Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvernig finnst þér hafa tekist til með nýja sveitar- félagið, Fjarðabyggð? (Spurt var á Eskifirði.) Guðrún Rögnvarsdóttir sjoppueigandi: Ég kaus sameiningu sveitarfélag- anna, en ég verö nú aö segja aö ég sé enga breytingu til batnaöar. Stefán Óskarsson umboösmaöur: Ég sé eftir því, en ég kaus meö sam- einingu á sínum tíma. Auðbjörn Guðmundsson kaupmaður: Ég var fylgjandi sameiningu og kaus meö henni, en ég er fjarri því aö vera ánægöur meö framkvæmdina. Trausti Reykdal, hárskeri og rekur vídeóleigu: Ég kaus sameiningu sveitarfétag- anna. Slæmt var þaö fyrir, en ekki hefur ástandiö tagast. Arnar Kristjánsson verkamaður: Ég var á móti þessari sameiningu og kaus samkvæmt því. Ég er ails ekki ánægöur meö þróun mála. Viö heföum spjaraö okkur betur upp á eigin spýtur. Benedikt Jóhannsson verkstjóri: Kaus sameiningu og er vonsvikinn meö aö stjórn nýja bæjarfélagsins hefur ekki gengiö nógu vel og nán- ast öll veriö lögö í bleyti. Fyrirbyggjandi umferöarlöggæsla Verður aö standa undir nafni. Fyrirbyggjandi löggæsla - gegn ölvunarakstri „Ekki þarf meira en einn harðan árékstur á einni af stofnbrautum borgarinnar til þess að þessir örfáu um- ferðarlögreglumenn séu uppteknir um ótiltekinn tíma. Hver sinnir sérhcefðu, fyrirbyggjandi umferðareft- irliti á meðan?“ „Endum ekki jóla- gleðina með ölvun- arakstri“. er yfir- skrift átaks Sam- bands íslenskra tryggingafélaga í samstarfl við Slysa- vamafélagið Lands- björgu. í þessu átaki verður leitað márgra leiða til að vekja athygli lands- manna á skelfileg- um afleiðingum ölv- unaraksturs. Reynslan sýnir að mark- viss áróður í fjölmiðlum hefur ákveð- in áhrif til góðs en dugar ekki einn og sér. Ef takast á að sporna við ölvun- arakstri, þarf fyrirbyggjandi umferð- arlöggæsla að standa undir nafni. Á undanfómum árum hefur orðið alvarleg þróun í umferðarlöggæslu- málum hér á landi. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur nán- ast verið aflögð og má telja gott ef 3-4 sérhæfðir umferðarlögreglu- menn eru við umferðareftirlit á svæði Reykjavíkurlögreglunnar. Ekki er hægt að halda uppi „sí- virkri" umferðarlöggæslu með svo fáum mönnum - enda er umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar frá ysta tanga Seltjamamess og inn í Hval- fjarðarbotn. Ekki þarf meira en einn harðan árekstur á einni af stofnbrautum borgarinnar til þess að þessir örfáu umferðarlögreglu- menn séu uppteknir um ótiltekinn tíma. Hver sinnir sérhæfðu, fyrir- byggjandi umferðareftirliti á með- an? Hversu margir ölvaðir öku- menn komast leiðar sinnar um göt- ur borgarinnar á þeim tíma? Víða í smærri sveitarfélögum er löggæsla afar frumstæð, svo ekki sé meira sagt, enda oft aðeins einn maður á vakt á hverjum tíma með eftirlitssvæði sem spannar hundruð kílómetra. Við slíkar aðstæður geta menn aðeins sirrnt nauðsynlegustu útköllum en fyrirbyggjandi löggæsla til vamar ölvunarakstri er nánast vonlaus. Þetta vita þeir sem stunda það að aka undir áhrifum áfengis og aðrir þeir sem kjósa að túlka umferð- arlögin að vild. Þeir komast einfald- lega upp með glæpinn. í flokki þeirra ökumanna sem stunda það að aka eftir að hafa neitt áfengis má þvi miður finna öku- menn og farþega úr öllum þjóðfélags- stigum, jafnvel menn i virtum, opin- berum embættum. Brjóstumkennan- legt er að horfa upp á þá sem eiga að sýna gott fordæmi brjóta lögin á þennan hátt og hætta lífi og limum annarra. Við sem förum að lögum í þessum landi til þess að minnka líkumar á að lenda í umferðarslysi gerum þá lágmarkskröfu að þeir virði gildandi landslög. Við gerum einnig þá kröfu til stjómvalda að þau tryggi okkur mannsæmandi umferðarlöggæslu svo afbrotamenn í umferðinni verði tafarlaust stöðvaðir þegar þeir