Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Reglugerðarlokun stórra veiðisvæða á Vestfjarðamiðum: Mörg svæði lokuð DV, AKUREYRI:______________________ Ovenjumiklar lokanir veiðisvæða út af Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru í gangi um þessar mundir og er þar bæði um að ræða skyndilokanir og svokallaðar reglu- gerðarlokanir sem geta varað í vik- ur eða lengri tíma. Sjómenn hafa haft á orði að gjörsamlega útilokað sé að finna veiðanlegan þorsk og hafi einhvers staðar verið slíkan þorsk að hafa að undanfömu hafi undirmálsfiskur verið í aflanum og þeim miðum verið lokað. Reglugerðarlokun tók gildi nú í vikunni á Vestfjarðamiðum í kjölfar mikilla skyndilokana I mánuð eða lengur og segir Sigfús A. Schopka fiskifræðingur að lokanir veiðihólfa nú séu meiri en verið hafi í mjög langan tíma. „Það má líka geta þess að veiðieftirlits- mönnum hefur fjölgaö og er nú meira eftirlit á sjó en það hefur verið um nokkurra ára skeið. Þar að auki er þarna ár- gangur frá árinu 1997 sem er mjög þokkalegur og á þessum stærðarmörkum sem miðað er við. Þessi árgangur er að koma í veiðamar nú í haust. Þetta ástand verður áfram þvi það eru allar líkur á að 1998 árgangurinn sé einnig þokka- legur. Árgangurinn frá 1997 vex reyndar yfir viðmiðunarmörkin þannig að það verður að öllum lík- indum ekki eins mikið um lokanir á næsta ári,“ segir Sigfús. Hann segir að tiltölulega lítið sé af stórfiski og það kemur heim og saman við reynslu sjómanna sem segja að ekki hafi í mörg ár verið eins erfitt að ná í stóran þorsk og nú. Sigfús A. Schopka segir að þegar stofnmat þorsks var endurskoðað í fyrra hafi komið í ljós að meira hafði gengið á allra stærsta þorskinn en reikn- að hafði verið með. Hins vegar segir hann að ein- hver þorskur muni koma til hrygningar og hann fari að láta á sér kræla áður en langt um líður. Þama skipta máli hlutir eins og æti, lítið hafi orðiö vart við hrygningarloðnu sem þýði um leið að þorskurinn hafi ekki þétt sig jafnmikið og ella. „Fiskurinn sem gengur til hrygningar ætti að fara að gefa sig til eftir áramótin,“ segir Sigfús. - Eru engin sérstök hættumerki á lofti, meiri en látið hefur verið uppi? „Eins og menn muna fengum við utanaðkomandi aðila til að fara yfir stofnmatið okkar frá í vor. Þótt tek- ið hafi verið undir okkar niðurstöö- ur voru lagðir fram útreikningar með öðram aðferðum en okkar hefðbundnu sem sýna minna stofn- mat. Það sem gefur tilefni til bjart- sýni til lengri tíma litið er að nýlið- unin hefur verið góð á hverju ári frá 1997 eða í fjögur ár. En við þurf- um alltaf að fara varlega og okkur ber því að vemda þessa árganga," segir Sigfús. -gk Sigfús A. Schopka Okkur ber að vernda þessa árganga. Lokanir á miðunum: Sjómenn argir út í Hafró DV, AKUREYRI:_____________________ „Eg held að það sé óhætt að segja að menn eru mjög argir út i Hafró. Það er ekkert samræmi í þessum lokunum em í gangi núna, þetta er svo handahófskennt að það tekur engu tali og þetta fer mjög í taug- arnar á mönnum," segir Guðmund- ur Jónsson, skipstjóri á togaranum Baldvin Þorsteinssyni frá Akureyri. Mikill urgur er í sjómönnum vegna tíðra skyndilokana Hafrann- sóknarstofnunar að undanförnu þar sem lokað hefur verið fyrir veiði í fjöldamörgum hólfum víða á miðun- um, bæði fyrir vestan, norðan og austan land. Sjómenn hrukku hins vegar við þegar geysiumfangsmikil lokun með reglugerð var sett á stór veiðisvæði út af Vestljörðum. „Það liggur ekki vel á mönnum. Það hefur gengið á ýmsu í túrnum en þegar við fengum besta fiskinn var sett lokun með reglugerð á það hólf, það er ekki von að menn séu upprifnir yfir þessu. Það er búið að loka allri veiðislóðinni út af Vest- fjörðum og þaö liggur við að þessu sé sjálfhætt. Þegar þeir eru búnir að loka með reglugerð þýðir það langa lokun og ég sé ekki fyrir mér að þeir opni þær veiðislóðir á næst- unni, jafnvel ekki neitt á næsta ári.