Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 32
36
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
Tilvera
lí f iö
Sóldögg í ís-
lensku óperunni
Hljómsveitin Sóldögg heldur
útgáfutónleika í íslensku óper-
unni vegna útkomu disksins
Popp. Húsið verður opnaö kl.
20.30 og hefjast tónleikarnir kl.
21.00. Forsala miða verður í
Skífubúðunum. Eftir tónleika
verður svo farið á Gaukinn og
róað sig niður í boði Carlsberg.
POPP_________________________
■ BJORN JORUNDUR A GAUKI A
STONG Björn Jörundur ætlar að
halda útgáfutónleika á Gauknum
með sóloskífuna og hljómsveitina
Luxus. Sálin hans Jóns míns sér um
aö hita upp.
Krár
■ PITCHER-KVOLD A VEGAMOT-
UIW I kvöld, eins og önnur fimmtu-
dagskvöld, verður Pitcher-kvöld á
Vegamótum og mun DJ Ýmir spila
ásamt gestaspilara. Pitcher verður á
frábæru verði, 1,6 I á aðeins 1290,
einnig veröur boðið upp á Buffalo
vængi á vægu veröi fram til lokunar.
■ PJ TF-STEFAN Á NELLYS í kvöld
verður Dj TF-Stefan í búrinu meö
house-tóniist á Nellys.
■ KANÍNUKVÖLD Á RAUÐA UÓN-
INU Það verður svokallaö „bunny-
night" á Rauða Ijóninu í kvöld. Aliir
drykkir verða á lágu verði og svpka
gellur að þjóna til borös. Einar Örn
Konráösson verður að spila og held-
ur uppi Hugh Hefner-stemningu.
Klassík
■ EVELYN GLENNIE í kvöld kl.
19.30 í Háskólabíói mun Sinfóníu-
hljómsveit íslands frumflytja verk
Hjálmars H. Ragnarssonar. Einleik-
ari er engin önnur en Evelyn
Glennie. Verkiö er eitt af þeim fjöl-
mörgu nýju íslensku tónverkum sem
sérstaklega hafa verið pöntuð í til-
efni menningarborgarársins. Liöur í
Stjörnuhátíð Menningarborgarinnar.
■ ÓLAFUR OG JÓNAS I kvöld kl.
20 munu Olafur Kjartan Sigurðar-
son og Jónas Ingimundarson flytja
fjölbreytta efnisskrá í Salnum í
Kópavogi fyrir starfsmenn Kópa-
vogsbæjar.
Leikhús
■ HVAR ER STEKKJARSTAUR?
Ferðaleikritið Hvar er Stekkjarstaur?
eftir Pétur Eggerz verður sýnt í dag
kl. 9.30 í Sólheimabókasafni og kl.
18.20 í Seljaskóla.
■ JÓNAS TÝNIR JÓLUNUM Feröa
leikritið Jónas týnlr jólunum eftir
Pétur Eggerz verður sýnt í Mögu-
lelkhúslnu viö Hlemm kl. 10.30 í
dag. Uppselt.
■ OFVIÐRH) Ofviðriö verður sýnt t
Smiöjunni, nýju leikhúsi Nemenda-
leikhússins, við Sölvhólsgötu 13 I
kvöld kl. 20. Miöaverö 500 krónur.
Fundir
■ MALLEG MERKING Katrin Jóns-
dóttir, doktorsnemi viö Paul Valéry-
háskólann í Frakklandi, flytur fyrir-
lestur í boði íslenska málfræöifé-
lagsins í dag kl. 16 í stofu 205 í
Odda. Fyrirlesturinn nefnist Málleg
merking og er byggður á doktors-
verkefni Katrinar, se,m hún vinnur að
um þessar mundir. í fyrirlestrinum
verða tekin fyrir tengsl hlutveruleika,
vitsmunasviös og mállegrar merking-
ar.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
DV
Snorri B. Ingason, nýkjörinn formaður Hestamannafélagsins Fáks:
Lít á Fák sem hestamanna-
félag en ekki bisnessfélag
Fyrir skömmu fóru fram for-
mannskosningar í Hestamannafé-
laginu Fáki. Fákur er stærsta
hestamannafélag landsins með um
þúsund félagsmenn. Snorri B.
