Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 2001 Fréttir I>V Geðveikur maður hættulegur konum: Hefur ráðist á fjölda kvenna Það fór um þær Mörtu Maríu Jón- asdóttur og Sigurrós Jóhannsdóttur þegar þær lásu í blöðunum um árás manns á unga konu í skiptistöðinni í Mjódd í síðasta mánuði. „Þessi sami maður hafði ráðist á mig þremur vikum áður,“ sagði Sig- urrós, en Marta María varð fyrir árás hans fyrir rúmu ári siðan. Maðurinn er 28 ára gamall og á við alvarleg andleg veikindi að stríða. Hann á langa sögu að baki af árás- um á konur sem hann þekkir lítið eða ekkert en yfirvöld virðast gera fátt í hans mál- um. Bæði Sigurrós og Marta María könnuðust við mann- inn sem viöskiptavin þeirra fyrirtækja sem þær unnu hjá og vissu að hann átti við veik- indi að stríða en þekktu hann að öðru leyti ekk- ert. Báðar kærðu árás- irnar á hendur sér en tóku það fram að með kærum sínum vildu þær ekki láta loka manninn inni í fangelsi, heldur vekja athygli á vandamál- um hans og þeirri hættu sem hann skapar konum. „Ég veit hann hefur verið inni á geðdeild og það er eini staðurinn þar sem hann á að vera. Hann er náttúrlega bara hættulegur samfélaginu," sagði Marta María. Sigurrós bætti við: „Hvorug okkar er að gera þetta því við viljum að þessi maður fari í fangelsi en það verður að fara að gera eitt- hvað.“ Marta María og Sigurrós vita einnig um fleiri konur sem maður- inn hefur beitt ofbeldi á einn eða annan hátt. Arásin á Sigurrós Sigurrós var að vinna í bókabúð skömmu fyrir jólin þegar maðurinn kom inn og réöst á hana. Hann greip í hárið á henni, dró hana um búðina sem var full af fólki og hót- aði því að drepa hana. „Hann byrjaði að öskra á mig að ég væri helvítis tík og ætti það skil- ið að vera myrt og sagði bara öll ljót orð sem til eru um konur,“ sagði Sigurrós. „Það frusu allir,“ bætti hún við. Sigurrós barðist um og reyndi að losna og ein kona sem stóð nálægt reyndi að hjálpa henni. Sigurrós tókst að lokum að losa tak manns- ins á sér og kallað var á lögreglu. Orðaskipti áttu sér stað á milli þeirra tveggja sem enduðu á því að maðurinn fór hlæjandi út úr búð- inni skömmu áður en lögreglan mætti á staðinn. „Hann sagði áður en hann fór: „Ég þarf ekkert að passa mig, það ert þú sem þarft að passa þig þvi þú verður myrt,“ sagði Sigurrós. Hún kærði málið til lög- DV-MYNDIR INGÓ Vilja að eitthvaö verði gert Sami maðurinn hefur ráðist á þær Mörtu Maríu Jónasdóttur og Sigurrós Jóhannsdóttur sem er hér á myndinni fyrir ofan. Þær kærðu báðar árásirnar til lögreglu en lítið viröist vera gert í máium mannsins. Hann á við andleg veikindi að stríða og vilja konurnar að tekið verði á vandamálum mannsins því hann hefur ráðist á fjölda kvenna. Greín sem fyrir jó' um eina konun£- áras mannsins_ reglu en þar sem henni var ekki bent á að sækja sér áverkavottorð frá lækni er kæra hennar byggð á vitnisburði þeirra fjölda vitna sem voru að at- burðinum. Þegar maðurinn réðst á stúlkuna í Mjódd, þremur vikum eftir árás hans á Sigurrós, hafði hann ekki verið kallaður í viðtal hjá lögreglu vegna kærunnar. „Ef hann ræðst á konu og mánuð- ur líður án þess að við hann sé rætt vegna málsins þá heldur hann í sín- um veika huga að það sé allt í lagi að gera svona,“ sagði Sigurrós. Árásin á Mörtu Maríu Marta María Jónasdóttir varð einnig fyrir árás af hendi mannsins. Hún var að vinna á veitingastað í miðbæ Reykjavikur I september 1999 og sagði manninn hafa verið tíðan gest á staðnum. „Hann var farinn að vera mjög dónalegur, vaða inn í eldhús og fleira, og ég var sú eina sem var eitthvað að rexa í honum og reyna að banna honum þetta. Þá varð honum illa við mig,“ sagði Marta María. Einn