Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 24
28
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001
Tilvera DV
lí f iö
Antígóna á fjöl-
unum í kvöld
í kvöld kl. 20 verður Antígóna
eftir Sófókles sýnd á Stóra sviði
Þjóðleikhússins. Leikstjóri er
Kjartan Ragnarsson en aðalhlut-
verk eru meðal annars í höndum
Halldóru Björnsdóttur og Arn-
ars Jónssonar. Örfá sæti laus.
Klúbbar
■ FONKAÐ A GAUKNUM Fönkað á
Gauk á Stöng í kvöld með CIVAD;
Einar Valur Scheving, Davíð Þór,
Ingi (jagúar), Ómar Guðjóns, og
Óskar Guöjóns.
■ NÝTT KVIKMYNDAÁR HJÁ
FILMUNDI I tilefni nýs árs verður
hin frábæra kvikmynd Billy Elliot
sýnd í kvöld kl. 22.30 í Háskólabíói.
Billy Elliott vakti gríðarlega athygli
erlendis og er að margra mati ein
besta mynd síðasta árs. Myndin er
bresk og leikstýrt af Stephen Daldy.
Myndin gerist áriö 1984 i námubæ
þar sem verkfall er í fullum gangi.
Billy Elliot er 11 ára, pabbi hans og
bróðir eru í verkfalli, en móðir hans
er látin. Andrúmsloftið á heimilinu er
hlaðið spennu sem oft er erfitt að
eiga við. Billy er gert að stunda
hnefaleika en er lítið gefinn fyrir
það. Hann hefur miklu meiri áhuga
á ballett og sýnir hæfileika í þá átt.
Billy lendir í vandræðum þegar
fjölskylda hans kemst að áhugamáli
hans.
Klassík
B VINARTONLEIKAR SINFONI-
UNNAR Vínartónleikahefð Sinfóní-
unnar fyllir brátt þriðja tuginn. Fyrstu
tónleikarnir þóttu takast með stakri
lukku en samt sem áður varð nokk-
urra ára bið eftir þeim næstu en nú
duga ekki færri en þrennir tónleikar
í Laugardalshöll. Umgjörð tónleik-
anna í ár er með besta móti. Nýir
pallar í sal veita betri sýn aö sviði
og allir ganga aö sínum sætum
númeruðum. Höllin mun skarta
sinni bestu ásýnd, skreytt í hólf og
gólf og freyöandi kampavíniö bíður
þegar prúðbúnir gestirnir svífa inn í
Höllina. Óhætt er að lofa spennandi
tónleikum; stjórnandinn Peter Guth
er að öðrum ólöstuðum einn vinsæl-
asti stjórnandi Vínartónleika hér á
landi - auk þess að vera afbragðs
fiðluleikari eins og gestir munu fá
að heyra. Glæsileg söngkona, Arn-
dís Halla Ásgeirsdóttir, mun syngja
nokkrar eftirlætisperlur Vínarborgar
og heyrst hefur að félagar úr kór Is-
lensku óperunnar komi til með að
bregða fyrir sig betri fætinum auk
kórflutningsins sem varla þarf að
kynna frekar! Fyrstu Vínartónleikarn-
ir af þremur, þetta árið, hefjast í
Laugardalshöllinni kl. 19.30 í kvöld.
Örfá sæti laus.
Síðustu forvöð
■ HÆRRA TIL ÞIN I dag lýkur sýn-
ingunni Hærra til þín - Kristin minni
í norrænni myndlist sem Listasafn
Sigurjóns Ólafssonar og Ásmundar-
safn efndu til í tilefni þess að árið
2000 voru liðin þúsund ár frá þeim
merka viöburði er íslendingar tóku
kristna trú. Á sýningunni eru valin
verk eftir norræna myndlistarmenn
tuttugustu aldar, bæði málara og
myndhöggvara. Sérstaklega var
horft til þeirra listamanna sem hafa
ekki fengist við hefðbundna kirkjulist
en sem engu að síður hafa fjallað
um kristin og trúarleg minni í verk-
um sínum. A sýningunni eru meðal
annars verk eftir myndhöggvarana
Ásmund Sveinsson og Sigurjón
Ólafsson, færeyska málarann Samu-
el Joensen-Mikines, norsku veflistar-
konuna Hannah Ryggen og danska
myndhöggvarann Robert Jacobsen..
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Flugvöllur í Skerjafirði
Myndin sýnir hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar um stóran alþjóölegan
flugvöll á Lönguskerjum.
