Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2000, Blaðsíða 7
Félagi Völu frá Ólympíuleikunum, örn Arnarson, kemur aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hann snýr sér að samhæfðri sundleikfimi. Menntamál Kennaraverkfallið leysist farsæl- lega í janúar, með sæmilegri kaup- hækkun til kennara í öndverðum janúar. Til að bæta nemendum kennslutap þurfa framhaldsskóla- kennarar að dúsa i skólanum langt fram á sumar og verða af þriggja mánaða sumarfríinu sínu. Þegar þeir snúa aftur til kennslu í septem- ber er einróma samþykkt að fara í verkfall. Helstu kjarabótakröfurnar eru óskir um betri mötuneyti. Full- yrt er að margir framhaldsskóla- kennarar séu að lyppast niður úr hor og birtar eru sænskar kannanir sem sýna fram á mikla þörf kennara fyrir fjölbreytta fæðu og orkumikla. Verslunarskólinn semur fljótlega við sína kennara og leysir málið með því að útdeila afsláttarmiðum á Stjörnu- torg Kringlunnar. Þorvarður Elías- son, skólastjóri Versló, og Elna Katrín Jónsdóttir, forystukvendi kennara, handsala samningana yflr Big Mac og frönskum á McDonald’s. Björn Bjarnason stingur upp á kerfi þar sem nemendur kenna nem- endum og er það sett í gang í október með góöum árangri. Margir kennar- ar ráða sig í vinnu við byggingu ál- versins í Reyðarfirði og aðrir á skyndibitastaði þar sem þeir geta safnað fituforða fyrir næstu önn. Stöku kennari ræður sig í sæðingar hjá kúabændum. Menning Á fyrstu vikum nýársins munu þunglyndir menningarvitar fylkja liði til lækna og heimta skammtíma- vistun á geðdeildum og lyfseðla í bunkavís. Fljótlega kemur í ljós að um er að ræða séríslenskt einkenni sem nefnt er „Eftir menningarborg- argeðlægð". Kári Stefánsson birtist á forsíðu Der Spiegel og lýsir kenn- ingum sínum um aö „Eftir menning- arborgargeðlægðin" sé arfgeng. í kjölfarið taka hlutabréf í Islenskri erfðagreiningu mikinn kipp. Listalif- ið verður hvað sem því líður mjög dapurlegt vegna samanburðarins við styrkjaáriö mikla 2000. Helst þykir það sæta tíðindum að Gunnar Jök- ull tónlistarmaður og Samúel örn, íþróttafréttamaður RÚV, skipta með sér verðlaunum Jónasar Hall- grímssonar á degi íslenskrar tungu og þykir mörgum illa valið. ísland kemst í sviðsljós vísindasamfélags- ins þegar Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur sannar með hjálp Pýþagórasarreglunnar að aldamótin séu í raun ára- mótin 2002-2003. Meik Eftir að Árni Sigfús- son verður forsætis- ráðherra er aldrei spurning um hver verður fulltrúi okkar í Evróvisjón 4 söngvakeppn- J, inni. Dóttir -f hans, Védís Hervör, slær í gegn í Dan- mörku og er jafnvel rætt um næstu Selmu eða Rut. Útlendingarnir eru V \ einnig mjög heitir *’A fyrir bakraddasöngvar- V ■ anum Erpi Eyvindarsyni og bjóða honum gull og græna. Hallgrímur Helgason fylgir eftir útgáfusamningn- um og fer að inn úr sauðarleggnum með nýja kærustu sem er engin önnur en fyrr- verandi tengdadóttir Islands, Krydd- pían Mel B. Hinn nýi kviðmágur Fjölnis lætur ekki þar við sitja held- ur byrjar að semja rímur fyrir Vanilla Ice sem á óvænt kombakk úti í heimi. Svala Björgvinsdóttir slær loks í gegn í Ameríku og frægastur verður dúett hennar með Macy Gray sem skilar góðu sæti á Grammy-verðlaununum. Björgvin er ekki par hrifinn af því þegar stúlkan kemur heim með hvíta rapparann Eminem í farteskinu, en lýsir ánægju sinni með tilvonandi tengda- son sinn þegar hann notar lagstúf eftir Bó á nýju plötunni sinni. Bjöggi kann vel við sig í kreðsum bófarapp- ara og í tónlistartímaritinu Rolling Stone birtist mynd af honum í af- mæli hjá Snoop Doggy Dogg. Ástin Það mun fullsannað á árinu að ástin spyrji hvorki um aldur né stétt, hún skýtur rótum á ólíklegustu stöð- um á árinu. Hæst ber