“ - Eru þessar lokanir ástæðulaus- ar, að þinu mati? „Ég held að það liggi alveg fyrir að það verði að fara að breyta þess- um viðmiðunarmörkum sem notast er við ef við ætlum á annað borð að veiða einhvern þorsk. Auðvitað er um blandaðan fisk að ræða en við höfum verið með lægri viðmiðunar- reglur áður. Svo eru þessar lokanir svo handahófskenndar, þaö er verið að loka einhverjum litlum ræmum í skyndOokunum og það gefur enga friðun, ekki nokkra. Það fer allt að verða lokað og að líða að því að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggj- ur af þessu meira, við getum bara farið að koma okkur í land,“ sagði Guðmundur. -gk Áhrif verkfalls framhaldsskólakennara koma í ljós ef ekki semst fljótlega: Sandkorn Urnsjón: Hörður Krístiánsson netfang: sandkorn@ff.is Opinbert hass Stöðugt er ver- ið að efla fíkni- efnalögregluna ef dæma má fréttir síðustu mánuð- ina. Mun löggan ekki láta sér neitt óviðkom- andi í því sambandi og grannt verður fylgst með samskiptum fólks, jafnt í símum sem í tölvum á Netinu. Sagt er að fíkniefnalögreglunni sé nú nokkur vandi á höndum. Hún hafi komist að því að hass er auglýst blygðunarlaust á Netinu og meira að segja af opinber- um aðilum. 1 vafri sínu á veraldar- vefnum rákust löggur Sólveigar Pét- xu-sdóttur á heila heimasíðu sem til- einkuð er þessum voðalegu fíkniefn- um. í þokkabót er hún svo rekin af sjálfum Reykjanesbæ og ekki nóg með það: stofnunin sem um ræðir ber skammstöfunina HASS (Hafnasamlag Suðurnesja). Ekki er slóðin á Netinu síður til að auglýsa þetta fíkniefni, nefnilega hass.is... Sextán ára hrefnukjöt í 101 vestfirskrij þjóðsögu, nýjasta j hefti og fjórðu sam- nefndri bók Gísla I Hjartarsonar, er sagt frá ráðstefna [ um sérkenni Vest- firðinga sem I Magnús Ólafs j Hansson í Bolung- arvík gekkst fyrir. Konráð Eggerts- son, hrefnuveiðimaður á ísafirði, var einn fyrirlesaranna og fjallaði erindi hans um hvalveiðar og verkun og matreiðslu hrefnukjöts. Eftir hverja þrjá fyrirlestra voru pallborðsumræð- ur þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svöram. Þegar röðin kom að Konna fékk hann þessa lymskulega fyrir- spurn frá Magnúsi Reyni Guð- mundssyni: „Nú hafa hrefnuveiðar verið bannaðar í fjórtán eða sextán ár. Er ekki farið að slá í kjötið sem þú ert að láta ýmsa hafa úr bílskúrn- um heima hjá þér og sýslumaðurinn fær hjá þér og margir aðrir bæjarbú- ar?“ Konni var snöggur upp á lagið að svara: „Þeir skera bara utan af því og þá er þetta ágætiskjöt..." Lok haustannar dragast fram yfir jól - viðbúið að tekin verði færri próf eftir önnina DV, SELFQSSI: ____________________ „Það ber enn mjög mikið á milli deiluaðila og ástandið er mjög al- varlegt. En maður vonar að nem- endur skili sér aftur í skólann þeg- ar deilan leysist og okkar fyrsta verk verður þá að klára yfirstand- andi önn,“ sagði Sigurður Sigur- sveinsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurlands, við DV. Áætlað var að fyrsti prófdagur haustannar á Selfossi yröi 4. desem- ber sl., prófum lyki 15. desember og brautskráning nemenda frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands af haustönn færi fram 22. desember. „Ef deilan leysist fljótlega mun- um við stefna á brautskráningu strax eftir áramót, í framhaldi af því mundi vorönnin byrja nokkru seinna og þá standa heldur lengur Sigurður Sigursveinsson, skólameistari á Selfossi. Kristinn Kristmundsson, skóiameistari á Laugarvatni. fram á vorið en ella. Hins vegar er viðbúið að nemendur taki færri próf af haustönn en ella, sumir hverfi jafnvel alveg frá námi en aðrir sleppi einhverjum