mæta á „vígvöllinn" - áður en þeir skilja eftir sig mannlega harmleiki sem aldrei verða aftur teknir. Ragnheiöur Davíösdóttir, forvarna- og ör- yggismálafulltrúi Vátryggingafélags íslands, skrifar: Húsnæðisklúður Alþingis Hannes Guðmundsson skirfar:__________________________ Ég sá með eigin augum upphlaup formanns Samfylkingarinnar, Össur- ar Skarphéðinssonar, og áhlaup á forsætisráðherra sl. mánudag vegna meintrar yflrhylmingar þess síðar- nefnda yfir umframeyðslu vegna Þjóðmenningarhússins. Það sker í augu og eyra að heyra össur fara mikinn um endurbætur Þjóðmenn- ingarhússins en sleppa alveg að ræða um annað hús, þar sem Alþingi kem- ur beint við sögu vegna kostnaðar á innréttingum fyrir stofnunina í nýju húsi í Austurstræti. Össur lét sig hafa það að sleppa ákúrum á þær framkvæmdir. - Hvað skyldi þing- maðurinn Össur hafa þar að verja?. „Það sker í augu og eyru að heyra Össur fara mikinn um endurbætur Þjóðmenn- ingarhússins en sleppa al- veg að ræða um annað hús þar sem Alþingi kemur beint við sögu vegna kostn- aðar á innréttingum fyrir stofnunina í nýju húsi í Austurstræti. “ Aumkunarvert yfirklór forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins í sjón- varpsviðtali um sl. helgi segir manni, að þar sé meira en lítið klúður á ferð. Og alls óverjandi. En hér er sem oft áður að þegar Al- þingi sjálft á í vök að verjast vegna umframeyðslu, dagpeningasukks og frímiða fyrir alþingismenn, maka þeirra og jafnvel börn, þá rofnar ekki samstaða þingmanna í millum. Almenningur er nú orðinn svo vel að sér (þökk sé sífellt lengri skóla- göngu og betur launuðum kennurum en hér áður) að hann situr ekki þegj- andi undir upphlaupi einstakra þing- manna eins og formanns Samfylking- arinnar sem bendir í allar áttir úr ræðustóli og á alla aðra en sjálfan sig. - Við bíðum nú eftir að Össur taki fyrir húsnæðisstækkun Alþingis í Austurstræti. Dagfari Ekki bíta mig - segir varðstjórinn Ekki benda á mig... sagði varðstjórinn í Bubbalaginu um árið og undraði engan þau vin- samlegu tilmæli þar sem það er rakinn dóna- skapur að benda á fólk. Ástandið hefur þó versnað til muna og bendingar eða annað handapat er ekki það sem löggumennirnir þurfa að hafa mestar áhyggjur af. Nú ríkir nefnilega óöld í Reykjavík og böm, unglingar og útlendingar vaða hér uppi með kjaft og stæla. Fólk getur ekki lengur farið á diskótek öðruvísi en vopnað ægilegustu sveðj- um og á það meira að segja til að bregða brandi gegn sjálfri lögreglunni’. Þegar vopnin eru tekin af andskotunum nota þeir bara kjaftinn og klærnar. Það er frýsað hátt og bitið og slegið - eins og í kvæðinu gamla um hina heittelskuðu. í DV í gær var talað við ólánsaman laganna vörð sem oftsinnis hefur orðið fyrir barðinu á rumpulýðnum og vart nema hálfur maður eftir. Hann hefur verið skallaður, barinn, karatesparkað- ur og bitinn tvisvar og bíll sem hann var á rifinn í sundur. Vörðurinn var vitaskuld sleginn yfir óöld- inni en mest var hann þó hneykslaður á því að bömin bæru ekki virðingu fyrir búningnum sem hann gengur í þegar hann sinnir störfum sínum. Enginn óttast lengur lögreglubúninginn en það skrifar Vörður á reikning vínveitingahúsa í Reykja- Búningurinn sem borgaramir eiga að hræðast samanstendur af smábarnablárri skyrtu, bindi eins og viðkomandi sé ný- kominn afJC-fundi og þykkri skólaúlpu með endurskinsmerkjum í bak ogfyrir. Er hugsanlega hœgt að taka mark á löggu sem klœðir sig eins og hver annar Gummi í nœsta húsi? vík og hvað þau hafa lengi opið. Bitið hefur verið í leðurhanskana hans og áreiðanlega ein- hverjar tölur fengið að fjúka í átökunum. Falleg lögregluhúfa var og slegin af lögreglukonu sem hann þekkir. Húfan lenti í götunni. Að mati Dagfara er hér úrbótá þörf og eigi síðar en nú þegar. Hann