Sér eftir að hafa dregið kæruna til baka Hinn geðsjúki maður réðst á Mörtu Maríu Jónasdóttur þar sem hún var viö vinnu á veitingastaö. Hún kærði en dró kæruna til baka enda taldi hún aö maöurinn hefði verið lagður inn. laugardaginn var hún að vaska upp hnífapör þegar maðurinn kom inn, vatt sér að henni og réðst á hana þar sem hún stóð við vaskinn. „Hann ýtti höfðinu á mér ofan í hnífapörin og það var mikil mildi að bæði eigandinn og kokkurinn voru þarna inni,“ sagði Marta Mar- ía. Það fólk greip inn í atburðarás- ina og lögregla var kölluð til en maðurinn hafði þá flúið af vett- vangi. Marta María hélt áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist en seinna um daginn brotnaði hún saman og leitaði læknis á slysavarð- stofunni þar sem hún fékk áverka- vottorð. Á mánudeginum kærði hún manninn svo fyrir líkamsárás og honum var meinaður aðgangur að veitingahúsinu eftir þennan atburð. Hálfu ári síðar var hringt í Mörtu Maríu og hún spurð hvort hún vildi halda áfram með kæruna. „Þá var ég alveg búin að jafna mig og hélt það væri búið að leggja hann inn svo ég hætti við en ég sé eftir því núna,“ sagði Marta María. -SMK Veðríð í kvöld Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.51 15.15 Sólarupprás á morgun 11.14 11.22 Síðdegisflóö 13.29 18.02 Árdeglsflóó á morgun 02.10 18.43 Skýringar á veðurtáknum 10V-HITI immsm Afram kalt á landinu Noröan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él norðan- og austanlands, einkum úti viö sjóinn, en léttskýjað suövestan til. Frost 0 til 12 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands. -10° NviNÐSTYRKUR I metrum á Mköndu ^FROST HEIÐSKÍRT O O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ w W Q RIGNÍNG SKÚRIR SLYODA SNJÓKÖMA Q F ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Léttskýjað suðvestanlands Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él norðan- og austanlands, einkum úti við sjóinn, en léttskýjað suðvestan til. Frost 0 til 12 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands. Færðin á landinu Upplýsingar um færö á vegum er hægt að fá á heimasíöu Vegagerðarinnar sem er www.vegag.is. Einnig er hægt aö fá upplýsingar í síma 1777. Laugardagur Vindur: 8-13 m/% Hlti 0° til -5° Norðaustan 8-13 m/s og él norðan- og austanlands, en hægarl og skýjað með köflum suðvestan tll. Frost viða 0 til 5 stlg en frost- laust vlð austurströndlna. SunnudagixjT Vindur. /Z’ 5-8 m/% :© Hiti 0° til -5° * Vo Noröaustiæg átt, S-8 m/s og él víöa um iand. Hiti veröur kringum frostmark á láglendi. Vindur: /■r' 5-8 m/s Hiti 0° til -5 ,o Breytlleg átt og él eða dálítll snjókoma um land allt. Fremur kalt í veðri. 1 Veðriö kl. 6 AKUREYRI snjóél -5 BERGSSTAÐIR léttskýjað -6 BOLUNGARVÍK snjóél -4 EGILSSTAÐIR -4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -4 KEFLAVÍK léttskýjaö -5 RAUFARHÖFN alskýjað -3 REYKJAVÍK heiðskírt -10 STÓRHÖFÐI léttskýjað -3 BERGEN skúrir 5 HELSINKI snjókoma 0 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 3 ÓSLÓ þoka 0 STOKKHÓLMUR sandbylur 2 ÞÓRSHÖFN rigning 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 5 ALGARVE alskýjaö 15 AMSTERDAM rigning 7 BARCELONA léttskýjaö 10 BERLÍN léttskýjað 0 CHICAGO alskýjað -2 DUBLIN skýjaö 3 HALIFAX snjóél -7 FRANKFURT skýjaö 2 HAMBORG rigning 2 JAN MAYEN snjóél -8 LONDON alskýjaö 10 LÚXEMBORG skúr á síö. kls. 4 MALLORCA skýjaö 13 MONTREAL -3 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEWYORK skýjaö -3 ORLANDO alskýjaö 7 PARÍS alskýjaö 8 VÍN þokumóöa -3 WASHINGTON skýjaö -7 WINNIPEG heiöskírt —6 ■Wrl.tMlliiilim'lillg.W.tmj.ill.L-H.lillHW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.