Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 29 Nokkur atriði um akstur í vetrarfærð: Sjáum - og sjáumst Byrjið alltaf á því að hreinsa rúð- ur, ljós og spegla, ef snjór eða hrím hefur sest á bílinn. Sá sem ekki sér út úr bíl er hættulegur sjálfur sér og öðrum. Bíll sem ekki er sýnilegur í umferðinni er líka hættulegur sjálf- um sér og öðrum. Lögmálið er: Sjáum - og sjáumst. *Farið ekki nema brýn nauðsyn sé af stað út í veður og færð sem ætla má að bíllinn (og bílstjórinn) ráði ekki við. *Munið að hemlun í hálku og slabbi tekur mun meiri vegalengd en í þurru og góðu færi. Það er hættuleg- ur misskilningur að það komi heml- unargetu nokkuð við þótt bíllinn sé með aldrifi. Læsivarðir hemlar stytta ekki endilega hemlunarvegalengdina. Aðalnytsemi þeirra felst í því að þó þeim sé beitt af fullri hörku - sem ætið skal gera til að nýta virkni þeirra - er hægt að stýra af fullu ör- yggi allan tímann sem hemlað er. *Á bil með læsivarðar bremsur er áríðandi að standa fast á hemlum meðan hemlunar er þörf, slaka ekki á þeim en einbeita sér að því að stýra. Læsivörnin sér sjálf um að „pumpa“. *Á bíl sem ekki er með læsivarðar bremsur má líkja eftir þeim með því að „pumpa“ bremsuna - bremsa fast og snöggt og slaka á til skiptis. Þannig styttist hemlunarvegalengdin miðað við að standa stöðugt á brems- unni og líklegra er að jafnframt sé hægt að hafa vald á bílnum. *Gerið ykkur far um að láta bílinn ekki spóla. Því hægar sem hjólin snú- ast því líklegra er að þau nái gripi. Ef illa gengur af ná bílnum af stað af því að hann spólar getur gert gæfumun- inn að setja í hærri gír og reyna að mutra bílnum af stað þannig. Með þvi að taka bíl af stað í öðrum gir eða jafnvel þriðja (ef mögulegt er) má á sama hátt segja að handskiptir bílar séu með „handvirka spólvörn". *Reynið að rugga bílnum í snjó frekar en að láta hann spóla. Þannig kann að vera hægt að þjappa smám saman undir hann hjólförum þar til komið er í gegnum festuna. *Ef bíllinn fer að skrika til í hálku skal slaka á bensíngjöfinni og beygja í sömu átt og bíllinn skrikar. Ef hann er handskiptur er gott að kúpla líka frá. Þegar hann hættir að skrika skal gefa kúplinguna hægt upp og gefa ör- lítið bensín og koma sér í rétta akst- ursstefnu aftur. Á sjálfskiptum bíl stjórnar ökumaðurinn á sama hátt með bensíngjöfinni. *Mikiu skiptir að akstur í hálku sé Vegmúla 2 Sími 588 6747 Gangandi fólk í umferöinni veröur líka aö vera sýnilegt - notum endur- skinsmerki. mjúkur. Varist að rykkja til stýri, klossbremsa eða rykkja við skipting- ar. Allt þetta getur orðið til að bíllinn fari að renna til eða snúast og þá er skammt i að hann verði stjórnlaus. *Munið eftir þvi á sjálfskiptum bíl- um að örlítill hnykkur, 'sem komið getur þegar billinn skiptir sér, getur orðið tfi þess að hann fari að skrika og renna tU. Hafið þetta ekki síst í huga úti á vegum þar sem hraðinn er alla jafna meiri en i þéttbýli. *Oft er erfiðara að leggja bílum svo vel fari þegar ófærð er og snjóruðn- ingur í vegarköntum. Munið samt að sýna tUlitssemi og reyna að leggja þannig að annarri umferð stafi ekki veruleg óþægindi, hvað þá hætta af. *Það er raunar inntakið í allri um- ferð, gangandi og akandi: Sýnið tU- litssemi. -SHH Borgartún 36 Sími 568 8220 Frábært úrva! af snjódekkjum og Alfelgur + ný negld dekk * Tilboð 4 stk 49.900.- " /, v' ’' -/rýT' *: 'í s-v-’ imm * 14" RC álfelgur og 195/60R14 Uniroyal ALFELGUR - SNJODEKK - HE/LSARSDEKK - JEPPADEKK - GÆÐ/ - GOTT VERÐ Hausttilboð Mazda B 2500 double cab Loftpúðar fyrir ökumann og farþega Hiti í framsætum Rafdrifnar rúður Rafdrifnir speglar og samlæsingar Sjálfvirkar framdrifslokur Öflug dísilvél -109 hestöfl Mikið úrval aukahluta fáanlegt Mazda B 2500 double cab með 31 tommu breytingu. Nú á enn betra verði: Óbreyttur bíll 2.070.000 kr. (verð áður 2.199.000) Einnig til 2 hurða VSK bíll. Verð frá 1.550.000 án VSK Skúlagötu 59 • Sími 540 5400 • Umboðsmenn um land allt • www.raesir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.