Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðíö Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir 4,7 milljaröa í nóvember Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 0,3 milljarða króna í nóvember og nam 34,8 milljörðum króna í lok mánaðarins. Gengi ís- lensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um 1,3%. Seðlabankinn seldi gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir 4,7 milljarða króna. Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um 4,5 milljarða króna í mánuðinum og námu þau 15,4 millj- örðum í nóvemberlok. Markaðs- skráð verðbréf í eigu bankans námu 7,1 milljarði króna í nóvemberlok, miðað við markaðsverð, og jukust um 0,5 milljarða króna í mánuðin- um. Markaðsskráð verðbréf ríkis- sjóðs i eigu bankans námu 4,3 millj- örðum króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir drógust saman um 2,6 milljarða króna í nóvember og námu 28,6 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar íjár- málastofnanir jukust í mánuðinum um 2,3 milljarða króna og voru 12,2 milljarðar króna i lok hans. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 2,8 milljarða króna í nóvember og voru neikvæðar um 8,6 milljarða króna í lok mánaðarins. Þar með hafa nettó- kröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkað um 3 milljarða króna frá áramótum. Grunnfé bankans dróst saman um 2,7 milljarða króna í mánuðin- um og nam 25,5 milljörðum í lok hans. Stuttar fréttir Viöskipta- sendinefnd á leið til Stoke Gengið frá kaupum á Ölgerð- inni Egill Skallagrímsson Útflutningsráð íslands og breska sendiráðið kanna nú áhuga ís- lenskra fyrirtækja á þátttöku í við- skiptasendinefnd sem færi til Stoke City í febrúar á næsta ári. í Útherja, sem gefinn er út af Út- flutningsráði, kemur fram að áhugi íslenskra viðskiptaaðila á viðskipta- tækifærum í Stoke og Staffordsskíri hafi kviknað í kjölfar fjárfestinga ís- lendinga í knattspyrnuliði borgar- innar. Samstarfsaðili Útflutnings- ráðs og breska sendiráðsins í Bret- landi verður Business Link Staf- fordshire. Reynt verður að haga tímasetn- ingum þannig að þátttakendur geti heimsótt tvær vörusýningar í Stoke og Birmingham, sem venjulega eru fjölsóttar af íslendingum, auk þess sem farið yrði á leik með Stoke City á Brittania-vellinum 3. febrúar nk. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bandaríkin: Gott en við- kvæmt ástand , lýsti í fyrradag varfærinni bjart- sýni um horfur i bandarískum efna- hagsmálum. Greenspan varaði þó við því að sú kólnun sem merki væri um í hagkerfmu skapaði um leið aukna hættu af sveiflum í elds- neytisverði og breytingum í vænt- ingum almennings og fjárfesta. Greenspan benti á að eftir því sem drægi úr hagvexti mætti búast við að heimili og fyrirtæki yrðu var- færnari í ákvöröunum sínum, m.a. hvað varðar fjárfestingar og neyslu. Ræddi hann sérstaklega um að bankamenn yrðu að vera undir slíkt búnir. Ræða Greenspans í fyrradag féll í mjög góðan jaröveg á bandaríska verðbréfamarkaðinum. Hlutabréf hækkuðu í verði í kjölfar flutnings hennar og auknar líkur eru taldar á aö bandariski seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári. Gengið