að sjálfsögðu brúðkaup forseta hins íslenska lýð- veldis, herra Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem að öllum líkindum verð- ur haldið á Þingvöllum i lok júlí. Þar verða samankomin öll helstu stór- menni landsins til að hylla höfðingja og spúsu. Veður verður ágætt. Ekki er fyrr búið að öskra „Mazel tov,“ en rætt er um það að Dorrit sé farin að bæta vel á sig, en skýringin fæst í lok hveitibrauðsdaganna þegar Óli hóar saman fréttamannafund og til- kynnir þjóð sinni að þau skötuhjú eigi von á barni. íslenskir aðalverk- takar eru fengnir til að bæta hæð ofan á Bessastaði þegar i ljós kemur að Dorrit gangi með þríbura. Milli jóla og nýárs koma svo í heiminn þau Rakel, Ester og Grímur Yitzak. Annar meðlimur forsetaíjölskyld- unnar finnur ástina á árinu en það er Dalla Ólafsdóttir sem til þessa hefur lifað piparjónkulífi í miðborg- inni. I gegnum starf sitt hjá Mekkano almannatengslum kynnist hún Sigurði Kára Kristjánssyni, formanni SUS, og takast með þeim skammvinnar ástir. Séð og heyrt blæs málið upp og það verður mörg- um hagyröingnum efni í visukom. Ákveða þau að starfsferillinn sé ást- inni mikilvægari, en hliðarspor Sig- urðar Kára með Ragnheiði Clausen spilar einnig stóra rullu. Óvæntasta parið er samt án alls efa Guðjón Guðmundsson (Gaupi) íþróttaf- réttamað- mennsku við boxlýsing ar. Helga M ö 11 e r hverfur frá lottó- inu eftir sumarfrí og í hennar stað kemur Kristján M ö 11 e r þingmað- ur. Andrea Róbertsdóttir úr *Sjáðu en samband þeirra þekur fleiri dálksentí- metra í Séð og heyrt en Fjölnir og Marín Manda sem hætta ekkert saman á árinu. Önnur óvænt pör líta þó dagsins ljós og ber þar helst að nefna knatt- spyrnukon- una Olgu F æ r s e t h sem tekur saman við Þór Jós- efsson, fyrrver- a n d i herra ís- land, og Guðna Ágústs- son land búnaðarráðherra sem nælir sér öllum að óvörum í Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Fjölmiðlar Menningarelítan er með harðlífi yfir því hver muni fylla stól Matthí- asar Johannessen og ráðning Erps „Johnny National“ Eyvindarsonar hefur laxerandi áhrif í vetrar- hörkunni. Erpur tekur lika upp á því að birta ljóðmæli eftir sjálfan á síðum lesbókarinnar og í jólakortum frá blaðinu, en öllu aggressívari en hjá Matta gamla. Á útvarpsmarkaðnum verður áframhaldandi samdráttur og Norðurljós fækka útvarpsstöðvum sínum niður í tvær, að fyrirmynd bandarískrar könnunar um athyglis- gáfu hlustenda og áhugamál. Annars vegar er það „Gullklassinn", sem á að ná til fólks á aldrinum 50 til dauða. Þar eru spiluð „Eine kleine Nacht- musik“ og „Symp-athy for the devil“ til skiptis. Ásgeir Páll og Bjarni Ara kynna bæði lögin og segja frá til- boðunum í Hagkaupi, líta á klukkuna og lesa staðfærðar semidónalegar gamansögur af Netinu. Hins vegar er það „Xtrakt", sem höfðar sterklega til „U-u-u-unga fólksins, fólksins, fólks- ins“ en þar eru spilaðar auglýsingar með tvíteknum texta á milli „Thong song“ sem hljómar með bakröddum Lands og sona og Limp Bizkit. Skjár einn er enn spútnik á sporbaugi og leyfir ungu fólki að leika lausum kjafti, en hefur vaðið fyrir neðan sig í auglýsingamál- um og birtir neonlituð skilaboð Tískan Tískan er hverful, en á árinu verða ekki aðeins smávægilegar litabreytingar og tilfærslur á tommustokknum í sniðum, heldur 180° kúvendingar. Fyrir það fyrsta veröur töff að vera temmilega þétt- holda. Hjá konum þykja ávalir drættir sérstaklega fallegir, með miklum mjöðmum og sílspikaö rassgat og sömuleiðis detta lýtaað- gerðir úr tísku. Konur með silikón- fylltan barm keppast við að íjar- lægja plastið og endurheimta tepokana. Allt á að vera org- inal, og meira að segja er líklegt að Anna Krist- jáns láti breyta sér aft- ur