leggur heldur engan trúnað á að þetta sé vínveitingunum að kenna - heldur linkulegum lögreglubúningi sem íslensk- ar löggur klæðast. Búningurinn sem borgararn- ir eiga að hræðast samanstendur af smábarna- biárri skyrtu, bindi eins og viðkomandi sé ný- kominn af JC-fundi og þykkri skólaúlpu með endurskinsmerkjum í bak og fyrir. Er hugsan- lega hægt að taka mark á löggu sem klæðir sig eins og hver annar Gummi i næsta húsi? Nýja búninga verður lögreglan umsvifalaust að fá og leggur Dagfari til að breytt verði um lit og snið - teknir upp svartstakkar, stígvél og her- foringjahúfur - til þess að liðinu stafi nú einhver beygur af því yfirvaldi sem þrammar um götur höf- uðborgarinnar. Dagfari veit meira að segja til þess að fyrr á öldinni var þetta reynt í útlöndum með ótvíræðum árangri. íshrönglið úr Grænlandsjökli Allt í átt til okkar. Hvar er ísröndin? Jðn Árnason hringdi: Veðurfréttir á sjónvarpsstöðvunum hafa batnað mikið frá því sem áður var þegar veðurfræðingurinn sat í makindum með bendil í hendi og benti á aumt og illa gert veðurkortið. Eitt finnst mér þó vanta sárlega. Að sýna ísröndina sem er einhvers stað- ar úti af landinu vestanvert. Við vit- um að íshrönglið úr Grænlandsjökli er sífellt á sveimi, ýmist nær eða fjær frá íslandi. Sólin bræðir án aíláts úr jöklinum og mest siglir þetta í átt til okkar. Er nú ekki hægt að fá ískort í veðurfréttimar, a.m.k. við og við? Öll umfjöllun hjálpar Birta hringdi: Ég varð undrandi að sjá umkvörtun Freyju á þessari síðu sl. fimmtudag þar sem hún lét bókaumfjöllun fjölmiðl- anna fyrir jólin fara í taugamar á sér. Sjálf les ég nú ekki mikið en reyni þó að fylgjast með því helsta og gef börn- um og ættingjum góða bók í jólagjöf. Vissulega eru bókaskrámar góðar til síns brúks en öll umfjöllun, hvort sem eru dómar gagnrýnenda eða viðtöl við aðstandendur nýútkominna bóka, hjálpar manni að glöggva sig á úrval- inu og verður oft til þess að maður vel- ur bók sem maður hefði annars ekki veitt eftirtekt. Einnig upplestrar á að- ventunni, ekki síst í skólum. Þakka ber hvað rithöfundar eru fúsir til að lesa fyrir æsku landsins. Jólabókaflóð- ið er hluti jólaundirbúningsins og á að flæða líkt og verið hefur. Grunnskólinn tekur forustuna - /' samninga- og launamálum. Grunnskólinn sigrar Kristján Einarsson skrifar: Ég vil taka undir lesendabréf í DV sl. mánudag. Þar var sú hugmynd reifuð að ríkið sæi aðeins um að kosta grunn- skólann (skyldunámið). Annaö nám yrði á kostnað nemenda sjálfra eða að- standenda þeirra. Þjóðfélagið á ekki að borga tilviljanakenndan árangur þús- unda nemenda í framhaldsnámi. Og svo eru það samningamálin. Nú virðist grunnskólinn líka ætla að rifa sig fram úr öngþveitinu um laun og kjör kenn- ara og semja við sveitarfélögin, jafnvel til 10 ára. Grunnskólinn ætlar sýnilega að taka forystuna. Það er vel, því þenn- an skóla kostum við, og eigum að kosta, en ekki framhaldsskólann. Freistingin er mikil Lárus hringdi: Ég heyrði pistil Umferðarráðs sl. þriðjudagsmorgun eins og ávallt rétt fyrir kl. 8. Þar greindi kona frá ólög- legum hraða í Ölfusinu og að maður hefði verið stöðvaður á 130 km hraða. En vegurinn var auður og þetta er freisting fyrir marga, sagði konan í Umferðarráöi. Mér heyrðist hún gefa sterklega til kynna að svona háttalag væri nú ekki svo alvarlegt og freist- ingin á góðum þjóðveginum ávallt til staðar. Síðan kom léttara hjal um ailt og ekkert, þ.á m. þvaður um að „pissa í skóinn sinn“, og svona... Yfirleitt er þetta Umferðarráðsblaður bara að- hlátursefni þeirra sem á hlýða. Og auðvitað eitt af hinum mörgu „ráð- um“ sem ríkið er að burðast með en þarflaust með öliu. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í sfma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.