Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
39
I>V
Sport
- Örn Arnarson vann sitt annað gull með því að setja Evrópumet fyrstur íslenskra sundmanna
Örn Arnarson, 19 ára sundmaður
úr Hafnarfirði kórónaði frábært ár
með því að vinna sitt annað Evr-
ópugull á fjórum dögum í 100 metra
baksundi og setja um leið Evrópumet
fyrstur íslenskra sundmanna.
Örn sigraði í 100 metra sundinu
eftir mikla keppni við Króatann Gor-
dan Kulzulj og Darius Grigalionis frá
Litháen. Líkt og vanalega synti Örn
úthugsað sund og var sterkastur af
þeim í lokin og kom í mark á 52,28
sekúndum
Örn stendur uppi eftir þetta Evr-
ópumót með besta árangur íslensk
sundmanns frá upphafi. Hann stakk
sér átta sinnum til sunds á mótinu í
Valenciu á Spáni á fjórum dögum,
setti sex íslandsmet, tvö Norður-
landamet og eitt Evrópumet og vann
alls þrenn verðlaun, tvö gull og eitt
silfur.
Fimm guli á þremur árum
Á síðustu þremur mótum hefur
Örn alltaf bætt sig og bætt við verð-
launum og hefur nú alls unnið fimm
Evrópugull á þremur árum. Auk þess
að verða fyrsti íslendingurinn tU að
verja Evrópugull tvö ár í röð gerði
Örn, annar fremstur á myndinni hér að ofan, vann sín fyrstu
Evrópuverðlaun í 200 metra baksundi í Sheffield í Englandi 12.
desember 1998 þegar hann vann gull.
Örn enn betur með þvi að verja tvö
gull á sama mótinu.
Það er orðið erfitt að finna lýsing-
arorð tU að lýsa þessari frábæru
frammistöðu sem gerir Öm einn af
allra mestu iþróttamönnum íslands
frá upphafi og strákur er enn þá á
táningsaldri.
Ekki má heldur gleyma því að
þetta er annar toppur Amar á árinu
því í lok september náði hann besta
árangri íslensks sundmanns á
Ólympíuleikum með því að verða
íjórði í 200 metra baksundi.
Tími Arnar var 52,28 sekúndur
sem er eins og áður sagði nýtt glæsi-
legt Evrópumet og þar með bæði ís-
lands- og Norðurlandamet líka. Ann-
ar í sundinu varð Gordan Kozulj frá
Króatíu, en hann synti á nákvæm-
lega sama tíma og hann gerði í und-
anúrslitunum í fyrradag, 52,59 sek-
úndum þegar hann kom rétt á undan
Emi.
Annar í 50 metrunum
Örn vann til sigurverðlauna í 50
metra baksundi á fóstudaginn þegar
hann synti á 24,81 sekúndum en úr-
slitasundið var geysilega jafnt þar
sem aðeins 74/100 úr sek. skildu að
sigurvegarann og 8. sætið. Örn synti
mjög vel og varð annar i sundinu,
flestum á óvart, synti á 24,81 sek. eða A
2/100 úr sek. hægar en í undanúrslit-
unum þegar hann setti íslandsmet á
24,79 sekúndum. Úrslitin í 50 m sund-
inu sýna það að Örn er orðinn sterk-
ari og hefur því meiri hraða. Fram-
farir um 66/100 úr sek. á 50 m vega-
lend eru ótrúleg bæting.
„Mér líður mjög vel, ég get nú ekki
verið annað en sáttur við árangurinn
á þessu móti. Ég ætlaði mér að vinna
100 m og 200 m baksundskeppnirnar
og svo hafði ég ekki hugmynd um
hvað ég ætlaði að gera i 50 m sund-
inu. Evrópumetið i 100 m baksundi
er auðvitað mjög góður bónus og get
ég ekkert kvartað undan því. Það
gekk einfaldlega allt upp.“
Betri á næsta ári »
- Hverjum augum lítur þú keppnis-
árid sem er aö líóa?
„Ég held að allir geti verið sam-
mála um það að þetta hafi verið besta
árið mitt hingað til. Ég ætla bara að
reyna að halda áfram að bæta mig og
verða betri á næsta ári.“
-Hvaö tekur vió hjá þér núna?
„Ég tek núna smáfrí og í janúar fer
undirbúningurinn fyrir heimsmeist-
aramótið í Japan næsta sumar á full-
an skrið.
Á meira inni í 50 m lauginni
- Hvernig ertu búinn undir keppni *
í 50 m laug?
„Mjög vel, mér líst einkar vel á það
allt. Ég hef tekið miklum framfórum
í 50 m lauginni og nú er bara að bíða
og sjá hvað maður getur þar næsta
sumar. Ef ég held áfram að æfa eins
og ég hef gert að undanfórnu ætti ég
að eiga eitthvað þar inni,“ sagði Örn
í samtali við DV eftir sundið. ’*•
-ÓÓJ/esá