Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
pKevin Garnett, hjá Minnesota Tim
' berwolves, fór hamförum um helgina
Hann skoraöi 30 stig, tok 16,5 fráköst oc
gaf 7,5 stoösendinaHpl meöaltali i
tveimur sigurleikji
berwolves, gegn
Detroit Pistons.
hjá New York þegar liðiö gerði aðeins 58 stig gegn Utah
Leikmenn New York Knicks voru
eins og villuráfandi sauðir þegar
gömlu mennimir í Utah Jazz komu
í heimsókn i Madison Squre Garden
á föstudagskvöldið. Utah Jazz vann
leikinn án mikillar mótspymu leik-
í' manna New York, 89-58, og hefur
New York Knicks aldrei skorað
jafnfá stig í leik síöan skotklukkan
var kynnt til sögunnar. Leikmenn
skoruðu 25 körfur í leiknum, jafn-
margar og boltamir sem þeir töp-
uðu. Skotnýtingin var 39% og þeir
skoruðu ekki stig í fimm mínútur
gegn varamönnum Utah Jazz. Til að
basta gráu ofan á svart fór gamli fé-
lagi þeirra, John Starks, á kostum í
liði Utah og skoraði 18 stig eftir að
hafa verið án stiga í þær 26 mínút-
ur sem hann lék gegn Milwaukee
Bucks á miðvikudagskvöldið.
„Þetta eru mestu vonbrigði sem
ég hef orðið fyrir á þjálfaraferlin-
um. Við voru aðhlátursefni í þess-
um leik. Ég veit ekki hvað er gerast
hjá okkur en andinn í liðinu er lé-
legur og það veit ekki á gott,“ sagöi
Jeff Van Gundy, þjáifari New York
Knicks, eftir leikinn.
Góö útskriftargjöf
Leikmenn Los Angeles Lakers
gáfu miðherja sínum, Shaquilie
O’Neal, góða útskriftargjöf þegar
þeir lögöu Vancouver Grizzlies,
98-76, á föstudagskvöldið. O’Neal,
sem lék ekki með liðinu í leiknum,
var að útskrifast úr háskóla sama
dag, átta árum eftir að hann hætti
til aö gerast leikmaöur i NBA-deild-
inni.
Þreföld tvenna hjá Garnett
Kevin Gamett var í stuði þegar
Minnesota Timberwolves bar sigur-
orð af Detroit Pistons, 99-90, á fóstu-
dagskvöldið. Þessi snjalli leikmað-
ur, sem borið hefur uppi lið
Minnesota undanfarin ár, náði þre-
faldri tvennu, skoraði 26 stig, tók 13
fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Gamett fór líka á kostum á laug-
ardagskvöldið þegar Minnesota bar
sigurorð af Indiana, 113-110, eftir
framlengdan leik. Gamett skoraði
34 stig og tók 20 fráköst. Jalen Rose
skoraði öll stig Indiana í framleng-
ingunni, alls níu stig, og endaði með
31 stig en það dugði ekki til.
Sjötti í röð
Cleveland Cavaliers hefur komið
liða mest á óvart í NBA-deildinni
þaö sem af er keppnistímabilinu. Á
laugardagskvöldið vann Cleveland
sjötta leik sinn í röð þegar gömlu
refirnir í Utah Jazz komu í heim-
sókn. Cleveland vann, 99-92, og er
óðum að festa sig í sessi sem eitt af
betri liðum deildarinnar. Liðið leik-
ur frábæra vörn og var Jerry Sloan,
þjálfari Utah Jazz, hrifinn af liðinu.
„Þeir stóðu sig frábærlega. Það er
gott fyrir körfuboltann að það sé til
lið sem reynir að gera hlutina rétt,“
sagði Sloan. Clarence Weatherspoon
átti frábæran leik, sérstaklega í
vöminni og hélt Karl Malone í 13
stigum. „Þetta er sama gamla sagan.
Ef ég spila vel þá eigum við mögu-
leika á að vinna. Ef ég spila illa þá
minnka möguleikar okkar til
muna,“ sagði Karl Malone eftir leik-
inn.
' Slakt hjá Phoenix
Leikmenn Phoenix Suns vilja
áreiðanlega gleyma þessari helgi
sem fyrst. Á föstudagskvöldið tapaði
liðið á heimavelli fyrir Los Angeles
Clippers, 88-98, og á laugardags-
kvöldið tapaði liðið fyrir San Anton-
io Spurs, 82-90. Phoenix-liðið lék
herfilega gegn San Antonio. Liðiö
hitti aðeins úr 31,1% skota sinna og
lék herfllegan sóknarleik. „Viö hitt-
um ekki úr auðveldum skotum og
þegar við reyndum að keyra að
körfunni hittum við fyrir tvo mjög
stóra menn sem verja mikið af skot-
um,“ sagði leikstjórandi Phoenix
Suns, Jason Kidd. Þetta var þriðji
leikur liðanna í vetur en Phoenix
hafði unnið tvo fyrstu leikina.
76ers meö besta árangurinn
Philadelphia 76ers er með besta
vinningshlutfall allra liða í NBA-
deildinni, 18 sigrar og 6 töp, eftir
átakalítinn sigur á lélegasta liði
deildarinnar, Chicago Bulls, á laug-
ardagskvöldið. Allen Iverson átti
góðan leik í liði 76ers, skoraöi 33
stig og gaf 8 stoðsendingar.
