Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 14
4 30 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu m d) heimasíða : www.sinmet.is\aplast ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Ramleiðum brettakanta. sólskyggní og boddíhluti á flestar gerðir jeppa. einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. VERTU VIÐBÚINW VETRINUM Mifeíð úrval af íretrardlehkjun Umfelgun - Smurþjónusta M BÆJnitnEKK w MII4SMEUM NIIMttHIGKK nanceNi Langatanga 1a - Mosfellsbæ - Sími 566 8*188 Niðurstöður rannsókna á vetrardekkjum: Ónegldu dekk- in eru misgóð Ahverju hausti upphefst um- ræða um hvort nagladekk séu æskileg eða óæskileg. Nagladekkjum er kennt um mikið slit á götum Reykjavíkur og jafnframt eru þau sögð eiga sök á því ryki sem af umferðinni stafar þegar þomar á steini. Bent er á að götur á höfuðborg- arsvæðinu séu saltaðar rækilega um leið og minnsta útlit er fyrir isingu svo engin þörf sé á að nota nagla og rifjað upp að naglar í dekkjum leggist smám saman út af og virki líklega frekar sem skautar en sem tæki til stöðvunar, rásfestu og öruggara drifs. Ugglaust valda naglar í dekkjum einhverju sliti umfram naglalaus. Ryk stafar einnig af ónegldum dekkj- um og alveg sérstaklega þeim sem eru með einhverri kornaíblöndun í slit- fletinum, svo sem harðkornadekkjum svokölluðum og öðrum vetrardekkj- um sem eru með kísilkorn eða gler- trefjar í slitfletinum. Vissulega sljóvg- ast naglar með tímanum og leggjast undan akstursstefnu, detta jafnvel úr. Ökumaður/umsjármaður bílsins ber ábyrgð á þvi, eins og öðru í öryggis- búnaði bílsins, að þetta sé í lagi. Hon- um er um að kenna, ekki nöglunum, ef ástand dekkjanna er orðið svo lé- legt að óforsvaranlegt sé að nota þau, nagladekk eða ekki nagladekk. Enginn vafi er á því að hag- kvæmara er að nota ónegld dekk en negld ef kostur er á að gera það með viðunandi öryggi. Enginn vafi er heldur á að í hálku svo sem á blaut- um klaka, eins og svo oft verður hjá okkur á íslandi, eru nagladekk það eina sem virkilega dugar fyrir utan keðjur. Matið hlýtur að fara eftir því við hverskonar kringumstæður á að nota bílinn: á það að vera aðeins inn- an svæðis kryddaðra (saltaðra) gatna eða þarf að fara eitthvað lengra til? Eitt er þó deginum ljósara: Vetrar- dekk, jafnvel slitin vetrardekk, eru í öll- um tilvikum skárri kostur en að aka á sumardekkjum að vetrinum. aka mikið á ísuðum vegum og vilja hafa viðunandi aksturseiginleika á auðum vegum eru nagladekkin," seg- ir í blaðinu. Áríöandi aö tilkeyra vetrar- dekkin Þar er líka bent á að til að fá það Dekk eru alltaf málamiölun Hérlendis hefur enginn aðili tekið sér fyrir hendur að prófa vetrardekk með kerfisbundnum hætti þannig að hægt sé að meta dekk út frá íslensk- um, vísindalegum mælikvarða. Þeim mun heldur er fróð- legt fyrir okkur að líta til nágranna- landanna. Norð- menn eru t.d. iðnir við að prófa dekk og kanna getu þeirra við hinar ýmsu kringumstæður. í 10. hefti norska blaðsins Bil nú í haust er prófun á flestum gerðum naglalausra vetrar- dekkja sem gagnlegt getur verið fyrir okkur á íslandi að líta nánar á. í inngangi er á það bent að dekk séu alltaf málamiðlun. Vetrardekk eru meiri málamiðlun en sumardekk. í framhjáhlaupi má geta þess, þó þess sé ekki getið í Bil, að svokölluð heils- ársdekk eru þó mesta málamiðlunin og gefa hvorki virkilega góð sumar- dekk né virkilega góð vetrardekk. En frændur vorir norskir halda áfram: vetrardekk ber að velja út frá því hvað bíleigandinn telur að best henti hans leiðum. Það sem upp á kemur í vetrarfærðinni er ís, stund- um blautur ís, snjór, léttur eða troð- inn, og svo auðir vegir. Val hvers og eins á dekkjum á að fara eftir því hvað af þessu er það sem hann þarf helst að glima við. „Öruggustu dekkin fyrir þá sem Sumardekk vonlaus aö vetri til Sumir halda aö lítt eða óslitin sumardekk geti alveg dugað að vetri. í sænskri prófun frá því í fyrra gerðu prófarar sér til gam- ans aö bera saman fjögurra ára gömul vetrardekk, mikiö ekin, og ný sumardekk. Niðurstaðan var einföld: gömlu vetrardekkin voru ekki góð, en glæpsamlegur hálf- vitaháttur að ætla sér að vera á jafnvel bestu sumardekkjum í vetrarfærð. besta út úr