Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 JOV Tilvera Afmælisbarnið Julia 35 ára Breska leikkon- an Julia Ormond fagnar 35 ára af- mæli sínu í dag. Julia hefur átt farsælan feril í kvikmyndum og meðal þeirra fræg- ustu má nefna Legends of the Fall, Smilla’s Sense of Snow og Sabrinu. Julia er búsett á Bretlandi. Gildir fyrir föstudaginn 5. janúar Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.): SFólk treysttr á þig og leitar ráða hjá þér um hugmyndir og útfærslu þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Rskarnir Í19. fehr.-20. marsl: \ Þú ert orðinn þreyttur 1á venjubundnum verk- efhum og ert fremm { eirðarlaus. Þú ættir að breyta tii og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Hrúturinn (21. mars-19. aoril): . Þér finnst ekki rétti f tíminn núna til að taka erfiðar ákvarðan- _ ir. Ekki gera neitt gegn betri vitimd. Nautið (20. april-20. mail: Líklegt er að ákveðnar upplýsingar vanti sem muni gera þér auð- veldar fyrir þegar þú kemst að þeim. Tvíburarnir (71. maí-71. iúnír Þú hefúr í mörgu að y^^snúast og þarft á að- —,X í stoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir að veita þér aðstoð og skaltu ekki hika við að þiggja hana. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Mikið rót er á tilfinn- k ingum þínum og þér ' gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Liónið (23. iúli- 22. ágústl: Þú þarft að gæta þag- mælsku varöandi verkefni sem þú vinn- ur að. Annars er hætt við að minni árangur náist en ella. Mevian (23. áeúst-22. sept.i: Þú ættir að hlusta bet- ur á það sem aðrir segja. Þú ert óþarflega varkár gagnvart tillög- um annarra en þær eru allnýstárlegar. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Morgunninn verður rólegur og notalegur og þér gefst tími til að hugsa málin þar til eitthvað óvænt og ánægjulegt ger- ist sem breytir deginum. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: iki allt sem ; þó að ein- virðist ganga þér á ákveðn- um vettvangi skaltu ekki láta það angra þig eða koma inn öfund. Bogamaöur (22. nóv.-21. des.): Þú kynnist einhverjmn nýjum á næstunni og það veitir þér ný tæki- færi í einkalifmu. Þú ættir að íhuga breytingar í féfags- lífrnu. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þú kynnist manneskju sem á eftir að hafa djúpstæð áhrif á þig. Rómantíkin figgur í foftinu og þú ert afar ánægðm með gang máfa. Það er el sýnist og hverjum betur en Lengi lifir í gömlum glæðum Nicolas Cage og Tea Leoni í hlutverkum sínum í The Family Man. ■ The Family Man verður frumsýnd á morgun: Veröbréfasali vaknar iipp s -1 viö vondan draum bólinu hjá kærustunni sem hann sveik Það er töluvert síðan kvikmynda- húsagestir sáu Nicolas Cage í róm- antískri gamanmynd en feikarinn hefur nú vent sínu kvæði í kross og lagt hasarmyndaleik á hilluna í bili. Cage fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Family Man sem er leikstýrt af Brett Ratner. Myndin hefur fengið ágæta dóma viðast hvar og haft á orði að hún sé nokkurs konar blanda af jólamynd- unum It Is a Wonderful Life og Scrooged. Sögusviðið er New York og sagan hefst í snjókomu skömmu fyrir jól. Cage fer með hlutverk Jacks nokk- urs Campells sem er framagjarn og vellauðugur kaupsýslumaður á Wall Street í upphafi myndar. Campell gengur allt í haginn og hann er orðinn vanur að lifa hátt þegar óvæntur atburður verður til að breyta öUu. Campell verður nefnilega á að rekast inn i nýlenduvöru- verslun á sömu stundu og ver- ið er að ræna búðina. Hann bregst skjótt við og tekst að afvopna ræningjana. Það næsta sem gerist er að Campell vaknar upp næsta morgun en er þá ekki lengur staddur i glæsiíbúð sinni á Manhattan, heldur í svefn- herbergi í úthverfi New Jers- ey. Verðbréfatöffarinn er ekki lengur til og Campell er skyndilega orðinn Uöl- skyldufaðir í úthverfi og þarf nú að spreyta sig á nýju hlutverki og sinna bæði eig- inkonu og börnum. Ekki verður sagt að Campell sé ánægður með umskiptin fyrst í stað og hann legg- ur þegar á ráðin um að endur- heimta sitt fyrra líf. Það reynist allt annað en létt verk og Campell þarf að velta fyrir sér ýmsum spurn- ingum um lífið og tilveruna. Eins og fyrr ; segir fer : Nicolas Cage með stærsta hlutverk myndar- inn- Veröbréfasali verður úthverfapabbi Nicolas Cage í hlutverki Jacks Campells í The Family Man. ar en eiginkonuna leikur Tea Leoni sem margir muna sjálfsagt eftir úr Deep