Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Verðkönnun á Akureyri: Bónus 11% lægri en Nettó Verð í hinni nýju verslun Bónuss á m Akureyri er um 11% lægra en í Nettó og 18% lægra en í Hagkaupi. Þetta kom fram í verðkönnun sem neyt- endasíða DV gerði á stórmörkuðum á Eyjafjarðarsvæðinu. Mesti verðmun- urinn reyndist vera á grænmeti og var allt að 45% munur á einstökum vörutegundum. Búist hafði verið við harðri samkeppni á þessum markaði en allt virðist með kyrrum kjörum enn þá, samkvæmt fréttum DV frá í gær. Fari svo að verðstríð bijótist út kemur það neytendum á höfuðborgar- svæðinu til góða þar sem Nettó er með sama verð í öllum sínum versl- unum og lækki verð hjá Nettó á Ak- ureyri lækkar það einnig i Reykjavík. Enn sem komið er keyra Bónusmenn á Akureyri á sama verði og er í versl- '■^unum fyrirtækisins í Reykjavik.-ÓSB Sjá nánar á bls. 12. Akureyri: Kviknaði í hleðslutæki DV, AKUREYRI:______________________ Siökkviliðið á Akureyri var kall- að út í nótt vegna elds sem kom upp í rafgeymahleðslutæki í íbúð við Snægil. ^ Fólk í íbúðinni vaknaði við reyk- skynjara sem fór í gang og gat kom- ið sér út úr íbúðinni en jafnframt lokað dyrum að geymslunni þar sem hleðslutækið var. Slökkviliðið sendi tvo reykkafara inn og slökktu þeir eld sem var einungis i tækinu sjálfu en skemmdir urðu talsverðar af svörtum reyk. -gk Borgardætur í jólasveinakjólum Borgardætur héldu útgáfutónleika í samnefndu leikhúsi í gærkvöld. Tónteikarnir voru hinir glæsilegustu, stúlkurnarí jólasveinakjólum og ellefu manna hljómsveit spilaöi undir. Allt fór á annan endann í leiguflugi Flugleiða til Mexíkó - félagið íhugar málsókn: Flugfreyja varð fýrir líkamsárás í flugi - er með áverka - vísa varð fjórum farþegum út í Minneapolis og þeir skildir eftir Flugleiðir eru að íhuga kæru og málsókn á hendur farþega sem réðst á flugfreyju I leiguflugi fé- lagsins á vegiun Úrvals-Útsýnar á leið til Mexíkó á mánudagskvöld. Vélinni var lent í Minneapolis í Bandarikjunum þar sem vísa varö fjórum ölvuðum farþegum út og þeir skildir eftir þar. Vélin tók síð- an eldsneyti en einnig var skipt um áhöfn áður en haldið var til Mexíkó. Flugfreyjan sem hér um ræðir er bólgin og blóðrisa á báð- um handleggjum. Hún og aðrir I áhöfninni sem flugu vélinni út eru komnir heim til Islands. „Flugleiöir líta þetta mjög alvar- legum augum,“ sagði Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiöa. Guðjón segir að svo mikil ólæti hafl verið í vélinni að flug- stjórinn hafi haft samband við flug- vallaryfirvöld í Minniapolis og til- kynnt um að fjarlægja þyrfti far- þega þegar vélin hefði þar viðkomu til að taka eldsneyti og skipta um áhöfn. „Þarna var par með háreysti, ónáðaði aðra farþega og reykti. Þeg- ar flugþjónustufólkið fór að skipta sér af framkomu fólksins voru hendur lagðar á flugfreyjur. Það var því ekki um annað að ræða en fólk- ið færi af í Minneapolis. Síðan bætt- ist annað par við sem ákveðið var að skilja eftir,“ sagði Guðjón. Flugvélin hélt við svo búið til Mexíkó. Guðjón sagði að viðkom- andi flugfreyja hefði fengið áverka- vottorð og Flugleiðir væru að íhuga hvað gert yrði i málinu. „Félagið lít- ur þetta ekki aðeins alvarlegum augum vegna þjónustufólksins um borð í vélunum heldur einnig í ljósi þess að þegar svona atvik eiga sér stað kemur það niður á þjónustunni við aðra farþega," sagði Guðjón. -Ótt Dauðasyndirnar sjö Lesendur Fókuss á morgun fá að sjá myndir sem meðlimir úr hljómsveit- inni Mínus tóku á djamminu í Reykja- vík um síðustu helgi og birt er viðtal við Sverri Stormsker sem lætur allt vaða að venju. Dauðasyndirnar sjö eru löngu þekkt fyrirbrigði en nú ræða sjö einstaklingar um sína synd og hvað fylgi henni. Kiddi í Hljómalind mætir í viðtal og er ekki alls kostar sáttur við þróunina í músíkheiminum. Fjallað er um kvikmyndaviku til heiðurs Frikka Þór þar sem hin margfræga erótíska stuttmynd verður sýnd í fyrsta sinn og ungir rithöfúndar hjá Æskunni segja skoðun sína á löstum þessa lands. Líf- ið eftir vinnu er svo auðvitað á svæð- inu, sem fyrr þrælnákvæm handbók skemmtana- og menningarfíklanna. Viðræðuslit framhaldsskólakennara og ríkisins í gærkvöld: Brýtur á 30 prósenta launakröfu - getum ekki boðið meira, segir samninganefnd ríkisins „Það sem skilur á milli er að kenn- arar vilja 30 prósent ofan á launin, til viðbótar viö það sem við höfum boðið þeim,“ sagði Gunnar Björnsson, for- maður samninganefndar rikisins, við DV í gærkvöld. Upp úr samningavið- ræðum ríkisins og framhaldsskóla- kennara slitnaði í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. „Ég sá ekki tilefni til að boða til nýs fundar á þessu stigi,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari við DV í gærkvöld. „Ég harma það mjög að það skyldi ekki hafa tekist. Ég mun verða i daglegu sambandi við aðila.“ Tilboð hafa gengið milli deiluaðila að undanfórnu. Kennarar hafa m.a. viðrað hugmyndir um skammtíma- samning til vors. Samninganefnd rík- isins taldi það of dýran kost. Á samn- ingafundi í gær voru ræddar tillögur ríkisins i deilunni. í þeim fólust þær launahækkanir sem ríkið hafði áður boðið, útfærslur á breyttu launakerfi og breyttri vinnutilhögun, þ.e. að færa hluta yfirvinnu yfir á dagvinnu og hækka þar með dagvinnulaunin. Ríkið gerir m.a. kröfu um að kennslu- afsláttur eftir 10-15 ára kennsluferil verði minnkaður gegn því að það skili sér í hærri launum til þeirra sem njóta hans. „Við getum ekki boðið meira, ella hefðum við þegar gert það,“ sagði Gunnar. „Sú leið sem við buðum gæti gefið kennurum færi á því að ná sam- bærilegri launaþróun á tímabilinu og hefur orðið hjá öðrum hópum sem þeir bera sig saman við.“ Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara sagðist telja óliklegt að samningar næðust á þessum grundvelli, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið í morgun. -JSS r* ’ - »■* Svefn&heilsa l 1 / / Rafkaup \ AnmiLi :'•} i . s r>i»5 2800 i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.