hefur veriö frá kaupum Islandsbanka-FBA og fjárfestingar- félagsins Gildingar á 96,58% hlut í Ölgerðinni Egill SkaUagrímsson ehf. Kaupin eru gerö i framhaldi af kauptilboði sem Íslandsbanki-FBA gerði í lokuðu útboði meðal fjár- málafyrirtækja í október síðastliðn- um. Frá þeim tíma hefur áreiðanleika- könnun á fyrirtækinu átt sér stað og er þeirri könnun nú lokið. ís- landsbanki-FBA og Gilding stefna að frekari eflingu félagsins og aukn- um umsvifum í rekstri. Ný stjórn mun taka við á næstu dögum. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var stofnuð árið 1913 og er eitt þekktasta framleiðslufyrirtæki landsins. Fyrirtækið framleiðir gos- drykki, bjór og léttöl, bæði undir eigin vörumerkjum og annarra, auk þess að stunda innfLutning á sams konar vörum. Meðal þekktra vöru- merkja fyrirtækisins eru Egils App- elsín, Maltextrakt, Egils Kristall og Egils Gull. Meðal þekktra vöru- merkja samstarfsaðila eru Pepsi, Tuborg og Grolsch. Stórir viðskiptavinir Marels skoða sameiningu - yrði langstærsta kjötvinnslufyrirtæki heims Fjórða stærsta kjötvinnslufyrir- tæki heims, Tyson Foods Inc., hefur gert yfirtökutilboð í næststærsta kjötvinnslufyrirtæki heims, IBP Inc„ að fjárhæð 2,8 milljarðar doll- ara. Bæði fyrirtækin eru í hópi stærstu viðskiptavina Marels hf. Tilboðið kemur í kjölfar 2,7 millj- arða dollara tilboðs niunda stærsta kjötvinnslufyrirtækis heims, Smit- hfield Foods Inc., í IBP. Verði af kaupum Tyson á IBP verður sam- einað fyrirtæki langstærsta kjöt- vinnslufyrirtæki heims. Bæði Tyson og IBP eru á meðal stærstu viðskiptavina Marels hf. en sam- starfíð við Marel lýtur bæði að sölu á skurðarvélum og þróunarsam- vinnu. Að sögn Péturs Guðjónssonar, framkvæmdastjóra markaðsmála og þjónustu hjá Marel, virðist í fljótu bragði sem kaup Tyson á IPB hefðu ekki áhrif á Marel. Á hinn bóginn má ætla að ef Smithfield festir kaup á IBP gæti það haft jákvæð áhrif á Marel en Smithfield er ekki í hópi viðskiptavina Marels. Þyrping og Eimskip í samstarf - um þróun og uppbyggingu á lóðum Eimskips við Skúlagötu í Reykjavík Þyrping og Eimskip skrifuðu í gær undir samstarfssamning um þróun og uppbyggingu á lóðum Eimskips við Skúlagötu. Þyrping og Eimskip munu eiga helmingshlut hvort í fyrirtækinu „101 Skugga- hverfi hf.“, sem mun hafa með höndum þróun deiliskipulags og uppbyggingar á svæðinu á næstu árum. Eimskip mun selja „101 Skuggahverfl hf.“ lóðir félagsins við Skúlagötu í tengslum við þetta sam- komulag. Eimskip hefur frá því á síðasta ári unnið með innlendum og erlend- um arkitektum að þróun skipulags á lóðum félagsins við Skúlagötu. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti í síð- ustu viku að senda þessar skipu- lagshugmyndir til kynningar fyrir hagsmunaaðilum. Áhersla á þróun friðsæls umhverfls í frétt frá Eimskip og Þyrpingu segir að Þyrping gangi til samstarfs við Eimskip um þetta verkefni með það að markmiði að ráðast í fram- kvæmdir á svæðinu á næstu árum. Unnið verður áfram að skipulags- hugmyndinni og þróun á svæðinu sem afmarkast af Hverfisgötu og Skúlagötu annars vegar og Frakka- stíg og Klapparstíg hins vegar, en 15.364 fermetra lóð Eimskips við Skúlagötu er hluti