Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 X3"\/" Aukinn spamaður Allir þættir venjulegs dekks hafa verið skoðaðir og endurhannaðir með það að markmiði að búa til dekk sem veitir hámarksöryggi við sem flestar aðstæður í akstri, og endingu sem neytendur kunna að meta. Þetta hefur tekist með Bridgestone BUZZAK. Söluaðilar: SMIÐJUVEGI34-36. SÍMI557 9110 SMUR & DEKKJAÞJÓNUSTA BREIÐHOLTS Jafnaseli 6 • sími 587 4700 GRAFARVOGS Gylfaflöt 3 111 Reykjavík sími 567 4467 fax 567 4065 Allt ð elnum stað 1iRISÍ4 BIFREIÐAÞJÓNUSTA ^ídbÞP Safiil 4, líal SIZ llll Þjónustumiðstöð vlð Vegmúla s/mi 553 0440 Á þessari mynd sést hvar er búið að skera úr dekkinu til aö opna þaö. Dekkjaskurður: • Frábær í snjó og hálku • Meiri stöðugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindi og betri ending • Góð allt árið í grafinu eru bornar saman þrjár gerðir dekkja frá Bridgestone. Nagladekkin hafa vinninginn í mikilli hálku, en frammistaða þeirra að öðru leiti er áberandi slök i sambanburði við Blizzak dekkin. UMBOÐSAÐILI: B R Æ Ð U R N I R M ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Mest jeppadekk Það eru helst jeppa- dekk sem eru skorin og stærstu dekkin mest. Tilgangur með skurði dekkjanna er tvíþættur. í fyrsta lagi er það gert til að opna mynstrið út til hlið- anna, til að dekkið losi sig betur við vatn og slabb sem verður und- ir því. Vatnið þarf að komast eftir raufumun út undan dekkjunum en ef það gerist ekki safnast vatnið rrndir þeim og billinn flýtur upp. Dekkið nær engu gripi við veginn og bíllinn verður stjóm- laus. Of mörg slys hafa orðið við það að bíl hefúr verið ekið of hratt á lélegum dekkjum í bleytu og slabbi. Og þegar dekkin em orðin hálf- slitin verða þau ennþá hættulegri vegna þess að dekkið hefúr ekki nógu djúpar raufar til að taka vatnið og losa sig við það. „Vatnsrörin“ sem eru út undan dekkinu em ekki nógu stór til að losa vatnið undan því. Þegar þarf svo að bremsa við þessar aðstæður snarversnar ástandið því þá er enginn snúningur á dekkinu til að fá fleiri munsturraufar til að taka vatnið burt, vatnið hleðst undir dekkið og þá skap- ast mikil hætta. ökumanninum frnnst jafnvel að bíllinn auki hraðann þegar nauðhemlað er við þessar aðstæður. Þjappa snjónum í öðm lagi er tilgangurinn með skurði dekkjanna að ná í fleiri „grip“kubba, fleiri brúnir til að bíta í snjóinn og klakann. Jeppaakstur í þungum snjó, þegar aka þarf mjög hægt, jafnvel nota skriðgír, byggist mikið á því að að þjappa snjónum sam- an og koma loftinu úr honum. Þá virka raufamar í dekkinu eins á loftið. Ástæður þess að framleiðandi dekkj- anna hefúr þau ekki svona mikið skor- in em oft þær að hann þarf að uppfylla einhver skilyrði um aksturseiginleika á ákveðnum hraða, í beygjum og ann- að slikt. Mýkri dekk Þegar dekk em skorin þarf að gæta þess að ekki sé farið niður fyrir slit- merki á dekkinu en þau merki era um 1,3 mm frá botninum í munstrinu. Við skurðinn sækjast menn eftir að stytta langa gúmmíkubba. Við skurðinn breytast eiginleikar dekksins á þann hátt að það verður mýkra og fjöðran í dekkinu meiri. Þá er hægt að hafa meiri loftþrýsting í því. Þegar stórt Hér sést hvar búiö er aö skera út úr gúmmíkubbi á 44“ Dick Cepek dekki. Viö hliðina er oskorinn kubb- ur og flipinn sem skorinn var úr er ofan á dekkinu. jeppadekk er skorið virkar það með 15 psi. þrýstingi eins og það væri með 10 psi. Dekk em skorin mismikið