Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 9
32 4- 33 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 ■r- Kristín Björk Jónsdóttir lyftir Kjörísbikurunum eftir sigur KR-liösins í fyrsta deildabikar kvenna um helgina. Meö Kristínu á myndinni er hálfsystir hennar María Káradóttir og Gréta María Grétarsdóttir sem á einnig systur í liöinu. Svæðisvörn - virkaði vel hjá Keflavík gegn KFÍ Keflavík vann KFÍ, 68-55, á laug- ardag og má segja að sigur Keflavík- ur hafi verið sanngjam. Þær voru yfir allan leikinn fyrir utan í upp- hafi þegar Isfirðingar voru yfir, 5-4. Keflavík byrjaði leikinn í 2-3 svæðisvörn og áttu KFÍ-stelpur í vandræðum með þá vörn. Oftar en ekki tóku þær 3ja stiga skot sem geiguðu. Slök hittni hjá KFÍ Hittni KFÍ í fyrsta leikhluta var afspymuslök og rataði einungis 1 skot af 20 ofan i i leikhlutanum. Keflavík spilaði á byrjunarliðinu allan fyrri hálfleikinn og þær tryggðu liðinu 10 stiga forskot í hálf- leik, 31-21. Isfirðingar hresstust í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í 4 stig en komust ekki nær. Kefla- vík gerði 11 stig gegn 2 í byrjun fjórða leikhluta og gerði út um leik- inn. KFÍ-liðið náði sér ekki á strik í þessum leik og var aðaldrifíjöður liðsins, Jessica Gasper, langt frá sínu besta. Hún gerði einungis 9 stig sem langt frá hennar meðaltali og tapaði sex boltum og hitti aðeins úr 1 af 12 skotum sínum. Það segir sig sjálft að það munar um minna fyrir KFÍ-liðiö. Sólveig Gunnlaugsdóttir átti fínan leik og gerði 5 3ja stiga körfur. Birna og Svava góöar Annars var 3ja stiga nýting liðs- ins slök þar sem aöeins 8 af 43 til- raunum fóru rétta leið. Stefanía Ás- mundsdóttir stóð fyrir sínu í frá- köstunum. Hjá Keflavík áttu Birna Valgarðs- dóttir og Svava Stefánsdóttir mjög góðan leik. Kristín Blöndal átti líka fínan leik en Erla Þorsteinsdóttir fann sig ekki að þessu sinni. Theódóra Káradóttir og Sigríður Guðjónsdóttir spiluðu vel þegar þær komu inn á og sama má segja um Bonnie Lúðvíksdóttur. -BG I>V DV KR-Keflavík 48-34 2-0, 2-8, (6-8), 10-10, 10-16, 16-16, (18-19), 22-21, 26-25, 28-28, (33-28), 40-28), 40-32, 48-32, 48-34. Stig KR: Kristín Jónsdóttir 18, Hanna Kjartansdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 6, Gréta Grétarsdóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 3. Stig Keflavikur: Kristin Blöndal 13, Birna Valgarðsdóttir 10, Sigríður Guðjónsdóttir 4, Svava Stefánsdóttir 3, Erla Þorsteinsdóttir 2, Theódóra Káradóttir 2. Fráköst: KR 50 (14 í sókn, 36 í vörn, (Hanna 15), Keflavík 37 (5 í sókn, 32 í vörn, (Svava, Erla 8). Stodsendingar: KR 13 (Hildur 5), Keflavík 9 (Birna 3). Stolnir boltar: KR 13 (Gréta 4), Keflavík 8 (Kristin 4). Tapaöir boltar: KR 11, Keflavík 17. Varin skot: KR 6 (Hanna 4), Keflavík 7 (Svava, Erla, Kristín 2). 3ja stiga: KR 3/20, Keflavík 3/21. Víti: KR 11/14, Keflavík 3/7. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Rúnar Gislason (8). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 130. Maöur leiksins Hanna Kjartansdóttir, KR. 30-15 16, 18/4 Úrslit seinni hálfleiks- ins, KR fékk aðeins á sig sex körfur eftir hlé og tók auk þess 27 gegn 16 fráköstum Keflavíkur í seinustu tveimur leik- hlutunum. KR-stúlkur gerðu ekki þriggja stiga körfu i úrslitunum fyrr en eftir 65 mínútur og fimmtán skot. Þá var ísinn brotinn, á næstu sjö mínútum fóru 3 af 5 þriggja stiga skotum ofan og komu muninum upp í átta stig. Erla Þorsteinsdóttir, hef- ur átt í erfiöum meiðslum í vetur og það munaði miklu fyrir Keflavíkurliðið að Erla nýtti aðeins 4 af 18 skotum sínum um helgina og skoraði bara átta stig á 70 mínútum. Hanna B. Kjartansdóttir átti tvo frábæra leiki um helgina og tók í þeim samtals 29 fráköst auk þess aö skora 37 stig. KR-stúlkur fyrstu deildar meistarar kvenna í körfubolta: ' 2-0, 2-5, 11-5, (13-7), 19-10, 23-16, (31-21), 35-23, 35-31, 39-31, (41-36), 47-36, 52-39, 5fr45, 6147, 68-55. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðs- dóttir 19, Kristín Biöndal 10, Svava Ósk Stefánsdótfir 8, Theódóra Kára- dóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 6, Erla Þorsteinsdóttir 6, Stefanía Bonnie Lúðvíksdóttir 6, Sigríður Guðjóns- dóttir 4, Hjördís Emilsdóttir 2. Stig KFÍ: Sólveig Gunnlaugsdóttir 23, Tinna Björk Sigmundsdóttir 10, Jessica Gasper 9, Stefanía Ásmunds- dóttir 6, Fjóla Eiriksdóttir 2, Anna Soffia Sigurlaugsdóttir 2, Helga Ingi- mundardóttir 2, Sesselja Guðjónsdótt- ir 1. Fráköst: Keflavík 59 (13 í sókn, 46 í vörn, (Svava 13), KFl 46 (19 i sókn, 27 í vörn, (Stefanía 14). Stoösendingar: Keflavík 18 (Svava, Kristín 5), KFÍ 14 (Tinna 5). Stolnir boltar: Keflavík 7 (Kristín 4), KFÍ11 (Gasper 3). Tapaöir boltar: Keflavík 17 , KFÍ14. Varin skot: Keflavík 9 (Birna, Erla 4), KFÍ 3 (Fjóla 2). 3ja stiga: Keflavík 3/22 , KFÍ 8/43. Vfti: Keflavík 19/22 , KFÍ 11/20. Dómarar (1-10): Skarphéðinsson og Rúnarsson (7). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 100. Maöur leiksins Einar Björgvin segir Hanna Kjartansdóttir sem fór fyrir KR-liðinu í úrslitum gegn Keflavík Keflavík-KFÍ 68-55 Birna Valgarösdóttir, Keflavík. KR-ÍS 79-64 2-0, 6-7, 12-9, (16-12), 20-14, 22-22, 29-22, (31-26), 37-30, 4141, 4243, 5043, (5445), 58-52, 64-56, 66-61, 72-62, 77-62, 79-64. Stig KR: Hanna Björg Kjartansdóttir 25, Kristín Björk Jónsdóttir 18, Gréta María Grétarsdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 11, Sigrún Skarphéðinsdóttir 7, Guðrún Arna Sigurðardóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 2. Stig ÍS: Kristjana Magnúsdóttir 20, Stella Rún Kristjánsdóttir 12, Lovísa Guðmundsdóttir 10, Hafdís Helgadóttir 8, Signý Hermannsdóttir 8, María Leifsdóttir 4, Þórunn Bjamadóttir 2. Fráköst: KR 45 (16 í sókn, 29 í vöm, (Hanna 14), ÍS 35 (7 í sókn, 28 í vöm, (Lovfsa 11). Stoösendingar: KR 15 (Gréta 4), IS 26 (Lovísa 6). Stolnir boltar: KR 12 (Sigrún 4), ÍS 10 (Hafdís, Kristjana 3). Tapaöir boltar: KR 11, ÍS 16. Varin skot: KR 3 (Gréta 2), ÍS 16 (Lovísa 6, Signý 5)., 3ja stiga: KR 0/7 , ÍS 3/18. Vlti: KR 25/31 , ÍS 3/7. Dámarar (1-10): Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Aðalsteinsson (8). Gœöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 80. Maður leiksins Hanna Kjartansdóttir, KR. Skemmtun - þegar KR lagði ÍS að velli i Qörugum leik KR tryggði sér þátttökurétt í úrslitum með því að leggja stúd- ínur að velli, 78-64, i þræl- skemmtilegum leik. Leikmenn beggja liða buðu upp á góö tilþrif og skemmtilegar fléttur. KR- stelpur reyndust þó sterkari og unnu sanngjaman sigur. Þær röndóttu voru sterkari í upphafi en stúdínur jöfnuðu, 22-22, um