Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 DV Útlönd Heimsókn í fangelsiö Danielle og Gilbert Mitterrand heim- sækja Jean-Christophe, son sinn og bróöur, í fangelsið í París. Mitterrand situr áfram í fangelsi Jean-Christophe Mitterrand, son- ur fyrrum Frakklandsforseta, sem hefur veriö sakaður um ólöglegt vopnabrask, neitaði í gær að reiða fram sextíu milljóna króna trygg- ingafé svo hann gæti losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögmenn Mitterrands sögðu að hann ætti ekki fyrir tryggingafénu og bróðir hans sagði að hann hefði hafnað aðstoð vina sinna til að mót- mæla framferði rannsóknardómar- ans Philippes Courroyes. Dómarinn hefur verið sakaður um að hafa brotið reglur við meðferð málsins. Mitterrand er grunaður um að eiga aöild að vopnabraski og fjár- drætti í tengslum við sölu rúss- neskra vopna til Angóla snemma á tíunda áratugnum. Stoltenberg seg- ir stór vatnsorku- ver liðna tíð Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, lýsti því yfir í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að tími stóru vatnsorkuveranna væri liðinn. Hann blés af þrjár fyrirhug- aðar og umdeildar virkjanir í þjóð- garði sunnan við Bodö í Norður- Noregi sem norska Stórþingið hafði samþykkt að yrðu reistar. „Ég veit að þetta er ákvörðun sem á eftir að valda deilum. En ávinn- ingurinn af þessum mannvirkjum er ekki nógu mikill til að réttlæta óafturkræf náttúruspjöll," sagði Stoltenberg. Breið samstaða er um að stjórnin hafl ekki átt annarra kosta völ. Katherine Harris Umdeildur innanríkisráöherra Flórída fær víst ekki gott starfhjá Bush. Harris á ekki von á feitu embætti Samstarfsmenn Georges W. Bush, verðandi forseta Bandaríkjanna, vísuðu í gær á bug fréttum um að Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórída, yrði boðið mikilvægt embætti í stjórn nýja forsetans. Harris var mjög umdeild vegna framgöngu sinnar í kosningaklúðr- inu í Flórída þar sem hún þótti hafa sett of þröng tímamörk fyrir endur- talningu til aö tryggja Bush sigur- inn. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur,“ sagði talskona Bush. Sendimenn ísraela og Palestínumanna til Washington: EamBia Bill Clinton gefur ekki upp alla von Sendifulltrúar ísraela og Palest- ínumanna munu væntanlegir til Washington innan skamms til að reyna að binda enda á margra mán- aða átök fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Deilendur létu þó í ljós efasemdir í gær um að einhverra stórtíðinda væri að vænta af friðarviðræðunum næstu daga. Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu að ísraelskur samninga- maður væri væntanlegur til Was- hington í vikunni. Á skrifstofu Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, var tilkynnt að sett yrði á laggirnar nefnd með fulltrúum Bandaríkjanna, ísraels og Palestínu- manna og væri henni ætlað að reyna að koma í veg fyrir hryðju- verk. Vestrænn stjómarerindreki sagði að samningamaður Palestínumanna myndi væntanlega koma til Was- hington í næstu viku, þótt ekki yrðu Clinton gefst ekki upp Bill Clinton Bandaríkjaforseti er nú í miklu kapphlaupi viö tímann. Honum er mjög í mun aö samkomulag um fríö i Mið-Austurlöndum náist áöur en hann lætur af embætti. neinar beinar viðræður milli deilendanna. Palestínumenn stað- festu ekki í gær að þeir hefðu fallist á að senda mann til Washington. Þróun mála í gær varð til þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti gat leyft sér að halda enn í vonina um að hann gæti haft milligöngu um friðarsamning í Mið-Austurlöndum áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Shlomo Ben-Ami, utanríkisráð- herra ísraels og helsti samninga- maður, sagði hins vegar að ekkert nema kraftaverk gæti gert friðar- samning að veruleika áður en Clint- on færi frá. