Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Page 13
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
13
Þvottavélin orkufrek
Mikilvægt aö fiokka þvottinn vel til aö nota ekki meiri orku en nauösynlegt er.
Desember orkufrekasti mánuðurinn:
Fyrirliggjandi
2 tonna
vélar.
Sjón er
sögu ríkari
Datek á Islandi • Smiðjuvegur 50 • 520 3100
Fundarlaun ZY-806
Upplysingar
Þeim sem geta bent á hvar
þessi bíll, dökkgrænn
Accent ZY-806,
er niðurkominn
er heitið fundarlaunum.
síma 899 0883.
Margar sparnaé
arleiðir færar
þegar spara á rafmagn
Desember er sá mánuður sem raf-
orkunotkun heimilanna er hvað
mest. Jólabaksturinn, jólaljósin og
eldamennskan; allt kostar þetta raf-
magn. Kostnaðurinn við raforku-
notkunina getur verið töluverður og
því er ekki úr vegi að skoða hvar
mesta notkunin liggur og hvernig
hægt er að spara.
Rafmagnsnotkun er mæld í
kílóvattstundum og eru 1000 vött í
einni kílóvattstund. Ein kilóvatt-
stund kostar tæpar 8 krónur á hinni
almennu gjaldskrá með skatti. Til
að gera sér betri grein fyrir þessu
má ímynda sér 50 vatta ljósaperu.
Hún þarf að loga í 20 klukkustundir
til aö eyða einni kílóvattstund sem
kostar eins og áður sagði um 8 kr.
Það er því ljóst að lýsingin sem slík
kostar ekki mjög mikla peninga og
vegur ekki þungt í venjulegri notk-
un á heimilinu en sjálfsagt er að
slökkva ljós í þeim herbergjum sem
enginn er í þá stundina því safnast
þegar saman kemur.
Það sem vegur mest eru stór raf-
magnstæki, eins og kæliskápar,
frystiskápar- og kistur og eldavélar.
Mesti kostnaðurinn er sem sagt þeg-
ar kæla eða hita þarf eitthvað auk
þess sem raforkunotkun þvottavéla
og þurrkara er töluverð.
Örbylgjuofnar sparneytnir
Örbylgjuofnar eru sparneytnir og
nota mun minna rafmagn en elda-
vélar. Sé það mögulegt er gott að
elda nokkrar máltíðir í einu og hita
þær síðan upp í örbylgjuofni. Bakið
einnig mikið í einu eða skellið einni
köku í ofninn eftir að hann hefur
verið notaður til annars. Orkan sem
fer í að hita upp ofninn er dýr. Hell-
ur á eldavélinni ættu að vera sléttar
og hreinar og það sama má segja
um botn potta og panna. Slökkvið
tímanlega undir pottunum og nýtið
með því eftirhitann. Oft sýður fólk
mat á of háum straumi án þess að
þurfa þess.~Sem dæmi má nefna að
þegar kartöflur eru soðnar nægir að
láta suðuna koma upp og lækka síðan
í minnsta straum til að fullsjóða þær.
Rétt hitastig sparar rafmagn
Kæliskápar og frystikistur geta
verið orkufrek tæki en til eru
nokkrar leiðir sem minnka orku-
notkun þeirra. Til dæmis ætti alltaf
að halda þessum tækjum hreinum,
bæði að utan og innan. ís á kæliflöt-
um og ryk á síum eykur rafmagns-
eyðsluna. Hafið hitastig tækjanna
ekki of lágt því kæling umfram það
sem nauðsynlegt er kostar peninga.
Hæfilegt hitastig í ísskápnum er
Kostar ekki mikið
Lýsing er tiltölulega ódýr en gerist menn stórtækir viö skreytingar húsa sinna
og garöa fara fljótt aö sjást merki þess á rafmagnsreikningnum.
+5"C og -18 i frystikistunni. Kælið
heitan mat áður en hann er settur í
kæli eða frysti og látið frosinn mat
þiðna í kæliskápnum. Þannig nýtist
kuldinn af honum til orkuspamaðar
í ísskápnum. Þessi tæki ætti að
reyna að hafa á svölum stað og helst
upp við útvegg hússins.
Skipuleggja þarf vel notkun
þvottavéla og þurrkara. Þvoið aldrei
hálífullar vélar og sorterið þvott eft-
ir því hversu skítugur hann er og
notið aðeins forþvott á þann þvott
sem virkilega þarf þess með. Vélar
sem taka inn á sig bæði heitt og kalt
vatn nota minni orku. Þurrkara
ætti bara að nota þegar ytri aðstæð-
ur eins og veður hamla því að hægt
sé að þurrka þvottinn á annan hátt.
Það fer líka mun betur með þvott-
inn að láta hann þorna á snúrunum
heldur en að veltast í þurrkara.
Gömul tæki eyöa meiru
Oft borgar það sig að endurnýja
heimilistækin ef þau eru mjög göm-
ul því gömlu tækin eyða allt að 40%
meira rafmagni en þau nýju. Þegar
ný tæki eru keypt má sjá á merking-
um þeirra hversu sparneytin þau
eru og þó íslendingar búi við nokk-
uð umhverfisvæna orku þá kemur
það sér vel fyrir umhverflð og budd-
una að spara hana. Hafa ætti í huga
að smærri tæki eins og tölvur og
sjónvörp eyða líka rafmagni og á
mörgum heimilum eru þau í gangi
tímunum saman þó enginn sé að
nota þau.
Hér er ekki ætlunin að letja fólk í
því að skreyta híbýli sin með jóla-
ljósum í svartasta skammdeginu en
vilji menn vita hver rafmagnskostn-
aðurinn við jólaseríuna er þarf að
kanna hversu mörg vött hún er
(þær upplýsingar er að finna á um-
búðunum) og svo reikna út hversu
lengi hún er að ná 1 kílóvatti sem
kostar um 8 kr. Kostnaður við eina
seríu er ekki mikill en ætli menn að
lýsa upp hús sín og garða eins og
kappsfyllstu menn gera fer að sjást
ansi mikil hækkun á rafmagns-
reikningnum.
-ÓSB
2^, Smáauglýsingar
byssur, feröalög, feröaþjónusta,
fyrir feröamenn, fyrir veiöimenn,
gisting, golfvörur, heilsa, hesta-
mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt,
safnarinn, sport, vetrarvörur,
útilegubúnaður... tómstundir
Skoðaöu smáuglýsingarnar á WISII’JS
550 5000
-eda/f/'é á/' e/iú' d/*
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gœðaflokki ogprýða þau nú
mörghundruð islensk heimili
10 ára ábyrgð
► 12 stærðir, 90 - 500 cm
► Stálfóturjylgir
► Ekkert barr að ryksuga
► Thiflar ekki stofublómin
► Eldtraust
► Þarfekki að vökva
► íslenskar leiðbeiningar
► Traustur söluaðili
► Skynsamlegjjárfesting
Bandalag íslenskra skáta
MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND
Myndbandsspólur sem allir
bílaáhugamenn verða að eignast.
Verð kr. 1.990,- til 2.490,-
Þessar eru frábærar!!!
- gjafavöruverslun bilaáhugafólks
Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is