Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 LlV Peugeot 206 XR Umboð: Gunnar Bernhard Pegueot 206 er boðinn með vali um tvær vélarstæðir, 1,11, 60 ha. og 1,41, 75 ha. Þetta er í báðum tilvikum þriggja dyra hlað- bakur. Af staðalbúnaði má nefna tvo liknarbelgi, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp og upphituð framsæti. Læsivarð- ar bremsur eru fáanlegar sem valbúnaður. Burðargeta er 380-385 kg. Verð með vsk. frá 1.099.000 kr. Verð án vsk. frá 882.730 kr. Peugeot 306 XT 1,6i Stw Umboð: Gunnar Bernhard Þessi liðlegi langbakur er með 1,6 1, 90 ha. vél og ágætlega vel búinn. Hann er með m.a. með læsivarðar bremsur, fjóra líknarbelgi, regnskynjara fyrir rúðuþurrkur og fjarstýrðar samlæsingar, útvarp fjarstýrt frá stýri. Þá er hann með raf- knúnar rúðuvindur í fremri hurðum og rafstillta upphitaða útispegla. Burðargeta er 487 kg. Verð með vsk. frá 1.429.000 kr. Verð án vsk. frá 1.147.790 kr. Peugeot Partner Toyota Yaris Umboð: P. Samúelsson Toyota Yaris-smábíllinn frá Toyota, sem fyrst og fremst var hannaður með Evrópumarkað í huga, hefur sannarlega slegið í gegn í okk- ar heimshluta, enda ágætlega gerður bill eins og nú síðast kom fram í árekstrarprófi NCAP. vsk-bíll er hann fáanlegur með um tvær vélar, 1,0 1, 68 ha. og 1,3, 86 ha. Með síðamefndu vélinni er sjálfskipting fáanleg í vönduðustu útfærslu (Sol er vönduðust, Luna þar fyrir neðan, Terra er grunngerðin). Af staðalbúnaði má nefna læsivarðar bremsur (ekki í Terra), tvo líknarbelgi, bremsu- háljós. í Luna og Sol eru líka fjarstýrðar samlæsingar, rafknúnar rúðuvindur framan og rafstilltir útispeglar. Verð með vsk. frá 998.000 kr. Verð án vsk frá 833.722 kr. Toyota Yaris Verso Umboð: P. Samúelsson Toyota Þó Yaris Ver so sé að grunni til sami bíll og Yaris fólks- bíllinn er yfir- bygging hans svo frábrugð- in og sérstök að ástæða er til að geta um hann sérstaklega. Það sem hún hefur fram yfir er hve rúmgóð hún er og opnast vel að aftan, auk þess að hægt er að renna aftur- sætunum ofan í gólfið þegar þarf að nota bílinn til flutnings. Tæknilega séð gildir sama lýsing fyrir Yaris Verso og Yaris fólksbílinn, nema hvað í Verso er aðeins stærri vélin í boði og einungis Luna-útfærsla. Verð með vsk. frá 1.454.000 kr. Verð án vsk. frá 1.203.997 kr. Umboð: Gunnar Bernhard Peugeot Partner er sérbyggður sem sendibíll en einnig framleiddur í fólksbílsútfærslu. Hann er með 1,4 1 vél, 75 ha., þá sömu og fæst í Peugeot 206. Einnig er í boði 1,9 1 dísilvél, 71 ha. Bíllinn er með hleðsluhurð aftan á sem opnast fyrir alla breidd bílsins og hliðarhurð hægra megin á flutningsrými. Þaklúga er fáanleg sem valbúnaður. Partner er með samlæsingu og þegar sætisbak farþegasætis er lagt niður nýtist það sem skrifborð. Burðargeta er 600 kg. Verð með vsk. frá 1.250.000 kr. Verð án vsk. frá 1.107.630 kr. Toyota Corolla Umboð: P. Samúelsson Toyota Toyota býður Corolla-línuna sem vsk-bíla í Terra-útgáfu, nema hvað Touring 4WD er í Sol-útgáfu og Hatchback G6 hef- ur sína eigin skilgreiningu. í stuttu máli sagt eru allir þessir bílar boðnir með 1,41, 97 ha. vél