typpaling. Áherslubreyt- ingarn- ur og stunda partíin hjá fina fólkinu í Evr- ópu. Hann birtist svo eins og skratt lýs- ingatímar þurfi ekki bráðnauðsyn- lega að endurspegla neyslumynstur kven- sjúkdómalækna. Fersk- , ' ustu dagskrárgeröarmenn- irnir á stöðinni verða stelp- umar sem skrifuðu Dís. Þær verða með þáttinn „Kex í rottunni“ og fá til sín léttlyndar framhalds- skólastelpur til að ræða kyn- lífs- og k y n j a - t e n g d efni. Á Stöð 2 held- ur estrógen- sprengja Helgu Brögu áfram og tsjetsjenski flóttamaður- inn verður ráðinn í lausa- ar sjást vel á sigur- vegara Ford-fyrirsætukeppninnar, sem er flatbrjósta 29 ára einstæð þriggja barna fjölræstitæknir úr Korpúlfsstaðahverfi. Annað tísku- fyrirbrigði ársins er að snobba nið- ur á við. Nú flykkjast krakkar í fatabúð Hjálpræðishersins og fleygja kúkabuxunum fyrir föt af foreldrum foreldra vina sinna og dauðu fólki. Upparnir hætta að sjúga kókaín í nös og færa sig yfir í alþýðlegri vímugjafa, eins og rjómasprautugas og trélím. Fyrir- menni úr fjárfestingafyrirtækjum hittast í lönsj á Svarta svaninum og fá sér drykk eftir vinnu á Stíg- vélaða kettinum. Djammið Forsætisráðherra knýr lögleið- ingu kannabisefna í gegnum þingið fyrir páska og hátíðimar verða þær rólegustu í manna minnum. Sóknarprestur Grensáskirkju bregður á það ráð að dreifa mari- júanavafningum með sálmabókum og segir sóknar- börnin betur í stakk búin til að meðtaka guðs orð i graskenndu ástandi. Keisarinn opnar aftur í húsnæði Píanóbarsins sem leggur upp laupana eftir brott- hvarf bandaríska hersins. Viðskipti Strax í janúar er ljóst að Búnaðarbankinn mun sameinast Kaupþingi og myndar aðra fjármála- blokk sem vegur þungt á móti þeirri sem fyrir er, Islandsbanka FBAppelsín (nafn sem birtist fyrst í umfjöllun Séð & heyrt um árshátið fyrirtækisins í febrúar). Landsbankinn er utanvelta í þessu valdatafli og þreifar eftir sameiningu í nokkra mánuði. Þegar hvorki verður úr sameiningu bankans við Vífilfell né við Sparisjóð Önundarfjarðar verður til valdablokkin Landsbank- inn, Heilsuhúsið og Reykjavik.com. Heldur dregur svo til tíðinda um páskaleytið þegar Orca-hópurinn hugsar sér til hreyfings á ný og festir kaup á Flugleiðum og selur í heilu lagi til flugfélags Virgin. Um mánaðarskeið er eina leiðin til að fljúga úr landi með tengiflugi SAS í vesturátt. Af öðrum samgöngum ber að geta þess að Akraborgin hefur aftur siglingar undir stjóm Sigurðar Gissurarsonar, fyrr- verandi sýslumanns. Ætlar Sig- urður þannig að koma höggi á ráðamenn þjóðarinnar en tiltækið mistekst herfilega og Lúðvík Berg- vinsson festir kaup á Boggunni og stofnar ferjufyrirtæki í Vestmanna- eyjum til höfuðs siglingum Sam- skips. Lúðvík fær óviöbúið liðsinni frá Ómari Konráðssyni tannlækni sem gerist meðeigandi í fyrirtæk- inu og stendur fyrir mánaðarlegum siglingum á milli íslands og Mexikó, vindlingar og brennivín innifalið. Veður I janúar verður kalt og snjó- þungt, en snjórinn hverfur skyndi- lega og virðist sem veturinn geti ekki ákveðið hvort hann sé að koma eöa fara og býður upp á slabb og saltan vind. Skilin milli veturs og vors eru ógreinileg og minni háttar páskahret verður staðfesting þar á. Sumarlangt verður stað- viðrasamt í öllum fiórðungum, en vindur tekur að aukast með haustinu. Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum einkennist af ofsaveðri en það kemur ekki í veg fyrir óvenju- margar líkamsárásir. Hljómsveitin Skítamórall verður einna verst úti á þessum „lokatónleikum“ sínum en Addi Fannar verður fyrir eld- ingu og hálfs árs gömul afró-hár- greiðsla hans verður að engu auk þess að hann þjáist af minnisleysi í framhaldinu. 29. desember 2000 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.