Ingason trésmíðameistari sigraði í
kosningunum með miklum yfir-
burðum.
Lýðræðislegar kosningar
„Fjöldi fólks fór þess á leit við
mig að ég byði mig fram sem for-
maður og ég ákvað að slá til. Ég
hef verið þó nokkuð í félagsstörf-
um áður en ég fór út i formanns-
kjörið, í gamla daga starfaði ég fyr-
ir Trésmiðafélagið og svo var ég
kór.“
Aðspurður segist Snorri ekki
vera mikil söngmaður og vera
hættur í kómum. „En ég hef verið
í ýmsum nefndum á vegum Fáks.
Það er formannskjör einu sinni á
ári þannig að ég verð formaður í ár
til að byrja með.
Mér finnst hafa verið gert meira
úr formannsslagnum en ástæða er
til. Það fóru einfaldlega fram lýð-
ræðislegar kosningar og ég vann.
Ég var reyndar hissa þegar Harald-
ur mótframbjóðandi minn gekk út
af fundinum að loknum kosningum
og fannst það ekki í anda lýðræðis.
Haraldur fékk 79 atkvæði en ég 120
þannig að félagsmenn hafa greini-
lega viljað skipta um formann.
Hobbí en ekki bisness
„Ég lit á Fák sem hestamanna-
og útreiðafélag en ekki bisnessfé-
lag. Mér finnst að hinn almenni fé-
lagsmaður eigi að fá fleiri tækifæri
til að taka þátt í stjóm félagsins og
ég vil leita aftur í grasrótina. Frá-
farandi stjórn vann erfitt og gott
starf i sambandi við hestamanna-
DV-MYNDIR INGO
Ég er staöráöinn í leggja áherslu á ferðamálin og beita mér í reiövegamálum
Mikil áhugi er á hestaferðum hjá hinum almenna félagsmanni og ég vil auka
vægi þeirra og svo verða mótin að sjálfsögðu fastur liður í starfseminni.
■
Meira gert úr formannsslagnum en ástæöa er til
Ég var hissa þegar Harladur gekk út af fundinum að toknum kostningum og mér fannst það ekki í anda iýðræðis.
Bíógagnrýni
mótinn og við uppbyggingu á
svæðinu. Markaðshugmyndirnar
voru bara orðnar allt of ríkjandi.
Hinn almenni félagsmaður á að fá
tækifæri til að stunda hesta-
mennsku en ekki að vera t enda-
lausum framkvæmdum. Hesta-
mennska er hobbí og á að vera fyr-
ir alla en ekki bara þá efnameiri.
Tilhneigingin hefur verið sú að
efnameira fólk hefur farið meira út
í þetta, þetta er dýrt sport og mik-
ið mál fyrir venjulegt fólk að vera
í þessu.“
Kastaði skít í Skugga frá
Bjarnanesi
Snorri er fæddur 1947 og því
fimmtíu og þriggja ára gamall, hann
er ættaður úr Borgafirði og Meöal-
landi í Skaftefellssýslu.
„Foreldrar mínir bjuggu Reykja-
vik en var ég mikið í sveit hjá afa
mínum og ömmu í Borfgarfirði. Afi
ræktaði sláttuvélahesta og það tók
hann tvö ár að þjálfa hvern hest.
Fyrsta minning mín af hestum er
frá því að ég var að kasta skít í
Skugga frá Bjarnanesi, klárinn var
hræðilega illur í samskiptum og
hann ætlaði hreinlega í mig þegar
ég var bam. Ég var mikið á hest-
baki sem unglingur í sveitinn en ég
byrjaði svo á þessu fyr-
ir alvöru stuttu eftir
1970.“
Háskólabíó - The Best Man: ★ ★
Vinir eru vinum verstir
Hilmar
Karlsson
s krifar
gagnrýni
The Best Man leiðir hugann
ósjálfrátt aö hinni ágætu kvikmynd
Lawrence Kasdans, The Big Chill.