prófum. Þetta verður erfiöara og erfiðara fyrir krakkana eftir þvi sem verkfallið DV+ÍVND SIGURÐUR INGI SVEINSSON Horft á sólarlagiö Sólarlagiö viö Ægisíöuna hefur veriö einstakt undafarna daga eins og sjá má á þessari mynd og því engin furöa aö börnin skyldu gleyma sér viö aö horfa á sólina hverfa í fjarska eitt augnabiik. DV-MYND NJORÐUR HELGASON Haustar aö í íslenskum skólum Þaö hefur veriö fámennt og hljótt innan veggja Fjölbrautaskóla Suöurlands frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst fyrir þrem vikum þann 7. nóvember. dregst á langinn, það er reynslan úr fyrri verkföllum. Þaö er líka áhyggjuefni að þegar krakkar hætta að læra heima og eru ekki að vinna þá fari þau aö snúa við sólarhringn- um, vaka á nóttunni og sofa á dag- inn,“ sagði Sigurður. Hann segir að þó verkfoll hafi áður staðið lengur en þaö sem af er þessu verkfalli hafi það aldrei orðið til þess að yfirstandandi annir hafi farið forgörðum í heild sinni. „Það sem er alvarlegast í stöðunni nú er að það virðist ekki vera lausn í sjón- máli á milli viðsemjenda. En það er alveg ljóst að til að ná sáttum í mál- inu þarf að koma til verulega aukið fjármagn inn í framhaldsskólana," sagði Sigurður Sigursveinsson, skólameistari FSU. Verðum að reyna að vinna upp allan þann tíma sem tapast „Það eru fimm nemendur sem eru hér í vinnu og halda enn til hér á vistunum. Þrátt fyrir að hér sé öll aðstaða til náms opin, bókasafn og tölvuver hafa krakkamir ekki verið hér við nám,“ sagði Kristinn Krist- mundsson, skólameistari á Laugar- vatni. Kristinn hefur enn sem komi er ekki frekar en Sigurður Sigur- sveinsson fengið tilkynningar frá nemendum um að þeir hafi ákveðið að hætta námi. Kristinn sagði að eitthvað af nemendum hafi þó gefið það í skyn aö brugðið gæti til beggja vona ef verkfallið drægist á langinn en hann vonaði að þau þraukuðu. Hann segir að staða haustannarinn- ar sé enn sem komið er ekki í alvar- legum skorðum á Laugarvatni. Menntaskólinn að Laugarvatni útskrifar stúdenta einu sinni á ári, að vori. „Alvarleiki okkar í stöð- unni er sá að kennsla og próf hljóta að dragast eitthvað fram á vorið frá því sem áætlað var, það hefur áður verið reynt að vinna verkfóll upp með því að kenna á laugardögum og um helgar meira en venjulega er gert. Hvernig sem fer verðum við að reyna að vinna upp þann tíma sem tapast ef sá árangur sem vænst er á að nást,“ sagði Kristinn Krist- mundsson, skólameistari Mennta- skólans að Laugarvatni. -NH Tekinn í bakaríið Heldur var pín- legt niðurlag „Máls“ Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar á Skjá j einum á mánudag þegar prófessorinn fékk til sín Ásdísi Höllu Bragadótt- ur, bæjarstjóra Garðbæinga, til umræðu vegna bókar hennar um leiðtoga. Ásdís, sem hefur verið í forystu sjálfstæðismanna síð- ustu árin, tók Hólmstein gersamlega í bakaríið, hrakti allar hans skoðanir á fólki og málefnum og klykkti út, þegar Hólmsteinn fór að tala um aldavin sinn Jón Ólafsson, með því að lýsa því yfir að Hannes væri ein- faldlega af þeirri kynslóð sem ekki kæmist upp úr þeim hjólfórum að hnýta allar mannaráðningar við póli- tískt pot og klíkuskap... Frægur prestur ýtti á takka Þegar greidd voru atkvæði um fjárlögin á dögun- um vakti það eftir- tekt að nýbakaður dómkirkjuprestur, Hjálmar Jóns- son, greiddi at- kvæði með 15 milljóna framlagi til Galdrasafns á Ströndum. Viö það tilefni orti Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar: Nú er kátt hjáflestumfjöndum, frœgur prestur ýtti á takka. Galdrasafn hann studdi á Ströndum, stynja Árar mjög og þakka. Hjálmars tími telst nú liðinn, taka má sinn poká, fólið. Þreyttur prestur þráir friðinn, þjóðkirkjan er honum skjólið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.