miðjan fyrri hálfleik. Þá tóku KR-ingar við sér aftur og skoruöu 7 stig í röð. Þær leiddu í leikhléi, 31-26. KR náöi yfirhöndinni aftur Seinnlhálfleikur fór vel af stað og náðu ÍS-stelpur að komast yfír, 42-43, og stefndi i hörkubaráttu. En eins og í fyrri hálfleik tóku KR-stelpur aftur við sér og gerðu 8 stig í röð og náðu þar með yfir- höndinni aftur. Eftir það var munurinn ávallt 6-10 stig og í hvert sinn sem ÍS reyndi að gera áhlaup þá svaraði Hanna Kjart- ansdóttir með hverri glæsikörf- unni á eftir annari og gerði vonir ÍS að engu. KR gerði síðan síð- ustu 7 stig leiksins og því 14 stiga sigur þeirra staöreynd. Hanna frábær Hjá KR var Hanna frábær og fór á kostum. Kristín Jónsdóttir var góö og Gréta Grétarsdóttir spilaði vel fyrir liðið. Helga Þor- valdsdóttir meiddist strax í upp- hafi og kom ekki meira við sögu. Hjá ÍS var Kristjana Magnús- dóttir frábær í fyrri hálfleik en minna fór fyrir henni í þeim seinni. Lovísa Guðmundsdóttir og Signý Hermannsdóttir voru góðar og gerðu minna áberandi hluti eins og fráköst og að spOa góða vöm. SteOa Rún Kristjáns- dóttir átti einnig ágætis leik. Signý Hermannsdóttir var nýlent á landinu og kom beint í leikinn frá KeflavikurflugveOi. -BG KR hreinlega keyrði yfir Keflavíkurliðið og skor- aði 12 stig i röð og breytti stöðunni í 40-28 og gerði út um leikinn. Keflavík prófaði að fara í svæðisvöm í lokin en þaö breytti litlu. Úthaldið var hreinlega búið enda sömu stelpurnar búnar að spOa megnið af tímanum báða dagana. Kristín átti mjög góðan leik hjá KR og Hanna Kjaransdóttir var frábær aOa helgina. Gréta Grétarsdóttir og HOdur Sigurðardóttir áttu fínan leik. Annars var það sterkur vanarleikur sem kom Kjörísbikarnum vestur í bæ. Þær héldu Keflavik í aðeins 15 stigum í seinni hálfleik og þarf áreiðanlega að fara mörg ár aftur tímann tO að fínna eins lítið skor hjá þeim í einum háifleik. Hjá Keflavik voru Kristín Blöndal og Bima Vcd- garðsdóttir bestar. Sigríður Guðjónsdóttir stóð sig vel þann stutta tíma sem hún var inni á en aðrar náðu sér ekki á strik að neinu ráði. Mjög sætt „Þetta var mjög sætt, sérstaklega þar sem við náðum okkur ekki á strik í byrjun og leikurinn í gær sat í okkur. Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun rifum við okkur upp og sýndmn góðan karakter. Þær voru alveg búnar í lokin og hreinlega hættu. Við erum með sterkara lið en þær, meiri breidd Sólveig Gunnlaugsdóttir úr KFÍ var stigahæsti leikmaður Kjörísbikarsins með 19 stig að meðaltali í þremur leikjum. Kristin Blöndal úr Keflavík skoraði 16 stig í leik og næstar komu síðan tvær KR-stúlkur, Kristín Björk Jónsdóttir með 15,7 stig og Hanna Björg Kjartansdóttir með 15,3 stig í leik. Svava Ósk Stefánsdóttir úr Keflavík átti flestar stoðsend- ingar eða 6,3 að meðaltali í flór- um leikjum, Jessica Gaspar hjá KFÍ sendi 6,0 stoðsendingar í leik og Lovisa Guömunds- dóttir úr ÍS gaf 5,7 aö meðal- tali. Lovísa tók aftur á móti flest fráköst eða alls 47 I þrem- ur leikjum (15,7 að meðaltali) og varði flest skot (5,0 að með- altali). Gréta Maria Grétarsdóttir úr KR tók flest sóknarfráköst eða 5,5 aö meðaltali en hún lék að- eins leikina tvo um helgina, missti af hinum tveimur vegna meiðsla. Kristin Blöndal, Keflavík og Jessica Gaspar KR og Keflavík hafa háð marga úrslitaleikina