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hitti Hosni Mubarak Eg- yptalandsforseta í Kaíró í morgun, áður en hann ráðfærði sig við utan- ríkisráöherra arabaríkjanna um friðartillögur Bandaríkjamanna. Arafat mun að því loknu gefa svar sitt við tillögum Clintons. Mótmæli í Prag Tugir þúsunda Tékka komu saman á Vaclavtorgi í Prag í gær til aö lýsa yfir stuöningi viö sjónvarpsfréttamenn sem mótmæla ráöningu nýs sjónvarpsstjóra. Vaclav Havel forseti styöur aögeröir fréttamannanna og Alþjóöasamband blaðamanna hvetur aöildarfélög til aö styöja verkfalliö. Tugir þúsunda styðja verkfall sjónvarpsmanna Deilan um nýjan sjónvarpsstjóra ríkissjónvarpsins er að verða alvar- legasta stjómmálakreppan í Tékk- landi í heilan áratug. í gær efndu 30 þúsund manns til mótmæla til að lýsa yfir stuðningi við verkfall sjón- varpsfréttamanna. Fjöldafundurinn á Vaclavtorgi I Prag í gær var sá stærsti frá 1989 þegar mótmæli á þessum sama stað leiddu til falls kommúnismans. Sjónvarpsfréttamennimir 40, sem búið hafa um sig í sjónvarpshúsinu, halda áfram að senda út sjóræn- ingafréttir sínar í gegnum gervi- hnetti. Flestir áhorfenda geta ekki séð sendingarnar vegna mótaðgerða sjónvarpsstjómarinnar sem auk þess hefur látið loka salernum og eldhúsi byggingarinnar. Stuðningsmönnum fréttamann- anna hefur tekist að koma til þeirra matvælum og ferðasalemum í gegn- um glugga. Ástæða deilunnar er skipun Jiris Hodacs í embætti sjónvarpsstjóra fyrir rúmri viku. Meirihluti starfs- manna sjónvarpsins segir ráðning- una pólitíska. Hodac er í tengslum við hægriflokkinn ODS sem er und- ir forystu Vaclavs Klaus, fyrrver- andi forsætisráðherra. Á neyðarfundi tékknesku ríkis- stjórnarinnar í gær náðist sam- komulag um lagabreytingar sem áttu að geta leyst deiluna. En sjón- varpsfréttamennimir sætta sig ekki við reglur um hvemig skipa eigi sjónvarpsstjóra í framtíðinni. Þeir kreíjast þess að Hodac veröi strax látinn víkja. Stjómmálafræðingar segja stuðning almennings vera vegna almenns vantrausts í garð stóru stjómmálaílokkanna. Jafnað- armannaflokkur Milos Zemans hef- ur stýrt Tékklandi frá 1998 með að- stoð flokks Vaclavs Klaus. Litið er svo á að hann hafi fengið að skipa sjónvarpsstjóra þar sem hann hafi haldið loforð sitt um að fella ekki ríkisstjómina. Margir Tékkar eru þeirrar skoð- unar að stóru flokkarnir hafi ekki staðið sig. Atvinnuleysi er enn mik- ið og spilling víðtæk. Auk þess eru Tékkar tortryggnir gagnvart pólitískri stjórnun fjölmiðlanna. Núverandi forseti Tékklands, Vaclav Havel, hvatti til mótmæla vegna hreinsana í fjölmiðlum í kjöl- far innrásar Sovétríkjanna 1968. Nú hefur hann lýst yfir stuðningi viö sjónvarpsfréttamenn. Reyndar er Klaus helsti keppinautur Havels og Havel óttast að þingið skerði völd hans. Sakaður um einræði Austurríski stjómmálamaður- inn Jörg Haider bælir kerfisbund- ið niður alla and- stöðu í Kamten þar sem hann er fylkisstjóri, að því er íhaldsblað- ið Die Presse skrifar. Haider er sagður hafa látið reiði sína bitna á embættismönnum sem ekki hafa viljað láta misnota sig í áróðurs- skyni fyrir flokk hans. Hálka í Texas Hundruð ökumanna í Texas í Bandaríkjunum urðu í gær, þriðja daginn í röð, að leita skjóls á kaffi- húsum og hjá Frelsishemum vegna glerhálku á vegum. Þrjótar verða netlöggur Ungir tölvuþrjótar í Indlandi á aldrinum 14 til 19 ára hafa verið beðnir um að afhjúpa glæpi á Net- inu. Fregnum um slag neitað Upplýsingaráðuneyti Iraks vísaði i gær á bug fréttum um að Saddam Hussein forseti hefði fengið alvar- legt slag. Haft var eftir stjómarand- stöðuleiðtoga að forsetanum hefði verið ekið á sjúkrahús eftir hersýn- ingu á gamlársdag. Þroskaheft tekin af lífi Yfirvöld í Oklahoma hafa ákveðið að þroskaheft blökkukona, Wanda Jean Allen, verði tekin af lifi í næstu viku. Hún er dæmd fyrir ástriðumorð á annarri konu fyrir 12 árum. Fagnar vaxtalækkun George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, fagnaði í gær óvæntri lækkun bandaríska seðla- bankans á skamm- tímavöxtum. Sagði hann skattalækk- un nauðsynlega í kjölfarið til að koma í veg fyrir að hægt verði á efnahagnum. Stasi merkti andstæðinga A-þýska öryggislögreglan Stasi merkti stjórnarandstæðinga með geislavirkum efnum. Hægt var að rekja slóð þeirra með földum Gei- germælum, að því er vísindaritið New Scientist greindi frá í gær. Margrét prinsessa veik Margaret prinsessa, systir Elisabetar Eng- landsdrottningar, kann að hafa fengið vægt heilablóðfall, að því er segir i tilkynn- ingu frá Buckingham- höll í gær. Læknar útiloka ekki að um sé að ræða afleiðingar heilablóðfalls sem prinsessan fékk fyrir tveimur árum. Margrét prinsessa er 70 ára. Létust í lestarslysi Tólf landbúnaðarverkamenn frá Ekvador létust á Spáni í gær þegar lest ók á sendiferðabíl sem þeir voru í á mótum akbrautar og járnbrautar- spors. Talið er að bílnum hafi verið ekið á rauðu ljósi yfir teinana sem engar hindranir voru við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.