Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2000, Blaðsíða 13
f Þá er komið að því, mesta partíkvöldi ársins; kvöldinu þegar allir ætla að lenda á sjens sem ekki eru á sjens; kvöldið þegar fólk er til í að selja sál sína djöflinum svo það megi verða frábærasta skemmtun fyrr og síðar; kvöldið sem oftar en ekki stendur ekki undir þeitm væntingum sem til þess eru gerðar. Tíu einstaklingar opn- uðu hjartagáttir sínar og deildu með okkur hinum leiðinlegu upplifunum í greininni... Á pinnahælum að ýta bíl „Ég man nú ekki eftir neinum áfallaáramótum, þau hafa alltaf veriö eintóm hamingja hjá mér. Það er kannski helst áramótin þeg- ar ég var 16 ára, plús/mínus eitt ár, og var að djamma á Tunglinu gamla á pinnahælum og i stuttum pilsi. Það skall á bylur úti og við ákváðum að fá far með einum vini okkar heim í Garðabæ. Við lögð- um af stað um fjögurleytið og vor- um ekki komin í Garðabæinn fyrr en um áttaleytið. Það var bara ekki um neitt að velja, allir voru veðurtepptir i Tunglinu...frekar sveitt. Bíllinn festist nokkrum sinnum á leiðinni og við stelpum- ar þurftum að fara út að ýta lítandi út eins og dræsur með maskara lekandi niður á nafla. Okkur fannst þetta alveg bilað fyndið og gátum voðalega lítið ýtt fyrir hlát- urköstum. Það er sem sagt þessi fjögurra klukkustunda bílferð frá miðbænum í Garðabæinn sem gæti talist til hálf endasleppra áramóta hjá mér. Stelpur, mundið mannbroddana úr Ell- ingsen um áramótin." Andrea Róbertsdóttir dagskrárgeröarkona. Með búslóðina í kössum „Verstu áramót sem ég hef upp- lifað eru áramótin ‘98-’99. Þannig var mál með vexti að við vorum að flytja úr ibúðinni okkar á Sogaveg- inum og þurftum að skila húsinu 1. janúar. Eins og gefur að skilja var íbúðin því undirlögð af köss- um og öll búslóðin í þeim þannig að ég gat ekki eldað mat né neitt. Ofan á þetta bættist að maðurinn minn var alveg fárveikur, örugg- lega með 50 stiga hita eða eitthvað í þá áttina. KoUa frænka min aumkaði sig yflr mig og bauð okk- ur í mat. Ég dreif mig með restina af fjölskyldunni og skUdi Gísla eft- ir heima liggjandi fársjúkan á miUi kassanna. Eftir matinn sát- um við aðeins og ég náði að horfa á flugeldana út um glugga, hald- andi um eyrun á fimm ára göml- um syni mínum sem var brjálaöur af hræðslu. Síðan var brunað heim aö sofa.“ Einangraður í Grundarfirði „Ég get nú ekki sagt að ég hafi átt nein vond áramót sem slík. Hins veg- ar upplifði ég einkar undarleg áramót um síðustu áramót. Þannig var að ég hafði ver- ið fenginn til að spila á trommur 1 hljómsveit með tveggja daga fyrirvara og við voram bókaðir tU að spUa í Grundarfirði. Þar fengum við upphitaða svína- steik á skemmtistaðnum sem við áttum að spila á. Síðan þegar ég ætlaði að fara að hringja í vini og vandamenn tU óska þeim gleði- legs nýs árs og þakka það gamla þá hrundi GSM- kerfið og ég og félagar mínir vor- um því sambands- lausir við umheim- inn og ein- angraðir í Grundar- firði. Það v a r einnig dá- lítið pirr- andi að missa af m e s t u Reykjavík- ur-flugeldageðveiki sem sést hefur hér á landi og víðar ef út í það er far- ið. Flugeldasýning Grandfirð- inga var mjög fín en hún var bara í hlutfaUi við stærð byggðarlagsins. Kvöldið endaði samt vel þar sem Grundfirðingar eru hið ljúfasta fólk sem kann að skemmta sér.“ Jón Geir Jóhannsson, annar umsjónar- a n n a Pensúms á Skjá elnum. Sjóveikur fýrir „Verstu áramótin mín voru í fomöld er Wham og Duran Duran skiptu unglingum í herskáar fylk- ingar, Albert Guðmundsson var fjármálaráðherra og þegar opinber- ir starfsmenn fóru I verkfall voru veöurfréttir eina útvarpsefnið. Ég var átján eða nítján og orðinn há- seti á varðskipi þótt ég kynni enga hnúta nema bindishnút og þyrfti að spyrja stýrimanninn á fyrstu vaktinni hvort „bakborði" væri hægra eöa vihstra megin. Um ára- mótin vorum við fyrir vestan og komum í höfn á Þingeyri eða Flat- eyri, ég bara man það ekki. Mér fannst súrt að geta ekki verið á kaffibarnum til að halda upp á tímamótin. Kaffibarinn var þá efsta hæöin á Óðali. Fyrir vestan V£n búiö að slá upp balli með hljómsveit heimamanna og við, hinir ungu og vösku varðskips- menn, gengum á land, vel vopn- aðir flöskum og pyttlum. Á ball- inu voru fimmtán, tuttugu stelpur frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi, sannkallaðar fegurð- ardísir, einkum þegar minnk- aði í flöskunni. Við vorum eitthvað illa fyrir kallaðir, varðskipsmenn, við féllum í valinn hver á fætur öðrum. Stýrimaðurinn fór fyrstur og hélt upp á áramótin dauður undir borði. Stelpurnar litu ekki við okkur, heimamenn gáfu okkur heimamannslegt homauga. Ég varð sjóveik- ur í eina skiptið allan vet- i urinn og staulaðist um I borð í varðskipið." Hrafn Jökulsson blaöamaður. '•... ■ T" Beið.allt kvöldið „Gamlárskvöldið 1989 var byrjunin á verstu ára- mótum sem ég hef nokkurn tímann upplifað fyrr eða síðar. Ég var 16 ára og var búinn að redda mér miða á ball á Borginni. Eftir að hafa horft á Skaupið og flugeldana hringdi ég á leigubíl um klukk- an 1. Ég ákvað að bíða fyrir utan og endaði með því að standa þarna þangað til bíllinn kom um 3-leytið og missti því af fjörinu inni hjá mömmu og pabba í leiðinni. Þegar bfilinn kom þá lét ég hann skutla mér niöur að Borg - þá var þessi líka bilaða röð inn á staö- inn. Þar endaði ég með að standa til klukkan að verða 5 og þá gafst ég upp. Það Sigvaldi Kaldalóns, útvarps- maöur á FM957. var hávaða helvítis rok og slagveð- ursrigning í þokkabót, auk þess sem fólkið rööinni var hundleiðin- legt. Flestir vinir mínir voru komnir inn á undan mér þannig að ég stóð þama og hafði fáa til að spjalla við. Þegar ég loks ákvað að fara heim tók það mig klukkutíma að redda leigubíl þannig að kvöldið fór allt i eina bið og ég gerði ekki neitt. Partíið var búið heima þegar ég kom þangað og ég fór hundfúll að sofa og strengdi í leiðinni þess heit að næstu áramót yrði ég edrú og keyrði niður í bæ.“ 29. desember 2000 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.