í gegnum tíðina og í gær spiluðu liðin til úrslita í Kjörísbikamum. KR-stúlkur fóru með sigur af hólmi, 48-34, eftir nokkuð jafnan leik framcm af. Kristín Jónsdóttir, fyrirliði KR, skoraði fyrstu körfu leiksins og gaf tóninn um sina frammi- stöðu. Keflavík gerði næstu 8 stigin og erfiðlega gekk hjá KR að skora og liðu 7 mínútur þar til þær gerðu næstu körfu. Þær jöfnuðu leikinn í byrjun annars leikhluta, 8-8, og hafði Keffavíkur liðinu gengið erfiðlega að skora í nokkum tíma. Keflavík hafði yfir í hálfleik, 19-18, og verður fyrri hálfleikur að teljast frekar dapur hjá báðum liðum. Preyta fór aö segja til sín hjá Keflavík KR byrjaði seinni hálfleikinn betur en Birna Valgarðsdóttir jafnaði fýrir Keflavík, 28—28, með því að skora 7 stig á skömmum tíma. Það dugði þó skammt því á þessum tímapunkti skildu leið- ir. Þreyta var komin í byrjunarlið Keflavíkur enda þær stelpur búnar að litla hvUd. Skotin fóru að vera of stutt og úthaldið í vörninni var ekki það sama og fyrr í leiknum. og byrjunarliðið okkar er betra. Við spUuðum betur sem lið í dag en meira var um einstaklings- framtak hjá þeim,“ sagði Hanna Kjartansdóttir, KR-ingur, sem lék hreint út sagt frábærlega um helgina. Hún hefur ekki getað æft með liðinu að neinu ráði vegna anna í skólanum en það háði henni ekki um helgina. seinni hálfleik fór þetta að ganga betur og þær fóru að hafa trú á þessu. Stelpurnar hafa mjög gott hugarfar, við höfum mikla reynslu og höfum hana fram yfir öU liðin í deUdinni. Ég er ekki nógu sáttur við sóknarleik okkar um helgina en vörnin var góð. Vantaði kannski smá sjálfstraust hjá stelpunum í sókninni," sagði Henning. -BG Mikilvægt fyrir framhaldið Henning Hennings- son, þjálfari KR, var einnig að vonum ánægður: „Ég er mjög sáttur og þetta var spurning fyrir KR að brjóta ísinn. Keflavík vann allt í fýrra og því gott að ná titli því það er mjög mikilvægt upp á framhaldið. Þó svo að þessi bikar sé ekki neitt hátt skrifaður þá var mikUvægt að ná honum. Það var hik á okkur i byrjun en í stálu flestum boltum eða 3,7 að meðaltali. Hanna Björg Kjartansdóttir úr KR var örugglega bestu leik- maður Kjörísbikarkeppninnar í ár því hún gerði 15,3 stig, tók 13 fráköst, gaf 2,7 stoðsending- ar og stal 2,7 boltum i sínum þremur leikjum auk þess að nýta 90,9% víta sinna og 45% skotanna. -ÓÓJ Henning Henningsson þjálfari KR kyssir bikarinn í ieikslok. Sport Tryggyi Guömundsson: Freistandi - að bíða eftir frjálsri sölu næsta haust Tryggvi Guðmundsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem leikið hefur með Tromso í Noregi undan- farin þrjú ár, hefur nú undir hönd- um samningstilboð frá norska félag- inu Stabæk sem hann þarf að svara á morgun. í samtali við DV-Sport sagði Tryggvi að félögin hefðu náð sam- komulagi um kaupverð sem væri rúmar 50 milljónir íslenskra króna og því væri málið allt í hans hönd- um. „Tilboðiö frá Stabæk er mjög gott, sérstaklega á norskan mælikvarða og það væri i sjálfu sér ekki slæmur kostur að ganga til liðs við félagiö sem er mjög metnaðarfullt. Þaö er hins vegar mjög freistandi að bíða í eitt ár og fara síðan á frjálsri sölu þangað sem maður vill,“ sagði Tryggvi. „Ég hef hins vegar ekki rætt þau mál við forráðamenn Tromso, sem vilja ólmir selja mig til þess að fá einhvem pening í kassann. Ég