður Odd Grenland,
Erik Holtan. -ÓK
Rivaldo, leikmaður Barcelona, lýtur hér í gras fyrir Miguel Angel Nadal, fyrrum félaga sínum og
leikmanni Real Mallorca, en Rivaldoi náði sér engan veginn á stik í leik liðanna. Reuter