Grunnurinn er sá sami, gamall
vinahópur frá háskólaárunum hitt-
ist og fornar syndir rifjast upp. í
The Big Chill hittist kunningjahóp-
urinn við jarðarfór eins þeirra. í
The Best Man er brúðkaup tilefnið.
í samanburðinum vegur The Best
Man ekki þungt enda persónur
margar hverjar léttvægar miðað við
persónur Kasdans sem voru mjög
eftirminnilegar og höfðu úr góðu
handriti að moða. I báðum myndun-
um er sannleikurinn viðkvæmur.
Munurinn liggur einnig í því að í
The Big Chill voru allir hvítir en í
The Best Man eru allir svartir. Er
tilbreyting að sjá kvikmynd um
ungt, svart fólk í Bandaríkjunum
sem ekki gerist í fátækrahverfum
meðal snauðra og nýríkra og önnur
hver persónar rappar hvort sem er í
orði eða tónum.
í upphafi kynnumst við Harper
(Taye Diggs) sem er að senda frá sér
sína fyrstu skáldsögu sem þegar hef-
ur verið valin bók mánaðarins í
þætti Oprah Winfrey. Hann er á leið
í brúðkaup besta vinar síns, ruðn-
ingshetjumar Lance, sem er að gift-
ast skólasystur þeirra, Miu (Monica
Calhoun). Daginn fyrir brúðkaupið
hittist vinahópurinn, sem mörg
vandamál hrjá, og ljóst er að spenna
er á milli Harpers og sjónvarps-
stjómandans Jordans (Nia Long).
Þau úr hópnum
sem lesið hafa
bók Harpers sjá
að hann er að
skrifa um há-
skólaár þeirra
og sýnist sitt
hverjum. Það er
þó ekki fyrr en
Lance segir fé-
lögum sínum,
sem hafa verið
að stríða honum
á hversu lauslát-
ur hann er, að
hann sé að gift-
ast Miu, ekki
bara vegna þess
að hann elski hana, heldur einnig
vegna þess að hann er viss um að
hann sé sá eini sem hún hefur ver-
ið með. Fer nú heldur betur um
Harper því í nýju bókinni hans má
lesa á milli línanna að hann og Mia
hafi átt eina ástríðufulla nótt saman
þegar Lance stóð í framhjáhaldi. Nú
er það bara spumingin hvort Lance
nær að lesa bókina og uppgötva
sannleikann áður en brúðkaupsa-
dagurinn rennur upp.
Leikstjóri myndarinnar, Malcolm
D. Lee, er frændi Spikes Lees sem er
einn framleiðenda myndarinnar.
Mynd Malcolms skortir raunsæi og
djörfung mynda Lees en er þó að sumu
leyti vel heppnuð. Það er gott sam-
ræmi milli atriða, einstaka persónur
em áhugaverðar og ágætur húmor inn
á milli. Þá er smekklega farið aftur í
tímann til háskólaáranna. Það sem
helst má finna að er hversu fyrirsjáan-
leg hún er. Sagan virkar vel í upphafi
en þegar líða tekur á og hvert atriði af
öðru verður venjulegt hverfur spenn-
an. Við vitum að það stefnir í uppgjör
og ekkert kemur á óvart þegar sú
stund rennur upp. Aðeins er um enn
eina útfærslu á kunnuglegum atriðum
að ræða. Hilmar Karlsson
Leikstjóri og handritshöfundur: Malcolm
D. Lee. Kvikmyndataka: Frank Prinzi.
Tónlist: Stanley Clarke. Aðalhlutverk:
Taye Diggs, Nia Long, Morris Chestnut,
Harols Perineau, Terence Howard og
Sanaa Lathan.