af því svæði. Við þróun á nýju skipulagi var gengið út frá því að í hverfinu yrði blönd- uð byggð með allt að 250 íbúðum. í skipulagshugmyndinni er gert ráð fyrir verslunarkjama og skrifstofu- rými á svæðinu. Nánast öll bíla- stæði verða í bílageymslum neöan- jarðar, tengdum lyftum upp á efri hæöir íbúðar- og skrifstofuhúsnæð- is. Áætlað er að uppbygging svæðis- ins taki fimm til sjö ár. Lögð er áhersla á að skipulag svæðisins falli sem best að umhverfinu og þeim byggingum sem áfram verða í hinu svokallaða Skuggahverfi. Samráð verður við íbúa og eigendur fast- eigna á svæðinu og er fyrirhugað að kynna þessum aðilum skipulagstil- lögurnar á næstu vikum í samráði viö Reykjavíkurborg. Áhersla er lögð á að þróa vist- vænt og friðsælt umhverfi og vernda sögufræg hús sem hvort tveggja styrkir miðborgina og um- hverfi hennar. Yflrbragð hverfisins einkennist af samspili birtu, gróð- urs og umhverfisvænna byggingar- efna. Hönnunarvinna miðar að því að tiltölulega mjóir og háir tumar skyggi ekki á útsýni frá þeim íbúö- um sem standa ofar í hverfmu. íbú- ar geti þannig notið glæsilegs útsýn- is yfir Sundin og Esjuna en jafn- framt nýtt sér sól úr suðri þar sem litlir þakgarðar skapa vinalegt og umhverfisvænt viðmót. í skipulags- hugmyndum er gert ráð fyrir að á ríflega fjórðungi skipulagssvæðisins verði opin og græn svæði. I>V Tí HEILDARVIÐSKIPTI 1.220 m.kr. Hlutabréf 237 m.kr. Húsbréf 433 m.kr. IVIEST VIÐSKIPTI : Q Eimskipafélagið 39 m.kr. j Q Delta 35 m.kr. i © Íslandsbanki-FBA 21 m.kr. MESTA HÆKKUN I © Pharmaco 7,2% : Q íslenski hugbúnaöarsj. 3,9% 1 Q Nýherji 3,4% MESTA LÆKKUN : 0 Eimskipafélagið 0,7% 0 — 0- ÚRVALSVÍSITALAN 1.285 stig - Breyting Q 1,09 % Allt seldist í útboði Tauga- greiningar Allt hlutfé í hlutafjárútboði Taugagreiningar hf. seldist til for- gangsréttarhafa á genginu 4.5 en í boði voru 30 milljónir króna að nafnvirði. Eftir hlutafjáraukning- una er hlutafé Taugagreiningar 100 milljónir króna. Það var Fjárfest- ingabanki Landsbanka íslands hf. sem hafði umsjón með útboðinu. atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi í ríkjum innan evrusvæðisins mældist 8,9% í októ- ber síðastliðinn og var það í takt við væntingar. Atvinnuleysið lækkaði um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Mest mældist atvinnuleysið á Spáni 13,6% en minnst í Lúxemborg 2,1%. í aðildarríkjum ESB í heild mældist atvinnuleysi 8,2% í október samanborið við 8,3% í september. Frá þessu er greint í Morgunkorni FBA i dag. IJrval - gott í hægíndastólinn 07.12.2000 kl. 9.15 KAUP SALA jjg; Dollar 85,940 86,380 sSÍPund 124,120 124,750 |*E Kan. dollar 56,240 56,590 ÁIDönskkr. 10,3230 10,3800 ÍfcláNorsk kr 9,5330 9,5860 EaSsænsk kr. 8,9450 8,9950 HRfl matk 12,9412 13,0189 3 Fra. franki 11,7301 11,8006 1N Belg. franki 1,9074 1,9189 2] Svlss. frankl 50,7600 51,0400 BhoII. gylliní 34,9160 35,1258 ^Þýskt mark 39,3412 39,5776 löftlíra 0,03974 0,03998 CX Aust. sch. 5,5918 5,6254 Port. escudo 0,3838 0,3861 BÁl Spá. peseti 0,4624 0,4652 [ • ] Jap. yen 0,77830 0,78300 1 | irskt pund 97,699 98,286 SDR 111,28000 111,9400 EIecu 76,9447 77,4071

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.