eða 1,61,110 ha., en Touring 4WD er með 1,8 1, 110 ha. vél. Sjálf- skiptingar eru fáanlegar í sumar þessara gerða. Allar Corollur er vel búnar, með tvo líknarbelgi, rafknúnar rúðuvindur í fremri hurðmn, bremsu- háljós, rafstillta, upphitaða útispegla, upplýsinga- tölvu í mælaborði. Með stærri vélunum fylgja síð- an læsivarðar bremsur og fjarstýrðar samlæsing- ar, svo nokkuð sé nefnt. Verð með vsk. frá 1.369.000 kr. Verð án vsk. frá 1.131.709 kr. CC NCEPT Bón- oq *fieð bílahreinsivörur !£LAKK HF. Toyota Hilux Umboð: P. Samúelsson Toyota Hilux skúffubílamir frá Toyota eru boðnir sem Xtra Cab, tveggja hurða með einu og hálfu húsi, j eða sem Double Cab, fjögurra hurða með tvöfóldu húsi. Hvorir tveggja eru með 2,4 1, 90 ha. dísilvél og val um handskiptingu eða sjálfskiptingu. Hilux er með tvo liknarbelgi, bremsuháljós, hátt i og lágt drif, 100% rafstýrða driflæsingu að aftan, ; en Xtra Cab er með tregðulæsingu að aftan. Dou- ; ble Cab er með driflokur á framhjólum. Þá eru þeir með samlæsingar og upphituð framsæti. Þessir bílar eru vel fallnir til að hækka þá upp ef á þarf að halda. Verð með vsk. frá 2.199.000 kr. Verð án vsk. frá 1.766.237 kr. Toyota Hiace Umboð: P. Samúelsson Toyota i Toyota Hiace er sérbyggður sendibíll frá Toyota, fáanlegur i tveimur lengdum, með hefðbundnu framhjóladrifi eða aldrifi. Tvær vélar eru í boði, 2,7 1, 143 ha. bensínvél og 2,4 1 dísilvél, 90 ha. Handskipting er meginreglan en hægt að fá 2WD langan með sjálfskiptingu. Hiace er dável búinn, með tvo líknarbelgi, læsivarðar bremsur og samlæsingu, svo nokkuð sé nefnt. Verð með vsk. frá 1.679.000 kr Verð án vsk. frá 1.348.573 kr. Daihatsu Gran Move Umboð: Brimborg Daihatsu Gran Move má nánast skilgreina sem minni fjöl- notabíl og er að mörgu leyti haganlegur og rúmgóður bíll. Hann er boðinn með 1,6 1, 91 ha. vél og val um handskiptingu eða sjálfskiptingu, tvo líknarbelgi og bremsuháljós, rafdrifnar rúðuvindur og samlæsingu, svo nokkuð sé nefnt. Burðargetan er 457 kg. Verð með vsk. frá 1.440.000 kr. Verð án vsk. frá 1.156.608 kr. Daihatsu Terios Umboð: Brimborg Terios frá Daihatsu er snaggaralegur jepplingur með 1,31, 86 ha. vél, fáanlegur með vali um handskiptingu eða sjálfskipt- ingu. Sem jepplingur er hann með aldrif/sídrif og tregðulæs- ingu á afturdrifi. Þess utan er hann dável búinn: t.d. með tvo líknarbelgi, læsivarðar bremsur, rafdrifnar rúðuvindur og raf- stillta útispegla, ræsitengda þjófavörn. Burðargetan er 468 kg. Verð með vsk. frá 1.540.000 kr. Verð án vsk. frá 1.236.928 kr. Daihatsu Sirion Umboö: Brimborg Sirion er nettur en duglegur smábíll frá Daihatsu með 1,3 1, 102 ha. vél, val um handskiptingu og sjálfskiptingu. Hann er einnig fáanlegur með nett aldrif sem bætir aðeins 25 kg við þyngd bíls með hefðbundið framhjóladrif. Sirion er með tvo líknarbelgi og læsivarðar bremsur, bremsuháljós. Hann er með ræsitengda þjófavörn, rafdrifna útispegla og rúðuvindur, samlæsingu og 14“ álfelgur. Burðargetan er 475 kg. Verð með vsk. frá 1.320.000 kr. Verð án vsk. frá 1.060.000 kr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.