og það fer allt eftir tilganginum með skurðin- um, sum dekk eru bara skorin á hlið- inni, önnur bara í miðjunni, það fer allt eftir þvi hversu mikið á að opna þau og fyrir hvað. Allt fer þetta eftir munstrinu á dekkinu. Ef negla á dekk- in er skurðinum hagað þannig að hann hái ekki neglingunni, það sé nóg pláss eftir til að koma naglanum fyrir og að hann hafi nægjanlega festu. Meira grip Eftir skurðinn hefúr dekkið miklu meira grip, það losar sig betur við vatn, krap og snjó. Það hefúr meiri fjöðrun og lagar sig betur að því undir- lagi sem undir er. Margir hafa haft áhyggjur af því að skurður á dekkjum auki slit á þeim en svo virðist sem kæl- ingin sem verður á gúmmíinu vegna aukins loft- og vatnsflæðis um mynstr- ið dragi úr sliti. Slit á dekkjum verður ekki í snjóakstri, það verður á þjóðveg- unum, á auðu malbiki og malarvegum. Þar myndast hiti í dekkjunum og þar kemur þessi aukna kæling til góða. Sáralítill munur hefur komið fram á sliti á skomum dekkjum og óskomum. En allt hefúr sína ókosti og gallinn sem hefur komið fram við að skera dekk er að hávaðinn eykst. En ef menn em með stór jeppadekk, jafnvel negld, þá er hávaðaaukningin svo lítil að menn verða varla varir við það. Sem dæmi um kosnað við að skera dekk má nefna að það kostar um 2.300 kr. að fúllskera 44“ jeppadekk. Ef einungis er skorið út úr dekkinu kostar það 1.200 kr. en það er ekki stór prósentutala af dekki sem kostar um 50.000 kr. -JAK Heimildarmaður: Valur Jóhann Vifllsson. Ef mynstriö á efra dekkinu er skoö- aö sést aö þaö er mjög opiö og því afbragös vetrardekk. Dekkin gerð betri Opiö mynstur best Fólksbíladekkin em tiltölulega ódýr i og hlutfallslega er dýrt að skera þau. Það er þvi mælt með að fólk velji sér gróf dekk til vetraraksturs og sumar- dekk á sumrin. Þegar vetrardekk era valin þarf að gæta þess sérstaklega að mynstrið í dekkjunum sé opið út til hliðanna. Nokkuð er um að fólk kaupi sér svokölluð heils árs dekk. Oft era þar á ferðinni gróf sumardekk eða fin- Valur Vífilsson vinnur viö aö skera dekk. Myndir DV-bflar JAK Dekkjaskurður hefur verið stundað- ur á íslandi í áratugi. t dekkjaskurðin- um felst það að menn em að breyta mynstri hjólbarðanna í þeim tilgangi að gera þá betri. Bifreiðareigendum á íslandi er mikill vandi á höndum þeg- ar þeir þurfa að velja sér dekk undir bílinn vegna þess að akstursskilyrðin era síbreytileg. Sami dagurinn getur boðið upp á þurrt malbik, bleytu, snjóslabb og krapa, ísingu eða snjó. Mismunandi og mjög ólíkir hjólbarðar henta hveijum þessara aðstæðna best og því er ljóst að val á dekkjum sem nota á við þær allar hlýtur að byggjast á miklum málamiðlunum. Ef nota á bílinn alla daga ársins og jafnt þá daga þegar aðstæður era hvað verstar verð- ur að hafa grófustuog bestu vetrar- dekkin undir bílnum. En jafnvel það dugir stundum ekki til og hafa menn þá gripið til þess ráðs að skera dekkin til að gera þau enn betri. Reyndar er það svo að lítið er gert að því að skera fólksbíladekk. mynstrað vetrardekk sem era hönnuð fyrir akstur á vegum í Mið-Evrópu. Vetrardekk era að jafnaði úr mýkra gúmmii en sumardekk og slitna því mun meira en sumardekk við akstur á auðu malbiki. Heils árs dekk sem búið er að aka á í ár geta því verið orðin töluvert slitin á öðrum vetri og mynstrið í þeim grunnt og illa fært um að losa vatn og sér í lagi slabb undan dekkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.