Útsýnisturn í Laugarnesi
Hér sést hvernig hægt heföi veriö aö nýta reykháfinn, sem jafnaöur var viö
jöröu, i útsýnisturn og veitingastaö.
Hrafn Gunnlaugsson sýndi höfuðborgina í öðru ljósi:
Reykjavík framtíðarinnar
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Reykjavík í öðru ljósi, sem sýnd var
í Sjónvarpinu 30. desember, vakti
verðskuldaða athygli og umræður.
Ýmsum þóttu hugmyndirnar út-
ópískar og ekki væri nóg að reisa
byggingamar upp á rönd til að bæta
borgarlífið.
í myndinni er Reykjavík skoðuö í
nýju ljósi og ýmsum möguleikum,
sem snerta þróun borgarinnar, velt
upp; hvernig Reykjavík lítur út við
aldahvörf og hvernig hún gæti litið
út ef breski herinn hefði ekki gert
flugvöll í Vatnsmýrinni og ibúða-
byggin þróast meðfram ströndinni
en ekki upp til fjalla. Hvað býður
borgarstæðið upp á og hvernig er
það nýtt? í myndinni er borgin
skoðuð með því að stilla saman for-
tíð, nútíð og framtíð og leikið sér
með möguleikana sem það býður
upp á.
Háhýsi við ströndina
/ myndinni var tögö áhersla á háhýsabyggö meöfram ströndinni fremur en þá heiöabyggöastefnu sem rekin
hefur veriö um langa hríö í borginni.
Ekki nóg að reisa byggingarnar upp á rönd
„Ég fagna allri umræðu
um græn svæði og græna
pólitík í borginni. Það er
löngu orðið tímabært að
gera athugun á hver þörfin
er,“ segir Auður Sveinsdótt-
ir landslagsarkitekt. „Hing-
að til höfum við fengið hug-
myndir okkar frá nágranna-
löndunum þar sem nýtingar-
þörfin er annars eðlis. Það
eru aðrar aðstæður hér á
landi og veðrið er öðruvísi.
Mér finnst þess vegna gam-
an að fá málið upp á borð en
hins vegar einkennist um-
ræðan um grænu svæðin af
því að við notum þau ekkert
og þess vegna eigi að byggja
á þeim. Það er rangt og
Auður Sveinsdóttir
landslagsarkitekt
Urmull af krökkum
aö leika sér á
Klambratúni á vet-
urnar.
eigum að greina þörfina og
auka nýtinguna á svæðun-
um.“
Auður segir að sér hafi
þótt myndin skemmtileg og
útópísk. „Menn verða að
átta sig á því að það er ekki
nóg að reisa byggingarnar
upp á rönd. Það þarf einnig
að huga að praktískum
málum eins bílastæðaþörf.
Svo er sólin lægra á lofti
hér en í öðrum borgum
Evrópu mestan hluta árs-
ins. Svona byggingum
fylgja stór skuggasvæði og
sviptivindar. Þeir sem búa
á efstu hæðunum njóta sól-
arinnar en mjög margir
koma til með að búa í
menn mega ekki detta í þann pytt, við skugganum. Það getur vel verið að
komandi kynslóðir hafi ekki sömu
þörf fyrir útsýni og við og sætti sig
betur við nálægðina sem fylgir borg-
arlífinu.
Hugmyndin um að setja flugvöUinn
út í Skerjafjörð er mjög athyglisverð
en ég vil ekki að það verði byggt í Við-
ey. Myndin er í raun akademiskt og
þarft innlegg í viðkvæma umræðu og
getur komið í veg fyrir skítkast,
ágreining og deilur. Margar af þessum
hugmyndum hafa verið lengi í um-
ræðunni og Hrafni tókst að gera þær
mjög sjónrænar.
Ég vU aUs ekki láta minnka opnu
svæðin heldur bæta nýtinguna á
þeim, það er ekki rétt að það noti þau
enginn. Ef maður fer upp á
Klambratún á vetumar er heill urm-
uU af krökkum að leika sér þar,“ seg-
ir Auður að lokum. -Kip
Inga Jóna Þórðardóttir:
Eigum að vera djarfari
að byggja há hús
Þessi mynd er skemmtilega ögrandi
og verður vonanadi til að veita nýju
lífi í umræðuna um skipulagsmál,"
segir Inga Jóna Þórðardóttir oddviti
minnihlutans í borgarstjórn Reykja-
víkur. Að mati Ingu Jónu eru hug-
myndirnar sem settar eru fram i
myndinni afar frumlegar og stinga á
ýmsum kýlum sem hafa einkennt
skipulagsmál undanfarin ár.