veit aö þeir yrðu ekki sáttir ef ég yrði eitt ár í viðbót hjá Tromso og færi svo frítt en ég verð fyrst og síðast að hugsa um mig og mína fjölskyldu. Ég ætla að setjast niður og skoða kostina vandlega áður en ég tek ákvörðun í málinu," sagði Tryggvi Guðmundsson. -ósk Drungi í des. Haukar sigruðu Víking, 18-13, í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik á fóstudags- kvöldið á Ásvöllum. Vörn og mark- varsla var í fyrirrúmi en sóknarleik var hins vegar mjög ábótavant; svo mjög á köflum að minnti helst á al- gert stjómleysi. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og leit helst út fyrir aö þær myndu valta yfir lið Víkings sem tókst ekki að skora fyrr en tæpar tólf mínútur vom liðnar af leiknum. Fljótlega eftir það komust Víkingar inn í leikinn og tókst tvisvar að jafna en náðu aldrei að komast yfir. Haukamir leiddu með einu marki þegar flautað var til leikhlés, 8-7, og segja þær tölur ýmislegt um sóknar- leikinn sem var vægast sagt bágbor- inn - ótrúlega mörg klaufaleg mis- tök litu dagsins ljós í hálfleiknum og það var fátt sem minnti á að hér voru á ferö tvö af betri liðum lands- ins. Seinni hálfleikurinn var öllu betri og mun skemmtilegri á að horfa þótt á heildina litið væri hann slakur sé miö tekið af þvi hversu vel þessi lið geta spilaö. Haukarnir héldu sínu litla frumkvæði og voru ávallt fyrri til að skora og náðu að auka muninn í þrjú mörk um miö- bik hálfleiksins. Þessar fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru þær bestu og skemmtilegustu í leiknum og svo virtist sem leikmenn væru búnir að hrista af sér slenið. En í stöðunni 18-15 datt allt í sama farið og jafnvel verra því hvor- ugt liðanna náði aö skora mark í tæpar tíu mínútur, hver vitleysan af annarri leit dagsins ljós á þessum kafla og mátti ekki á milli sjá hvort liðiö hefði betur í þeim slag. En það voru Haukamir sem hjuggu á hnút- inn og skoruðu sextánda markið og tryggðu sér með því sigurinn og sæti í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Þótt sóknarleikurinn í þessu leik væri út og suður þá verður það ekki tekið af liðunum að barist var af hörku og vamir voru ágætar og markverðir liðanna eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu; sérstak- lega Helga Torfadóttir, markvörður yíkings, sem varði 24 skot en Jenný - Ásmundsdóttir, markvörður Haukanna, stóð sig einnig með prýði og varði 17 skot. „Það fylgir oft bikarleikjum mik- ið stress og það verður að segjast eins og er aö sóknarleikurinn var slakur og nýting færa í takt við það. Við fórum áfram á þeim sterka grunni sem við höfum byggt okkur, sem er varnarleikur og markvarsla og það segir sitthvað um styrk okk- ar að við sigram gott og baráttuglatt lið Víkings með fimm marka mun þrátt fyrir að ná okkur ekki á strik,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari *. Hauka, að leik loknum. Mörk Hauka: Harpa Melsted 5/3, Brynja Steinsen 4/3, Thelma B. Árnadóttir 3, Auður Hermannsdóttir 2, Sandra Anulyte 2, Hanna G Stefánsdóttir 1, Inga Fríða Tryggvadóttir 1 Mörk Víkings: Kristín Guðmundsdóttir 4/3, Gerður Beta Jóhannsdóttir 3, Eva Halldórsdóttir 2, Margrét Elín Egilsdóttir 2, Guðrún Hólmgeirsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1 -SMS ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.