-ósk
Jólagjafir
Full búð af nýjum vörum
tilvöldum til jólagjafa
Póstsendum
Austurveri,
Háaleitisbraut 68,sími 568 4240
www.astund.is
$
NBA'DEILDIN
Föstudagur:
Indiana-Cleveland ......95-103
Rose 24, Miller 20, Croshere 16, J.
O’Neal 10 (13 frák.) - Dgauskas 24, A.
Miller 17, Harpring 13, L. Murray 12.
Philadelphia-Dalias ....94-112
Iverson 26, McKie 19, Kukoc 11,
Maxwell 10 - Nowitzki 36, Finiey 25,
Nash 18 (13 stoðs.), Eisley 16.
Washington-Charlotte . . . 89-103
G. King 17, Howard 15, Whitney 13,
White 12, R. Hamilton 12 - Wesley 25,
Mashburn 21, Ba. Davis 19.
Boston-Sacramento ......81-104
A. Walker 15 (11 frák.), Pierce 14,
Potapenko 12 (12 frák.) - Webber 30
(13 frák.), Christie 19, Divac 15.
New York-Utah ............58-89
Houston 14, Sprewell 12, Ku. Thomas
10 - Malone 18, Starks 18, Marshall
12, Vaughn 11.
Detroit-Minnesota ........90-99
Stackhouse 29, J. Smith 16, Barros 11
- Garnett 26 (13 frák.), 10 stoðs.),
Brandon 19, Billups 15, Peeler 14.
Chicago-Atlanta...........74-85
Mercer 22, Brand 19 (12 frák.), El-
Amin 12 - Terry 17 (13 stoðs.),
Maloney 14, Henderson 12.
Milwaukee-Toronto .......104-97
G. Robinson 31, Allen 14, Cassell 13,
Hunter 13, Johnson 11 - A. Davis 25
(12 frák.), Carter 15, Al. Williams 13.
Phoenix-LA Clippers ......88-98
R. Rogers 25, Delk 20, Kidd 13, C.
Robinson 12 - Mclnnes 24, Odom 23,
Richardson 21.
Portland-Orlando.........106-96
R. Waílace 22 (10 frák.), Sabonis 18,
Stoudamire 15 - McGrady 39, D.
Armstrong 17 (10 frák.), Amaechi 10.
Seattle-Miami.............99-81
Payton 25 (13 stoðs.), Lewis 16, Ewing
16 (10 frák.), Sh. Williams 13 - Mason
16 (10 frák.), E. Jones 14, Bowen 13.
LA Lakers-Vancouver .... 98-76
H. Grant 19 (13 frák.), Bryant 17,
Rider 16, Fox 14 (11 frák.) - Abdur-
Rahim 18 (10 frák.), Bibby 12.
Laugardagur:
Charlotte-Boston .........99-87
Mashburn 20, Wesley 19, Ba. Davis 18
(14 stoðs.), Campbell 17 - Walker 20
(11 frák.), Pierce 19, Stith 14.
Atlanta-New Jersey........83-89
McLeod 15, Mutombo 15 (12 frák.),
Wright 14 (13 frák.) - Marbury 23, Gill
19, Martin 12, Aa. WUliams 12.
Cleveland-Utah ...........99-92
A. MiUer 22, Ilgauskas 17, Weather-
spoon 15 (12 frák.), Stockton 16, Mars-
hall 14, Malone 13, Starks 11.
Minnesota-Indiana 113-110 e. frl.
Gamett 34 (20 frák.), Brandon 16,
Billups 16, L. EUis 14 - Rose 31, J.
O'Neal 30, MUler 20, Best 11 (13
stoðs.).
Chicago-Philadelphia......91-99
Artest 29, Brand 20 (14 frák.), Mercer
20, Drew 8 - Iverson 33, McKie 18,
Ratliff 14, MaxweU 9.
Houston-Denver..........100-102
Francis 26, Mobley 20, M. Taylor 16,
Ke. Thomas 12 - Van Exel 26, Lenard
19, McDyess 17 (20 frák.), LaFrentz 14.
San Antonio-Phoenix.......90-82
D. Robinson 18, Duncan 17, Daniels
17, D. Anderson 15, Porter 10 - R.
Rogers 16, Kidd 12, C. Robinson 12.
Golden State-Miami........85-93
Jackson 26 (10 frák.), Jamison 18,
Hughes 17, V. Cummings 10 - B.
Grant 23 (14 frák.), Mason 19, E.
Jones 17, T. Hardaway 12.
Staöan á austurströndinni
Atlantshafsriðill
Philadelphia 18-6 (+1), New York
14-10 (-2), Miami 13-12 (+1), Orlando
9- 14 (-3), New Jersey 9-14 (+2),
Boston 9-14 (-3), Washington 4-19
(-9).
Miðriðill
Cleveland 15-7 (+6), Charlotte 16-9
(+3), Toronto 12-11 (-1), MUwaukee
12-11 (+4), Indiana 11-13 (-2), Detroit
10- 13 (-1), Atlanta 6-18 (-1), Chicago
3-21 (-2).
Staðan á vesturströndinni
Miðvesturriðill
Utah 17-7 (-1), Minnesota 15-9 (+2),
San Antonio 14-9 (+1), Dallas 15-10
(+1), Houston 13-10 (-1), Denver 12-13
(+2), Vancouver 7-16 (-5)
Kyrrahafsriðill
Sacramento 15-6 (+1), Portland 17-8
(+4), Phoenix 15-8 (-2), LA Lakers
16-9 (+1), Seattie 13-12 (+3), LA
Clippers 8-17 (+1), Golden State 6-18
(-5).
Sigur (+) eóa töp (-) í röó innwi svigo.