vetrar- dekkjum, hvort heldur það eru nagladekk eða ónegld dekk, þurfi að setja þau undir áður en vetrarfærð- in dynur yfir og vera búinn að til- keyra þau rétt áður en fönnin leggst að. Skynsamlegast sé að setja þau undir og aka 500-1000 km með þau meðan allt er enn autt. Akið rólega á tilkeyrslu- tímanum, farið hægt í krappar beygj- ur, varist snöggar hraðaaukningar og harkalega hemlun. Sá sem drifur ný vetrardekk undir fyrsta daginn sem snjóar eða í fyrstu ísingu ekur upp frá því að talsvert hálli dekkjum en þau gætu verið, seg- ir Bil. Flestir framleið- endur eru nú komn- ir með vetrardekk sem alls ekki eru ætluð til neglingar og geta verið ágætur kostur sé þeim ekki ætlað meira en þau ráða við. Bil hefur prófað þau flest og við skulum líta að- eins á niðurstöður um nokkur þeirra Fleygiö gömlu dekkjunum Öll dekk, ekki síst vetrardekk, daprast með árunum þó munsturdýpt sé nægileg. Það stafar af því aö gúmmíblandan í þeim harðnar og verður sjálf hál. Sænsku bíleigendasamtökin ráðleggja að fleygja vetrardekkj- unum þegar þau eru orðin fjög- urra ára, hvað sem sliti þeirra líður. Aðrir, þar á meðal sænsk umferðaryfirvöld, setja þetta mark við 10 ár. Skemmið ekki vetrardekkin á sumrin Ónegldu vetrardekkin hafa, eins og fram kemur í þeirri norsku prófun, sem hér er vísað til, mörg hver ágæta eigin- leika á auðum vetrarvegum. Út frá því er ekkert sem í sjálfu sér mælir á móti því að nota þau líka að sumri. Hafa ber þó í huga að efnablöndur í vetrardekkj- um eru öðruvísi en í sumardekkjum og bregðast því öðruvísi viö sumarhitum heldur en sumardekkin sem fyrir þau eru gerð. Þannig geta vetrardekk sem notuð eru að sumri beinlínis verið vara- söm. í annan stað er áríðandi að vetrar- dekk séu í sem bestu standi. Þess vegna er óráð að slíta þeim út á auöum sumarvegum og skemma þannig vetr- arvirkni þeirra, burtséö frá því hvort þau eru nothæf yfir sumariö eða ekki. Nokian Hakk- epeliitta NRW Jafnvel betri en Michelin Maxi-Ice. Góð á ís og snjó, mættu þó gefa betri hliðarstuðning. Ágæt á auðum vetr- arvegi. Riken Snow Wolf Mr-S650 Svipuð einkunn og Michelin Maxi- Ice. Barum Polaris OR60 Frekar slök á ís, sæmileg á snjó, all- góð á auðum vetrar- vegi. dekkja sem eru í boði á íslenskum dekkjamarkaði. Áhugamönnum um naglalaus vetrardekk er bent á að verða sér úti um 10. hefti norska blaðsins Bil árið 2000 - hér er aðeins tæpt á því sem þar kemur fram. Dómar um ónegld vetrardekk Goodyear Ultra Grip 5 Ekki sérlega góð á is, þokkaleg i snjó, mjög góð á auðum vetrarvegi. Michelin Maxi-lce Afar jafngóð vetrardekk. Góð í ís og snjó, þokkaleg á auðum vetrarvegi. Bridgestone Blizzak MZ-02 Afbragðsdekk á klaka, prýðileg í snjó þó þau vilji skríða út undan sér í lausamjöll, afar léleg á auðum vetrarvegi. Þessi dekk hafði umsjónarmaður DV-bíla undir bíl sínum einn vetur. Líkaði að flestu leyti vel, nema á blautum klaka þar sem honum þótti þau vonlaus. Continental Viking Contact 2 Toppeinkunn á is, góð einkunn í snjö en vilja fljóta aðeins upp í lausa- mjöll. Frekar slök á auðum vetrar- vegi. Þessi dekk eru nú að byrja sinn þriðja vetur undir öðrum heimilisbíl umsjónarmanns DV-bíla. Af þeirri reynslu fá þau mjög góða einkunn við allar kringumstæður nema á blautum klaka. Þau eru einnig mjúk og sérlega hljóðlát. Goodyear lce-Navi Ekki hafði unnist ráðrúm til að prófa nýja gúmmíblöndu í Ice-Navi á ís en í snjó fengu þessi dekk toppein- kunn, álika og Continental Contact 2 á auðum vetrarvegi. DV-bílar höfðu þessi dekk undir meðalstórum jeppa við margvíslegar kringumstæður um miðjan fyrravet- ur. Okkar reynsla er sú að þetta séu ágætlega hljóðlát dekk og skili sínu hlutverki með sóma á ís, í snjó og í bleytu. - Hafa ber í huga að nú er komin í þau ný gúmmíblanda og væntanlega betri. Hankook W400 Tiltölulega mjúk dekk, merkilega góð á ís og í snjó og prýðileg á auðum vetrarvegi. Kléber Krisalp 3 Léleg á is, allgóð í snjó og toppein- kunn á auðum vetrarvegi. Kumho KW 7400 Þokkaleg á ís, prýðileg í snjó, topp- einkunn á auðum vetrarvegi. Nokian Hakkepeliitta Q Toppeinkunn á ís og í snjó, lág- markseinkunn á auðum vetrarvegi, einkum hvað snertir hemlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.