Impact. Með önnur stór hlut- verk fara Don Cheadle, Jeremy Pi- ven og Harve Presnell. Leikstjórinn, Brett Ratner, hefur ekki áður gert róman- tíska gamanmynd en hafði að eigin sögn gaman af. Hann þykir meðal efnilegustu leik- stjóra vestanhafs um þessar mundir en The Family Man er hans þriðja mynd. Ratner hóf ferilinn í tónlistarmyndböndum og hefur leikstýrt yfir hundrað slíkum auk þess að gera stuttmyndir og auglýsing- ar. Fyrsta kvikmynd Ratners i fullri lengd var Money Talks með Charlie Sheen, Chris Tucker og Paul Sor- vino í aðalhlutverki. Hún hlaut sæmilega dóma en það var önn- ur myndin, Rush Hour, þar sem sjálf- ur Jackie Chan var í burðarhlutverki, sem hlaut metað- sókn og kom Ratner á kortið sem efnilegum leikstjóra. The Family Man verður frumsýnd á morgun í Bíóhöll- inni, Kringlubíó, Regnboganum, Nýja bíó á Akur- eyri og í KefLavík. MMBsm: ■ Dancer in the Dark ★★★★ Dancer in the Dark er há- melódramatísk sápuópera, gerð af hjartans einlægni og miklu næmi - en um leið læðist stöðugt að manni sá grunur að Von Trier sé að skemmta sér við að hafa áhorfand- ann að flfli. -ÁS Ikíngut irirk Góð kvikmynd sem byggir á þjóðsagna- og ævintýrahefð. Myndin fjallar um grænlenskan dreng sem rekur á Islandsstrendur í vetrar- hörkum. Aðall myndarinnar er líkt og í góðum ævintýrum, barnsleg einlægni sem skilar sér tU áhorf- enda. Mest áhersla er lögð á sam- band Bóasar og Ikínguts og þar mæðir mikið á hinum ungu leikur- um, Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans Tittus Nakinen. Drengimir ná upp sérlega góðum og einlægum sam- leik. Góð fjölskylduskemmtun. -HK Snatch ★★★ Snatch er fyndin, hröð og per- sónur íjölbreyttar og skrautlegar. Ef áhorfendur geta liðið ofbeldið, sem er mikið og gróft, þá er Snatch frábær skemmtun með sterkum höfundarein- kennum leikstjórans Guy Ritchies. Stíll Ritchies gerir út á hraða, stutt samtöl, ofbeldi og margar persónur sem fá að mestu leyti jafnmikið pláss í myndinni. Þetta tekst honum af snilld, sérstaklega þegar að því er gáð að handritið er innantómt. -HK Den eneste Ene irtrk Den eneste Ene er bæði ósköp dönsk og alls ekki. Það má eiginlega segja að þetta sé rómantísk gaman- mynd af amerískri sort sem flutt hef- ur verið til Danmerkur: einfeldnings- leg trú á ástina, árangurslaus fram- vinda sögunnar, hamingjusamur endir og feel-good-andi sem svífur yfir vötn- unum. Persónurnar eru hins vegar danskar og samféiagið skandinavískt. Það að þessi blanda skuli ganga upp gerir Den eneste Ene nokkuð merki- lega mynd. -GSE Nurse Betty irkk í Nurse Betty er flest vel gert. Það er helst að frásagnarmát- inn verður flatur og áhorfandinn fær það á tilfínninguna að sagan hafi ekki snert við sögumanninum. Á móti kemur aö persónurnar eru snyrtilega frágengnar af höfundum og leikurum. Morgan Freeman er traustur að vanda, Chris Rock hefur ekki f annan tfma verið betri, Greg Kinnear er hégómlegur og sjálfupp- tekinn sem leikari í sápuóperu og Renée Zellweger fer vel með hlut- verk góðmennskunnar sjálfrar. -GSE íslenski draumurlnn ★★★ Líflegt og skemmtilegt hand- rit sem er uppfullt af lúmsku háði og skemmtilegum orðaleikjum. Styrkleiki myndarinnar er kannski einnig helsti veikleikinn. Persón- urnar tala mikið i myndavélina og þótt handritið bjóði upp á skemmti- leg tilsvör og orðaleiki, þar sem góð- ir leikarar skapa eftirminnilegar persónur og fara vel með textann, er ekki laust við að atburðarásin hafi hæðir og lægðir. Islenski draumurinn lofar góðu um framtíð- ina hjá Robert Douglas. -HK Martrööin sem næstum rættist Versta martröð ensku fegurðardísar- innar, yfirstéttar- dömunnar og sam- kvæmisljónsins Jemimu Khan varð næstum að veru- leika um daginn. Þannig er að Jemima hefur ætíð verið með eindæm- um flughrædd og hræðst það meira en nokkuð annað að deyja i flugslysi. Fyr- ir svo einhverja furðulega tilviljun var Jemima farþegi í bresku þotunni sem lá við að færist yfir Afríku um jólaleytið þegar geðveikur mað- ur reyndi að ná stjórn á henni. í mörg ár hefur Jemima alltaf tekið róandi pillu fyr- ir flugferðir og vænt- anlega hefur það bjargað henni. Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Arshátíðadress fyrir börn og fullorðna, samkvæmisveski. Matta rósin 20% afsl. Glæsilegt úrval Pelsar í úrvali op» Sigurstjarnan virka daaa 11-18, j bláu húsi við Fákafen. lougard. 11-16 Sími 588 4545.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.