„Ég vil fyrst nefna hugmyndina um
að byggja með strönd fremur en til
heiða. Nýjar hugmyndir um nýtingu
eyjanna finnast mér mjög athyglis-
verðar og ég hef sjálf lagt mikla
áherslu á að Geldinganesið verði nán-
ast allt tekið undir íbúðabyggð en
þetta er einmitt eitt helsta ágreinings-
málið i skipulagsmálum borgarinn-
ar.“ Inga Jóna telur þá þróun sem átt
hefur sér stað undanfarin ár með
íbúðabyggð upp til heiða neikvæða
vegna þess hversu óhagkvæm hún er.
„Við eigum svo fallegt land með
ströndinni sem við eigum að nota sem
aðalbyggingarland okkar og
nýta hæðimar i kring fyrir
útivist."
„Flugvöllur á Lönguskerj-
um er ögrandi hugmynd, en
byggir á því að þama sé al-
þjóðlegur ílugvöllur. Óá-
nægja með flugvöllinn i
Vatnsmýrinni snýst um að
losna við flugvöllinn þaðan
þannig að þessi hugmynd
kemur úr aUt annarri átt.
Hér er gert ráð fyrir að
Uytja aukna flugumferð inn
i hjarta borgarinnar.“
Að mati Ingu Jónu erum
við íslendingar allt of
hrædd við að byggja upp í
loftið. „Hrafn minnti okkur
vel á þetta og mér fannst
sérstaklega skemmtilegt þegar hann
reisti lárétta byggð meðfram strönd-
inni upp á rönd. Við eigum að vera
djarfari að byggja há hús. Nútímalifn-
aðarhættir krefjast fjölbreyttari
Ograndi hugmyndir
inga Jóna telur hug-
myndir Hrafns
Gunnlaugssonar í
myndinni til þess
fallnar aö veita nýju
lífi í umræöuna um
skipulagsmál.
möguleika í íbúðabyggð og
ekki má gleyma því að há-
hýsabyggingar bjóða upp á
fleiri opin svæði í kringum
húsin.“
Inga Jóna telur að hug-
myndir Hrafns um opin
svæði í borginni hljóti að ýta
við mörgum. „Þessi svæði
þurfa að laða fólk til sín.
Hugmyndin um gömul hús í
Hljómskálagaröinum finnst
mér mjög eftirsóknarverð og
sé fyrir mér ýmsar laglegar
útfærslur á þvi.“
Að lokum sagði Inga Jóna
að sér hefði þótt skemmti-
legt hvemig dregið var fram
_____ í myndinni að „smávinir
fagrir" í líki sóleyja og fífla
væru slegnir um leið og þeir skytu
upp kollinum og í staðinn plantað inn-
fluttum túlípönum. „Það hlýtur að
vekja okkur til umhugsunar.“ -ss
Eggert Þór Bernharösson sagnfræð-
ingur
Myndin var bæði athygtisverö og
skemmtiieg og gaman aö sjá þessar
hugmyndir rísa upp úr iandinu.
Athyglisverðar
og skemmtileg-
ar hugmyndir
- útivistarsvæði minna
mest á engi og tún
Eggert Þór Bernharðsson, sagn-
fræðingur og höfundur bókanna Saga
Reykjavíkur 1940-1990 og Undir báru-
járnsboga, segir að sér þyki hugmynd-
irnar sem komu fram í myndinni
mjög áhugaverðar og benda á ýmis-
legt sem hægt er að gera öðruvísi.
„Myndin var bæði athyglisverð og
skemmtileg og gaman að sjá þessar
hugmyndir rísa upp úr landinu. Það
er til dæmis margt til í því að við höf-
um gengið býsna langt í að vera með
stór svæði sem minna frekar á tún og
engi í sveit en almenningsgarða. Ég
hef bæði búið við Miklatún og Hljóm-
skálagarðinn og það er ekki mikið um
að vera þar á sumrin.
Hugmyndin um að flytja gömlu
húsin af Árbæjarsafninu niður í
Hljómskálagarð er mjög skemmtileg
en það er spurning um hversu að-
gengileg hún er. Það þyrfti eflaust að
gera ýmislegt til að vernda húsin fyr-
ir ágangi utan opnunartíma. Það
þyrfti örugglega að girða svæðið af og
hafa um það vakt en ég er svo sem
ekki besti maðurinn til að svara því.
Ég veit þó að erlendis eru svona söfn
lokuð af utan opnunartíma. En í heild
benti myndin á ýmislegt athyglisvert
og horfði til nýrra átta.“
-Kip